Morgunblaðið - 07.01.1993, Side 26

Morgunblaðið - 07.01.1993, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1993 Skipstjórafélag Norðlendinga Réttindamenn at- vinnulausir þó und- anþágur séu veittar SKIPSTJÓRAFÉLAG Norðlendinga vill að allur fiskur sem fer til -^ vinnslu innanlands verði seldur á fiskmörkuðum og þá vill félagið einn- ig að hafnar verði hvalveiðar á þessu ári. Þetta kemur fram í ályktun- um sem samþykktar voru á aðalfundi Skipslgórafélags Norðlendinga skipstjómarmanna verði undanþágu- veitingar stórhertar. „Það er algjör- lega óviðunandi að réttindamenn gangi um atvinnulausir á meðan undanþágur til skipstjómar em veitt- ar í stórum stíl,“ segir í ályktun. Þá er einnig skorað á sjávarút- vegsráðherra að beita sér fyrir laga- setningu um að allur fiskur sem fer til vinnslu innanlands verði boðinn upp á viðurkenndum fiskmörkuðum eða í tengslum við þá og jafnframt verði ákveðið lágmarksverð hinna ýmsu tegunda út af mörkuðunum eins og tíðkast erlendis. Þá er skorað á stjómvöld að heíja á árinu veiðar og nýtingu hvalastofna jafnframt því sem gerð verði vísinda- leg úttekt á stærð selastofnsins með tilliti til þess hve stórt skarð hann heggur í fiskistofna. Aðalfundur Skipsljórafélags Norðlendinga mótmælir einnig harð- lega fyrirhuguðum skattahækkunum stjómvalda á almenning í landinu. „Við skiljum ekki þá hagfræði að á samdráttar- og þrengingartímum séu álögur á almenning stórauknar og neysla þar með minnkuð með tilheyr- andi fækkun atvinnutækifæra. Það hlýtur að vera krafa launþega að þessar ákvarðanir um skattahækk- anir verði dregnar til baka.“ Nýja stjóm félagsins skipa Halldór Hallgrímsson, Akureyri, formaður, Þorbjöm Sigurðsson, Ólafsfirði, varaformaður, Kristján Halldórsson, Akureyri, ritari, en aðrir í stjóm era Guðjón Guðjónsson, Skagaströnd, Ami Bjamason, Akureyri, Aki Stef- ánsson, Akureyri, Sigurður Haralds- son, Dalvík, og Vigfús Jóhannesson, Dalvík. Gestur aðalfundarins var Guðjón A. Kristjánsson, forseti Farmanna- og fiskimannasambandsins, og flutti hann erindi um lqara- og atvinnumál. Námskeið í aðferðarfræði og stærðfræði Háskólinn á Akureyri býður upp á tvö námskeið á vormiss- eri í aðferðarfræði og stærðfræði, ef næg þátttaka fæst. Kennsla hefst 19. og 20. janúar og verður á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum, kl. 18.00-19.30, fram í maí. Umsjónarmenn námskeiðs í aðferðarfræði eru dr. Kristján Kristjánsson og dr. Guðmundur Heiðar Frí- mannsson. í námskeiðinu verður lögð áhersla á fræðileg vinnubrögð, upplýsingaöflun, tölvunotkun, rökfræði og vís- indalega aðferð. Fyrsti kennsludagur verður 20. janúar. Umsjónarmaður námskeiðs í stærðfræði er dr. Stefán G. Jónsson. í námskeiðinu verður lögð áhersla á rúmfræði, algebru, tölfræði og fallafræði. Bæði námskeiðin verða að fullu metin til eininga, þegar kennaradeild fer af stað við skólann næsta haust, en ein- skorðast ekki við væntanlega kennara. Þátttakendur skulu hafa stúdentspróf eða sambærilega menritun og