Morgunblaðið - 07.01.1993, Síða 44

Morgunblaðið - 07.01.1993, Síða 44
 égj|f EIMSKIP Æmmf VIÐGREIÐUM ÞÉR LEIÐ MORGVNBLADIÐ, ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJA VÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÚLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. EES-frumvarp samþykkt við aðra umræðu Lokaumræða um -EES hefst í kvöld FRUMVARP til laga um Evrópskt efnahagssvæði, EES, var samþykkt á Alþingi í gær með 32 atkvæðum gegn 23. Hjá sátu 6 stjórnarandstæðingar og 2 þingmenn voru fjarstadd- ir. Ein grein frumvarpsins af fimm var felld brott að til- lögu meirihluta utanrikismálanefndar. Frumvarpinu var með 38 at- kvæðum gegn 19 vísað til þriðju og síðustu umræðu sem hefst klukkan 20.30 í kvöld. Á þingfund- inum { gær klofnuðu allir þing- flokkar utan tveir, Alþýðufiokks- menn samþykktu frumvarpið ein- róma og Alþýðubandalagsmenn höfnuðu því. Tveir sjálfstæðis- '“%ienn greiddu atkvæði gegn frum- pHj Bensínsjálf- sali fyrir greiðslukort varpinu, Eyjólfur K. Jónsson og Eggert Haukdal. Ein kvennalista- kona og fimm framsóknarmenn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna í gærkvöldi, en fjarstaddir voru Ingi Björn Albertsson úr Sjálfstæðis- flokki og Gunnlaugur Stefánsson, Alþýðuflokki. Setníng laganna heimilar staðfestingu Greinar 1, 2, 3 og 5 voru sam- þykktar með fyrrgreindum hætti en 4. grein um heimild ráðherra til að setja reglur um framkvæmd samningsins felld niður með 43 atkvæðum gegn 17. Þannig sam- þykktu þingmenn við aðra um- ræðu að heimila þegar eftir setn- ingu laganna staðfestingu EES- samningsins fyrir íslands hönd, lagagildi meginmáls hans hérlend- is og skýringu íslenskra reglna til samræmis við samninginn. Sjá einnig þingsíðu bls. 27. Morgunblaðið/Þorkell JÓLIN KVÖDD Á ÞRETTÁNDANUM NÝR bensínsjálfsali, sem tekur við greiðslukortum, hefur verið tekinn í notk- un á bensínstöð Skeljungs norðan við Miklubraut, sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi. Rússar semja við Stálsmiðjuna og Fiskafurðir og greiða í fiskí Breytingar gerðar á fiinni Hámarksúttekt í sjálfsalan- um, sem verður í notkun utan venjulegs afgreiðslutlma, verður fyrst um sinn 3.000 krónur. Búnaðurinn leitar heimilda hjá greiðslukortafyr- irtækjunum og unnt er að fá kvittun, ef viðskiptamenn óska eftir því. Sjálfsalinn tekur við öllum viðurkenndum greiðslukort- um, sem og viðskiptakortum Skeljungs. Sjá frétt á bls. B3. rússneskum frystítogurum VINNA er hafin við breytingu á rússneskum togara hjá Stál- smiðjunni hf., en Stálsmiðjan og Fiskafurðir hf. hafa gert samning við rússneska útgerðarfyrirtækið Belamork Basa- goslava frá Múrmansk um viðamiklar breytingar á vinnslu- dekki fimm tvö þúsund tonna frystitogara. Samningurinn hljóðar upp á hátt í tvö hundruð milljónir króna og greiðir rússneska fyrirtækið fyrir breytingarnar með fiski sem Fisk- afurðir munu koma í verð á innlendum og erlendum markaði. Innstæða húsnæðisspamaðarreikninga þrefaldaðist í fyrra Imilegg-1,2 milljarðar INNSTÆÐA húsnæðissparnaðarreikninga hjá viðskiptabönk- um og sparisjóðum þrefaldaðist í fyrra frá árinu á undan en samkvæmt áætlun peningamáladeildar Seðlabankans námu heildarinnlegg í fyrra tæpum 1,2 milljörðum króna, en inn- stæða á reikningunum nam 611 milljónum í árslok 1991. Skattaafsláttur sem fylgt hefur