Morgunblaðið - 13.01.1993, Page 2

Morgunblaðið - 13.01.1993, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1993 Morgnnblaðið/Rúnar Þór Snjómokstur um borð í Skutli Rækjuskipið Skutull ÍS 180 leitaði til Akureyrar í ofviðrinu í vikubyijun og áður en haldið var á ný til veiða í gær þurfti að beija klaka-af skipinu og moka snjó af dekkinu. Töldu lyf- ið prókaín vera kókaín HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur vísaði í gær frá ákæru á hendur tveimur mönnum, 30 og 27 ára, sem gefið hafði verið að sök að hafa lagt á ráðin um fíkniefna- smygl til landsins í ágóðaskyni. Efni það sem mennirnir fengu svo mann til að kaupa fyrir sig erlendis reyndist vera staðdeyfi- Iyfið prókaín en ekki kókaín eins og þeir töldu. Mönnunum var gefið að sök að hafa vorið 1990 fengið mann til að fara fyrir sig til Amsterdam að kaupa kfló af hassi og annað af amfetamíni. Sá hafi farið og tjáð þeim við heimkomu að hann hefði keypt og póstsent 800 grömm af kókaíni. Eftir að sendingin var sótt í póst handtók lögreglan mennina tvo og kom þá í ljós að í pakkanum var ekki kókaín heldur staðdeyfilyf- ið prókaín. Akæruvaldið taldi þetta refsi- verða tilraun til innflutnings fíkni- efna til landsins í ágóðaskjmi og voru mennimir tveir ákærðir þess vegna í desember síðastliðnum en málið kom upp í maímánuði árið 1990. Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í gær málinu frá að kröfu veijenda beggja mannanna. ♦ > ♦---- Þvælingur á íslenskum saltfiski í Hollandi og Frakklandi Gámar SIF skoðaðir á ný Rotterdam. Frá Kristófer Má Kristinssyni fréttaritara Morg-unblaðsins. GÁMAR með saltfiski frá Sölusambandi íslenskra ferskfiskfram- leiðenda, sem skoðaðir voru í Rotterdam í Hollandi á mánudag, voru skoðaðir að nýju í Frakklandi í gær. Að sögn Jóns Friðjóns- sonar lyá SÍF virðist ástæðan sú að innri markaður EB sé í raun ekki orðinn til. Gámar frá SH verða skoðaðir í dag. Sölvi seldur GENGIÐ var endanlega frá kaupum Hraðfrystihúss Grund- arfjarðar hf. á togaranum Sölva Bjarnasyni BA af Útgerðarfé- lagi Bílddælinga hf. á fundi full- trúa fyrirtækjanna seint í gær- kvöldi. í gær fékkst samþykki stærstu veðkröfuhafa og ann- arra kröfuhafa fyrir sölunni, að sögn Marteins Friðrikssonar stjómarformanns HG hf. Marteinn sagði að afsal og önn- ur skjöl um söluna færu til sýslu- mannsins á Patreksfirði í dag enda þyrfi að ganga frá málum við sýslumann svo hægt yrði að forða skipinu frá nauðungaruppboði sem auglýst er klukkan 16 í dag. Hrað- frystihúsið tekur væntanlega við skipinu í Reykjavíkurhöfn síðdegis í dag og hefur sjómönnunum verið boðið að halda skipsrúmi sínu. Gámar SÍF voru skoðaðir í Rott- erdam á mánudag, eftir nokkra bið. Tekin voru sýni úr hveijum gámi, en ekkert athugavert fannst. Þegar gámamir voru komnir á sölustað í Frakklandi í gær var þess krafist, að þeir yrðu skoðaðir að nýju. „Frönsk yfirvöld virðast ekki viðurkenna þessa úttekt hol- lenskra yfirvalda á vöru, sem fer inn í Frakkland. Innri markaðurinn, sem tók gildi um áramótin, virðist því ekki vera alveg virkur, en ég held að um byrjunarörðugleika sé að ræða,“ sagði