Morgunblaðið - 10.11.1992, Side 52

Morgunblaðið - 10.11.1992, Side 52
_________________________MQTOUNBIAÖJip I>KIipJUpAG,Ujt,4p. ^Q.VEj^gR.l^ Þórður Þ. Þor- bjamarson borgar verkfræðingur Þegar mér barst fregnin af and- láti Þórðar Þorbjamarsonar, borg- arverkfræðings, var sem þyrmdi yfir mig. Ég vissi að Þórður var nýfarinn til Bandaríkjanna ásamt Sigríði konu sinni til að leita sér lækninga, með bjartar vonir í huga. Því var það sem reiðarslag að frétta af andláti hans rétt eftir komuna þangað. Ég kynntist Þórði fyrst sem ung- um og dugandi verkfræðingi á gatnadeildinni og tókst með okkur náinn vinskapur í gegnum tíðina, en hann var bæði minn undir- og yfírmaður. Þórður réðst til Reykjavíkurborg- ar árið 1964 sem verkfræðingur á gatnadeildinni. Síðar varð hann for- stjóri Vélamiðstöðvar, þá forstöðu- maður byggingadeildar og síðast borgarverkfræðingur frá 1973. í starfi sínu sem borgarverkfræð- ingur komu kostir hans fyrir alvöru í ljós, þvi hann var í senn hinn mildi stjómandi og traustur og fast- ur fyrir þegar á reyndi í starfinu. Hann var hvers manns hugljúfi og undir hans stjóm uxu tæknideildir borgarinnar, ásamt verkefnunum, sem sífellt urðu viðameiri, eftir því sem borgin þandist út og kröfumar urðu meiri til að geta staðist öll þau skilyrði, sem nútíma þjóðfélag krefst. I erilsömu starfi hafði Þórð- ur lítinn tíma til að sinna sínum hugðarefnum, sem voru mörg. Hans bestu frístundir vom með fjöl- skyldunni í sumarbústaðnum við Þingvallavatn þar sem þau nutu hinnar fögm náttúm, langt frá annríki borgarerilsins. Minnist ég þess er við sátum saman og litið var upp úr verkefnunum og tekið upp léttara hjal, hve andlit hans ljómaði er talið barst að þeim sælu- reit. Með þessum fátæklegu orðum langar mig að kveðja góðan vin og samstarfsmann og þakka honum samfylgdina. Við Herdís sendum Sigríði og íjölskyldunni okkar inni- legustu samúðar- og saknaðar- kveðjur. Ingi Ú. Magnússon fyrrv. gatnamálastjóri. Embætti borgarverkfræðings Reylq'avíkur er yfírgripsmikið og sá sem því gegnir hveiju sinni þarf að hafa góða innsýn í og geta leyst margvísleg mál. Þá eiginleika hafði Þórður Þ. Þorbjamarson til að bera í ríkum mæli. Hann var ekki ein- ungis vel menntaður á mörgum sviðum heldur voru gerðir hans mótaðar af rótgróinni menningu og meðfæddri háttvísi. Það duldist engum að sá mála- flokkur sem hann bar sérstaklega fyrir bijósti var umhverfísmál. Hann sagði stundum að markmið sitt væri að gera Reykjavík að hreinustu borg í Evrópu. Seinustu árin fór mikið af starfsorku hans í að koma sorpmálum höfuðborgar- svæðisins í það horf að standast itrustu kröfur sem gerðar eríi í nútímaþjóðfélagi og að skipuleggja það átak sem verið er að gera í frárennsiismálum og hreinsun strandlengjunnar. En um fram allt var hvers kyns ræktun og náttúru- vemd honum hugleikin. Hann fylgdist af ódrepandi áhuga með öllu starfi sem unnið var á því sviði og var jafnan tilbúinn að grípa nýjar hugmyndir sem hann taldi að gætu orðið til framfara og ljá þeim brautargengi. Vafasamt er að hug- myndir eins og Húsdýragarðurinn og Fjölskyldugarðurinn sem nú er unnið að í Laugardal hefðu nokkum tíma orðið að veruleika ef hann hefði ekki strax séð hvað í þeim fólst og lagt metnað sinn í að allar framkvæmdir við þær yrðu eins vel af hendi leystar og kostur væri. Þórður lagði ríka áherslu á að æskufólki væri gefinn kostur á að starfa að umhverfísmálum. Hann var formaður stjómar Vinnuskóla Reykjavíkur og lagði sig í líma við að fá þar til starfa hæfa