Morgunblaðið - 10.11.1992, Page 39

Morgunblaðið - 10.11.1992, Page 39
- MORGtfNBLAÐIÐ VIDSKIPTI/ATVINNVLÍF fimmtudagur W. 'Növember 1992 39 Orkumál Norskir raforkuframleið- endur hefja útflutning Norskir raforkuframleiðendur geta andað nokkuð léttar eftir að ríkið heimilaði árlegan útflutning fimm milljarða kOóvatt- stunda af rafmagni. Með því færast um fimm af hundraði raforku- framleiðslu í landinu frá ofmettuðum heimamarkaði yfir á arðvæn- lega útflutningsmarkaði. Stjómmál hafa lengi staðið í vegi reglubundins raforkuútflutn- ings frá Noregi. Náttúruvemdar- sinnar óttuðust að virkjunarfram- kvæmdir færa úr böndunum ef leyft yrði að selja framleiðsluna úr landi. Jafnframt hafa talsmenn þungaiðnaðar lagst gegn útfiutn- ingi enda vilja þeir eðlilega fá sem mest af ódýrri orku til eigin nota. Mikið offramboð raforku, í kjölfar þess að markaðsöflunum var sleppt lausum, hefur þvingað fram breyttan hugsunarhátt. Ovíst er þó hversu arðvænlegur útflutningurinn kann að reynast. Raforkuverði í Svíþjóð, Danmörk og Þýskalandi er gjaman haldið leyndu. Hins vegar er útflutnings- verð fastákveðinnar og tryggrar raforku miklu hærra en það sem fengist hefur fyrir sveiflukennda umframorku. Tveir af þessum fimm milljörð- um kílóvattstunda munu koma frá raforkuframleiðendum sem reist hafa dýrar vatnsaflsvirkjanir á síð- astu árum. í þeim hópi er vandinn mestur og útflutningsleyfum verð- ur deilt niður á fyrirtækin í hlut- falli við aukningu framleiðsluget- unnar á níunda áratugnum. Þrír milljarðar kílóvattstunda skiptast síðan á milli allra framleiðenda í samræmi við skráða framleiðslu 1. janúar 1992. HÓPUR fjárfesta í Banda- ríkjunum undir forustu verð- bréfafjárfestans Johns Heads hefur boðið 500 miiyónir doll- ara fyrir Norður-Ameríkudeild Skandia Group Insurance Co. Tilboðið kemur fram þremur vikum eftir að Skandia hætti við almennt hlutafjárútboð í deildinni Skandia America Corp., sem er áttunda stærsta tryggingafélag Bandaríkjanna. Skandia hefur áður lýst því yfir að Skandia America, sem hefur höfuðstöðvar í New York, væri til sölu þar sem móðurfélagið vildi draga úr rekstri innan tryggingageirans. Tilboði Heads hefur enn ekki verið svarað og hefur stjórnarfor- maður Skandia America, Johannes Útflutningskvótamir verða selj- anlegir og ætlunin er að setja á stofn sérstaka kvótamiðlun. Sam- kvæmt kenningunni munu kvót- arriir með tímanum færast yfír til þeirra framleiðenda sem nýta auð- lindir þjóðfélagsins best. Norrby, neitað að tjá sig um mál- ið. Norrby er einnig einn af aðal- forstjórum Skandia Group. Nákvæmar upplýsingar um efni tilboðsins reyndust heldur ekki fáanlegar hjá John Head og sam- starfsaðilum. Þeir upplýstu þó að boðnar hefðu verið 400 milljónir dollara í reiðufé og um 100 milljón- ir dollara í verðbréfum. Kauptilboðið kemur á tíma þeg- ár samdrátturinn á Norðurlöndum hefur tekið sinn toll hjá Skandia. Félagið hefur þurft að þola mikið tap af fjárfestingum í fasteignum og verðbréfum. Lánardrottnar fé- lagsins hafa hótað að hækka vexti og bjóða verri viðskiptakjör ef fé- lagið bætir ekki fjárhagsstöðu sína. Sala Skandia America er lið- ur í þeirri áætlun félagsins. Fjármál Kauptilboð í Skand- ia Bandaríkjunum Flugrekstur Bandarísk flugfélög leggjast gegn tvíhliða afnámi hafta The Economist og Reutér FULLTRÚAR breskra og banda rískra flugmálayfirvalda komu saman í júlí síðastliðnum til að ræða tvíhliða afnám hafta. Við upphaf fundarins urðu þeir fyrir ónæði sem olli því að verkefna- skráin varð skyndilega svo yfirgripsmikil að hverfandi líkur eru á samkomulagi í bráð. Inn á fundinn bárust fréttir af tilboði Brit- ish Airways um að kaupa 44% hlut í USAir. Við fyrstu sýn ætti bandarísk- um flugmálayfirvöldum að reynast auðvelt að leggja blessun sína yfir tilboð British Airways í USAir, fjórða stærsta flugfélag Banda- ríkjanna. BA býðst til að dæla 750 milljónum dala (42,3 milljarðar ÍSK) í þjakað bandarískt flugfélag sem þarf nauðsynlega á nýju fjár- magni að