Morgunblaðið - 10.11.1992, Qupperneq 4
i-
scer mav.'A /öA .01 huoaœjigim qigajswudhom
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1992
Hafnasamband sveitarfélaga
Gjaldskrá hafna hækkar um 3%
Á ÁRSFUNDI Hafnasambandsins var samþykkt að hækka gjald-
skrá hafna um 3% frá og með næstu áramótum og gildir sú verð-
hækkun fyrir árið 1993 að óbreyttri verðlagsþróun. Enn fremur
var samþykkt að hraða samræmingu á þjónustugjöldum hafnanna.
Á fundinum kynnti hafnarmála-
stjóri tillögur að hafnaáætlun fyrir
tímabilið 1993 til 1996, ásamt
yfirliti um framkvæmdir árið
1992. Samkvæmt bráðabirgð-
auppgjöri fyrir árið 1992 hefur
verið unnið í höfnum landsins fyr-
ir, 1.214.000.000 krónur. Hlutur
ríkisins er 826.300.000 en fjárveit-
in árið 1992 var 762.300.000
krónur.
Vegna breytinga á hafnalögum
,vaf samþykkt að vekja athygli á
nokkrum atriðum svo sem að tek-
ið verði fullt tillit til annarra sam-
gangna milli byggðarlaga við upp-
byggingu hafna og stofnun hafna-
samlaga. Að tekið verði mið af
fyrirhugaðri sameiningu sveitarfé-
laga og að ekki verði dregið úr
ríkisstyrkjum til einstakra þátta í
stofnkostnaði svo sem hafnarvoga,
löndunarkrana og hafnsögubáta.
VEÐUR
Þá segir í frétt frá sambandinu,
að samþykkt hafí verið tillaga um
að ríkið hætti að veita styrk til
dráttarbrauta og upptökumann-
virkja. Var sú tillaga samþykkt
með 21 atkvæði gegn 11 en 23
fulltrúar sátu hjá.
Loks voru samþykktar breyt-
ingar á lögum sambandsins um
að stjómarmönnum yrði fjölgað
úr sex í átta og skal einn stjómar:
maður vera úr hveiju kjördæmi. í
stjóm voru kjömir; Hannes Valdi-
marsson hafnarstjóri, Reykjavík,
Sturla Böðvarsson bæjarfulltrúi
og Alþingismaður, Stykkishólmi,
fyrir Vesturland og var hann jafn-
fram endurkjörinn formaður
Hafnasambandsins, Einar Garðar
Hjaltason bæjarfulltrúi ísafirði,
fyrir Vestfirði, Brynjar Pálsson
formaður hafnarstjómar Sauðár-
króki, fyrir Norðurland vestra,
Guðmundur Sigurbjömsson hafn-
arstjóri, Akureyri, fyrir Norður-
land eystra, Þorvaldur Jóhannsson
bæjarstjóri, Seyðisfirði, fyrir Aust-
urland, Ólafur M. Kristinsson
hafnarstjóri, Vestmannaeyjum,
fyrir Suðurland og Eyjólfur Sæ-
mundsson formaður hafnarnefnd-
ar Hafnarfirði fyrir Reykjanes.
Innan Hafnasambandsins eru
60 hafnir og sátu fundinn 138
fulltrúar og gestir.
Morgunblaðið/Björn Blöndal
Lágmarksvinnsla er þessa dagana hjá Vogum hf. í Njarðvík. Þar
starfa nú um 25 manns en sú tala gætí tvöfaldast á næstunni.
Um 100 ný störf að skap-
ast í Keflavík og Njarðvík
Keflavfk.
ATVINNULEYSIÐ á landinu er
hvergi meira en á Suðurnesjum
og þá sérstaklega í Keflavík og
Njarðvík þar sem samkvæmt nýj-
ustu tölum eru 297 manns skráðir
VEÐURHORFUR I DAG, 10. NOVEMBER
YFIRLIT: Á Grænlandshafi er allviðáuumikil 965 mb lægð, sem á að þokast
au8tnorðaustur. Heldur mun kólna í veðri.
SPÁ: Norðanátt. Stinningskaldi er sums staðar vestast á landinu en mun
hægari austanlands. Él vestanlands en bjartviðri suðaustan- og austanlands.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á LAUGARDAG: Fremur hæg breytileg eða vestlæg ótt. Víða léttskýj-
að. Svalt (veðri og víða frost, einkum inn til landsins.
HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Nokkuð hvöss norðanátt. Éljagangur um allt norðan-
vert landið en bjart veður syðra. Vægt frost.
