Morgunblaðið - 10.11.1992, Síða 22

Morgunblaðið - 10.11.1992, Síða 22
seer H3ííM3Vök .or jiiíOAau(,aríi4 giaAjgvruQHQM MORGUNBEAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 'IO. NÓVEMBER' T992 22 Hafnirnar og atvinnulífið vegna meiri krafna um þjónustu og auknar skyldur við veiðieftirlit vegna vigtunar og skráningu alls afla. Hafnarsambandið gerir ráð fyr- ir lítilli hækkun hafnagjalda eða 3% um næstu áramót. Hafnirnar leggja þannig sitt af mörkum svo stöðugleiki haldist og útgjöld at- vinnuveganna aukist ekki um of vegna hafnagjalda. Framkvæmdir í höfnum Unnið er að undirbúningi hafna- áætlunar fyrir árin 1993-1996. Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri hefur verið unnið í ár við hafnar- gerð fyrir kr. 1.214.000.000. í tillögum að hafnaáætlun er gert ráð fyrir að framkvæmdir við hafnir, utan Reykjavíkurhafnar, verði: Árið 1993 kr. 766.900.000 Árið 1994 kr. 837.000.000 Árin 1995-1996kr. 1.819.700.000 í þessum tölum eru ekki fram- kvæmdir við stóriðjuhafnir og ekki viðhald hafnarmannvirkja, sem er árlega nokkur hluti rekstrarút- gjaida, en þarf að auka til þess að lengja líftíma mannvirkja. Sameining hafna Á ársfundi Hafnasambandsins var nokkuð fyallað um stofnun hafnasamlaga eða sameiningu hafna. Sú umræða hefur komið upp í tengslum við umræður um frumvarp að nýjum hafnalögum og sameiningu sveitarfélaga. Víða hagar þannig til að veru- legri hagræðingu og spamaði í §árfestingu má koma við með stofnun hafnasamlaga um tiltekn- ar hafnir. í frumvarpi að nýjum hafnalögum eru nefnd dæmi um hafnir sem mætti sameina, en þær eru: * Akranes, Grundartangi, Borgameshöfn. * Ólafsvík, Rif, Amarstapahöfn. * Patreksfjörður, Tálknafjörður, Bfldudalshöfn. * Þingeyri, Flateyri, Suðureyri, Bolungarvík, Súðavík, ísaijarð- arhöfn. * Hólmavík, Drangsnes. * Blönduós, Skagaströnd. * Sauðárkrókur, Hofsós. * Ólafsfjörður, Árskógshreppur, Höfnin í Stykkishólmi. eftír Sturlu Böðvarsson Hvað væri Reykjavík án hafnar? Þannig spuiði Knud Ziemsen, fyrr- verandi borgarstjóri Reykjavíkur, í bók sinni „Úr bæ í borg“. Og hann svarar þeirri spurningu og segir: „Sennilega ekki höfuð- staður landsins, líklega lítið kot- þorp og fremd þess við það eitt bundið, að Ingólfur setti sig þar niður í öndverðu og Innréttingar Skúla fógeta vom þar.“ Sömu spumingu mætti leggja fyrir stjórnendur allra hafnarbæja og þorpa í landinu og er víst að svipuð svör fengjust. Hafnimar eru miðpunktur í atvinnulífi og samgöngum hvers staðar. Á sama hátt em hafnimar þýð- ingarmestur hlekkur þeirrar at- vinnustarfsemi sem tengist sjávar- útvegi og siglingum. Tilefni þessarar greinar er árs- fundur Hafnarsambands sveit- arfélaga, sem haldinn var í Reykjavík 21. og 22. okt. sl. Á Frá Vestnannaeyjahöfn. fundinum var fjallað um hags- munamál hafnanna og þátt ríkis og sveitarfélaga í uppbyggingu og rekstri þeirrar starfsemi sem hafn- imar sinna. Afkoma hafnanna Árlega er gerð athugun á rekstri og afkomu hafnanna og lögð til gmndvallar þegar ákvörð- un er tekin um gjaldskrá þeirra. Afkoma hafnanna hefur versn- að. Það tengist verri afkomu í sjáv- arútvegi og minni flutningum um hafnimar. Einnig hefur þróunin orðið sú að útgjöid hafa aukist Verkefnaútflutningur Ný tækifæri með EES eftírMaríuE. Ingvadóttur Hér á landi búum við yfir hald- góðri reynslu í verktakastarfsemi ýmiskonar, enda höfum við íjár- fest í tækjum, tækni og þekkirigu, sem ætti að gefa möguleika á að taka enn frekar þátt í útboðum verkefna í Evrópu. Opinber innkaup og verktaka- starfsemi aðildarríkja EB nema um 10% af þjóðarframleiðslu land- anna, eða um 20 til 30 þúsund milljörðum íslenskra króna. Ef með em talin opinber fyrirtæki, svo sem á sviði fjarskipta, verður þetta hlutfall 15%. Með samning- um um Evrópskt efnahagssvæði er ráðgert að um einn markað verði að ræða, en hingað til hafa yfirleitt innlend fyrirtæki setið að þessum verkefnum. í reglum EB um framkvæmd útboða, er kveðið á um þrennskon- ar útboð, þ.e. forval, lokað og opið útboð. Aðeins er heimilt að taka lægsta eða hagstæðasta tilboði í lokuðu útboði, enda hafí þá verið skilgreint í útboðsgögnum hvað það er, annað en verð, sem aðal áhersla er lögð á. Miðað verður við Evrópustaðla við gerð útboð- slýsinga. Opinber útgáfustjórn EB mun annast tilkynningar í Stjórn- artíðindum EB og daglega í tölvu- banka, um tilboð og