húsnæðissparnaðarreikning- um nemur fjórðungi árlegs innleggs og má því áætla að ef allir reikningseigendur nýta sér skattaafslátt af innleggi sið- asta árs muni hann geta numið tæpum 300 milljónum. Sam- ■^væmt breytingum sem Alþingi samþykkti fyrir jól verður skattaafsláttur vegna húsnæðissparnaðarreikninga lækkaður í þrepum, um 5% á hveiju ári, og afnuminn 1997. „Ég tel mikil mistök að skemma þennan reikning og vona að það verði lagfært. Það er mjög góð reynsla af honum eftir að fólk fór að átta sig _á honurn," segir Baldvin Tryggvason, Tiparisjóðsstjóri SPRON. Innstæður húsnæðissparnaðar- reikninga hafa margfaldast á síðustu árum. I lok nóvember í fyrra höfðu innstæður aukist úr 611 millj. árið 1991 í 1.540 milljónir. Endanlegar upplýsingar um innstæður í bönkum og sparisjóðum liggja ekki fyrir en samkvæmt upplýsingum Seðlabank- ans má áætla að þær hafi numið 1.800 milljónum króna í árslok. Húsnæðisspamaðarreikningamir byggjast á 3-10 ára bindingu og vextir eru 6,9% að meðaltali eða 6,5% í íslandsbanka, 7% í Landsbankanum og Búnaðarbankanum og 7,1% hjá sparisjóðunum. Baldvin Tryggvason benti á að á öllum Norðurlöndunum væri boðið upp á sambærilega innlánsreikninga sem veittu fólki kost á skattaívilnun samhliða spamaði. „Þetta er einfald- lega gert til að auka spamað. Ef menn eru á annað borð að tala um það í alvöru að skattleggja fjár- magnstekjur hljóta þeir að verða að koma til móts við þá sem vilja leggja í spamað til síðari tíma.“ Fiskafurðir hf. hafa keypt þorsk af rússneskum frystitogurum að und- anfömu. Forsaga málsins er sú að forráðamenn Fiskafurða voru ekki sáttir við meðferð fisks sem Rússam- ir lönduðu hér og lögðu til úrbætur. Forsvarsmenn Stálsmiðjunnar og Fiskafurða fóm til Múrmansk og gerðu útgerð togaranna sem hér um ræðir tilboð um að setja upp nýtt vinnslukerfi á vinnsludekkinu. Að sögn Skúla Jónssonar, for- stjóra Stálsmiðjunnar, verða sett upp færibönd, blóðgunarkör, vogir og vélar. Undirverktaki Stálsmiðjunnar er Formax hf., en vogir koma frá Marel hf. Vinna hefur hafist við fyrsta togarann, Bemhard Koenen, sem liggur við Ægisgarð. Næsti tog- ari kemur um miðjan mánuðinn en ráðgert er að endurbótunum á skip- unum fimm verði lokið í byijun apríl. „Það að slíkir samningar nást má fyrst og fremst rekja til þess að lög- um um bann við löndunum erlendra skipa var breytt," sagði Skúli. Skúli fullyrðir að Stálsmiðjan hafi boðið Rússunum betri lausn en aðrir, og nefndi í því sambandi að næsti togari sem hingað kemur hafí verið í breytingum í Þýskalandi. Þær breytingar hafi ekki tekist sem skyldi og hafí togarinn verið frá veiðum. Líkur á fleiri verkefnum Jón Sigurðarson, forstjóri Fiskaf- urða, kvaðst telja að meira yrði um slík verkefni. „Við sjáum um að selja fyrir þá físk og tökum hluta af þeim greiðslum til að borga fyrir þessar breytingar. Ég tel að það verði meira um slík verkefni og ég vona það. íslendingar eru ekki endilega sam- keppnisfærir með verð en þeir hafa mikla reynslu af útgerð og rekstri fískiskipa. Þessi útgerð rekur um 50 skip alls, þar af um 39 stóra tog- ara,“ sagði Jón. Morgunblaðið/Júlfus Frystitogara breytt Rússneski togarinn Bernhard Koenen þar sem hann liggur við Ægisgarð í Reykjavík en breytingar á honum eru þegar hafnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.