Morgunblaðið - 10.11.1992, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 10.11.1992, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1992 Unglingameistaramót íslands Einvígi Hannesar og Héðins Skák Margeir Pétursson HANNES Hlífar Stefánsson vantar aðeins herslumuninn á að verða stórmeistari í skák, hann fékk bronsverðlaun á fimmta borði á Ólympíuskák- mótinu i Manila og hann vann fyrstu sex skákirnar á Ungl- ingameistaramóti íslands í Kópavogi um helgina. Eftir þessa upptalningu halda lik- lega flestir að Hannes hafi orðið unglingameistari íslands 1992 án þess að blása úr nös. En þrátt fyrir mikinn styrk- leika Hannesar og stórstígar framfarir hans á þessu ári dugði þetta ekki. Helgi Ass Grétarsson, 15 ára, sigraði hann í siðustu umferð. Það gaf Héðni Steingrímssyni tækifæri á að ná Hannesi og það nýtti Héðinn sér af öryggi. Hannes og Héðinn hlutu báðir sex vinninga og verða að tefla einvígi um titilinn og/erð á skák- mót erlendis. Helgi Áss Grétars- son náði ekki sínu besta, jtapaði " óvænt fyrir Magnúsi Erni Úlfars- syni í fimmtu umferð og síðan fyrir Héðni. Helgi hafði þó úr- slitaáhrif á niðurstöðuna með því að vinna Hannes og náði þriðja sæti ásamt Kristjáni Eðvarðs- syni. Úrslit mótsins 1.-2. Héðinn Steingrímsson og Hannes Hlífar Stefánsson, 6 v. 3.-4. Helgi Áss Grétarsson og Kristján Eðvarðsson, 5 v. 5. Páll Agnar Þórarinsson, 4 'h v. 6. -13. Snorri Karlsson, Bragi Þorfinnsson, Magnús Örn Úlfars- son, Ólafur B. Þórsson, Guð- mundur Daðason, Bjöm Þorfinns- son, Jón Viktor Gunnarsson og Hlíðar Þór Hreinsson, 4 v. 14.-15. Stefán Andrésson og Eyj- ólfur Gunnarsson, 3 'h v. 16.-20. Guðmundur Sverrir Jóns- son, Torfi Leósson, Arinbjöm Barbato, Bergsteinn Einarsson og Lárus Knútsson, 3 v. o.s.frv. Það munu vafalaust margir fylgjast spenntir með einvígi Hannesar og Héðins, sem báðir era bráðefnilegir en að mörgu leyti ólíkir skákmenn. Hannes, sem er tvítugur, er nú atvinnu- maður í skák. Hann hefur verið afar iðinn við bæði taflmennsku og æfingar síðustu tvö árin og árangurinn eftir því. Héðinn er aðeins 17 ára. Eftir að hann varð óvænt íslandsmeistari 1990 hefur nokkuð hægt á framförunum enda hefur hann einnig náð góð- um námsárangri í menntaskóla. Þegar Héðinn grípur í tafl er þó ávallt við miklu að búast. í haust tók hann t.d. þátt í atskákmóti Skákfélags Hafnarfjarðar og Hellis og var þá hálfum vinningi fyrir ofan Hannes, sem varð ann- ar. Mótið fór fram í félagsheimili Taflfélags Kópavogs og skák- stjórar vom Haraldur Baldursson, formaður TK, og Ólafur H. Ólafs- son. Að sögn Haraldar gekk mótshaldið vel fyrir sig, en þetta er í fyrsta sinn sem það er ekki haldið í Reykjavík. Jóhann á millisvæðamót Jóhann Hjartarson og Svíinn Ferdinand Hellers þurfa ekki að tefla aukakeppni um sæti á milli- svæðamóti eins og gert var ráð fyrir eftir að þeir deildu öðru sætinu á svæðamótinu í Öster- sund í Svíþjóð í sumar. Mótið var haldið hálfu ári á undan