eru beðnir að innrita sig á skrifstofu Háskól- ans við Þingvallastræti, kl. 9-12, í síðasta lagi 15. janúar nk. eða hringja í síma 1-17-70 og fá sent umsóknareyðu- blað. Umsókninni skal fylgja námskeiðsgjald 11.500 kr., sem veitir einnig aðgang að öðrum námskeiðum við skólann. Nemendur, sem skráðu sig á haustönn við Háskólann, þurfa ekki að greiða námskeiðsgjald. Upplýsingar um námskeiðin veitir skrifstofa Háskólans á Akureyri, sími 1-17-70. Frekari upplýsingar veita dr. Stefán G. Jónsson um stærð- fræðina og dr. Kristján Kristjánsson um aðferðarfræðina. Háskólinn á Akureyri. HÁSKÓUNN Á AKUREYRI sem haldin var fyrir skömmu. í ályktun sem samþykkt var á fundinum er skorað á undanþágu- nefnd að með tilliti til atvinnuástands Fólskuleg nauðgnn DNA-grein- ing bendir til .sektar manns ÞÆR niðurstöður sem fyrir liggja í DNA-greiningu á blóðsýni sem tekið var úr svokölluðum sólbaðs- stofuræningja benda sterklega til að hann sé sekur um fólskulega nauðgun konu á Akureyri í júlí í fyrra. Lokaniðurstöður rannsókn- arinnar, sem gerð er í Bretlandi, hafa þó ekki borist enn. Gunnar Jóhannsson lögreglufull- trúi hjá Rannsóknarlögreglunni á Akureyri sagði að granur hefði beinst ^að umræddum manni í september. Blóðsýni var tekið úr honum í októ- ber og það sent til rannsóknar í Bret- landi. Maðurinn var handtekin eftir rán á sólbaðsstofu í Reykjavík 6. nóvember sl. og hefur verið í gæslu- varðhaldi í Síðumúlafangelsi síðan. Maðurinn braust inn í hús á Akur- eyri í fyrra, þar sem kona og tvö böm hennar sváfu. Hótaði maðurinn að gera bömum konunnar mein léti hún ekki að vilja hans og ógnaði henni með hnífi. í fyrstu var annar maður undir grun, en DNA-greining leiddi sakleysi hans í ljós. Gunnar sagði rannsókn ekki að fullu lokið. Maðurinn sem um ræðir er 26 ára gamall, búsettur í Hafnarfirði og hefur hann margoft komið við sögu ^-lögreglunnar. Morgunblaðið/Rúnar Þór Námskeið haldin þar til fiskur berst Vinnsla hefst í frystihúsi Útgerðarfélags Akur- eyringa eftir helgi, en á meðan ekki er hráefni til vinnslu hefur starfsfólkið setið á námskeið- um. Þegar ljósmyndari Morgunblaðsins kom við í matsal ÚA í gær var Magnús Ólafsson sjúkraþjálfari að halda erindi. Félagar í Verkalýðsfélaginu Einingii í nágraimasveitarfélögiinum Meira greitt í atvinnu- leysisbætur en áður MUN MEIRA fé var greitt í atvinnuleysisbætur til félagsmanna í Verkalýðsfélaginu Einingu sem búsettir eru í Eyjafjarðarsveit á nýliðnu ári, en var árið þar á undan og hið sama gildir um Einingar- félaga sem búsettir eru í Svalbarðsstrandarhreppi og Árskógshreppi. í fyrra voru 963 félagsmönnum í Verkalýðsfélaginu Einingu greidd- ar atvinnuleysisbætur samtals að upphæð tæplega 75 milljónir króna. Langmest var greitt til félagsmanna á Akureyri eða 48,2 milljónir til 497 félagsmanna. í Árskógshreppi vora félags- mönnum í Einingu greiddar um 2- milljónir í atvinnuleysisbætur og fengu á liðnu ári 43 greiddar út bætur, en á árinu 1991 voru 20 félagsmönnum greiddar