Morgunblaðið - 07.01.1993, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 07.01.1993, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1993 27 Bjöm Bjamason um fískveiðisainnmga við Evrópubandalagið Vel viðunandi lausn á viðkvæmu deilumáli SAMNINGAR íslands og Evrópubandalagsins, EB, í fisk- veiðimálum voru til síðari umræðu á Alþingi síðdegis í gær. Björn Bjarnason formaður utanríkismálanefndar mælir með samþykkt þingsályktunartillögu um staðfestingu þessara samninga. Steingrímur Hermannsson (F-Rn) formaður Framsóknarflokksins er mótfallinn þessari tillögu. Halldór Ásgrímsson (F-Al) varaformaður Framsóknarflokksins og fyrrum sjávarútvegsráðherra er sammála sínum flokksform- anni í þessari afstöðu. Þingsályktunartillagan kveður á um að ríkisstjórninni verði heimilt að staðfesta fyrir íslands hönd samning í formi erindaskipta milli íslands og Evrópubandalagsins um fiskveiðimál sem gerður var í Op- orto 2. maí 1992. Og ennfremur samning um fiskveiðimál og lífríki hafsins milli íslands og EB sem gerður var í Brussel 27. nóvember 1992. Samningar þessir gera m.a. ráð fyrir gagnkvæmum skiptum á veiði- heimildum milli samningsaðila. EB fær veiðiheimildir á tilgreindum svæðum í efnahagslögsögu Islands fyrir 3.000 tonna karfaígildi gegn veiðiheimildum fyrir Island á 30.000 tonnum af loðnu sem EB hefur keypt af Grænlendingum með samningi um fiskveiðimál. Björn Bjarnason (S-Rv) for- maður utanríkismálanefndar mælti fyrir því áliti nefndarmeirihluta að samningurinn yrði samþykktur óbreyttur. Bjöm Bjamason gerði nokkra grein fyrir sögulegum og pólitískum þáttum málsins. Sögu málsins má rekja allt aftur til árs- ins 1972. Frá fyrstu tíð hafa íslend- ingar lagt áherslu á að þeir geti ekki fallist á kröfur EB um aðgang að fiskveiðilögsögu íslands í skipt- um fyrir tollaívilnanir fyrir sjávar- afurði á EB-markaði. Árið 1989 hefði verið reifuð hugmyndin um gagnkvæm skipti á veiðiheimildum. Þar með hefði málið tekið nýja stefnu og nú hefði verið samið um þá lausn að íslendingar fengju hlut- deild í þeirri loðnu sem EB keypti af Grænlendingum. Góð skípti Formaður utanríkismálanefndar sagði að sjávarútvegsnefnd hefði fengið málið til umsagnar og fag- legrar umíjöllunar. Bjöm Bjamason vitnaði lítillega í álit meirihluta sjáv- arútvegsnefndarinnar. Þar kom m.a. fram að samkvæmt stuðlum sem sjávarútvegsráðuneytið gefur út í upphafí fiskveiðiárs em þessi skipti veiðiheimilda í þorskígildum talið íslendingum hagstæð. Hið sama gildi þótt þessar veiðiheimild- ir væm reiknaðar samkvæmt verð- mætastuðlum Evrópubandalagsins. Björn vitnaði einnig til eftirfarandi: MMflGI „Skiptin á veiðiheimildum em afar takmörkuð. Magnið, sem EB má taka, er samkvæmt verðmætastuðl- um sjávarútvegsráðuneytisins gildi 1.230 tonna af þorski. Samkvæmt upplýsingum sjávarútyegsráðu- neytisins nam heildarafli íslendinga ígildi 473 þúsunda tonna af þorski á síðasta ári. Veiðiheimildimar, sem íslendingar láta í skiptum við EB, em því aðeins um flórðungur pró- sents, eða 0,26% af heildarafla síð- asta árs.