Morgunblaðið - 10.11.1992, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 10.11.1992, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1992 63 Eikaborgararall Steingrímur vann snjórallið Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Kristín Magnúsdóttir í hópi vina og ættingja í aldarafmælisveislunni. Hundrað ára og nýhætt búskap ísafirði. KRISTÍN Magnúsdóttir, fyrrum húsfreyja í Efri-Engidal í Skutuls- firði, varð 100 ára 5. nóvember. Hún bauð til veglegrar veislu í mat- sal Fjórðungssjúkrahússins á ísafirði í tilefni afmælisins. Þar flutti bæjarsljórinn á ísafirði ávarp og tilkynnti um gerð trjálundar í svo- nefndum Stóra parti í iandi Engidals sem mun bera nafn Kristínar. Börn hennar og Jóns Magdal Jónssonar og börn mágkvenna hennar stofnuðu sjóð til kaupa á orgeli fyrir kapelluna á Fjórðungssjúkrahús- mu. Kristín er þriðji ættliðurinn sem býr í Efri-Engidal, en Sigurgeir son- ur hennar, sem alla tíð hefur búið með foreldrum sínum, hefur tekið við búrekstrinum. Böm tveggja systkina foreldra Kristínar voru tekin í fóstur á heimil- ið þegar feður þeirra dóu. Eitt þeirra, Jón Magdal Jónsson, varð síðar eigin- maður Kristínar og bjuggu þau allan sinn búskap í Engidal. Kristín og Jón eignuðust 6 böm, Sigurgeir bónda í Engidal, Guðnýju, vistmann á Kópa- vogshæli, Jón Jóhann, leigubílstjóra á ísafirði, Halldór, flugvirkja í Reykjavík, Magnúsínu, sem býr með bróður sínum í Engidal, og Magða- lenu, ljósmóður á Landspítalanum. Kristín gegndi húsmóðurstörfum í Engidal þar til hún var komin á 98. aldursár. Þá fór hún á Fjórðungs- sjúkrahúsið á ísafirði, þar sem fæt- urnir vom famir að bila og sjónin að daprast. Hún lætur það þó ekki aftra sér frá að sælqa daglega leik- fimiæfíngar. Starfsfólk sjúkrahúss- ins sagði að hún virtist fylgjast n\jög grannt með búskapnum í Engidal og hefði alltaf svör á reiðum höndum um hvar Sigurgeir bóndi væri stadd- ur þá stundina sem hann væri ekki inni við til að svara í síma. Smári Haraldsson bæjarstjóri færði afmælisbaminu blómakörfu frá bæjarsjóði og flutti ávarp þar sem hann tilkynnti að bæjarsjóður hefði ákveðið að hefja ræktun birkiskógar í svokölluðum Stóra parti í landi Engildals og myndi hann bera nafn Kristínar. Magðalena Ingimundardóttir syst- urdóttir Jóns Magdals flutti ræðu í hófínu og tilkynnti um stofnun minn- ingarsjóðs til kaupa á orgeli í kapell- una í Fjórðungssjúkrahúsinu, en gef- endur em böm Kristínar og Jóns Magdals og systra Jóns, Jóhönnu Jónsdóttur, sem gift var Ingimundi Ögmundssyni, og Jónu, sem gift var Þorgeiri Olafssyni, en þau bjuggu öll á ísafírði. - Úlfar Steingrímur Ingason vann snjórall Eikaborgara og Bif- reiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur, sem fram fór á laugardaginn í nágrenni Þingvalla. Steingrímur ók Nissan að vepju og bauð með sér Páli Kára Pálssyni sem að- stoðarökumanni og hann fagnaði því sigri í þessari frumraun sinni í rallakstri. í keppninni tryggðu félagarnir Baldur Jónsson og Guðmundur Pálsson á Mazda sér bikarmeistaratitilinn í flokki óbreyttra bíla, eftir harða á keppni á árínu við Óskar Ólafs- son og Jóhannes Jóhannesson á Suzuki. „Það var skemmtileg tilbreyting að keppa í snjónum og barátta til síðustu metra. Ég gat ekki nýtt hestöflin til fulls í hálkunni, en mikill snjór var á sumum köflum leiðanna, sem gerði keppnina öðm- vísi en önnur röll ársins og var spennandi viðfangs," sagði sigur- vegari Eikaborgararallsins, Stein- grímur Ingason, í samtali við Morg- unblaðið. Hann lauk keppnisári rall- ökumanna í öðru sæti til íslands- meistara á eftir Ásgeiri Sigurðs- syni, sem ekki tók þátt í þessari lokakeppni. Að sama skapi keppti Rúnar Jónsson ekki vegna háls- meiðsla, sem hann hlaut eftir veltu í Norðurlandarallinu og faðir hans, Jón Ragnarsson, ók Mazda bíl þeirra ásamt Sveinbjörgu dóttur sinni. Luku þeim keppni í fjórða sæti eftir varkáran akstur. Hafa nú átta manns