Morgunblaðið - 10.11.1992, Side 51

Morgunblaðið - 10.11.1992, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1992 51 Minning Fjóla Hólmgeirs dóttír frá Hjalla Fædd 24. mars 1910 Dáin 17. október 1992 í heiðardalnum er heimabyggð mín hér hef eg lifað glaðar stundir Hvergi vorsólin heitar skín, en hlíðarbrekkunum undir. Og fólkið þar er svo fijálst og hraust falslaust vinmál þess og ástin traust. Já þar er glatt, það segi eg satt og sælt að eiga þar heima. (Þ. Erlingsson) Þessar kunnu ljóðlínur koma mér í hug, þegar ég lít til baka og rifja upp kynnin af minni góðu mág- konu, henni Fjólu á Hjalla, sem nú er horfin okkur. Hún var dalabarn, fædd í byrjun annars áratugar aldarinnar. Hún ólst upp við þau kröppu kjör, sem fátækt alþýðufólk bjó yfirleitt við á þeim árum. Þá ólust börnin upp við að læra hin ýmsu verk og vinna með hinum fullorðnu, strax og þau gátu, í þá daga þótti það sjálfsagð- ur hlutur. Fjóla ólst upp á býli skammt frá heiðarbrún. Þaðan er fagurt útsýni. Stór og fagur skógur umlukti býlið á þijá vegu. Ullarfoss og Skipapollur í Skjálfandafljóti skammt neðan túns. Túnið var lítið og bratt og engjar litlar. Þarna var því ekki mögulegt að hafa stórt bú. Á þessum árum var þó hægt, með þrotlausu erfiði og sparsemi, að framfleyta sér af litlu búi. Foreldrar Fjólu, Guðfinna Sigur- jónsdóttir og Hólmgeir Björnsson, byijuðu sinn búskap í Fremstafelli í Kinn og þar fæddist Fjóla. Þau bjuggu þar stuttan tíma og lá leiðin þaðan í Hriflu í Ljósavatnshreppi. Þaðan urðu þau einnig að fara eft- ir fáein ár. I Fossseli í Reykdæla- hreppi bjuggu þau mestallan sinn búskap, vinsæl og virt af öllum nágrönnum sínum. Börnin urðu þijú; Fjóla, Sigrún Kristbjörg og Njáll. Einnig ólu þau upp bróður- dóttur Hólmgeirs, Bergþóru Berg- þórsdóttur. Sigrún varð kona mín, húsfreyja á Brettningsstöðum í Laxárdal, í Tungugerði á Tjörnesi og síðast á Húsavík. Njáll giftist Aðalbjörgu Þorvaldsdóttur, ekkju Ketils Sigurgeirssonar í Stafni. Þau fluttu í Víða í Reykjadal, ásamt Hólmgeiri. Guðfinna var þá látin. Síðast bjuggu þau hjónin á Narfa- stöðum. Þau dvelja nú í Hvammi, dvalarheimili aldraðra á Húsavík. Fjóla mun, eftir að hún varð full- orðin, hafa unnið eitthvað utan heimilis, á Húsavík og víðar. Árið 1930 var hún í húsmæðraskólanum á Laugum í Reykjadal. Skömmu síðar kynntist hún Stefáni Jóni Tómassyni frá Brettningsstöðum í Laxárdal. Þau giftu sig árið 1932 og hófu búskap í Glaumbæjarseli, sem er næsti bær sunnan við Foss- sel. Bærinn í Glaumbæjarseli var einn af þessum eldgömlu torfbæjum og ekki hefur verið vistlegt fyrir ungu hjónin að flytja þar inn, þvi bærinn var búinn að standa í eyði í nokkrun tíma. Ég man það vel hve umgengnin í þessum gamla bæ var góð, allt fágað og hreint, eftir að ungu hjónin fluttu inn. Þarna bjuggu þau til vorsins 1936. Þá hafði gengið yfir sá mesti snjóavet- ur er elstu menn muna. Fjóla og Stefán fluttu ásamt Fossselsfjöl- skyldunni að Hömrum í Reykjadal. Árið 1938 urðu þau að flytjast það- an og lá þá leið beggja fjölskyldn- anna í Hjalla. Þar bjuggu síðan Fjóla og Stefán allan sinn búskap, eða í rúm þijátíu ár. , Börn þeirra urðu fjögur; Guðný, Ásgeir, Erlendur og Guðfinna Hild- ur. Guðný giftist Sigtryggi Bjarna- syni frá Syðri-Tungu. Þau byggðu nýbýlið Steindal. Hún lést árið 1977. Ásgeir giftist Guðrúnu Ág- ústu Ólafsdóttur frá Borgarfirði eystri. Þau búa að Hólabrekku í Reykjadal. Erlendur giftist Árnýju Bjarnadóttur frá Syðri-Tungu. Þau þjuggu á Hjalla. Hann lést árið 1978. Guðfinna Hildur giftist Karli Hjálmarssyni. Þau búa á Húsavík. Fjóla og Stefán voru ákaflega vinsæl og vel látin, glaðsinna og greiðasöm. Að Hjalla var ætíð gott að koma, enda var þar oft gest- kvæmt. Þá var glatt á „Hjalla", sungið og spilað, bæði á hljóðfæri og spil og stundum slegið upp balli. Hjallahjónin voru bæði söngelsk og músíkölsk. Húsbóndinn lék bæði á fiðlu og harmóniku. Húsmóðirin lærði nótnalestur og orgelleik hjá Guðfinnu frá Hömrum og átti sjálf orgel. Hún átti líka þá guðsgjöf, að hafa bæði mikla og fallega söng- rödd. Hún starfaði mikið í kórum, einkum kirkjukór sveitar sinnar. Svo vönd var hún að virðingu sinni á öllum sviðum, að til dæmis hætti hún allri þátttöku í söngstarfi þegar henni fannst söngrödd sín vera far- in að gefa sig. Kórinn hennar skyldi ekki skemmast af hennar völdum, sagði hún. Þannig var hún hrein og bein og hvergi mátti láta eftir sig annað en það sem