leiðbein- endur og finna verkefni handa nem- endunum við hvers kjms umhverfis- bætur. Það kom einnig í hlut hans að sjá ár hvert hundruðum unglinga fyrir sumarvinnu. Lang flestir þeirra fengu störf við einhvers kon- ar ræktun og þá um fram allt við skógrækt. Nú má heita svo að lok- ið sé við að planta skógi í flest fram- tíðarútivistarsvæði innan borgar- markanna og síðustu sumur hefur verið gert mikið átak í landgræðslu og skógrækt á jörðum borgarinnar að NesjavöHum og Ölfusvatni. Skógrækt á íslandi er þolinmæðis- verk og það líða áratugir áður en árangursins fer að gæta að marki, en það er ekkert vafamál að þar sem nú em blásin holt og hijóstur gefst Reykvíkingum er fram líða stundir kostur á að eyða tómstund- um sínum í skjólbetra og gróskurík- ara umhverfi en flestir geta nú gert sér í hugarlund. Það vom mikil forréttindi að fá að starfa með Þórði Þorbjamar- syni. Þrátt fyrir erilsamt embætti gaf hann sér jafnan tíma til þess að ræða við starfsfólk sitt og tók ákvarðanir að vel yfirveguðu máli. Enginn gat hugsað sér að bregðast því trausti sem hann sýndi starfs- mönnum sínum. Enda hefur vinnu- andinn í Skúlatúni 2 verið einstak- ur. Þórður gerði sér far um að koma sem oftast á hvem vinnustað og þar umgekkst hann alla með þeirri alúð og hlýju sem honum var svo eiginleg. Við vinir og samstarfsmenn Þórðar söknum hans mjög og ein- lægar samúðarkveðjur vil ég flytja Sigríði og bömum þeirra frá starfs- fólki Garðyrkjudeildar Reykjavíkur. Jóhann Pálsson. Fregnin um lát Þórðar Þ. Þor- bjamarsonar borgarverkfræðings kom sem reiðarslag. Vonaði maður innilega að honum tækist að sigr- ast á hinum erfiðu veikindum, sem hann barðist hetjulega gegn. Vil ég með þessum fáu orðum kveðja góðan mann. Ég var svo lánsöm að fá að kynn- ast Þórði nokkuð í tengslum við störf mín á Árbæjarsafni og við fomleifarannsóknir í Viðey. Gott var að eiga samstarf við Þórð, sem var áhugasamur og fróður um sögu og minjar. Hann var auk þess mjög mannlegur og gæddur ríku skop- skyni. Var því alltaf gefandi og skemmtilegt að starfa með honum og ræða við hann um hin ýmsu málefni. Tekur það mig afar sárt að sjá á bak Þórði. Fyrir honum bar ég alveg sérstaka virðingu bæði sem manneskju og embættismanni. Mun ég ætíð búa að kynnum mínum við hann og er ég þakklát fyrir þá hvatningu sem hann veitti mér í mínu starfi. Ég vil votta konu hans, Sigríði Jónatansdóttur og fjölskyldu þeirra innilegustu samúð mína. Heiðruð sé minning Þórðar Þ. Þor- bjamarsonar. Margrét Hallgrímsdóttir. Með Þórði Þ. Þorbjamarsyni er genginn einn yndislegasti en jafn- framt skeleggasti embættismaður Reykjavíkurborgar. Það er á fárra færi að gegna embættismennsku af jafn miklum mannkærleik og víðsýni og Þórður gerði. Við vorum fyrst kynnt fyrir Þórði fyrir rúmum fimm árum. Þá þegar var hann orðinn velgjörðarmaður í lífi okkar, sem tæknilegur ráðgjafi dómnefndar um Ráðhús Reykjavík- ur. í kjölfarið kynntumst við honUm nánar sem formanni verkefnis- stjómar Ráðhúss Reykjavíkur. Það var engin tilviljun að einmitt honum var falin ábyrgð á því að leiða jafn vandasamt verk og þegar á reyndi var ómetanlegt að hafa jafn sterkan og reyndan forsvarsmann. í samstarfi við Þórð kynntumst við snilld hans sem stjómanda, en einnig sérstaklega hlýjum manni, sem hafði afslappandi áhrif á alla í kringum sig. Það var einfalt nátt- úrulögmál að fyrir honum bám menn óskerta virðingu og þegar hann talaði var hlustað. Hann hafði lag á því að beina mönnum á rétta braut með glöggum athugasemdum eða