Morgunblaðið - 08.01.1993, Side 14

Morgunblaðið - 08.01.1993, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1993 Minning Sigiiður Hagalín leikkona Hugsjónir, agi, þrautseigja, metn- aður fyrir hönd þeirrar miklu list- greinar leiklistarinnar, eðlislæg hlýja, vinfesta og reisn. Allir þessir þættir samtvinnaðir tengjast sterkt minningu Sigríðar Hagalín. Leikfélag Reykjavíkur í Iðnó og síðar Borgarleikhúsinu var vett- vangur Sigríðar Hagalín og þar vann hún minnisverða leiklistarsigra. Öll vinna að listum krefst hugsjóna og fórna með skilningi á að því verki verður aldrei lokið. Þegar við getum nú sest að nægtarborði lista í full- búnu Borgarleikhúsi má það aldrei gleymast að þar liggur að baki löng og viðburðarík saga, saga þess kjarna sem bar upp Leikfélag Reykjavíkur frá því um miðja öldina og þangað til Borgarleikhús var ris- ið. Sigríður Hagalín var í þeim hópi ásamt manni sínum, Guðmundi Páls- syni leikara og framkvæmdastjóra Leikfélags Reykjavíkur, sem varð öllum harmdauði þegar hann lést langt fyrir aldur fram. Auk þess að sinna krefjandi listastarfi á leiksvið- inu á höfuðbólinu í Iðnó efndi Leikfé- lag Reykjavíkur árum saman, með mörgu öðru til miðnætursýninga til að afla fjár í húsbyggingarsjóð fé- lagsins. Sjálfboðavinnan sem þar var unnin um nætur, órofa samstaða og dugnaður lögðu grunninn að þeim stóreignum og afrekum sem við eig- um að njóta í dag. I því starfí sem öðru vann Sigríður Hagalín til heilla. Ailir þakka Sigríði Hagalín glæst- an listaferil með ógleymanlegum stundum á ieiksviði, í útvarpi, sjón- varpi og á kvikmyndatjaldinu. Við vinir drúpum höfði í sárum söknuði. Vigdís Finnbogadóttir. Starfsdagur Sigríðar Hagalín í leikhúsinu er liðinn. Það er erfitt að hugsa sér vinnuna hjá okkur hjá LR án hennar Siggu. Þó að Sigga væri einn okkar reyndasti og virtasti sviðslistamaður þá var hún um leið leitandi og full áhuga á framvindunni og þannig sí- vakandi í allri viðleitni sinni í að þróa leikhúsið í landinu til meiri þroska. Það er stærra efni en svo að kom- ist í nokkrar Iínur hér í blaðinu að rekja hvað Sigríður Hagalín lagði af mörkum sem listamaður. Það mun bíða seinni tíma. En framlag hennar, og þeirra saman, hennar og Guð- mundar Pálssonar til sögu Leikfélgs- ins síðustu áratugina er ómetanlegt. Ég man fyrst eftir Sigríði Hagalín sem prófdómara þegar ég var í Leik- listarskóla Leikfélags Reykjavíkur. Ég minnist hennar þá þegar sem einbeittrar og gerandi strangar kröf- ur. Um leið fundum við krakkamir sem vorum að stíga okkar fyrstu spor hlýjan hug og uppörvandi áhuga á vinnunni okkar. Fyrstu árin mín í leikhúsinu unn- um við Sigga ekki mikið saman. Ég hugsa að það hafí verið út af því að hún var gjarnan í hinum dramatísk- ari og alvarlegri leiksýningum í Iðnó á þessum árum en ég var gjarnan í gamanleikritunum og bamasýning- unum. Það var svo þegar ég skrifaði Saumastofuna með eitt aðalhlutverk- ið ætlað Siggu sem við byrjuðum að vinna mjög náið saman. Þennan vet- ur gerðum við saman „Söguna af dátanum" þar sem Sigga lék Djöf- ulinn og gerði það með einstæðum glæsibrag. Ég man að ég las Sauma- stofuna þegar ég var búinn að skrifa fyrri hlutann fyrir hana Siggu og það vantaði ekki uppörvunina frá þeim bæ. Allt starf Leikfélagsins var svo nátengt heimilislífinu á Framnes- veginum að mér fínnst eins og mikið af þýðingarmeiri umræðu allra ár- anna hafí farið fram við eldhúsborð- ið hjá þeim Gumma og Siggu. Þau hjón voru nefnilega svo óeigingjamir áhugamenn um vöxt og