öllum öðmm svæðamótum og það var ekki fyrr en í síðustu viku að Alþjóðaskáksambandið skýrði viðkomandi skáksamböndum frá því að svæðamót Norðurlandanna gæfl þijú sæti á millisvæðamót, en ekki tvö eins og svæðisforset- inn, Svíinn Christer Wáneus, sagði þó keppendum ranglega fyrir mótið. Gerðar höfðu verið ráðstafanir til að aukakeppni þeirra Jóhanns og Hellers færi fram á Akureyri í desepiber, en af henni verður ekki. Millisvæðamótið fer fram í Biel í Sviss næsta sumar og verða keppendur 64-70 talsins. Mótið verður teflt eftir svissnesku kerfi og gefur 12 sæti í áskorendaein- vígjunum. Þetta verður í þriðja sinn sem Jóhann teflir á milli- svæðamóti. Fyrst sigraði hann í Szirak í Ungveijalandi árið 1987 og komst í áskorendaeinvígin þar sem hann sigraði Kortsnoj en var sleginn út af Karpov. Jóhann tefldi einnig á millisvæðamótinu í Manila 1990. íslandsmót 15 ára og yngri Um næstu helgi, 13. til 15. nóvember, fer fram keppni í drengja- og telpnaflokki á Skák- þingi Islands. Mótið er opið öllum fæddum 1977 og síðar. Tefldar verða 9 umferðir eftir Monrad- kerfi og er umhugsunartími 40 mínútur á skák fyrir keppanda. Ef næg þátttaka fæst, verður sérstakur telpnaflokkur, annars tefla þær með drengjunum. Fyrstu þijár umferðirnar verða tefldar föstudaginn 13. nóv. frá kl. 19-23. Næstu þijár iaugar- daginn 14. nóv. frá kl. 13-18 og síðustu þijár umferðirnar sunnu- daginn 15. nóv. frá kl. 13-18. Teflt verður í húsakynnum skák- hreyfingarinnar í Faxafeni 12, Reykjavík. Þátttökugjald er kr. 800. Innritun fer fram á skákstað föstudaginn 13. nóv. kl. 18.30-19. Haustmót Taflfélags Kópavogs 1992 Haustmót TK er að þessu sinni haldið sem nokkurs konar helgar- mót og hefst fimmtudaginn 12. nóvember kl. 20. Tefldar verða sex umferðir eftir Monrad-kerfi og er umhugsunartími ein og hálf klukkustund á fyrstu 30 leik- ina og síðan hálftími til að ljúka skákinni. Fyrsta umferðin er tefld á fimmtudagskvöldið, önnur á föstudagskvöld kl. 20, sú þriðja á laugardaginn kl. 10 árdegis og sú fjórða sama dag kl. 16. Fimmta umferðin er tefld á sunnudaginn kl. 10 árdegis og sú sjötta og síðasta sama dag kl. 16. Teflt er í nýjum og vistlegum húsakynnum Taflfélags Kópa- vogs í Hamraborg 5, Kópavogi. Skráning er á miðvikudagskvöld- ið og áður en mótið hefst. Immopar-keppnin í París í dag hefst í Parísarborg hin árlega útsláttarkeppni Immopar- fasteignafyrirtækisins í atskák. Keppendur eru 16 talsins og í fyrstu umferðinni mætast: Karpov, Rússlandi, 2.615 - Bare- ev, Rússlandi, 2.670, Júsupov, Rússlandi, 2.640 - Salov, Rússlandi, 2.655, Adams, Englandi, 2.610 - An- and, Indlandi, 2.690, Gelfand, Hvíta-Rússlandi, 2.685 - Shirov, Lettlandi, 2.710, Timman, Hollandi, 2.665 - Judit Polgar, Ungvl., 2.575, Kamsky, Bandaríkjunum, 2.655 - Lautier, Frakklandi, 2.580, Polugajevskí, Rússlandi, 2.640 - Short, Englandi, 2.680, Kramnik, Rússlandi, 2.625 - Kasparov, Rússlandi, 2.790. I fyrstu umferðinni