Morgunblaðið - 10.11.1992, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 10.11.1992, Qupperneq 57
★ ★ ★ SV. MBL. ★ ★ ★S.V. MBL. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER: 1992---------------------------------- 57 ÚR DAGBÓK LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK: Síðdeg-is á föstudag hafði heiðar- legur vegfarandi samband við lög- regluna og kvaðst skömmu áður hafa fundið veski á Lækjartorgi með 80 þúsund krónum í peningum. Örfáum mínútum síðar kom kona á miðborgarstöð lögreglunnar er kvaðst hafa tapað veski sínu á umræddum stað með nefndri upp- hæð. Hún var að vonum glöð þegar hún fékk að vita að hið tapaða veski var þegar komið í leitimar. Um kvöldið komu lögreglumenn í hús við Langholtsveg. Upplýsingar höfðu fengist um sölu og dreifingu landa frá bakhúsinu. Þær áttu við rök að styðjast og var lagt hald á bruggtæki auk þess sem einn mað- ur var handtekinn á staðnum. Hann viðurkenndi að hafa bruggað úr u.þ.b. 1.000 lítra lögn og selt afurð- ina til unglinga. Aðfaranótt laugardags var bif- reið ekið af afli aftan á aðra á Hverfisgötu við hús nr. 85. Flytja þurfti ökumann aftari bifreiðarinn- ar á slysadeild. Um nóttina varð stúlka fyrir löðr- ungum ölvaðra manna í Fischers- sundi sem voru þar að reyna með sér með miklum slætti þegar stúlk- an vogaði sér of nærri þeim. Flytja þurfti stúlkuna á slysadeild. Undir morgun var bifreið ekið á hús við Eiðistorg með þeim afleið- ingum að ökumanninn, kvenmann, þurfti að flytja á slysadeild. Eigin- manninn, sem var farþegi í bifreið- inni, þurfti einnig að flytja á slysa- deild. Bifreiðin er talin ónýt. Ein- hvers staðar var greint frá því að bifreiðinni hafi verið ekið á lög- reglustöðina, en hún er í sama húsi, bara uppi á annarri hæð. Svo hátt var bifreiðinni ekki ekið. Um hádegi á laugardag veittu lögreglumenn í eftirlitsferð athygli bifreið sem ekið var á mjög miklum hraða um Borgartún. Veittu þeir bifreiðinni eftirför og komst hrað- inn upp í a.m.k. 120 km/klst. á kafla. Náðu þeir þó að stöðva bif- reiðina á Rauðarárstíg skömmu síð- ar og virtist ökumaðurinn undir áhrifum áfengis. Hann var færður á lögreglustöðina þar sem læknir tók honum blóðsýni. Síðdegis var tilkynnt um mann með hníf við Þorragötu. Lögreglan brást hart við og handtók mann þar skömmu síðar. Enginn fannst hníf- urinn, en að sögn lögreglumann- anna er fóru á staðinn mun maður- inn hafa sveiflað í kringum sig skónum sínum, og hrætt með því fólk. Aðfaranótt mánudags hringdu íbúðar í Vesturbænum og greindu frá hvellum sem þeir töldu byssu- skot. í fyrstu reyndist erfitt að stað- setja hvaðan „skotin“ kæmu, en að lokum var hægt að einangra svæð- ið við tiltekna götu. Þar var ekkert óeðlilegt að sjá og tveimur tímum síðar var ekki talin ástæða til þess að halda athugunum áfram. Ökumaður sem ekið hafði á brott af árekstursstað aðfaranótt laugar- dags var handtekinn á heimili sínu skömmu síðar. Hann virtist undir