var best og fullkomnast. Ef henni mislíkaði eitt- hvað, þá var það sagt strax og umbúðalaust. Slíkt er nú ekki alltaf vinsælt, en þrátt fyrir það var hún Fjóla mjög vinsæl. Allir fundu hversu falslaus og trygglynd hún var. Gamansemi og orðheppni var henni eiginleg, reyndar þeim hjón- um báðum. Að áliðnum desember 1969 dró ský fyrir hamingjusól, er Stefán varð bráðkvaddur á heimili sínu, 66 ára að aldri. Fáum vikum fyrr höfðu þau hjónin látið búið í hendur yngri syninum sinum Er- lendi, þar sem heils Stefáns var tekin að bila. Næstu árin dvaldi Fjóla hjá börn- um og venslafólki; á Hjalla, í Hóla- brekku, í Steindal, í Glaumbæ og á Narfastöðum. Þegar Hvammur, vistheimili aldraðra á Húsavík, tók til starfa, sótti hún strax um dvöl þar. Við lát ástvinarins var fögnuð- ur lífsins horfinn, henni virtist lífið gleðisnautt orðið. Við þennan trega bjó hún öll ókomin æviár. Auk þess varð hún að sjá á bak tveggja bama sinna, Guðnýjar og Erlendar, er bæði létust í blóma lífsins, Guðný 43 ára og Erlendur 34 ára. í Hvamm flutti Fjóla árið 1982 og dvaldist þar til æviloka. Þar fann hún öryggi og eignaðist vini meðal vistmanna og starfsfólks. Á engan mun hallað þótt ég nefni sérstak- lega nafn Þórarins Þórarinssonar frá Vogum í Kelduhverfi. Hann á mikla virðingu og þakkir skildar fyrir alla þá umhyggju sem hann sýndi Fjólu í hvívetna. Guð blessi hann fýrir það. Ég vil hér flytja öllum aðstandendum hennar, nær og fjær, samúðarkveðjur mínar, sona minna og þeirra nánustu. Nú hefur Fjóla á Hjalla kvatt og ég sem mágur hennar í 52 ár hef margs að minnast og ótal margt að þakka. Ég mun aldrei gleyma glaðværa og gestrisna heimilinu hennar á Hjalla. Heldur ekki hjálp- semi hennar og stuðningi á erfiðum stundum í mínu lífi. Eg er þess fullviss að nú er hún komin til fólks- ins síns, sem hún saknaði mest, úr vetrinum inn í sumarlöndin hinum megin hafsins djúpa. Guð fylgi kærri vinkonu. Hákon Jónsson í Þórshamri. + Elskuleg eiginkona mín og móðir okkar, BÁRA GUNNARSDÓTTIR, Mávahlíð 32, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 11.nóvember kl. 15.00. Bjarni Vigfússon, Ingibjörg Bjarnadóttir, Vilborg Bjarnadóttir, Gunnhildur Bjarnadóttir. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför GÍSLA EIRÍKSSONAR bifreiðastjóra. Gaefa fylgi ykkur. Kristfn Guðnadóttir og aðstandendur. Lokað Skrifstofa okkar verður lokuð milli kl. 13 og 15 í dag, þriðjudag, vegna jarðarfarar ÞÓRÐAR Þ. ÞORBJARNARSONAR, borgarverkfræðings. Almenna verkfræðistofan hf., Fellsmúla 26. Lokað Vegna jarðarfarar ÞÓRÐAR.Þ. ÞORBJARNAR- SONAR, borgarverkfræðings, verður skrifstofa Sorpeyðingar höfuðborgarsvæðisins bs. í Gufu- nesi lokuð í dag, þriðjudaginn 10. nóvember, frá kl. 13.00. Bróðir okkar, + GUÐMUNDUR STEINSSON, Ránargötu 3a, er látinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum innilega samúð. Guðfinna Steinsdóttir, Sigurgeir Steinsson. + Systir okkar, SIGURHELGA PÁLSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, Dvergabakka 26, Reykjavík, sem andaðist 1. nóvember sl. verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju í dag, þriðjudaginn 10. nóvember, kl. 13.30. Kristin Pálsdóttir og fjölskylda Erling Pálsson og fjölskylda. + Vegna andláts og jarðarfarar eiginmanns, föður, stjúpföður og sonar, STEFÁNS GUÐMUNDAR JÓHANNSSONAR, Lækjargötu 8, Siglufirði, vil ég þakka öllum þeim mörgu, nær og fjær, sem sýndu mér og fjölskyldu minni samúð og vináttu og honum virðingu með nær- veru sinni, blómum og kveðjum. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd aðstandenda, Ásta Björg Tómasdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför litla drengsins okkar, REYNIS GÍSLA PÉTURSSONAR. Asta María Reynisdóttir, Pétur Árni Rafnsson, Birna Pétursdóttir, Rafn Jóhannsson, Svanfriður María Guðjónsdóttir, Reynir Gfsli Karlsson. + Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur sam- úð og vináttu við fráfall og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ELÍNBORGAR BATSEBU VAGNSDÓTTUR, Ennisbraut 37, Ólafsvik. Ingólfur Gunnar Gi'slason, Anton Gísli Ingólfsson, Björk Ingólfsdóttir, Vagn Ingólfsson, Una Erlingsdóttir, Snædís Vagnsdóttir. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta tilvitnanir í ljóð eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar get- ið. Sama gildir ef sálmur er birt- ur. Meginregla er sú, að minn- ingargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.