Morgunblaðið - 10.11.1992, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 10.11.1992, Qupperneq 62
62 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1992 Lögregla herðir umferðareftirlit þegar dimmasti árstíminn er framundan Allt of margir sem fara ekki eftir reglum umferðarinnar Morgunblaðiö slæst í för með lögreglu við eftirlit á ómerktum bifreiðum NIU banaslys hafa orðið í umferðinni í Reykjavík það sem af er árinu, eða einu fleiri en allt árið í fyrra. Þá hafa 260 manns slasast í ár, en 307 allt árið í fyrra. Lögreglunni þykir nóg um og kvíð- ir vikunum fram að áramótum, sem viðbúið er að taki enn frek- ari toll af mannslífum, enda dimmasti og ógreiðfærasti timi árs- ins. Því hafa lögregluembættin í Reykjavík, Kópavogi, Hafnar- firði, Keflavík og Grindavík tekið höndum saman við eftirlit, í þeirri von að viðleitni þeirra opni augu vegfarenda. Lögreglan á hverjum stað heldur að auki uppi venjubundnu eftirliti og Morgunblaðið slóst i för með lögreglumönnunum Jóhanni Davíðs- syni og Rúnari Oddgeirssyni þegar þeir voru við eftirlit á ómerktri bifreið. í ljós kom, að allt of margir fara ekki að settum reglum, sem er visasta leiðin til að valda slysum. Morgunblaðið/Gunnar Blöndal Jóhann Davíðsson grípur blikkljósið og skellir því upp á þak, um leið og eftirförin er hafin. Rúnar Oddgeirsson bíður við myndbandsvélina á meðan Jóhann ræðir við ungar stúlkur um bílbeltanotkun. Þeir Jóhann og Rúnar notast þessa dagana við ómerkta, jap- anska fólksbifreið við eftirlitið. Á mælaborð hennar er kyrfílega fest myndbandsupptökuvél. Það er ekki verra að geta sýnt ökumönn- um brot þeirra, því margir þræta og bera af sér allar sakir. Jóhann segir, að lögreglan liggi stundum undir ámæli fyrir að vera á ómerktum bifreiðum, en hann sagðist ekki skilja slíkt viðhorf. „Mér fínnst einmitt ágætt ef fólk gerir sér grein fyrir, að við getum verið hvar sem er, á hvaða bfl sem er. Þeir, sem ekíci bijóta af sér, þurfa ekkert að óttast og ættu að vera fegnir því að fylgst sé með þeim brotlegu, sem skapa stórhættu í umferðinni. Það eru alltaf einhveijir, sem ekki fara að settum reglum og ég vildi helst að þeir álitu alla bfla lögreglu- bfla.“ Ungir ökumenn nota síður bílbeltin Þegar hér er komið sögu erum við stödd á Sæbraut og fram úr lögreglubílnum' ómerkta ekur gömul Lada-bifreið. Ökumaðurinn er ung stúlka og með henni eru tvær aðrar. Engin þeirra hefur séð ástæðu til að setja á sig örygg- isbelti. Rúnar beinir myndavélinni að þeim, Jóhann, sem ekur, dreg- ur niður rúðuna og skellir bláu blikkljósi upp á þak. Það kemur stúlkunum greinilega mjög á óvart þegar þær heyra allt í einu í sírenum. Þær stöðva bflinn og Jóhann vindur sér út. Þær geta ekki annað en viðurkennt brot sitt og Jóhann leysir þær út með sektarmiða. Sú sem situr í aftur- sætinu kveðst aldrei hafa heyrt þá reglu að farþegi þar eigi einn- ig að spenna beltin. Þegar Jóhann kemur aftur inn í bílinn verður honum tíðrætt um hve alvarlegt það er, að ungt fólk, eins og stúlkumar þrjár, notar öryggisbeltin lítið. „Maður hefði haldið að fólk, sem er nýbúið að taka ökupróf, vissi hve alvarlegt það er, að nota ekki beltin. En það er öðru nær, yngstu öku- mennimir, og þá sérstaklega strákar, telja sig greinilega ódauðlega. Það ætti að vera auð- velt fyrir þá að sjá af fréttum að það em þeir því miður ekki. Og lögreglan á erfitt með að hafa vit fyrir þeim öllum, til