Morgunblaðið - 10.11.1992, Page 19

Morgunblaðið - 10.11.1992, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1992 19 Frönsk kvikmyndahátíð Celine Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson „Celine“. Sýnd í Háskólabíói. Leiksljóri og handrítshöfundur Jean-Claude Brísseau. Aðal- leikendur Isabelle Pasco, Lisa Hérédia. Frönsk. Gaumont 1992. Pasco, sem er starfandi hjúkr- unarkona í smábæ í Frakklandi, er nýbúin að jafna sig á uppsögn kærasta síns og hjartaáfalli sem fylgdi í kjölfarið, er á vegi hennar verður stúlkan Hérédia. Hún er niðurbrotin og minnug eigin rauna bjargar Pasco henni frá drukkn- un. Ogæfa Hérédiu stafar af því að fyrir örfáum dögum lést faðir- inn í örmum hennar og tjáði henni á andlátsstundinni að hún væfi tökubarn. Sökum þessa fór svo kærastinn frá henni skömmu síð- ar, fjölskyldunafnið og laganámið. Pasco er fengin til að hugsa um Hérédiu um sumarið og með aðstoð jógaæfinga og hugleiðslu tekst henni að beina huga stúlk- unnar á jákvæðar brautir á ný, samfara því sem á milli þeirra skapast einlæg ást. Myndin er tekin á fallegu sumri í frönsku sveitahéraði sem skapar einstaklega hlýlegan og notalegan ramma í kringum angurværa sög- una. Ýjað er að að meira en vin- átta skapist milli kvennanna, líkt og húp sé ekki ein saman nóg til að laða fram þær heitu og fögru tilfinningar sem ráða ríkjum í gamalli myllu eitt sumar í Frans. Konurnar eru dável leiknar af Isabellu Pasco og Lisu Hérédiu sem koma þessum viðkvæmu, kannski nær að segja ofur brot- hættu persónuleikum, óaðfinnan- lega til skila. Þær eru hluti sum- arfegurðar markarinnar sem fell- ur í einu kuldagjóstri mest á blómaflóðið á mörkinni. Celine líð- ur hinsvegar fyrir yfirgengilegan seinagang sem einkum kemur til sögunnar í leiðum leikfimiæfing- um og lótusstellingum enda virkar myndin mikið betur er hún snýr að tilfinningamálum persónanna en þá hún veltir sér uppúr dulúð og yfirskilvitlegum hlutum. Þá er eina karlhlutverkið undarlega á skjön við ljóðræna framvindu myndarinnar. Ljúf, falleg og svæfandi. Madame Bovary Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Madame Bovary. Sýnd ! Há- skólabíói. Leiksijóri: Claude Chabrol. Aðalhlutverk: Isabelle Huppert, Christophe Malavoy, Jéan-Francois Balmer og Jean Yanne. Nýjasta mynd franska ný- bylgjuleikstjórans Claude Chab- rols er kvikmyndagerð hinnar frægu bókar Madame Bovary með Isabelle Huppert í titilhlutverkinu. Um er að ræða stórmynd á franskan mælikvarða sem endur- skapar nítjándu aldar smábæjarlíf oní minnstu smáatriði í búningum, húsbúnaði og byggingum og segir hina harmþrungnu sögu Bovary, sem leitaði að ást og spennu og rómantík í leiðinlegt líf sitt en fann aðeins svik, örvinglun og örvæntingu og hlaut grimmileg örlög. Frásagnarháttur myndarinnar er eins langt frá því sem maður á að venjast í hinum daglegu has- ar- og spennumyndum bíóanna, þar sem klippt er á fimm sek- úndna fresti og myndavélin er á sífelldri hreyfingu, og hægt er að komast. í samanburði er mynd Chabrols líkari ljósmynd en kvik- mynd, ríkulega skreytt með bún- aði hins horfna tíma. Myndin er 140 mínútur að lengd og maður fínnur til lengdarinnar í hægri frásögninni. Eins og bókin á myndin kannski best heima á náttborðinu. Isabelle Huppert er mjög góð í aðalhlutverkinu og tekst vel að lýsa fyrst vonbrigðunum með hjónaband sitt og læknisins Char- les Bovary, sem er leiðindagaur hinn mesti en besta skinn, síðan lífsfyllingunni sem hún finnur með viðhaldi sínu, harminum þeg- ar hún kemst að því að drauma- prinsinn vill ekki með hana