viðgang alls í okkar ágæta félagi að manni fannst gjaman að sálin í Leikfélaginu væri til húsa þama hjá þeim á Framnes- veginum. Það er erfítt að draga fram eitt- hvert eitt einkenni í persónuleikanum þegar um er að ræða jafn náinn vin eins og hana Siggu. En ég held þó að það sem var hvað sérstæðast í fari hennar var jákvæður áhugi hennar fyrir öllu nýju og fersku sem var að gerast í leikhúslífinu. Hvemig hún stóð gjaman við bakið á við- leitni sem leitað ferskra leiða þó svo að ekki væri alltaf sjálfgefíð hvemig til mundi takast. Ahugi hennar á ungum listamönnum og því sem þeir vom að gera. Það átti eftir að ein- kenna Siggu fram á síðustu stundu í hennar starfi. Það var mikil gæfa fyrir Siggu hvað hún vann stóra sigra síðustu árin og ekki var það henni sjálfri síður mikilvægt að standa við hlið Hrafnhildar í hennar glæsilegu byij- un á listabrautinni. Þegar maður kveður góðan vin þá er gott að fínna að maður hefur mikils notið og mikið þegið. Ég votta Kristínu og Hrafnhildi og þeirra fólki mína dýpstu samúð. Kjartan Ragnarsson, formaður Leikfélags Reykjavíkur. Ein mikilhæfasta listakona þjóð- arinnar er fallin frá. Bam að aldri sá ég hana leika fyrst á sviðinu í Iðnó í gamanleiknum um frænku Charleys og í leikritinu um Nóa og syndaflóðið. Hún vakti strax athygli mína fyrir glæsilega sviðsframkomu og heiliandi yfír- bragð. Sjálfur kynntist ég henni svo löngu síðar, fyrír rúmum tuttugu árum, þegar ég þreytti frumraun mína sem leikstjóri hjá Leikfélaginu. Það fór strax vel á með okkur, hún var svo reynd og smekkvís, lipur og samvinnuþýð en sýndi samt listræna festu í hvívetna. Næstu tvo áratugina störfuðum við mikið og oft saman í leikhúsinu. Alltaf' einkenndi hana sama samviskusemin, varfæmin, einbeitingin. Og efinn. Aðal hins sanna listamanns. Sigríður lék fyrst hjá Leikfélagi Reykjavíkur Önnu vinnukonu í Upp- stigningu árið 1945, hún lék þar síð- an nokkur hlutverk en hóf svo leik- listarnám við Leiklistarskóla Þjóð- leikhússins og lauk þaðan prófí 1953. Hún lék í nokkmm sýningum í Þjóð- leikhúsinu en svo lá leiðin aftur niður í Iðnó og það var fyrst og fremst hjá Leikfélagi .Reykjavíkur sem hún átti rúmlega fjögurra áratuga feril sinn sem leikkona, oft við hlið manns síns, Guðmundar Pálssonar, sem lést sviplega fyrir nokkrum árum. AIls lék Sigríður um 80 hlutverk hjá Leik- félaginu, stór og smá og af margvís- legu tagi enda fjölhæf mjög. Frá fyrstu árunum má nefna Pálínu Ægis í Deleríum búbónis, Pollý í Túskildingsóperunni, heilan sæg ungra stúlkna eða glæsikvenna í gamanleikjum eins og Grænu lyft- unni, Tannhvassri tengdamömu, Gesti til miðdegisverðar og Ærsla- draugnum. Meðal fyrstu dramatísku hlutverka hennar var Leni í Föngun- um í Altóna. Síðar komu hlutverk eins og Angustias í Húsi Bemhörðu Alba og skemmtileg hlutverk þar sem henni nýttust bæði dramatísku og kómísku hæfíleikarnir eins og Eleo- nóra í Tangó og Margrét drottning í Yvonne. Sigríður var í hópi þeirra leikara, sem fyrstir voru fastráðnir hjá Leikfélaginu, þegar það var gert að atvinnuleikhúsi árið 1963 og var þar í fararbroddi æ síðan. Hver getur gleymt henni tálgaðri, næstum kræklóttri af örbirgð og eymd sem Ödu Lester í Tobaceo Road, yfírlæti hennar og reisn sem Arkadínu í Máfínum og svo örvilnun hversdagskonunnar Nell í Hitabylgju en fyrir þá túlkun fékk hún Silfur- lampann, viðurkenningu leikgagn- rýnenda árið 1971. Ég get ekki stillt mig um að nefna einnig hlutverk eins og frú Gofan í Plógi og stjörn- um, frú Árland