þess emm við allt of fáir. Ég veit ekki hvern- ig er hægt að opna augu þeirra, en einhvem sérstakan áróður verður að reka fyrir þennan ald- urshóp. Þá em íslendingar al- mennt miklu latari við að spenna beltin en nágrannaþjóðirnar." Ökukennslu þarf að bæta Jóhann og Rúnar em sammála um að verulega þurfí að bæta ökukennslu og fmmvarp, um að foreldrar og aðrir ökumenn megi þjálfa ökunemana í akstri, sé til bóta. „Ökuprófíð er meingallað núna og til dæmis virðist skriflega prófíð aðallega ganga út á að hengja menn í orðalagi, en ekki hvort menn hafí skilning á við- fangsefninu," segir Rúnar. Þeir Jóhann og Rúnar segja að ökumenn verði að vakna til með- vitundar um að fólk slasist, ör- kumlist og látist í slysum, sem flest sé hægt að rekja til þess, að ekki sé farið að reglum. „Eitt dæmi, sem fólki fínnst ef til Vill smávægilegt, en getur skipt sköp- um, er stefnuljósanotkunin," segir Jóhann. „Héma nota ökumenn helst ekki stefnuljósin nema sem forgangsljós, ef þeir þurfa að komast milli akreina eða út úr stæði." I þessum töluðum orðum skýst piltur á skellinöðra á milli lög- reglubílsins, á hægri akrein og bílsins á vinstri akrein. Jóhann skellir ljósinu aftur upp á þak og drengurinn áttar sig fljótlega á að japanski ijölskyldubíllinn er í raun lögreglubifreið. Hann hefur þó áður tekið hægri beygju, án þess að gefa stefnuljós. Vonandi lætur hann áminningu lögregl- unnar sér að kenningu verða. Yfir gatnamót á rauðu ljósi Nú er haldið að gatnamótum Bústaðavegar og Flugvallarvegar, tii að fylgjast með því hvemig ökumönnum gangi _að fara eftir umferðarljósunum. Á leiðinni seg- ir Jóhann frá manni, sem seint ætlar að láta sér sektir að kenn- ingu verða. Hann var gripinn fyr- ir utan lögreglustöðina, þar sem hann fór yfír á rauðu Ijósi. Það kaldhæðnislega var, að maðurinn var á leiðinni að greiða uppsafnað- ar sektir fyrir ýmis brot. „Ef sekt- in fyrir að fara yfír á rauðu ljósi væri ekki 7 þúsund krónur, heldur til dæmis 50 þúsund krónur, eins og í Noregi, þá myndi fólk kannski fremur hugsa sig um,“ segir Jó- hann. „Þá virðast ungir ökumenn til dæmis hafa miklu meiri áhyggjur af því hvort þeir missi ökuréttindin fyrir of hraðan akst- ur, en hver sektarapphæðin er. Því þyrfti að koma á punktakerfí, svo menn misstu ökuréttindin í ákveðinn tíma ef þeir fengju nokkrar sektir." Lögreglumennimir segja að of mikinn ökuhraða megi áreiðan- lega rekja til þess, að fólk geri sér ekki grein fyrir hvað slysa- hættan eykst margfaldlega með auknum hraða. Þeir benda á, að hemlunarvegalengd sé 10 metrar, ef ekið er á 60 km hraða, en 60 metrar, ef ekið er á 120. Nú fylgjumst við með umferð- inni á gatnamótunum. Allnokkrir era ansi nálægt því að fara yfír á rauðu, en Jóhann og Rúnar segja, að þeir stöðvi ekki ökumenn nema enginn vafí leiki á sekt þeirra. Slíkt dæmi kemur fljótlega og þar er á ferðinni kona, með tvö ung börn í aftursæti. Hún þrætir fyrir brotið og heldur því áfram þó henni sé sýnt mynd- bandið. Henni fínnst aðfinnsluvert að lögreglan sé á ómerktum bíl og loks klykkir hún út með því að segja, að hún ætli sér ekki að greiða sektina, enda þoli hún ekki löggur! Okumenn misskilja aðgerðir lögreglu Jóhann og Ragnar segja að þvi miður sé þessi kona ekki ein um að hafa neikvætt viðhorf til lög- reglunnar. Skömmu áður hafði maður gefíð sig á tal við Jóhann við gatnamótin og hélt sá langa ræðu um að lögreglunni væri ekki