vinalegum ábendingum frekar en fyrirskipunum. Stundum brá hann fyri sig hárfinu skopskyni, sem honum var einum lagið, ef honum fannst menn taka sjálfa sig of hátíðlega. Það var ef til vill þessi meðfædda lífsgleði og frumlegt skopskyn sem gerði Þórð svo aðlað- andi og sterkan sem persónuleika. Hann var hafinn yfir þras, skamm- ir og armæðutal. Það var eins og hann byggi yfir einhverri æðri þekkingu, sem enginn gat snert. Þeir sem þekktu Þórð gleyma aldrei hinu blíða brosi, sem var hans aðalsmerki. Menn hafa mis- jöfn áhrif á samferðamenn sína, en óhætt er að segja að Þórður hafi snortið flesta er honum kynntust djúpt. Við verðum ævinlega þakklát fyrir að hafa fengið að njóta návist- ar hans, þó stutt hafi verið. Sterkar manngerðir sem hann eru vand- fundnar og í okkar huga var hann óvenjulega vitur maður. Við varðveitum minningu Þórðar sem minningu um mann sem gædd- ur var einstökum gáfum af náttúr- unnar hendi og nýtti þær vel. Fjöl- skyldu hans og nánustu samstarfs- mönnum vottum við okkar dýpstu samúð. Margrét Harðardóttir Steve Christer. Vinur okkar Þórður Þ. Þorbjarn- arson er fallinn frá fyrir aldur fram, en það er huggun harmi gegn, að hamingjustundir hans voru fleiri en flestra manna. Lífsskoðun hans stóð mjög nærri þeim viðhorfum, sem birtast í Al- þingishátíðarljóði Davíðs Stefáns- sonar „Að Þingvöllum 930-1930“, einkum þessu erindi: Vakið, vakið. Tímans kröfur kalla, knýja dyr og hrópa á alla. Þjóð, sem bæði Þór og Kristi unni, þjóð, sem hefur bergt af Mímisbrunni, þjóð, sem hefur þyngstu raunir lifað, þjóð, sem hefur dýpstu speki skrifað - hún er kjðrin til að vera að verki, vinna undir lífsins merki. Þórður vann undir lífsins merki, rækti sinn garð og gegndi með opnum huga mikilvægum störfum, sem gerðu honum kleift að láta vonir margra rætast. Hann var maður Iífs og vonar til hinstu stund- ar jarðlífsins. Éftir náið samstarf um langt árabil og ótal samverustundir er margs að minnast og margt að þakka. Það er erfitt að kveðja vin sinn, en minningin um góðan dreng og hollan vin gerir söknuðinn léttbær- ari. Guð gefi honum raun lofi betri. Sigurlaug Aðalsteinsdóttir, Sigurlaug E. Jóhannesdóttir, Jón G. Tómasson, Eggert Jónsson. Þórður Þ. Þorbjamarson, borgar- verkfræðingur í Reykjavík, er lát- inn, iangt fyrir aldur fram, aðeins 55 ára gamall. í hugum okkar sam- starfsmanna hans er mikið tóm og söknuður, því þrátt fyrir erfiða bar- áttu við sjúkdóm að undanfömu kom fráfall hans á óvart. Nú þegar við höfum áttað okkur á fréttinni finnum við betur að hann verður okkur aldrei að fullu horfmn. Góð- vild hans, hlýja og drenglyndi verð- ur alltaf í hugum okkar. Þórður lauk verkfræðiprófi frá Tækniháskólanum í Kaupmanna- höfn í ársbyijun 1963, ásamt fá- mennum, samstilltum hópi ungra manna. Ari síðar hóf hann störfhjá Reykjavíkurborg á gatnadeild og varð þar fljótt atkvæðamikill. Átak var hafið í malbikun íbúðahverfa borgarinnar og var það eitt aðalvið- fangsefnið næstu árin. Þegar á ár- inu 1966 var Þórður ráðinn for- stjóri Vélamiðstöðvar borgarinnar, sem sá um rekstur véla af ýmsu tagi. Leitast var við að stjóma borg- arfyrirtæki, eins og Vélamiðstöð, sem líkast því að um einkafyrirtæki væri að ræða, og naut Þórður sín vel í því starfí. Hann kynntist þá þegar ýmsum þáttum í hinum fjöl- breytta rekstri borgarinnar, svo sem sorphirðu, snjómokstri, við- haldi gatna og garðyrkju, svo eitt- hvað sé nefnt. Þá tengdist hann starfsmönnum á ýmsum sviðum traustum böndum. Árið 1971 fluttist Þórður um set og