Morgunblaðið - 10.11.1992, Page 45

Morgunblaðið - 10.11.1992, Page 45
I 2oei JiiiaMrivóM .01 íiUDAfiuiciiíi'i cikíajíimudhom MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1992 45 bandsins og uppskipti á því í sex hlutafélög. Sumir menn voru undrandi á því að ég skyldi skrifa forstjóranum fyrrnefnt bréf dags. 17. apríl ’89. Eg tel aftur á móti að eins og stað- an var þá hjá Sambandinu væri fullkomlega eðlilegt að biðja í bréfi um skriflegar greinargerðir um stöðu mála. Varaformaður og ritari Sambandsstjómar voru með í ráð- um um þessa málsmeðferð. Því miður komust einhveijir fjöl- miðlar á snoðir um þetta, sem var óheppilegt. En það hafði engin áhrif á viðhorf manna innan Sam- bandsins. Endurreisn Þó að Sambandið sé á hnjánum eins og er, þá hef ég samt trú á, að það rísi upp aftur í einni eða annarri mynd en þá því aðeins að fólkið í landinu telji það þarft fyrir- tæki; hafi verk að vinna og ráði við verkefnin. Enda verði þau skil- fmerkilega afmörkuð og ekki aðal keppikeflið að vera stór, heldur að bjóða góð kjör á því sviði sem það haslar sér völl. Þegar menn fara að horfa til framtíðar meira en gert hefur verið um hríð og ráðist verður í stofnun nýrra samvinnusamtaka, hvort sem það verður á rústum Sambandsins eða á nýjum grundvelli, þurfa þeir hinir sömu menn, sem til forystu veljast, að kynna sér vel sögu Sam- bandsins og gera sér grein fyrir hveijar voru meginástæður fyrir því hvemig nú er komið fyrir því. Huga þarf vel að kostnaðarþætt- inum sérstaklega. Þar á meðal að gæta þess vel að yfirbygging á rekstrinum sé í lágmarki. I hinum harða heimi viðskiptanna í dag þarf að halda öllum tekjum til haga, stjórnunar- og öðrum rekstrar- kostnaði niðri. Ég vil benda á sem innlegg í umræðumar í dag, sem víðsvegar eiga sér stað, að sam- - vinnuhreyfíngin á íslandi lifir. Mikilvægasti þáttur samvinnu- starfsins fer fram í samstarfí og viðskiptum hins almenna félags- manns við hans kaupfélag. Að vísu hafa of mörg kaupfélög orðið að láta undan og hætta rekstri. En sterku kaupfélögin halda velli og þjóna félagsmönnum sínum af krafti. Segja má, að samvinnu- » hreyfíngin hafi tapað orrustu. En nú þarf að fylkja liði til nýrra átaka. Sambandið var um langt skeið e kaupfélögunum skjól og skjöldur. En það var þó aðeins hluti sam- vinnustarfsins og ekki sá stærsti. Hann var og er hjá kaupfélögunum. Stefnumörkun Vonandi fækkar kaupfélögunum ekki meira en orðið er. Þó er sá . möguleiki fyrir hendi. Þau sem eft- ir lifa bera vonandi gæfu til þess að starfa saman. Hafa samvinnu og samráð, eftir því sem hentugt þykir. Það er hægt að stofna til sam- vinnu á afmörkuðu faglegu sviði. Líka er hægt að stofna til sam- vinnusambands sem bundið væri við ákveðin landsvæði. Þau svæða- sambönd gætu svo myndað lands- samband. En umfram allt ekki þenja sig yfír of mikið. Sérstaklega að fara sér hægt í byijun. Leggja hiklaust niður þá þætti reksturins sem ekki skila hagnaði, læra af reynslunni. Forðast að gefa tilefni til að samvinnusamband verði bendlað við pólitík. Faglegt samvinnusamband t.d. í verslun gæti orðið kaupfélögunum traust lyftistöng. En þá verða kaupfélagsstjóramir að