“ Björn Bjarnason sagði að hlut- verk utanríkismálanefndar hefði verið að meta hinn stjómmálalega þátt málsins. Að mati meirihlula nefndarinnar væri hag íslands best borgið með því að Alþingi veitti rík- isstjóminni tafarlaust heimild til áð staðfesta þessa samninga. Ástæðu- laust væri nú á lokastigi málsins að tengja ákvörðun Alþingis í mál- inu við gildistöku EES-samnings- ins. Með því væri í raun brotið gegn þeirri 20 ára meginreglu íslendinga að ekki skuli blandað saman tolla- ívilnunum og fiskveiðiheimildum í samskiptum íslands og EB. Bjöm sagðist telja að með þessum samn- ingum hefði tekist samkomulag um langvinnt deilumál á þeim gmnd- velli sem íslendingar gætu vel við unað. Björn vildi einnig benda á að efni rammasamningsins hefðu legið fyrir þegar árið 1981 og hér hefði ekki annað verið gert en dusta ryk- ið af þeim samningi og þegar árið 1989 hefði verið hreyft við hug- myndinni um gagnkvæm skipti veiðiheimilda. Fullnýttu skípt Steingrímur Hermannsson (F-Rn) sem hafði framsögu fyrir áliti minnihluta utanríkismála- nefndar sagði að fyrir tveimur ára- tugum hefðu það verið stoltir ís- lendingar sem hefðu fært út fisk- veiðilögsöguna. Þá hefðu menn ekki verið ginnkeyptir fyrir neinum gylli- boðum. Það mátti skilja að honum þætti tímar nú breyttir; íslensk rík- isstjóm léti sem hún hefði góðan samning í hendi þegar hún væri nú að hleypa veiðiflota Evrópu- bandalagsins í fullnýtta fiskistofna íslandsmiða. Talsmaður minnihluta utanríkismálanefndar taldi þennan samning mjög óhagstæðan og lagði eindregið til að hann yrði felldur. Steingrímur fór líkt og fyrri ræðumaður nokkrum orðum um forsögu þessa máls. Hann vildi koma því á framfæri að árið 1981 þegar drög voru gerð að ramma- samningi hefðu aðstæður verið allt aðrar. Grænlendingar hefðu þá ver- ið aðilar að Evrópubandalaginu. Ræðumaður sagði að Islendingar hefðu lagt áherslu á að bjóða ekki veiðiheimildir í vannýttum fiski- stofnum. En karfastofninn væri tvímælalaust fullnýttur ef ekki of- Atkvæðagreiðsla eftir 2. umræðu Frumvarp um EES samþykkt með 32 atkvæðum gegn 23 ATKVÆÐI voru greidd um frumvarp til laga um Evrópskt efnahagssvæði, EES, í gær að aflokinni annarri umræðu. Frumvarpið var fimm greinar og voru fjórar þeirra samþykkt- ar með 32 atkvæðum stjórnarliða gegn atkvæðum 23 sljórnar- andstæðinga og tveggja stjórnarliða. Sex sljórnarandstæðing- ar greiddu ekki atkvæði. Tveir sljórnarliðar voru fjarver- andi. Breytingartillaga frá meirihluta utanríkismálanefndar um brottfall fjórðu greinar var samþykkt með 38 atkvæðum gegn 19. Við þessa atkvæðagreiðslu voru einungis tveir þing- flokkar sameinaðir í sinni afstöðu til EES. Alþýðubandalag í mótstöðu og Alþýðuflokkur í samþykki. Fyrsta grein frumvarpsins kveð- menn voru fjarverandi. ur á um að heimilt verði fyrir ís- lands hönd að staðfesta saminginn um EES og einnig samninga milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftir- litsstofnunar og dómstóls og fasta- nefndar. Greidd voru atkvæði með nafnakalli. Alls 23 þingmenn kusu að gera grein fyrir atkvæði sínu eða hjásetu. Úrslit urðu þau að 32 greiddu atkvæði með samþykkt greinarinnar, 23 voru andvígir, 6 greiddu ekki atkvæði og tveir þing- Hinir fjarstöddu voru Ingi Bjöm Albertsson (S-Rv) og Gunnlaugur Stefánsson (A-AÍ). Sex stjómar- andstæðingar greiddu ekki at- kvæði: Kvennalistakonan Ingi- björg Sólrún Gísladóttir (SK-Rv); og fimm framsóknarmenn, Finnur Ingólfsson (F-Rv), Halldór Ás- grímsson (F-Al), Jóhannes Geir Sigurgeirsson (F-Ne), Jón Kristj- ánsson (F-Al) og Valgerður Sverr- isdóttir (F-Ne). Tveir sjálfstæðis- menn greiddu atkvæði gegn samn- ingnum, Eyjólfur Konráð Jónson (S-Rv) og Eggert Haukdal (S-Sl). Atkvæði féllu á sama veg þegar greidd vora atkvæði um aðra grein en hún kveður á um að meginmál EES-samningsins ásamt tveim töluliðum í viðaukum skuli hafa lagagildi hér á landi. Þriðja grein framvarpsins segir að skýra skuli, að svo miklu leyti sem við á íslensk lög og reglur, til samræmis við EES-samninginn og þær reglur sem á honum byggja. Enn féllu atkvæði á sama