hljóta augu flestra að beinast að viðureign heimsmeistarans við hinn 17 ára gamla Kramnik, sem Kasparov telur sjálfur að sé líklegur arftaki sinn í framtíðinni. Takist Ka- sparov að slá Kramnik út mætir hann sigurvegaranum í viðureign Polugajevskí og Short. Jan Timman verður einnig í eldlínunni gegn hinni 16 ára gömlu Júdit Polgar. Það er ljóst að Timman verður að tefla mun betur en gegn Helga Ólafssyni í sjónvarpinu um daginn ef hann ætlar að eiga möguleika á að veija titil sinn á mótinu. í fyrra sló hann fyrst Karpov út og sigr- aði svo Kasparov í úrslitunum. Morgunblaðið/Jón M. Guðmundsson Bændakór héraðsins söng nokkur lög undir stjórn Páls Helgasonar. Bændur í Kjalarnesþingi Fagna 80 ára afmæli Búnað- arsambands Kjalarnesþings Mosfellsbæ. BÆNDUR og húsfreyjur í Kjalarnesþingi og gestir þeirra komu saman laugardaginn 22. ágúst sl. í Viðey til þess að fagna því að 4 þessu ári eru 80 ár frá því að Búnaðarsamband Kjalarnesþings var stofnað. Búnaðarsamband Kjalarnesþings er samtök búnaðarfé- laga í Gullbringu- og Kjósarsýslu, og kaupstaðanna innan þeirra. Breiðuvík Biskup vísiter- aði Hellnakirkju í undirbúningsnefnd sátu Páll Ólafsson í Brautarholti, Jón M. Guðmundsson á Reykjum og Hreiðar Grímsson á Grímsstöðum, og skipulögðu þeir samkomuna ásamt formanni búnaðarsam- bandsins, Guðmundi Jónssyni á Reykjum og Vál Þorvaldssyni framkvæmdastjóra. Viðey varð fyrir valinu vegna langrar sögu stórbúskapar um iddaraðir, bæði á klausturtímanum og fram á þessa öld. Fyrri hluti dagskrárinnar fór fram utandyra á Viðeyjarhlaði, þar sem safnast var saman síðdegis í óvenjulegu blíðskaparveðri; sól- skini og stafalogni. Fyrst flutti heimamaður ágrip af sögu Viðeyj- ar, sem bæði er merk í búskapar- legu- og stjórnmálalegu tilliti. Síð- an söng Bændakór héraðsins nokk- ur lög undir stjóm Páls Helgason- ar, einsöngvari var Sveinn Magn- ússon Esjugrund. Því næst var gengið til stofu og sest að borðum. Veislustjóri var Guðmundur Jónsson formaður. Páll Ólafsson flutti hnitmiðað ágrip af sögu Búnaðarsambands Kjalar- nesþings í 80 ár, Haldór Blöndal landbúnaðarráðherra, Salóme Þor- kelsdóttir forseti Alþingis og Há- kon Sigurgrímsson framkvæmda- stjóri Stéttarsambands bænda fluttu ávörp og ámaðaróskir, og Jón Helgason formaður búnaðarfé- lags íslands flutti ávarp og færði Búnaðarsambandinu góðar óskir og gjafír. Undir borðum skemmti Sigrún Hjálmtýsdóttir í Túnfæti í Mosfelisdal með söng og Iwona Jágla iék undir, við feiknagóðar undirtektir. Alls sóttu 140 manns þessa samkomu, gestir og bændafólk úr héraðinu, ungir jafnt sem aldnir. Menn vom á einu máli um að mjög vel hefði til tekist, og að samkom- an hefði staðfest mikla samstöðu og sóknarhug bændafólks í Kjalar- nesþingi. I stjóm Búnaðarsambands Kjal- arnesþings eru nú; Guðmundur Jónsson á Reykjum formaður, Hreinn Ólafsson, Helgadal, Krist- ján Oddsson, Neðra-Hálsi, Hreiðar Grímsson, Grímsstöðum, Bjöm Jónsson, Brautarholti, Ásgeir