HORFUR Á FIMMTUDAG: Minnkandi norðvestanátt og él á Norðausturlandi
en nokkuð bjart veður suðaustanlands. Breytileg eða suðlæg átt og snjókoma
vestantil. Áfram frost.
Nýlr veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22.30.
Svarsfmi Veðurstofu islands — Veðurfregnir: 990600.
O <á
Heiðskírt Léttskýjaö
/ / /
/ /
r r f
Rigning
* / *
* /
/ * f
Slydda
Hálfskýjað
* * *
* *
* * *
Snjókoma
*
Skýjað Alskýjað
V $ ❖
Skúrir Slydduél Él
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörin sýnir vindstefnu
og fjaðrimarvindstyrk,
heil fjöður er 2 vindstig.^
10° Hitastig
Súld
Þoka
V
riig..
si
FÆRÐA VEGUM:
(Kl. 17.30 ígær)
Á Suðvestur- og Vesturlandi er víða hálka á vegum en greiðfært að öðru
leyti. Vel fært í nágrenni Reykjavíkur og austur.um Suðurland og til Aust-
fjarða, en hálka er á fjallvegum á Austfjörðum. Ágæt færð er fyrir Hvalfjörð
um allt Vesturland, vestur fyrir Gilsfjörð og til Patreksfjarðar og þaðan til Isa-
fjarðar, einnig er fært norður yfir Holtavörðuheiði og til Hólmavíkur og þaðan
til (safjarðar. Hálka er viða á þessu svæði. Fært er um Norður- og Norðaustur-
land og til Austfjarða, en hálka er sums staöar á fjallvegum.
Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og í grænni
línu 99-6315. Vegagerðin.
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tima
Akureyri
Reykjavfk
Mti veður
3 skýjað
1 snjóél
Bergen 8 alskýjaí
Helsinki +1 skýjað
Kaupmannahöfn 6 léttskýjaó
Narssarssuaq +8 léttskýjað
Nuuk +3 atskýjaö
Osló 3 alskýjaö
Stokkhólmur 3 léttskýjað
Þórshöfn 6 skýjað
Algarve 18 léttskýjað
Amsterdam 9 þokumóða
Barceiona 17 þokumóða
Berfín 4 léttskýjað
Chicago 7 skúr
Feneyjar 14 heiðskfrt
Frankfurt 5 skýjeð
Glasgow 10 rigning
Hamborg 6 léttskýjað
London 12 alskýjað
LosAngeles 17 alskýjað
Lúxemborg 6 þoka
Madríd vantar
Malaga 17 rigning
Mallorca 21 léttskýjað
Montreal +7 léttskýjað
NewYork heióskirt
Oriando 21 súld
Paris 9 atskýjað
Madeira 21 skýjað
Rém 20 þokuméða
Vin 5 léttskýjað
Washington 41 mistur
Winnipeg +1 snjékoma
atvinnulausir. En vonir standa nú
til að ný störf skapist fyrir um
100 manns á næstunni þar af um
70 í Keflavík og um 20—30 í
Njarðvík. í Keflvík mun atvinnu-
leysistryggingasjóður greiða laun
70 starfsmanna í 2 mánuði og í
Njarðvík er vonast til að um
20—30 manns fái vinnu hjá fisk-
vinnslufyrirtækinu Vogum hf.
sem hyggst kaupa og vinna þorsk
af rússneskum fiskiskipum fyrir
Bandaríkjamarkað.
Drífa Sigfúsdóttir forseti bæjar-
stjómar Keflavíkur sagði í samtali
við Morgunblaðið að þegar væri
búið að ráða fyrsta starfsmanninn
og fleiri yrðu ráðnir á næstu dögum.
Drífa sagði að samkvæmt reglum
atvinnuleysistryggingasjóðs bæri að
bjóða þeim vinnu sem lengst væru
búnir að vera atvinnulausir og sú
vinna sem unnin yrði mætti ekki
vera í samkeppni við aðra. Drífa
sagði að á næstu dögum yrði haft
samband við þá aðila sem rétt ættu
á að fá vinnu 'samkvæmt reglum
sjóðsins og þeim fundin verkefni.
Drífa sagði að nokkur fyrirtæki
bæði erlend og innlend hefðu sett
sig í samband við Keflvíkurbæ meD
fyrirspumir um aðstöðu á svæðinu.
Hún sagði að þar væri margt athygl-
isvert sem vert væri að skoða og
gæfi tilefni til bjartsýni en hún gæti
ekki nefnt neitt ákveðið því hér
væri enn um trúnaðarmál að ræða.