hafa þegar hún ætlar að hlaupast á brott með honum og loks hinum harmrænu endalokum þegar Bo- vary sér heiminn hrynja í kringum sig og ákveður að grípa til örþrifa- ráða. Það er langbesti hluti myndar- innar og Huppert glánsar í hlut- verkinu. En Chabrol hefði að ósekju mátt beita skærunum bet- ur, draga frásögnina saman og auka hraðann. Aldafarslýsing hans stendur vel fyrir sínu, hliðar- saga eins og sú um misheppnaða fótaaðgerð læknisins á fátæklingi nokkrum er styrkur, en myndin reynir fullmikið á þolinmæði áhorfandans. IP5- Fílaeyjan IP5-Fílaeyjan („IP5-L’lile aux phchidermes"). Sýnd i Háskóla- bíói. Leikstjóri: Jean-Jaques Beneix. Aðalhlutverk: Yves Montand, Olivier Martinez og Sekkou Sall. Fyrst nokkur orð um franska kvikmyndaviku: Hún er löngu orð- inn fastur punktur í bíólífínu á ís- landi og hún hefur tekið talsverðum breytingum til batnaðar undanfarin ár frá því sem var þegar áherslan var á gamlar myndir, sem jafnvel komust ekki í gegnum sýningarvél- ina. Nú er allt bráðnýtt, elstu myndir tveggja ára gamlar, en þær nýjustu gerðar í ár og þær eru þverskurður af því sem frönsk kvik- myndagerð, einhver sú líflegasta í heimi, hefur uppá að bjóða. Það er synd að þurfa að kynnast því á sérstökum vikum frekar en að fá myndirnar reglulega í bíóin en c’est la vie. Frönsk kvikmyndavika auðgar a.m.k. bíólífíð verulega á meðan hún stendur yfír. Önnur nýjasta myndin á frönsku vikunni í ár reyndist síðasta mynd skemmtikraftsins Yves Montand og það eitt gefur henni ákveðna sérstöðu. Hún heitirþví forvitnilega nafni IP5-Fílaeyjan, er gerð á þessu ári og er eftir stílistann Jean-Jacq- ues Beneix („Diva“, „Betty BIue“). Hún hefst í stórborgarfirringu Frakklands nútímans en boðar aft- urhvarf til náttúrulegra gilda og er á franska vísu í raun um leitina að þessu sleipa kvikindi, sem fáir vita nákvæmlega hvað er en kall- ast ást. Montand persónan minnir svolítið á vinina öldnu í Börnum náttúrunnar, annarri vegamynd Á flakki; Montand í Fílaeyjunni. sem ferðast úr borg í sveit í leit að fortíð og fábrotnara en auðugra lífí. Hvað hann er fæst ekki uppgef- ið nákvæmlega, seiðkarl eða dýr- lingur, helgur maður með lækning- ármátt í sérstöku sambandi við náttúruna og sérstaklega tré skóg- arins. Hann verður á vegi tveggja stórborgarbarna, tólf ára blökku- drengs og araba um tvítugt og saman ferðast þeir hver í sínum tilgangi um sveitir Frakklands. Myndin er gullfallega tekin og fyndin og skemmtileg og hjartnæm og harmræn í senn í leikstjórn Beneix, eins fremsta kvikmynda- gerðarmanns Frakka í dag. Hann hefur gert umhverfísvæna mynd um galdurinn sem býr í náttúrunni en ekki síður mannvæna um gald- uTinn sem býr í hreinni vináttu, fornum ástum og nýjum og sam- kennd einstaklinga af ólíkum kyn- þáttum. Montand er stórkostlegur í síð- asta hlutverki sínu, aldinn og vís sérvitringur. Allt það besta við þessa hrífandi mynd er tengt hon- um á einhvem hátt. MARMOLEUM GOLFEFNI UR RIKI Jr ' ý hseHIÍBHHÍ ATTURUNNAR á MARMOLEUM gólfefnum í verslun okkar að Síáumúla 14 frá mánudegi til laugardags í tilefni nýrrar litalínu. MARMOLEUM er unniS úr náttúrulegum efnum og er því fullkomlega vistvænt. MARMOLEUM fæst í 68 litum. MARMOLEUM býður heildarlausn í gólfefnum með óteljandi samsetningar- möguleikum. Olöf Flygenring arkitekt og Júlía P. Andersen innanhússarkitekt veróa í versluninni frá klukkan 16-18 alla sýningardagana og veita viðskíptavinum ókeypis ráðleggingar um val á MARMOLEUM. Gólf búnaður SÍÐUMÚLA 14 • SÍMI (91) 813022

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.