hafa kjark til þess að staðla vöruval verslana sinna og standa við samkomulag þar um. Þeir þurfa að gera sér grein fyrir því að það er ekki hægt að hafa sama vöraval í lands- byggðarverslun og í stórmarkaði í Reykjavík. Með þessu er hægt að ná há- marksárangri á nýtingu ijármagns og húsnæðis. Síðast en ekki síst verðlag (útsöluverð) vöra yrði svo hagstætt sem verða má. Samvinnuhugsjónin - Það er verðið á vörunni og vöru- gæði sem fólk metur mest. Auk þess góða þjónustu og gott viðmót starfsfólks. Kaupfélögin sópa ekki til sín við- skiptum út á samvinnuhugsjónina eina. Það er æskilegt að fólk viti um vefarana í Rochdale, frumkvæði þeirra og baráttu fyrir bættri versl- un. Einnig er gott að fólk viti um þrengingar þingeysku bændanna á sínum tíma þegar þeir voru að koma Kaupfélagi Þingeyinga á legg. En af hvetju stofnuðu þeir kaupfélag? Þeim hefur ábyggilega ekki verið hugsjón í huga. Heldur vora þeir að leita leiða til að bæta kjör sín, drýgja litlar tekjur sínár með því að reyna að ná betri kjör- um við innkaup á lífsnauðsynjum en þeir höfðu haft. Frá því á árdög- um samvinnuhreyfingarinnar á landi hefur margt breyst. í staðinn fyrir verslunareinokun fárra kaup- manna er nú komin hörð sam- keppni um verslunina. Félagsverslun, þ.e. verslun sam- vinnumanna, hefur náð góðum árangri víða úti á landsbyggðinni en í heildina tekið gengið illa á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Samvinnuverslun framtíðarinnar? Hvemig væri að velta málefnum samvinnuverslunarinnar rrokkuð fyrir sér? Er víst að við séum með besta fyrirkomulagið félagslega? Er okkar félagsform sem við búum við hjá kaupfélögunum það besta? Er víst að kaupfélögin nái best til félagsmanna sinna með samvinnu- skipulaginu? Kemur ekki annað félagsform til mála hjá kaupfé- lögunum? Hvað um hlutafélög, að breyta kaupfélögum í hlutafélög? Úthluta hlutabréfum til félags- manna, hlutabréfum sem væru hluti (t.d. helmingur) af eign fé kaupfélags og væri úthlutað til fé- lagsmanna í hlutfalli við stofnsjóðs- eign eða viðskipti ákveðið tímabil. Þeta eru ekki tillögur heldur vangaveltur. Vonandi er samvinnu- mönnum þetta ekki svo viðkvæmt mál að um þau megi ekki ræða. En ef til er leið til þess að auka félagslegan áhuga fyrir verslun í almenningseign, því þá ekki að skoða málið? Höfundur er fyrrverandi kaupfélagsstjóri í Borgarnesi og sat ístjórn Sambandsins um árabil, m.a. sem formaður. HÁRKÚR Áhrifaríkur hárkúr með Biotíni fyrir hár, húðog neglur. Vítamín, stein- efni, amínó- sýrur, protein. Hugsaðu vel um hárið! BIO-SEIEN UMB.SIMI 76610 PAÐ ER ENGIN TILVIUUN AD ERU MEST SELDU TÖLVUR Á ÍSLAMDI HYUNDAi Super 386SL - 20MHz 4MB vinnsluminni Super VGA lággeisla litaskjár 85MB harður diskur • Verð kr. 94.900.- HYUNDAI CS 386DX - 40MHz 4MB vinnsluminni Super VGA lággeisla litaskjár 85MB harður diskur • Verð kr. 124.900.- HYUNDAI CS 486DX - 33MHz 4MB vinnsluminni Super VGA lággeisla litaskjár 85MB harður diskur • Verð kr. 169.000.- G Verð m/ VSK miðað við staðgreiðslu. DOS 5.0, Windows 3.1 og mús fylgja hverri tölvu. Tæknival Skeifan 17, sími 68 16 65 V

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.