Morgunblaðið - 07.01.1993, Page 10

Morgunblaðið - 07.01.1993, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ PIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1993 Svín gegnir kalli EGG-leikhúsið frumsýnir Drög að svínasteik EGG-leikhúsið frumsýnir í kvöld á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins einleikinn Drög að svínasteik eftir franska leikritaskáldið Reymond Cousse í íslenskri þýðingu Krist- jáns Arnasonar. Leikritið segir frá alisvíni sem bíður slátrunar og notar biðtímann til að fjalla m.a. um líf sitt, drauma, frelsi og helsi, skyldur sínar og hlutverk í lifinu. Ingunn Asdisardóttir leikstýrir verkinu en með hlutverk svinins fer Viðar Eggertsson. Snorri Freyr Hilmarsson hannar leik- mynd og lýsingu annast Asmund- ur Karlsson. Drög að svínasteik er síðbúin tíu ára afmælissýning EGG-leikhússins, en fyrsta sýning þess var sett upp árið 1981. Geðsveiflur galtarins eru að von- um miklar á ögurstundu fyrir slátr- un, enda elur hann með sér þá hug- sjón að öðlast framhaldslíf í líki fyrsta flokks kjötvöru og telur örlög sín stór í sniðum: „Lærissneiðamar mínar og kótilettumar hlýða nú kalli heimsviðskipta." Svínið hringsnýst um stíu sína, rekur lífshlaupið frá því það var grislingur og skoðar ýmsa þætti því samfara; hið svíns- lega kynlíf, geldingu, menntun, gildi þroskans, þröngan sjóndeildarhring uppeldisins, lými stíunnar, ástina og þrá sína eftir kærleiksríku sambandi við svínahirðinn: „Eg sá okkur í anda eyða heilu dögunum saman, og leið- ast arm í löpp um sveitir, snæða hádegisverð hér, kvöldverð þar, og vera hvor öðmm innan handar á all- an hátt.“ Eins og fyrirmyndarsvíni sæmir rættlætir það hlutskipti sitt og líferni á ýmsan hátt, fmnur græn- friðungum flest til foráttu en prísar hinar dæmigerðu aðferðir við slátmn og kjötsölu. Þó má greina óróa und- ir yfírlýstri ánægju þess með örlög sín. Þetta em leiknar hugleiðingar frá óvenjulegu sjónarhorni, því þótt göltum og gyltum hafí bragðið fyrir í ýmsum myndum í bókmennta- og veraldarsögunni, hafa fæst þeirra gengist við réttu eðli sínu og þrám. „Drög að svínasteik er eins konar dæmisaga," segir Ingunn Ásdísar- dóttir leikstjóri, „sem fjallar um hvemig manneskjan býr sér til for- sendur til að sætta sig við aðstæður sem em í raun óbærilegar. Þetta er grundvallarþemað. Svínið er lokað inn í stíu sinni og sér aðeins hirði sinn, sem er ákveðin samlíking við manninn sem er lokaður inn í búri ákveðinna aðstæðna. Ég hef aldrei heyrt um manneskju sem er fullkom- lega hamingjusöm og held að hún sé ekki til, en við emm misjafnlega óhamingjusöm og það er eðli mann- eskjunnar að reyna að gera sem best úr hlutunum fyrir sig. Svínið er mjög rökrétt val af hálfu höfundar sem táknmynd, því svínakjöt er kannski sú kjötvara sem mest er neytt af og maðurinn er það sem hann étur. Svínið er jafnframt það dýr sem hef- ur einna mest orðið fyrir barðinu á framleiðsluþróun út í heimi, auk þess sem orðið svín er í ótal tungumálum samnefnari ákveðinna eiginda er þykja niðrandi. Samlíkingin svín/maður fær því alveg sérstakt gildi í verkinu þar sem fyndnin fær líka að njóta sín og má geta þess að höfundurinn fékk frönsku leiklist- arverðlaunin „Grand prix de I’humo- ur noir du spectacle" fyrir meðal annars þá svörtu og stundum þján- ingarfullu kímni sem birtist í verk- inu. í okkar uppfærslu er svínið söngvið sem er ein aðferða þess til að létta sér lífíð.