í Atómstöðinni, Ag- nesi í Ótrygg er ögurstundin, Caninu í Volpone, Siggu í Saumastofunni, Kölska í Sögunni af dátanum og Reginu Giddens í Refunum. Á seinni árum sýndi hún fjölhæfni sína í jafn ólíkum hlutverkum og Steinunni í Mararbúð í Sölku Völku með lífsreynsluna rista í veðurbarið en heiðríkt andlitið, hinni sprellfjör- ugu Fonsíu í Rommí þar sem hún fór á kostum á móti Gísla Halldórs- syni eins og reyndar oftar; hún lék heilan sæg af kvenfólki í revíum Leikfélagsins; Iðnó-revíunni, íslend- ingaspjöllum og Skornum skömmt- um og var jafnvíg á þær allar hvort heldur var um að ræða háaldraða ömmu, uppstrílaða forstjórafrú eða unga gengilbeinu í pínupilsi og á hjólaskautum (já, hún renndi sér á hjóiaskautum þvers og kruss um sviðið í Austurbæjarbíói eins og hún hefði aldrei gert annað); hún opnaði okkur óhugnanleg sálarfylgsni ang- istar sem Júlía, móðirin í Brosi úr djúpinu, var veraldarvön efasemdar- kona sem lögfræðingurinn Martha Livingstone í Agnesi, barni Guðs og skóp ógleymanlega mynd af mynd- listarkonunni Helen, sem kaus að lifa lífí einbúans og bjóða fordómum samfélagsins birginn í Veginum til Mekka. Auk ógleymanlegrar samvinnu við Siggu í leikhúsinu, átti ég því láni að fagna að kynnast henni mjög vel sjálfri í einkalífinu hin síðari ár. Vegna starfans fórum við saman til útlanda nokkrum sinnum; hún sem Steinunn í Sölku Völku á alþjóðaleik- listarhátíð í Búlgaríu, sem amman í Brúðarmyndinni til Bandaríkjanna og sem Guðný í Degi vonar á nor- ræna leiklistarhátíð í Helsinki. Á öll- um þessum ferðalögum var sannkall- aður heiður af að vera samvistum við hana, tígulega heimskonu, sem alltaf var óaðfinnanleg til fara en þó svo blátt áfram. Hún var sú sem ætíð sá spaugilegu hliðarnar á hlut- unum fyrst allra og hló manna hæst. Hún var hrókur alls fagnaðar, sann- kölluð veisla í farangrinum. Sigga lá heldur ekki á skoðunum sínum, hafði þor, þrek og úthald til þess að rök- ræða við þá, sem vildu afgreiða hlut- Ég vil þakka þér - þær stundir er við lékum okkur saman í gömlu Iðnó -_í hálfan þriðja áratug. Þakka þér - glettni þína, gáska og prakkaraskap sem ávallt var hlýr - og hláturinn. Þakka þér - einlæga gremju og tár þegar þér mislíkaði eitt- hvað, sem hafði farið úrskeiðis. Þakka þér - ástríðu og skaphita, sem þú gafst persónum þínum - og líka okkur. Þakka þér - fyrir að vinna allt svo vel og vera öðrum fyrir- mynd. Þakka þér stundir, sem við áttum einar - á ferð um landið, - þá töluðu tvær stelpur fram á nótt. Þakka þér - fyrir að fara svo vel með þá gjöf sem þér var gefín - en láta stelpuna ekki gleymast. Þakka þér - hreinlyndi og tryggð. Þakka þér - gjafir síðustu ára sem var nýtt blómaskeið. Þakka þér - myndina fögru af konunni í „Hvannagarðinum" - hlý og hrein var hún loksins komin heim. Þakka Guði - að þú varst og verður. Helga Bachmann. Sigríður í hlutverki sínu í kvikmyndinni Börnum náttúrunnar. ina með einföldum og stundum for- dómafullum viðhorfum. Samt svo blíð og góð. Við urðum nágrannar á síðustu árum og áttum mikil og góð samskipti við þau hjónin. Eftir frá- fall Guðmundar varð vinátta okkar nánari og ófáar ánægjustundirnar áttum við saman, allt fram til þess kvölds er hún varð fyrir áfalli því sem síðar leiddi hana til bana. Það kvöld sat hún hjá okkur hjónum og lék við hvern sinn fíngur, geislaði af orku, lífsvilja og fjöri sem aidrei fyrr og hafði helst áhyggjur af að hafa ekki nóg að starfa. Var þó að leika i Þrúg- um reiðinnar bókstaflega dag hvern. Það voru mikil