Pét- ursson, Dalsbúi og Hafbergh Þórisson, Lambhaga. Fram- kvæmdastjóri er Valur Þorvalds- son í Mosfellsbæ. - Fréttaritari. Laugarbrekku. BISKUPINN yfir íslandi vísiter- aði Hellnakirkju laugardaginn 10. október. Kirkjukór Hellna- sóknar hélt upp á 50 ára af- mæli sitt sama dag. Tíðarfar hefur verið fremur gott í haust, afli trillubáta hefur verið treg- ur. Biskupinn yfír íslandi, herra Ólafur Skúlason, vísiteraði Hellna- kirkju, laugardaginn 10. október. Með biskupi vom prófasturinn séra Ingiberg Hannesson og sóknarpresturinn séra Rögnvaldur Finnbogason. Sóknamefndin var viðstödd vísitasíuna, Finnbogi Lárusson, formaður, Ólína Gunn- laugsdóttir og Krístín Valdimars- dóttir. Biskup lofaði mikið kirkju og kirkjugarð. Að vísitasíu lokinni var guðsþjónusta í kirkjunni. Biskupinn predikaði, prófastur og sóknarprestur þjónuðu fyrir altari. Organisti var Key Lúðvíksson, Hellissandi. Kirkjukór Hellna- og Búðarsóknar söng. Kirkjusókn var mjög góð, 60 manns vom í kirkju. Eftir messu bauð söfnuðurinn öllum viðstöddum til kaffidrykkju í veitingahúsinu Arnarbæ í Arnar- stapa. Þar var haldið upp á hálfr- ar aldar afmæli kirkjukórs Hellna- sóknar sem stofnaður var 1942 af Sigurði Birkis þáverandi söng- málastjóra Þjóðkirkjunnar og var það fyrsti kirkjukórinn sem stofn- aður var á Nesinu. Stofnendur yoru þá 16 en nú er aðeins einn af stofnendum eftir í kórnum. Nú hefur söngfólki í Hellna- og Búðar- sókn verið saméinað í einn kór. Ræðuhöld vom yflr borðum. For- maður sóknamefndar, Finnbogi Lámsson, rakti sögu kirkjukórsins í hálfa öld en hann er búinn að vera í kórnum síðan að hann var stofnaður og organisti í kirkjunni í 47 ár en er nú hættur því starfí. Uppfluttir kórfélagar voru boðnir í afmælið og komu þeir víða að og var fjölmenni í Arnarbæ. Af- mælisgestir rómuðu mjög veiting- arnar, biskup, prófastur, sóknar- prestur og aðrir aðkomugestir lýstu mikilli ánægju yfír að vera með okkur á þessum merku tíma- mótum kirkjukórsins. Safnaðar- konur unnu að öllum undirbúningi afmælisins og var frammistaða þeirra með miklum myndarbrag. Þetta var mjög ánægjuleg stund bæði í kirkjunni og Arnarbæ. Allt fór vel fram og var öllum til mik- illar ánægju. Tíðarfar hefur verið fremur gott í haust það hefur ekki komið föl á jörð á láglendi ennþá. Nætur- frost voru í síðustu viku. Flestir bændur eru vel heyjaðir og heyin vel verkuð. Dilkar em svipaðir að vænleika og í fyrra. Talsvert hefur verið um að kindur hafl orðið af- velta í haust og hafa margar drep- ist af þeim sökum. Nú róa sex trillur með línu og fjórir með færi frá Arnarstapa og hefur afli verið fremur tregur bæði á línu og færi og gæftir stop- ular. Gert er ráð fyrir að fímm til sex trillur rói með línu í vetur frá Arnarstapa, en um 40 bátar réru þaðan í sumar þegar flest var og aflinn sem farið hefur um höfnina í sumar er um 65 milljóna króna virði. - Finnbogi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.