halda. Á móti kemur að samstarf félaganna myndi auð- velda BA að fmna farþega í Bandaríkjunum. Forstjóri USAir, Seth Scofíeld, fullyrðir að samningurinn muni tryggja atvinnu 47.000 starfs- manna félagsins og auka sam- keppni bandarískra flugfélaga. í bréfi til Bills Clintons, nýkjörins forseta Bandaríkjanna, undirstrik- aði Scofíeld jafnframt að USAir og BA ættu samtals 334 þotur í pöntun hjá Boeing-verksmiðjun- um. En í reynd kallar tilboð BA á víðtæka lagabreytingu og gagn- gera endurskoðun núgildandi loft- ferðasamnings Bretlands og Bandaríkjanna. Samkvæmt alrík- islögum mega eriendir aðilar ekki ráða yfir bandarísku flugfélagi. Reyndar fullyrðir BA að málum verði hagað þannig að USAir muni ráða sér sjálft. Hæpið verður þó að teljast að sérhæfður kaup- andi með svo brýna hagsmuni feli alfarið óskyldum og óháðum aðil- um að ávaxta 750 milljónir dala. Við samningaborðið hefur kom- ið í ljós að breskir og bandarískir embættismenn hafa ólíkar hug- myndir um hvernig beri að afnema höft á flugi yfir Atlantshafíð. Bandaríkjamenn vilja einfaldlega fella úr gildi reglur um hvaða flug- félög megi lenda á hvaða flugvöll- um í millilandaflugi. Yflrlýst markmið bresku embættismann- anna era hins vegar mun metnað- arfyllri. Þeir vilja að öllum flugfé- lögum verði heimilt að fjárfesta og fljúga að vild bæði innan og á milli beggja landa. Áköf andstaða stóra bandarísku flugfélaganna, United, American og Delta, dregur stórlega úr likum á nýjum tvíhliða loftferðasamn- ingi. Sú andstaða kann að virðast undarleg í ljósi þess að flugfélögin þrjú státa af lægsta kostnaði í greininni og myndu trúlega standa sig vel í samkeppni hvar sem er í heiminum. Félögin skipta á milli sín nærri tveimur þriðju hlutum innanlandsflugs í Bandaríkjunum og vissulega vilja þau færa út kvíarnar í öðram heimshlutum. En einmitt vegna þess hve Bandaríkjamarkaður er gífurlega stór hagnast erlend flugélög mun meira á einstökum tvíhliða eða tveggja landa gagnkvæmum samningum við Bandaríkin. Steph- en Wolf, forstjóri United, hefur til dæmis bent á að í Singapore sé aðeins einn stór flugvöllur á meðan þeir skipti hundraðum í Bandaríkj- unum. Með því að leggjast gegn endurskoðun loftferðasamningsins við Bretland hindra flugfélögin jafnframt að helsti keppinautur þeirra í millilandaflugi kaupi sér leið inn á Bandaríkjamarkað í gegnum USAir. Stóra bandarísku flugfélögin þijú vilja því að samgönguráðu- neytið hætti öllum tilraunum til að ná fram tvíhliða afnámi hafta, en leggi þess í stað áherslu á eitt alþjóðlegt samkomulag um fijáls- ar flugsamgöngur. í skiptum fyrir heimamarkaðinn fengju bandarísk flugfélög þá aðgang að öllum heiminum. Embættismenn í Washington segja aftur á móti að einn alþjóð- legur loftferðasamningur sé óraunhæfur kostur. En með nokkram tvíhliða samningum er ætlun þeirra að opna Evrópu fyrir bandarískum flugfélögum. Stand- ist áætlanir á hinn gríðarstóri innri markaður Evrópubandalagsins að ná til flugsamgangna árið 1996. Nýlegur tvíhliða loftferðasamn- ingur Bandaríkjanna og Hollands er þegar farinn að þrýsta á aukið fijálsræði í flugsamgöngum innan bandalagsins. Samningur við Bret- land gæti kippt stoðunum undan allri opinberri verðstýringu og hringamyndun flugfélaga í Evr- ópu. Félag íslenskra stórkaupmanna boðar til haustfundar fimmtudaginn 12. nóvember nk. kl. 12:00 íSkálanum, Hótel Sögu. Gestur fundarins verður Þórir Gunnarsson, veitingamaður í Tékkóslóvakíu. Þórir hefur um u nokkurt skeið rekið veitingastaðinn Restaurant Reykjavík í Prag og mun hann skýra frá reynslu sinni af viðskiptum í Austur-Evrópu og segja frá þeim tækifærum, sem bjóðast mönnum í inn- og útflutningsviðskiptum. Þátttökugjald með hádegisverði er kr. 2.500. Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síma 678910. FUNDURINN ER ÖLLUM OPINN HHH precision hjöruliöskrossar Þekking Reynsla Þjónusta FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8. SÍMI 814670

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.