veg; 32 með, 23 á móti, 6 greiddu ekki atkvæði og tveir fjarverandi. Meirihluti utanríkismálanefndar flutti breytingartillögu um að 4. grein framvarpsins falli á brott en hún kvað á um að ráðherra gæti ef sérstök nauðsyn krefði, sett nánari reglur til að ákveða fram- kvæmd EES-samningsins. Nefnd- armeirihlutanum þótti þama gert ráð fyrir heldur rúmum reglugerð- arheimildum til ráðherra og fram- hjá löggjafarvaldinu gengið. Þessi tillaga var samþykkt með 43 at- kvæðum gegn 17. Þegar greidd vora atkvæði um fímmtu grein féllu atkvæði með sama hætti og um fyrstu þijár greinamar. Fimmta grein fjallar um tafarlausa gildistöku fyrstu greinar og gildistöku hinna eftir samþykkt EES samningsins. Að svo búnu var framvarpinu vísað til þriðju umræðu með 38 atkvæðum en 19 vora því andvíg- ir, 3 greiddu ekki atkvaeði. 3 þing- menn vora fjarverandi. Auk fyrr- greindra Gunnlaugs Stefánssonar og Inga Bjöms Álbertssonar var Eyjólfur Konráð Jónsson horfinn úr þingsal. Þriðja umræða um framvarpið mun he§ast kl. 20.30 í kvöld og verður henni útvarpað og sjónvarp- að á Ríksútvarpinu. nýttur á íslandsmiðum. Steingrímur vísaði til umsagnar og álits minnihluta sjávarútvegs- nefndar en þar er því sterklega haldið fram að ekki sé um jafngild skipti á veiðiheimildum að ræða heldur sé ljóst að 3.000 tonn af karfa séu mun verðmætari en 30.000 tonn af loðnu. Óásættanlegt ^ Össur Skarphéðinsson (A-Rv) formaður sjávarútvegsnefndar og Steingrímur Hermannsson skiptust á andsvörum um vannýtta fiski- stofna, sameiginlega fískistofna og um veiðiheimildir sem Belgar hafa haft á íslandsmiðum síðan 1975. Að loknum þessum orðaskiptum tók Halldór Ásgrímsson (F-Al) fyrram sjávarútvegsráðherra og nefndar- maður í sjávarútvegsnefnd til máls. Halldór tók undir orð Bjöms Bjamasonar um að samskipti okka»C við EB í fiskveiðimálum ættu sér langa sögu og hefðu reynst afar viðkvæm. En hins vegar gat hann ekki tekið undir með Birni um að þessir samningar væra vel viðun- andi. Halldór sagði hér um að ræða „vonda og óásættanlega niður- stöðu“. Halldór fór nokkram orðum um ýmsa reiknistuðla sem menn hafa notað í umræðum um þessa samn- inga. Utanríkisráðuneytið hefði not- að stuðla sem notáðir hefðu verið í kvótakerfínu sem verðstuðla. Hall- dór sagði Þjóðhagsstofnun reikna út þessa stuðla sem mæltu verð- gildi fiskafla á innanlandsmarkaði. Halldór ságði út í hött að nota þessa*- stuðla í samningaviðræðum við er- lend ríki. Halldór sagði að menn hlytu að nota ýmsa aðra mæli- kvarða. Það væri nýmæli ef einhver einn mælikvarði ætti að verða al- gjör sannindi í viðskiptum. Halldór vildi benda á að reiknaður hefði verið út stuðull fyrir heildarverð- mæti á íslandsmiðum og þá yrði myndin allt önnur. Karfinn hefði alltaf verið hlutfallslega verðmætari þegar siglt væri með hann á er- lenda grand. Og nú um stundir væri karfí ein eftirsóttasta fiskteg- undin. Halldór sagði sína skoðun að eðlilegt væri að taka sem mest mið af heildarverðmæti þess sem kæmi á land. Halldór vildi lík?^ benda á að taka yrði tillit til þess að loðnan væri miklu óvissari fiski- stofn en karfinn. Kl. 15.30 varð Halldór Ásgn'ms- son að gera hlé á ræðu sinni þar eð Valgerður Sverrisdóttir þingfor- seti frestaði þessari umráeðu en henni verður fram haldið á þing- fundi í dag sem hefst kl. 10.30. VERÐHRUN Á DÚNÚLPUM Sem dæmi: Barnaúlpa — verö áöur kr. 6.490,- fftlff kr. 4.990,- Fullorðinsúlpa S-XXL — verð áður kr. 7.990,- fftÚ kr. S.990, ARMULA 40 ■ SIMAR 813555, 813655. »hummel^ SPORTBÚÐIN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.