heimilt að leggja bflnum þar sem hann stóð. Hann hafði greinilega mun meiri áhyggjur af því heldur en umferðarlagabrotum samborg- aranna. „Við stöðvuðum sendibíl- stjóra, sem ók á 88 km hraða eftir íbúagötu, þar sem hámarks- hraði var 50 km. Þarna voru þrengingar á götunni og gang- braut. Maðurinn sá samt ástæðu til að bregðast ókvæða við og hann gerði sér ferð heim til að ná í myndavél og ljósmynda lögreglu- manninn, sem gerðist svo ósvífínn að stöðva för hans. En til allrar hamingju taka flestir ökumenn réttmætum aðfinnslum okkar vel og þakka okkur oft fyrir að benda á þá hættu, sem þeir hafa valdið. Þeir gera sér grein fyrir að við eram ekki að reyna að hengja einn eða neinn, heldur að reyna að koma í veg fyrir slys,“ segir Jóhann. Eldra fólk þarfnast oft aðstoðar Magnús Einarsson, yfírlög- regluþjónn, sagði í samtali við Morgunblaðið, að hann vildi sér- staklega benda fólki á að taka tillit til eldri borgara og aðstoða þá í umferðinni. „Eldri borgarar eiga, rétt eins og yngstu borgar- arnir, erfítt með að átta sig á hraðanum í umferðinni. Þeir rata líka stundum í ógöngur vegna þess að þeir þekkja ekki vel það mikla gatnakerfi, sem nú er í borginni. Það er full ástæða til að benda þeim á nauðsyn þess að vera vel sýnilegur; nota end- urskinsmerkin. Og eldri borgarar eiga það inni hjá okkur, sem yngri eram, að við tökum sérstakt tillit til þeirra," sagði Magnús Einars- son. RSv Hagræðing í sláturhúsinu á Húsavík Aukin sjálfvirkni við slátr- un minnkar kostnaðinn Húsavík. SLÁTUR- og heildsölukostnaður var lækkaður í haust í framhaldi af víðtæku samkomulagi sem náðst hafði um hagræðingu í landbúnaði og verðlækkun búvara. Sláturhúsin hafa verið að hagræða í rekstri til þess að mæta tekjumissinum. í sláturhúsi Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík hefur til dæmis tekist að lækka kostnað verulega, meðal ann- ars með aukinni sjálfvirkni. Hreiðar Karlsson kaupfélagsstjóri KÞ sagði að undanfarin ár hafi verið unnið markvisst að því að draga úr kostnaði við slátrunina og veralegur árangur náðst. Að þessu þurfí að vinna áfram því samhliða lækkandi tekjum á hvert kíló kjöts með lækkun sláturkostnaðar muni fé fyrirsjáan- lega fækka og tekjur minnka af þeim ástæðum. Auk lækkunar á kostnaði er unnið að því að styrlq'a reksturinn með því að auka úrvinnslu á kjöti. Þorgeir B. Hlöðversson sláturhús- stjóri sagði að í haust hafi verið unnið að breytingum á sláturlínunni sem miðuðu að því að gera hana sveigjanlegri þannig að hægt væri að spara vinnuafl og halda fullri hagkvæmni þó slátrað væri færra fé á dag. Sett var upp færiband úr fjár- rétt inn á sláturlínu. Féð er aflífað í færibandinu og er því ekki þörf á sérstökum banaklefa. Þetta færiband sparar eitt og hálft starf. Þá var tekinn í notkun sjálfvirkur gæruaf- dragari. Bæði þessi tæki eru smíðuð á Vélaverkstæðinu í Árteigi að ástr- alskri fyrirmynd. Fyrir utan aukna sjálfvirkni hefur verið dregið úr vinnslu sláturúr- gangs. Þessar hagræðingaraðgerðir hafa að sögn Þorgeirs fækkað starfs- fólki í sláturtíð úr 145 í 122 á fímm áram. Hvert starf kostar 200-250 þúsund krónur. Kostnaður við vinnu hefur því minnkað um nálægt 5 millj- ónum í sláturtíðinni. Slátrað er 1950 til 2000 kindum á dag í sláturhúsi KÞ. Fréttaritari Morgunblaðið/Silli Þorgeir Hlöðversson leiðir lamb inn á nýtt færiband í sláturhúsinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.