Sigurður Garðarsson hjá Vogum
hf. sagði að fyrirtæki sitt hefði gert
samning við bandaríska aðila með
vinnslu á þorski veiddum af rúss-
neskum fiskiskipum eftir að þeir
hefðu unnið og sent þeim sýnishom.
Hins vegar hefði þeim gengið erfið-
lega að afla fjármagns til að geta
keypt nægjanlegt magn af fiski til
að geta staðið við samninginn. Nú
væri þó loks að rofa til og útlit fyr-
ir að tekist hefði að útvega fjármagn
til að koma þessari vinnslu af stað.
Sigurður sagði að hér væri um að
ræða samning um vinnslu á allt að
3.000 tonnum á ári og vonaðist hann
til að ef allt gengi eftir, þá yrði
hægt að heíja vinsluna fyrstu vik-
umar í desember.
Stjóm Sambands sveitarfélaga á
Suðumesjum sat á fundi á fimmtu-
daginn og ræddi atvinnumálin á
svæðinu og Ieiðir til úrbóta. Þar var
fjallað um uppbyggingasjóð atvinnu-
lífsins á Suðumesjum og hvernig
best og virkast væri að stofna slíkan
sjóð. Þar var fært til bókar að heppi-
legast væri að stofna slíkan sjóð
með verktakafyrirtækjum á Kefla-
víkurflugvelli, Byggðastofnun, ríkis-
sjóði, sveitar- og bæjarsjóðum á
Suðumesjum og öðrum aðilum á
svæðinu. Stærð sjóðsins yrði 1.000
miHjónir og yrði hann undir meiri-
hlutastjóm sveitarfélaganna á svæð-
inu. Sveitar - og bæjarsjóðir leggðu
fram 200 milljónir eftir íbúafjölda,
en verktakar, Byggðastofnun og rík-
issjóður legðu fram 800 milljónir.
-BB
Meintur árásarmaður á Flateyri látinn laus
Beðið samanburðar á
skothylki og byssunni
Atvinnurekendur á Flateyri vísa
fíkniefnaneytendum úr starfi
MAÐURINN, sem kærður var fyrir að hafa skotíð að tveimur Flateyr-
ingum aðfaranótt laugardags, hefur nú verið látínn laus. Lögreglan
á Isafirði hafði farið fram á gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum,
en dró þá beiðni tíl baka, þar sem hún taidi sig hafa upplýst það
sem máli skipti. Beðið er niðurstöðu samanburðar á skothylki, sem
fannst á vettvangi, og byssu þeirri, sem fannst í herbergi mannsins.
Tveir Flateyringar leituðu tii lög-
reglunnar aðfaranótt laugardagsins
og kærðu mann fyrir að hafa skot-
ið á sig með haglabyssu, en skotið
geigaði. Mennimir tveir munu hafa
komið í heimsókn í verbúðina á
Flateyri fyrr um nóttina og skamm-
ast vegna fíkniefnaneyslu þar. Sá
sem grunaður er um að hafa skotið
úr byssunni hvarf á brott og er
talið að hann hafi þá farið og sótt
byssuna. Þegar hann svo skömmu
síðar varð var við tvímenningana á
götunni skaut hann að þeim, að því
er þeir tjáðu lögreglu.
Við rannsókn í herbergi manns-
ins í verbúðinni fannst 5 skota
haglabyssa og 52 skot í hana. Mað-
urinn neitar enn öllum sakargiftum,
en hann og tveir félagar hans hafa
viðurkennt fíkniefnaneyslu um
nóttina. Rannsókn þess hluta máls-
ins er lokið og nokkuð Ijóst að þarna
hafí verið um litla neyslu að ræða
og ekki talið tengjast sölu.
Maðurinn, sem er 30 ára, hefur
nú verið látinn laus, þar sem rann-
sókn málsins er að mestu lokið og
ekki talið að hann sé hættulegur
umhverfi sínu eða að hann tefji
rannsókn málsins.
Hjá Hjálmi hf. á Flateyri fengust
þær upplýsingar að nú þegar hefur
verið gripið til aðgerða við að vísa
fólki, sem uppvíst hefur orðið að
fikniefnaneyslu, fyrirvaralaust úr
vinnu og húsnæði á vegum fyrir-
tækisins. Atvinnurekendur á staðn-
um eru tilbúnir til að vinna með
lögreglu varðandi fíkniefnaneyslu
og sagði einn forráðamanna hjá
Hjálmi hf. að ekki hefðu fengist
nægjanlegar upplýsingar hjá lög-
reglunni um það fólk, sem lægi
undir grun og er brotlegt.