áhrifum áfengis. Hann viðurkenndi að hafa verið á bifreið sinni um- rætt skipti, en hann hefði alls ekki verið undir áhrifum áfengis þá. Afengið hefði hann drukkið eftir að hann kom heim. Ekki kannaðist hann heldur við að hafa lent í um- ferðaróhappi á bifreið sinni á leið heim þrátt fyrir að annað fram- bretti hennar hefði fundist á óhappavettvangi. Af þessu tilefni þurfti að færa manninn á slysadeild þar sem nauðsynlegt reyndist að taka úr honum þvagsýni auk blóð- sýnis. Þar neitaði maðurinn að gefa þvagsýni. Gekk þannig nokkra stund, en þegar einn lögreglumann- anna, sá elsti og reyndasti hallaði sér að honum og hvíslaði: „Nú verð- ur reynt að ná þvaginu með slöngu. Ég hef séð það gert fimm sinnum á minni starfsævi sem spannar bráðum 40 ár. Það er hryllingur að sjá. Auk þess hefur mér verið sagt að fjórir af þessum fimm hafi orðið getulausir á eftir.“ Gamli lög- reglumaðurinn var svo sannfærandi að maðurinn þurfti ekki að hugsa sig um nema stutta stund. VTÍ ' tírS'.________íliji ÁLFABAKKA 8, SÍMI 78 900 Metsölublað á hverjum degi! mmmuixxiiExiiii LYGAKVENDIÐ Housesitter METAÐSÓKNARMYNDIN SYSTRAGERVI WHOOPI Aðalhlutverk: WHOOPIGOLDBERG, MAGGIE SMITH, BILLNUNN og HARVEY KEITEL. Framleiðandi: SCOTT RUDIN (Flatliner, Addams Family). Leikstjóri: EMILE ARDOLINO (Dirty dancing). Sýnd kl. 5,7,9og11. Aðalhlutverk: Arye Gross, Gale Hansen, Doug Savant og Courteney Cox. Leikstjóri: Duane Clark. Sýnd kl.5,7,9 og 11ÍTHX. STEVE MARTIN G0LDIE HAWN Sýnd kl. 5,7,9 og 11. KALIFORNÍU- MAÐURINN SEINHEPPNI KYLFINGURINN MJALLHVÍT OQ DVERQARNIR SJÖ TVEIRAT0PPNUM3 ALIEN3 kl.5. Miðav. kr. 300. BLÓÐSUGU- BANINN BUFFY Sýnd kl. 5 og 9. Sýnd kl. 7 og 9. Sýnd kl. 5,7,9 og11. Sýnd kl. 11. Sfðasta sinn. Sýnd kl.7og 11. SYSTRAGERVI HINIR VÆGÐARLAUSU VEGGFÓÐUR Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Sýnd kl. 5 og 9. Sýnd kl. 7.15 og 11.15. Sfðustu sýningar. FRUMSÝNIR STÓRSPENNUMYNDINA: FRIÐHELGIN ROFIN Kl K I l\l SSI I J iioi r\ M Vlll l I I \I sidwi; wi do ♦nyw'öms for ktvc. UNLAWFUL „Unlawful Entry“ er einn mesti spennuþriller sem komið hefur i langan tíma, framleidd af Charles Gordon, sem stóð að gerð „Die Hard“-myndanna. Það eru úrvalsleikararnir Kurt Russell, Ray Liotta og Madelyn Stowe sem eru hér í essinu sínu. „UNLAWFUL ENTRY" - POnÞÉn SPENNUMYND SEM FÆR ÞIG TIL AÐ STANDA Á ÖNDINNI! Aðalhlutverk: Kurt Russel, Ray Liotta, Madelyn Stowe og Roger Mosley. Leikstjóri: Jonathan Kaplan (The Accused). Sýnd kl. 4.50,6.55,9 og 11.10. Bönnuð innan 16 ára. ÁLFABAKKA 8, SÍMI 78 900 ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ MIÐAVERÐ KR. 350 Á LYGAKVENDIÐ FRUMSÝNIR: STÓRKOSTLEGIR VINIR ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ MIÐAVERÐ KR. 350 Á ALLAR MYNDIR NEMA SYSTRAGERVI ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ MIÐAVERÐ KR. 350 Á HINA VÆGÐARLAUSU BlðCCC SNORRABRAUT 37, SÍM111 384 - 25211
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.