sem eru S fjölskyldu bræðranna Ómars og Jóns prófað rallakstur, ýmist sem ökumenn eða aðstoðarökumenn, gegnum tíðina, sem hlýtur að vera einsdæmi í rall- heiminum. Baldur sonur Jóns hefur sýnt mikla hæfni undir stýri á árinu, en hann byijaði að keppa í vor á fjór- hjóladrifnum Mazda keppnisbíl og vann flokk óbreyttra bíla í þeim mótum sem hann lauk keppni og vann bikarmeistaratitil Bílgreina- sambandsins fyrir vikið eftir harða keppni við Óskar Ólafsson. Úrslitin í þeirri stigakeppni réðust eimmit í Danskur sagnfræðingur skrifar í Politiken Gagnrýnir álit nefndar um mál Eðvalds Hinrikssonar Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttarítara Morgunblaðsins. DANSKUR sagnfræðingur, Bent Bliidnikow, fjallar um mál Eðvalds Hinríkssonar í grein sem birtist á sunnudag í danska dagblaðinu Politiken. Þar gagnrýnir hann niðurstöður sérfræðinganefndar þeirrar sem dómsmálaráðherra fól að fjalla um mál Eðvalds. í inngangi greinar Bludnikows segir að þegar gyðingar hafi flust frá Þýskalandi á fjórða áratugnum hafi hluti þeirra leitað til Norður- landanna en þar hafi engan griða- stað verið að fínna. „Landamærin voru lokuð. ísland fylgdi sömu stefnu og t.d. Danmörk: erlendir gyðingar voru óvelkomnir. Það er kaldhæðnis- legt að einn þeirra Eistlendinga, sem sennilega tók þátt í gyðingaútrým- ingunum á stríðsárunum, fann griðastað á íslandi og nýtur enn frelsis á eyjunni sem virtur samfé- lagsþegn.“ Bludnikow rekur gang málsins hér á íslandi og gagnrýnir niðurlag álitsgerðar þeirra Eiríks Tómassonar og Stefáns M. Stefáns- sonar frá 30. september. Hann gerir athugasemd við þau orð í álitinu að ekki sé hægt að komast að eigin- legri niðurstöðu um mál Eðvalds vegna þess hve aðstæður hafí verið flóknar í Eistlandi í stríðinu og vegna þess að of langur tími sé liðinn síðan. Hann dregur einnig í efa að álits- gerðin sé hlutlæg. Nefnir hann að þar sé ekki tekið tillit til skýrslu finnska lögreglumannsins Olavi Vi- herluoto en hann heimsótti Eistland í október 1941. Sagt hefur verið frá þessari skýrslu í íslenskum fjölmiðl- um en hún er varðveitt í finnska þjóðskjalasafninu. í henni er því haldið fram að Eðvald hafí sjálfur stjórnað pyntingum í fangelsi í Tall- inn. Ennfremur er vitnað í þau orð Eðvalds að hann og félagar hafi tekið fjörutíu gyðinga af lífi. Bludn- ikow gagnrýnir einnig að í álitsgerð- inni sé ekki sýnt fram á ósannindi í málflutningi Eðvalds. T.d. hafi Eðvald í samtölum við fjölmiðla neit- að því að hann þekkti eisteska gyð- inga, fólk sem hann þó sannanlega handtók. „Álitsgerð nefndarinnar er fyrst og fremst lögfræðileg úttekt á formlegum lögfræðilegum efnum. En hún er ekki nema veikburða til- raun til sagnfræðilegrar greinar- gerðar um mál Eðvalds og þar er ekki reynt á sjálfstæðan máta að draga fram nýjar upplýsingar," seg- ir í grein Bludnikows. Ennfremur segir Blúdnikow að stöðugt séu að koma fram nýjar upplýsingar um málið og dregur stórlega í efa að íslenskum stjórn- völdum verði til lengdar stætt á því að styðja Eðvald. Vitnar hann í þá áminningu Júrijs Resetovs, sendi- herra Rússlands, að íslandi beri skylda til að hlíta reglum þjóðaréttar um stríðsglæpi. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Faðir og synir í rallinu. Baldur Jónsson og Guðmundur Pálsson urðu bikarmeistarar í flokki óbreyttra bíla á Mazda 323 4x4, en faðir Baldurs, Jón Ragnarsson, ók j stað Rúnars, sem var meiddur á hálsi. Þeir feðgar hafa staðið sig vel síðustu ár og nýliðinn Baldur ótrúlega vel á fyrsta árí, aðeins 19 ára gamall. þessu síðasta ralli, en Baldur hafði 10 stiga forskot á Óskar áður en hún hófst. „Ég keyrði ekki vel í byijun, en þegar við settum sams- konar snjódekk og Óskar undir fór okkur að ganga betur og við náðum að sigla fram úr honum. Fyrir síð- ustu sérleiðina hafði reyndar gengið það vel að við vorum famir að eygja möguleika á sigri, því Steingrímur var aðeins átta