atvinnu- leysisbætur samtals að upphæð um 883 þúsund kr. í Amameshreppi fengu 24 atvinnuleysisbætur á liðnu ári, samtals um 2,3 milljónir, en árið á undan vom greiddar út tæp- lega 1,8 milljónirtil 21 félagsmanns. Mikil aukning varð í Eyjafjarðar- sveit, en árið 1991 fengu 12 Eining- arfélagar búsettir þar atvinnuleysis- bætur að upphæð um 1,1 milljón kr. Á nýliðnu ári voru greiddar út tæplega 3 milljónir í atvinnuleysis- bætur til 27 félagsmanna. Um einni milljón króna meira var greitt í atvinnuleysisbætur til Ein- ingarfélaga í Svalbarðsstrandar- hreppi á síðasta ári miðað við árið á undan eða rúmlega 3 milljónir. í Skriðuhreppi voru greiddar út 440 þúsund krónur í atvinnuleysis- bætur móti um 230 þúsundum árið á undan. Þá voru greiddar út rúm- lega 200 þúsund kr. í atvinnuleysis- bætur til Einingarfélaga í Öxndæla- hreppi, en þar hefur Eining ekki áður greitt út atvinnuleysisbætur. Svipuð upphæð var greidd út til félagsmanna í Glæsibæjarhreppi eða um 240 þúsund krónur og eins var nánast sama upphæð greidd í atvinnuleysisbætur til Einingarfé- laga á Dalvík eða um 6,6 milljónir og þá var ástandið einnig svipað á Grenivík bæði árið 1991 og 1992. Sama má segja um Ólafsfjörð þar sem greiddar voru út um 6,5 milljón- ir á liðnu ári í atvinnuleysisbætur til Einingarfélaga bæði árin, en heldur fleiri voru á skrá þar í fyrra eða 123 á móti 109 árið á undan. í Hrísey voru greiddar út árið 1991 um 280 þúsund krónur í at- vinnuleysisbætur til 7 félagsmanna Einingar, en á nýliðnu ári fengu 44 félagsmenn greiddar út um 1,2 milljónir króna í bætur. ------» ♦ ♦------- Líkur á góðri skíðavertíð MIKILL snjór er nú í Hlíðarfjalli og er opið þar alla daga frá kl. 13-18.45 og lengur á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum. Um helgar er opið frá 10-17. „Mið- áð við árstima er ástandið mjög gott, það hefur ekki verið svona mikill snjór hér og gott færi á þessum tíma um alllangt skeið,“ sagði ívar Sigmundsson forstöðu- maður Skiðastaða. Skíðaskóli í Hlíðarfjalli byrjar á mánudag, 11. janúar. Þá er starfsemi Skíðaráðs kominn í fullan gang og er stór hópur bama og unglinga við æfmgar 3-5 sinnum í viku. „Það er áhugi fyrir skíðaíþróttinni meðal almennings hér þrátt fyrir að tveir síðustu vetur hafi verið nær ónýtir á þessum vettvangi og mér sýnist að þetta verði hin besta skíða- vertíð," sagði ívar. Skíðastaðir í Hlíðarfjalli eru um 7 kílómetra frá Akureyri og era áætl- unarferðir þrisvar á dag. í Hlíðar- fjalli eru 4 lyftur, sem flytja samtals um 3.000 manns á klukkustund og nær sú hæsta upp í 1.000 metra hæð og er hæsta lyfta á landinu. Sölumenn - f astagestir Ókeypis gisting á Akureyri Hótel Harpa býður verðandi fasta- gestum upp á ókeypis gistingu í eina nótt í janúar og febrúar. Komið og kynnið ykkur þjónustu okkar og hagstætt verð, sem sniðið er að ykkar þörfum. Góð gisting á hóflegu verði í hjarta bæjarins. Sími 96-11400 Ath. að Hótel Harpa er ekki í símaskránni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.