nauðsynleg gögn þar að lútandi. Óheimilt er að auglýsa í heimalandi fyrr en sú birting hefur átt sér stað. Hentar íslenskum fyrirtækjum Samkvæmt reglunum nær út- boðsskylda stjómvalda til flestra sviða, þ.e. bygginga- og verkfram- kvæmda, samgöngumannvirkja, þjónustukaupa, framkvæmda vegna síma- og fjarskiptakerfa, vatnsveitna og orkumannvirkja. Útboðsskyldan nær yfír verkefni sem áætluð eru yfir 373,5 milljón- ir króna, þegar um byggingar- framkvæmdir er að ræða, 15 mi- ljónir vegna vörukaupa, 45 millj- ónir vegna síma- og fjarskipta- kerfa, 15 milljónir vegna þjónustu og 30 milljónir vegna þjónustu arkitekta og verkfræðinga. Af þessum viðmiðunartölum má sjá, að þau verkefni sem hér um ræð- ir, geta verið af þeirri stærðargr- áðu, sem vel hentar íslenskum fyrirtækjum. Útboðin munu ná til styrktar- sjóða EB, það þýðir að við höfum sömu möguleika og aðrir að bjóða „Við eigum möguleika á að taka að okkur ýmis önnur verkefni, svo sem vegna auglýs- inga- og útgáfumála, skipulagningu á ráð- stefnum, læknisaðgerð- ir og endurhæfingu sjúkra, gerð hugbúnað- ar vegna sérhæfðra verkefna og kortagerð fyrir Austur-Evrópu.“ í þau verkefni sem EB mun veita fjarmagni til vegna uppbyggingar í Austur-Evrópu. Þar getum við t.d. horft til verkefna fyrir skipa- smíðastöðvar og byggingafyrir- tæki, en brýnt er að endurbæta húsakost og flestar lagnir, einnig endurskipulagningar sjávarútvegs og fískvinnslu. Við eigum möguleika á að taka að okkur ýmis önnur verkefni, svo sem vegna auglýsinga- og útgáfu- mála, skipulagningu á ráðstefn- um, læknisaðgerðir og endurhæf- ingu sjúkra, gerð hugbúnaðar vegna sérhæfðra verkefna og María E. Ingvadóttir kortagerð fyrir Austur-Evrópu. Nú blasir við samdráttur á flest- um sviðum atvinnulífsins og því brýnt að nýta þau tækifæri sem bjóðast með EES-samningnum. Ekki síst vegna þess, að um leið og nýjar leiðir opnast fyrir íslensk fyrirtæki að vinna verkefni í öðr- um löndum hins Evrópska efna- hagssvæðis, opnast þessar sömu leiðir fyrir erlend fyrirtæki á ís- landi. Höfundur er deildarstjórí utanlandsdeildar Útflutningsráðs íslands. Sturla Böðvarsson „Þessi grein er skrifuð til þess að vekja athygli á rekstri hafnanna og um leið undirstrika mikilvægi þeirrar starf- semi sem fer fram við hafnir landsins í þágu íslenskra atvinnuvega.“ Hrísey, Dalvíkurhöfn. * Svalbarðseyri, Akureyrarhöfn. * Bakkafjörður, Vopnafíarðar- höfn. * Eskifíörður, Reyðarfjarðarhöfn. * Fáskrúðsfjörður, Stöðvarfíörð- ur, Breiðdalsvíkurhöfn. * Stokkseyri, Eyrarbakki, Þor- láks höfn. * Grindavík, Hafnir, Sandgerði, Garður, Vogar, Keilisnes, Kefla- víkurhöfn. * Kópavogur, Garðabær, Hafnar- fíarðarhöfn. Hafnirnar og atvinnulífið Eins og í upphafí var vitnað til eru hafnirnar víðast forsenda fyrir vexti og þróun atvinnulífs og um leið hagsæld byggða sem næst höfn standa. Hagsmunir atvinnul- ífsins og hafnanna fara því saman. Uppbygging þeirrar þjónustu, sem hafnimar veita, þarf því að taka mið af þörfum atvinnulífsins og þeirrar starfsemi sem tengist höfnunum. Flutningar með skipum, bæði vöruflutningaskipum og fískiskip- um, hafa tekið miklum breytingum sl. áratug. Gámar, kör og kassar eru allsráðandi og þarf því að miða aðstöðu á hafnarbökkum við að geta þjónað þeirri flutninga- tækni. Varðandi fískiskipin þarf að- staða til löndunar að taka mið af því að þjóna þarf jafnt dagróðra- bátum, ísfískskipum,og frystiskip- um. Allan afla þarf að vigta og bera hafnimar ábyrgð á því að aflinn sé veginn og skráður. Gildir það jafnt um stóra og smáa farma. Varðandi fískiskipin þarf að- staða til löndunar að taka mið af því að þjóna þarf jafnt dagróðrar- bátum, ísfiskskipum og frystiskip- um. Allan afla þarf að vigta og bera hafnirnar ábyrgð á því að aflinn sé veginn og skráður. Gildir það jafnt um stóra og smáa farma. Allur afli, sem veginn er á hafn- arvog eða úrtaksvigtaður í vinnslustöð, er skráður í tölvukerfi hafnanna og skráist jafnaharðan inn í Hafsjókerfí hinnar nýju Fiski- stofu. Þannig fer fram eftirlit og skráning á vegum hafnanna. Þessi grein er skrifuð til þess að vekja athygli á rekstri hafnanna og um leið undirstrika mikilvægi þeirrar starfsemi sem fer fram við hafnir landsins í þágu íslenskra atvinnuvega. Höfundur er alþingismaður og formaður Hafnasambands sveitarfélaga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.