“ Drög að svínasteik, eða „Stratégie pour deux jambons" eins og verkið nefnist á frammálinu, var fmmsýnt árið 1979 í tilraunaleikhúsinu Le * Islenska óperan, laugardaginn 9. janúar Margrét Kristjánsdóttir fiðlu- leikari og Nína Margrét Gríms- dóttir píanóleikari með tónleika Margrét Krisljánsdóttir fiðluleikari og Nína Margrét Grímsdóttir píanó- leikari. LAUGARDAGINN 9. janúar kl. 14.30 munu Margrét Kristjáns- dóttir fiðluleikari og Nína Mar- grét Grímsdóttir píanóleikari halda tónleika í Islensku óper- unni. Á efnisskrá eru sónötur eft- ir Mozart, Brahms, Jón Nordal og Beethoven. Margrét Kristjánsdóttir lauk burt- fararprófí frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1988. Aðalkennari hennar þar var Guðný Guðmunds- dóttir. Hún hlaut styrk til framhalds- náms við Mannes College of Music í New York og lauk þaðan BM-prófí 1991 og Mastersprófí frá sama skóla 1992. Aðalkennari hennar þar hefur verið Shirley Givens. Margrét hefur tekið þátt í íjölmörgum tónlistarhá- tíðum í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada, þar sem hún lék meðal ann- ars einleik í fíðlukonsert eftir Vivaldi ásamt kammersveit. Margrét stund- ar nú Professional Studies nám við MCM og starfar auk þess með ýms- um hljómsveitum og kammerhópum í New York. Nína Margrét Grímsdóttir lauk einleikaraprófí frá Tónlistarskólan- um í Reykjavík árið 1985 og hlaut styrki til framhaldsnáms í Englandi og Bandaríkjunum frá British Councíl og American-Scandinavian Foundation. Hún lauk LGSM perf. prófí frá Guildhall School of Music and Drama í London 1989 og mun ennfremur ljúka Professional Studies námi frá Mannes College of Music í New York 1993. Nína Margrét hefur komið víða fram sem einleikari í kammertónlist hérlendis og erlendis. Meðal annars lék hún einleik með kammersveit Reykjavíkur í Ráðhús- inu í október síðastliðnum. Nína Margrét hefur einnig starfað að tón- listarmálum fyrir Ríkisútvarpið og flutt fyrirlestra og skrifað, meðal annars um mikilvægi tónlistarmennt- unar barna og íslenska píanótónlist nú síðast á Hátíð íslenskrar píanótón- listar á Akureyri í maí síðastliðnum. ISHAMAR Byrjenda- / námskeiðin M* eru að hefjast / SJALFS VORN iar. sími 14003 Morgunblaðið/Þorkell Viðar Eggertsson í hlutverki svínsins í Drög að svínasteik. Lucernaire í Parísarborg, og Iék höf- undurinn sjálfur hlutverk svínsins. Hafði hann þá leikið á sviði samhliða ritstörfum frá árinu 1971, og er haft fyrir satt að þar hafi hann get- að svift af sér feimni sem einkenndi hánn hvunndags. Einleikinn Drög að svínasteik skrifaði Cousse upp úr samnefndri skáldsögu sinni sem gef- in var út ári áður, og þykir fanga vel andrúm gálgahúmors og grát- broslegs fáránleika, sem dylur þó beittari boðskap. Uppsetningin fékk hástemmt lof leikdómara og var sýnd u.þ.b. 130 sinnum áður en hlé var gert á sýningum. Verkið hefur verið nær fastur liður á efnisskrá leikhúss- ins síðan. Raymond Cousse réðist í leikferð með Drögum að svínasteik og flutti verkið víða um heim, en auk þess hafa verið a.m.k. fímmtíu mis- munandi uppsetningar á því. Cousse átti að baki nokkra orð- lausa einleiki sem hann samdi að einhveiju leyti undir áhrifum frá írska rithöfundinum Samuel Beckett, sem hann stóð í bréfaskriftum við, og bamaleikritin „La terrine du chéf“ (Urvalskæfa kokksins) og„Refus d'obtempérer" (Óhlýðni), og voru bamaleikritin fmmsýnd árið 1969. Skáldsögur Cousse em auk Draga að svínasteik „Enfantillages" (Bamaskapur) sem út kom 1979,og„Le baton de la maréchale" (Stautur marskálksins eða upphefð- in) sem út kom 1982. Höfundur færði bæði þessi verk í leikhæfan búning eftir velgengni einleiksins um svínið, og em bækumar/leikritin þijú talin vera hápunkturinn á endastýfð- um ritferli Raymonds Cousse, sem lést fyrir aldur fram í