Morgunblaðið - 10.11.1992, Side 56

Morgunblaðið - 10.11.1992, Side 56
56 MQRGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1992 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Láttu ekki draga úr þér kjarkinn. Þú þarft samt ekki að trana þér fram eða reyna að þröngva skoðun- um þínum upp á aðra. Naut ; (20. apríl - 20. maf) Góður dagur til að sinna fjármálum. Þú nýtur þín í samskiptum við aðra og færð fullan stuðning sam- starfsmanna. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Dugnaður þinn skilar árangri. Ekki eru allir jafn samstarfsfúsir. Þér líkar vel gangur mála á vinnustað. Krabbi (21. júní - 22. júlf) >*$S Láttu ekki efasemdir ann- ; arra draga úr sjálfstrausti þínu. Þú þarft að lesa á milli línanna til að skilja hugarástand ástvinar. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þér finnst skorta á skilning og umhyggju ástvinar. Farðu þér hægt til kvölds, en þá snúast málin til betri vegar. í Meyja (23. ágúst - 22. september) Fyrri hluta dags sinnir þú málum heimilisins, en fé- lagslífið heillar þegar kvöld- ar. Sátt og samlyndi ríkir milli ástvina. Vog (23. sept. - 22. október) Þér hættir til að vanmeta kosti þína. Það finnur þú þegar þér er falið að Ieysa áríðandi verkefni í vinnunni. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóvember) ^((0 . Láttu ekki peningaáhyggjur * íþyngja þér þegar þú heim- sækir vini. Heimsóknin verður þér til ánægju og gefur þér nýjar hugmyndir. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) & Þú þarft ekki að hika við að takast á við vandamál heima fyrir. Efasemdir í eigin garð halda aftur af þér, en Iíttu á björtu hlið- arnar. Steingeit (22. des. - 19. janúar) ,Ekki er alltaf allt sem sýn- !ist. Treystu eign dóm- greind. Kvöldið verður ánægjulegt og einlægni rík- ir hjá ástvinum. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Farðu eigin leiðir að lausn verkefnis og láttu ekki aðra afvegaleiða þig. Treystu eigin ákvörðunum, þær færa þig að settu marki. Fiskar 1(19. febrúar - 20. mars) Sí Þótt einhver virðist annars hugar er ekki verið að snið- ganga þig. Félagslífíð er líf- legt og ástin blómstrar. Stjörnusþána á að lesa sem dœgradvól. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni .vísindalegra staóreynda. DYRAGLENS GRETTIR SMÁFÓLK I THINK YOU WEKE BOKN CRABBY, YOU'RE CRAB5Y NOU), AN0 you'll BE CRABBY FOR THE RE5TOF YOUR LIFE.. f^r Eg held að þú hafir fæðst fúl, þú Það sem eftir er ævi minnar? ert fúl núna, og þú munt verða fúl það sem eftir er ævi þinnar. Það sem eftir er ævi þinnar. Það er léttir. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Bandaríkjamaðurinn Eric Rodwell er engum líkur í sögnum. Nema kannski fastamakker sín- um, Jeff Meckstroth! En hér er Rodwell með annan félaga, Jim Green. Staður og stund er kana- díska boðsmótið, sem haldið var í Toronto í febrúar sl. Mótherjarnir eru Cliff Russell og ísraelinn ( Samuel Lev. Austur gefur; NS á hættu. Vestur ♦ ÁG V 7632 ♦ 10843 ♦ 1073 Norður ♦ D9654 ¥ÁD9 ♦ Á7 ♦ 542 II Suður ♦ K1032 V G10854 ♦ DG ♦ K6 Austur ♦ 87 VK ♦ K9652 ♦ ÁDG98 Vestur Norður Austur Suður Russell Green Lev Rodwell - - 1 tígull 1 hjarta 2 tíglar Dobl* 3 lauf 3 spaðar! Pass 4 hjörtu Pass 4 spaðar Pass Pass Pass *neikvætt dobl. Útspil: tígulfjarki. Lev fékk fyrsta slaginn á tígul- kóng og skipti yfír í ás og drottn- ingu í laufi. Rodwell átti þann slag á kóng, fór inn á borð á tígulás og spilaði spaða að kóng og ás vesturs. Russel skilaði laufi, sem Rodwell trompaði. Sagnir bentu til fyrir að Lev ætti 5-5 í láglitunum. Fyrirfram var besta vinningsvon Rodwells sú að Lev ætti spaðaás og Russel þá hjartakóng. Einmitt þess vegna hafði Rodwell spilað spaðanum úr borðinu, til að veijast ás blönkum. En nú leit út fyrir að hjartakóngur- inn væri í austur. Spilið ynnist aldrei nema hjarta- kóngurinn væri blankur, svo Rodwell spilaði nú hjarta á ásinn til að kanna málið. Þegar kóngur- inn datt, tók hann spaðadrottningu og lagði upp. Það var vandað hjá Rodwell að prófa hjartað fyrst, áður en hann tók spaðadrottningu. Ef austur var með Kx í hjarta var sennilegt að spaðinn lægi 3-1 og þá hugðist Rodwell svína fyrir spaðagosann . til að sleppa einn niður. Það mun- ar um hvern slag á hættunni. SKAK Umsjón Margeir Pétursson Á unglingameistaramóti ís- lands fyrir 20 ára og yngri, sem fram fór í Kópavogi um helgina, kom þessi staða upp í skák þeirra Bergsteins Einarssonar (1.550) og Hannesar Hlífars Stpfáns- sonar (2.445), alþjóðlegs meist- ara, sem hafði svart og átti leik. Bergsteinn, sem þó er aðeins 11 ára, hafði sýnt af sér mikinn stöðuskilning í byrjuninni og feng- ið yfirburðatafl. Hann gerði síðan þau mistök að opna taflið á drottn- ingarvæng og Hannes náði hættu- legum sóknarfærum. Bergsteinn lék síðast 27. b2 — b3. 27. - Hxb3l, 28. axb3 - Dxb3, 29. Db2 - De3+, 30. Dd2? (Hvít- ur gat ennþá varist með þvf að láta drottninguna af hendi og leika 30. Kbl! Staðan eftir 30. — Hxb2+, 31. Hxb2 er þá engan veginn Ijós, en e.t.v. ætti svartur að reyna 30. - Hb3!?) 30. — Rd3+, 31. Kc2 - Hb2+, 32. Kc3 — Dd4 mát. Þeir Hannes Hlífar Stefánsson og Héðinn Steingríms- son munu á næstunni tefla einvígi um titilinn „Unglingameistari ís- lands 1992“. ( ( i i i i i i i i i í í

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.