tók við forstöðu Byggingardeild- ar borgarverkfræðings og enn bættust við ný verkefni og nýir vin- ir. Margar stórframkvæmdir voru í gangi, t.d. við skólabyggingar. Ein merkasta bygging sem Þórður stóð að var bygging Kjarvalsstaða. Þá var einnig hafín endurbygging gamalla húsa með varðveislugildi og studdi Þórður þá viðleitni. Eftir að Þórður var tekinn við starfi borg- arverkfræðings átti hann áfram beinan þátt í stjómun á fram- kvæmdum við flestar stórbyggingar borgarinnar, svo sem Borgarleik- húsið og Ráðhúsið. Hann sat í bygg- ingamefnd Borgarleikhússins alla sína embættistíð sem borgarverk- fræðingur og var formaður verkefn- isstjómar við byggingu Ráðhúss Reykjavíkur. 1. janúar 1973 tók Þórður við embætti borgarverkfræðings. Stór- ir málaflokkar komu á hans borð. Umferðarmál, skipulagsmál, upp- bygging nýrra hverfa og umhverfis- mál. Hann fylgdist náið með þróun umferðar í borginni, og lagði á ráð- in um uppbyggingu gatnakerfisins. Samstarf hans við Vegagerð ríkis- ins var mikið og gott og hann sat í stjórn íslandsdeildar Norræna vegtæknisambandsins. Hann tók jafnan mikinn þátt í endurskoðun aðalskipulags Reylq'avíkur, sérstak- lega þegar það var endurskoðað í fyrsta sinn 1975. í samræmi við stefnu og samþykktir borgarstjóm- ar á hveijum tíma lét Þórður vinna fjölda áætlana á ýmsum sviðum. Hann hafði sérstaklega mikinn áhuga á umhverfismálum og má nefna tvær áætlanir á því sviði, þ.e. áætlun um framkvæmdir við umhverfi og útivist frá 1978 og nýlega áætlun um aðalholræsi og hreinsun strandlengjunnar. Sú áætlun er nú í framkvæmd eins og kunnugt er, mikil og kostnaðarsöm, og studdi Þórður þá sem að henni standa hvenær sem á þurfti að halda. Þá var hann oftast lykilmað- ur í ákvarðanatöku um gerð nýrra hverfa og lagði metnað sinn í að sjá til þess að lóðaframboð væri nægilegt og að hverfin byggðust skipulega upp. Þá tengdi hann og saman áform um framkvæmdir við gatnagerð og veitur, bæði Vatns- veitu, Hitaveitu og Rafmagnsveitu. Þórður átti dijúgan þátt í því að koma á samvinnu um eyðingu sorps milli sveitarfélaganna á höfuðborg- arsvæðinu, sem leiddi til þess eftir nokkurra ára undirbúningsstarf að Sorpeyðing höfuðborgarsvæðisins, bs. Sorpa, var stofnuð í febrúar 1988. Var Þórður kosinn fyrsti for- maður stjómar í byggðasamlaginu og gegndi því starfí æ síðan. Hann hafði áður beitt sér fyrir ýmsum framfömm í sorphirðumálum og átti þátt í því að láta kanna mögu- leika á að nýta orku í sorpi og öðr- um úrgangsefnum. Spor Þórðar liggja víða, enda viðfangsefnin mörg. Hann starfaði að sjálfsögðu með ýmsum nefndum borgarinnar á sínum starfsferli, en samfeildast og _mest með borgarráði í tæp 20 ár. Á sama tímabili átti hann sæti í Hafnarstjórn Reykjavík- ur, í stjóm Vélamiðstöðvar og Vinnuskólans og fyrir hönd Reykja- víkurborgar í stjórn Jarðborana hf. síðan það fyrirtæki var stofnað. Þórður átti sér margvísleg áhugamál og var svo lánsamur að geta unnið að sumum þeirra í sínu starfi, til dæmis að skógræktarmál- um og að athugun á nýjum atvinnu- tækifærum, sem hann hafði brenn- andi áhuga á. í því sambandi kynnti hann sér bæði ylrækt og fiskeldi og skoðaði ýmsa kosti í atvinnu- starfsemi. Hann aflaði sér víða gagna og upplýsinga og hafði sam- bönd víða um lönd. Þegar ég lít yfir farinn veg með Þórði koma margar minningar upp í hugann. Á fyrstu árunum unnum við oft saman langan vinnudag, leystum margvísleg verkefni, oftast ijórir saman. Þá var gripið í spil í kaffitímanum eða í borðtennis stutta stund í einu. Stundum