árslok 1991, þá tæplega fímmtugur. SFr Lísbet Sveinsdóttir Myndlist Bragi Ásgeirsson I listasalnum Sólon Islandus, á horni Bankastrætis Ingólfsstrætis, þar sem fyrmm var verziunin Málarinn, sýnir fram til 15. janúar Lísbet Sveinsdóttir allmargar litlar myndir í blandaðri tækni. Á þessum stað sem er öðru fremur veitingabúð, fer fram ýmiss konar menningarstarfsemi s.s. upplestur, tónleikar og hvers konar uppákomur er tengjast list- um auk myndverkasýninga. Opn- unartími sýninga er mjög rúmur eða frá kl. 10 að morgni til mið- nættis. Sýningarsalurinn er á efri hæð- inni og er hið fallegasta húsnæði í umgjörð sinni, en hins vegar eru gluggarnir of margir til að um ákjósanlegt sýningarhúsnæði sé að ræða. En þessu má bjarga með einföldum færanlegum skilrúm- um, sem eru að auki nauðsynleg á suðurhliðinni. f sinni núverandi mynd er salurinn að auki nokkuð hijúfur, sem tekur athygli frá flestum gerðum myndlistarverka, en hins vegar ætti hann að vera vel fallin til gjöminga ýmiss konar og þess sem menn nefna innsetn- ingar (installation). Lísbet Sveinsdótir er vel skóluð listakona bæði hér heima sem er- lendis, hún hefur fengist við kennslu og leikmyndagerð og að auki búið og starfað að list sinni i Portúgal um tveggja ára skeið. í myndum Lísbetar gætir fyrir sumt galsafenginnar kímni, sem þó er haldið í skefjum með öguðum listrænum vinnubrögðum. Það virðist henta henni vel að vinna í þeim hóflegu stærðum, sem hún velur myndunum, og hún kemur furðumiklu til skila í þeim. f heild- ina er sýningin líkust þemasýn- ingu eða jafnvel myndlýsingu ein- hverrar furðusögu og sumar myndirnar vega salt á milli þess að vera bein frásögn eða skilvirk myndlýsing og sjálfstætt mynd- verk. Það er margt lifandi og hress- andi mynda á sýningunni og vil ég máli mínu til áréttingar einung- is vísa til mynda eins og „Konan á hestinum rauða“ (1), „í kon- ungsgarði" (2), „Manstu eftir mér“ (6), „Myndir“ (14) og „Kóngur í rauðri skikkju“ (21). Eins og nöfnin bera með sér er gengið út fá ýmsum hug- dettum er gætu tengst bókmenntum eða beinum lifunum úr bókmenntum, en það gerir myndimar engu síðri. Þetta er hressileg sýning og upplífgandi skoðun í skammdeg- inu en satt að segja hefðu þær mátt vera í innilegra umhverfi. Þá saknaði ég sýningarskrár, þó ekki væri nema um einblöðung að ræða, en nöfn myndanna sem listakonan ritar á þær bæta það upp að nokkru. Leiðréttingar í fyrstu málsgrein listdóms míns um sýningu Dans Flavins urðu leið mistök í prentun þannig að hún varð með öllu óskiljanleg, en hún hljóðaði þannig í heild sinni: „f sýningarsalnum Önnur hæð, á Laugavegi 37, sem einungis er opin á miðvikudögum milli 14 og 18, er nú kynntur ameríski mynd- listarmaðurinn Dan Flavin. f grein minni um menningar- borg Evrópu í aðfangadagsblaðinu kemur fram að menningarsetur Soffíu drottningar sé fljótskoðað, en það dytíi mér öldungis ekki til hugar að halda fram, en hins veg- ar er það fljótskoðaðaðra en hið mikla Prado-safn, sem er marg- falt stærra. Skil ég ekki hvernig slíkar villur rata inn í greinar sem þó eru á tölvudiski. Þá skal þess getið að varðandi grein mína um Rembrandt í Jóla- lesbók vantaði 6 myndir sem áttu að fylgja lesmálinu til að gera greinina skilvirkari. Þetta var bagalegt enda að nokkru skerðing á hugverki. Auk þess rataði rang- ur texti undir teikninguna yndis- legu af eiginkonu Rembrandts, Saskiu van Uylenburgh i blóma lífs síns, og hún var allt í einu orðin gömul kona og talin móðir Iistamannsins! Þó þetta sé ekki mín sök bið ég lesendur velvirðingar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.