viðbrigði að heim- sækja hana svo á sjúkrahúsið í fyrsta skipti; að vísu bæði brosti hún og spaugaði en var samt fiutt inn í eig- in heim, fjarlæg og ein. Þegar ég heimsótti hana í síðasta sinn rétt fyrir jólin og spurði hana hvort ég gæti ekki gert eitthvað fyrir hana, aðstoðað hana við eitthvað, sagði hún: Jú, ég þyrfti svo mikið að hringja í hann Gumma. Nú þarf hún ekki lengur síma til að ná sambandi við Gumma, heidur getur rætt við hann á þeim stað þar sem sálirnar sameinast að lokum, fjarri heimsins amstri. Sigríður var ákaflega hrífandi leikkona. Á yngri árum geislaði af henni glæsileikinn, hún var „unga stúlkan" sjálfkjörin. En þegar árin liðu fóru kostir hennar sem skap- gerðarleikkonu að njóta sín betur og betur. Áður voru nefnd nokkur dæmi þar um. Hún gat verið fáguðust allra, sóðalegust slorkerling, íslensk al- þýðukona eða erlend hefðarmær, fjölhæfni hennar óx með aldrinum og hún lauk upp æ fleiri víddum í eigin persónuleika í margbrotinni túlkun sinni á sviðinu. Leikhúsið var henni musteri andans, líka sem vinnustaður; þar skyldu ríkja ákveðin lögmál, starfsfólk sýna listinni virð- ingu, henni blöskraði stundum í seinni tíð virðingarleysi yngstu kyn- slóðarinnar við eldra samstarfsfólk sitt, fortíðina, söguna, listina. Sigríður var ákaflega næmur lista- maður, öguð og samviskusöm, kunni vel að meta fáguð vinnubrögð og hugsaði fyrir minnstu smáatriðum. Hún var einstaklega smekkvís, jafnt í einkah'finu sem á sviði, til hennar var ætíð gott að leita og við hana að ræða varðandi allt sem snerti útlit og yfirbragð sýninga. Það var merkilegt og í raun dálítið óvenjulegt að sjá hvernig hún óx við hvert verk- efni til hinstu stundar, jafnt að visku sem dýpt og það varð æ ánægju- legra að ræðá við hana um leiklist, sýningar, túlkun, útfærslu. Það var ekki tilviljun að yngra fólkið í leik- húsinu laðaðist að henni og gerði hana að trúnaðarvini sínum. Það fann að þar var fyrir listakona sem var heil og sönn í list sinni; örlát og fús að miðla af reynslu sinni, visku og viðhorfum. íslenskt leikhús hefur misst mikið við fráfall Sigríðar Hagalín. Það er þó gleðilegt til þess að hugsa að hún var í raun á hátindi listar sinnar, þegar henni var svipt frá starfí, nýtil- nefnd til æðstu viðurkenninga fyrir kvikmyndaleik sinn, orðin ein af heið- urslistamönnum þjóðarinnar og hafði unnið hvert leikafrekið á fætur öðru á sviðinu síðustu ár. Margar voru þær perlurnar, sem hún skóp á leiksviðinu. Ein þeirra kemur upp í huga mér aftur og aftur þessa síðustu daga. Það er ógleyman- leg túlkun hennar á Bemörðu Alba í sýningu Leikfélags Akureyrar. Þö- gull leikur hennar í lokaatriðinu, eft- ir að yngsta dóttir hennar hefur svipt sig lífí og móðirin stendur fremst á sviðinu, ein — teinrétt, hörkuleg, náföl — og horfir út í salinn, lengi, lengi. í andlitinu opnast hyldýpi sárs- aukans, samviskubitsins, saknaðar- ins og á örfáum augnablikum rennur hjá heil mannsævi og okkur finnst við skilja allt, allt. Að skapa slík augnablik er eingöngu á færi mikil- hæfustu listamanna. Slíkur var Sig- ríður Hagalín. - Blessuð sé minning hennar. Stefán Baldursson. Á meðan við héldum heilög jól, hátíð ljóss og friðar og fögnuðum hækkandi sól, gekk ævisól Sigríðar Hagalín leikkonu til viðar. Á Grens- ásdeild Borgarspítalans hafði hún notið umhyggju og alúðar lækna og hjúkúínarfólks frá því í vor og þar háði hún sitt stríð upp á líf og dauða, en að lokum brast hjarta hennar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.