var farið út að mæla í misjöfnu veðri og sjaldan naut Þórður sín betur, ijóður og ákafur, oft í lopapeysu og vann kappsamlega. Á þessum árum sáum við um nokkur útboð á vegum Reykjavíkurborgar á jarð- vinnu og gatnagerð, og voru það ein allra fyrstu útboðin á því sviði og því brautryðjendastarf. Síðar breyttust aðstæður þannig að sjald- an varð tóm til afþreyingar á vinnu- staðnum, enda var líklegt að Þórður kysi heldur að skreppa á Þingvöll í sumarbústaðinn sinn þegar stund gafst. Tíminn fór í fundahöld og samvinnu við stjórnmálamenn, ráð- gjafa og verktaka. En þrátt fyrir annríkið var eitt sem aldrei breytt- ist, alltaf var gott að leita til Þórðar. Á ferðalögum var Þórður skemmtilegur félagi. Þá gafst oft tóm til að ræða þau mál sem ekki komust að í dagsins önn. Þórður stundaði stangveiði töluvert. Hann las mikið og var vel heima í sögu lands og þjóðar. Hann kunni einnig vel að segja sögur. Umræðuefni skorti því aldrei, hvort heldur var á ferðum erlendis eða hérlendis eða á góðri stund með samstarfsmönn- um. í einkalífi sínu var Þórður mikill gæfumaður. Hann kvæntist ungur bekkjarsystur sinni úr Menntaskól- anum í Reykjavík, Sigríði Jónatans- dóttur, og voru þau mjög samrýnd. Þau eignuðust eina dóttur og tvo syni. Alltaf var auðfundið að fjöl- skyldan var Þórði afar mikils virði. Við samstarfsmenn Þórðar í Skúlatúni sendum fjölskyldunni okkar innilegustu samúðarkveðjur. Stefán Hermannsson. Stutt er nú milli stórra högga og stórt skarð komið í lítinn hóp, sem á miðjum aldrei kom sér upp því tilhlökkunarefni að hittast eitt skipti á vetri og annað sinn á sumri til að eiga með sér andlegan sel- skap. í fyrra skiptið í hlíðum Akra- fjalls til að hnýta flugur og hið seinna til að reyna þær hinar sömu norður við Laxá í Þingeyjarsýsíu, þar sem hún fellur lífmögnuð milli hólma. Kynni mín af Þórði Þ. Þorbjarn- arsyni hófust raunar með allt öðrum hætti. Við sátum sinn hvorum meg- in borðs í snörpum samningum um lönd Keldna og Keldnaholts, sem Reykjavíkurborg taldi sig þurfa á að halda, eftir fræga deilu um skipulagsmál á Rauðavatnssvæð- inu. Ég var í samninganefnd af hálfu ríkisins, hann í nefnd fyrir borgina og kappsaman, ungan og nýkjörinn borgarstjóra. Þótt stjóm- málaáherslur umbjóðenda okkar væm ólíkar og landakröfur borgar- innar hefðu um skeið mætt harðri andstöðu, mótaðist fljótt einhugur meðal samningamanna að ná sátt- um um lausn sem báðir aðilar gætu sætt sig við. Kom þar ekki síst til áhugi Þórðar á því að festa í sessi landrými fyrir rannsóknir og vís- indastarfsemi svo og vaxtarsvæði fyrir þekkingariðnað sem tengst gæti slíkri starfsemi. Ekki er ólík- legt að vaskleg forganga föður Þórðar og alnafna hans í rannsókn- um í þágu atvinnuvega landsmanna fyrr á öldinni hafi átt sinn þátt í áhuga borgarverkfræðingsins. Eftir að samningar tókust um makaskipti á löndum, fengum við Þórður svo það verkefni ásamt öðr- um að gera áætlun um deiliskipulag fyrir svæðið og lauk því starfi fyrir um ári. Sem betur fer tók það starf töluverðan tíma og var ekki farið sér óðslega. Því gafst tími til enn nánara samstarfs við Þórð og hans menn hjá Reykjavíkurborg, sem enn er að vaxa. Meðal annars tókst að koma á fjárhagslegri samvinnu milli Rannsóknaráðs ríkisins og Reykja- víkurborgar um byggingu rann- sóknahúss fyrir efna- og líftækni- rannsóknir sem ákveðið var að gefa Háskóla íslands á 75 ára afmæli stofnunarinnar, að hálfu á móti rannsóknastofnunum atvinnuveg-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.