sekúndum á und- an,“ sagði Baldur um keppnina um helgina. „En ég sprengdi fljótlega á síð- ustu leiðinni og ákvað þá að aka bara nógu hratt til að vera á undan Óskari og tryggja bikarinn í flokkn- um, en það var gaman að finna lyktina af sigurlaununum. Árið hef- ur gengið ótrúlega vel og ég átti ekki von á þessum árangri á fyrsta ári, ætlaði bara að dóla á eftir Ósk- ari í mótum ársins. Við höfum að vísu fjórhjóladrifinn bíl á móti fram- drifsbíl hans, en okkar bíll er líka Qögur hundruð kg þyngri. Mig langar að skipta um bíl fyrir næsta ár, draumabíllinn er nýr fjórhjóla- drifinn Ford Eseort, en hann verður of dýr í keppnisformi. Minni bíll er líklega betri kostur. í upphafi þessa árs ætluðum við að renna mótin á 6-8 dekkjum, en lentum í það mik- illi keppni að eftir tímabilið vorum við búnir að slíta 24 dekkjum, sem er þó lítið miðað við aflmestu bílana í rallinu. En það er gaman hve flokkur óbreyttra bfla hefur vaxið og næsta ár verður vonandi enn betra í flokknum," sagði Baldur, sem .nú er rallökumaður í fremstu röð, með sama blóð í æðum og Rúnar bróðir, Jón faðir hans og Ómar frændi, sem allir hafa orðíð íslandsmeistarar í rallakstri. Sigurvegari rallsins um helgina var líka mjög sáttur við tímabilið. Hann vann tvö mót, varð tvívegis í öðru sæti og einu sinni í því þriðja. „Mér finnst skemmtilegast við þetta keppnisár að hafa smíðað minn eig- in keppnisbfl, sem ekkert hefur bil- að í mótunum. Ég gerði mistök í akstri í síðustu keppni og féll úr keppni, en bíllinn hefur aldrei klikk- að,“ sagði Steingrímur. „Keppnin um helgina var mjög spennandi, égr snarsneri bílnum á lokaleiðinni milli tveggja metra hárra snjóbarða, komst þó fljótt af stað að nýju, en mátti engan tíma missa miðað við stöðuna fyrir leiðina. Ég slapp þó með skrekkinn þar sem Baldur tap- aði tíma á sprungnu framdekki. Það þurfti að keyra varlega í hálkunni, yfirleitt var ég í fimmta gír og not- aði tog vélarinnar til að koma hon- um áfram, spilaði lítið á gírskipting- ar. Aflið nýttist hvort eð er ekki við þessar aðstæður. Það var ljúft að enda tímabilið með þessum sigri,“ sagði Steingrímur. Blúdnikow segir að stjómvöld og fjölmiðlar á íslandi hafi slegið skjald- borg um Eðvald. Opinber umræða hafí stöðvast um leið og dómsmála- ráðherra skipaði nefnd um málið. En jafnvel þótt Pressan og Stöð 2 hafi birt mikilvægar upplýsingar um málið hafi almenningur og stjómvöld ekki haft áhuga á að taka það upp. Aðrir fjölmiðlar hafi þagað. Bludnikow er 38 ára gamall sagn- fræðingur sem starfar við þjóð- skjalasafnið í Kaupmannahöfn. Bók eftir hann sem kom út í fyrra vakti mikla athygli. Heitir hún „Eins og þeir væru alls ekki til“ og greinir m.a. frá því hvemig Danir vísuðu gyðingum á dyr fyrir stríð og við upphaf þess. Fréttaritari Morgunblaðsins ræddi við Bludnikow eftir að greinin birtist. Það vekur athygli hve þung- orður hann er í garð íslendinga. Aðspurður segist hann ekki geta neitað því að uppmni sinn kunni að eiga þátt í því hvemig hann fjallar um efnið. Bludnikow er gyðingur og segir hann að þótt hálf öld sé liðin frá helförinni þá vilji hann reyna að koma í veg fyrir að þessir atburð- ir falli í gleymsku. Því gleymskan sé forsenda þess að þeir endurtaki sig. Bltidnikov segir að gagnrýni sín beinist fyrst og fremst að því að ekki sé rétt að láta staðar numið á þessari stundu við rannsókn á máli Eðvalds. IffiNN MN fjQlskyloa? Heildarvinningsupphæðin: 124.072.631 kr. 45. lelkvika - 7. nóvember 1992 Röðin: 112-1X1-122-1122 13 réttir: 31 rööá 1.080.630 - kr. 12 réttir: 725raðirá 29.090 - kr. 11 réttir: 8.695 raðir á 2.560 - kr. 10 réttir: 62.288 raöirá 750 - kr. Engin var meö 13 rétta á íslandi aö þessu sinni en 18 raöir komu fram meö 12 rétta. Muniö aö getraunasölu lýkur klukkan 13:00 á laugardag. 1X2 - ef þú spllar tll aS vlnna I —tyrir þig og þiru fjölskyklul
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.