Jón Friðjónsson hjá SÍF í samtali við Morgunblaðið. Skoðunarmennirnir höfðu ekki vit á fiskmati Miklar tafír urðu á afgreiðslu íslenskra sjávarafurða við toll- og heilbrigðisskoðun í Rotterdam í gær. Gámur hlaðinn ísuðum karfa tafðist í rúmlega íjórar klukku- stundir vegna þess að skoðunar- mennimir höfðu ekki vit á fiskfnati og treystu sér ekki til að taka gáminn út. Sérfræðingar vom kallaðir út og þegar þeir komu á staðinn var innihald gámsins umsvifalaust úrskurðað gæðavara. Það vakti athygli viðstaddra að fiskmatsmennimir vissu hvað var í gámnum áður en hann var opnaður og án þess að sjá fylgiskjölin. Þeir þefuðu í áttina að gámnum og sögðu að í honum væri gæðakarfi frá íslandi. Yfírheilbrigðisnefnd EB kemur saman í dag og er gert ráð fyrir að hún afgreiði samræmd eyðublöð vegna þessa nýja fyrirkomulags landamæraeftirlits. Urðu að skilja „tollinn“ eftir í flugstöðinni ÞEIR flugfarþegar sem ekki komust úr landi frá Leifsstöð í fyrradag vegna óveðurs, og urðu frá að hverfa, fengu ekki að taka með sér það sem þeir höfðu keypt í verslun Fríhafnarinnar, heldur þurftu að skilja það eftir í vörslu tollvarða og starfs- manna Flugleiða. Að sögn Gottskálks Ólafssonar yfirtollvarðar era engin ákvæði í lögum eða reglugerðum sem heim- ila að fólki sé leyft að flytja inn tollfijálsan vaming til landsins við aðstæður sem þessar. Hann sagði að þeir sem hætt hefðu með öllu við utanferð vegna þeirra tafa sem urðu í fyrradag hefðu fengið vör- umar endurgreiddar, en ekki hafi verið endurgreitt ef einhveijar vomur hafi verið á fólki um hvort það mundi fara úr landi næstu daga. Guðmundur Karl Jónsson, fram- kvæmdastjóri Fríhafparinnar, sagði við Morgunblaðið að algeng- ast væri að fólk, sem lenti í því að flug væri fellt niður, teldi best að fá þá hluti sem það hefði keypt geymt hjá tollgæslunni þar til af ferðinni verður. Telji hins vegar einhveijir það ekki henta kveði starfsreglur fyrirtækisins á um að endurgreiða skuli það sem keypt er. Albert hættir 1 vor ALBERT Guðmundsson, sendiherra í París, lætur af embætti í vor, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Hann verður sjö- tugur i október og á þá að hætta samkvæmt reglum um há- marksaldur embættismanna. Þorsteinn Ingólfsson, ráðu- neytisstjóri utanríkisráðuneytis- ins, sagði í gær að búið væri að ganga frá starfslokum Alberts. Hann vildi ekki greina frá því hvemig gengið hefði verið frá málum, það væri einkamál við viðkomandi starfsmann sem ekki ætti erindi í fjölmiðla en tók fram að enginn ágreiningur væri um það. Aðspurður vildi hann ekki staðfesta að Albert hætti 1. apríl, sagði einungis að hann ætti að láta af embætti í október sam- kvæmt reglunum og síðan færi það eftir uppgjöri á orlofsmálum hvenær hann hætti. Albert sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ekki hefði verið samið um nein starfslok við sig. Hann yrði sjötugur í október og lögum samkvæmt ættu menn að hætta þá. Að- spurður hvort hann yrði þá í sendiherraembættinu til þess tíma sagði hann: „Já, það hefur ekki verið samið við mig um eitt eða neitt annað.“ Reynt að kveikja í bíl í Siglufirði Skemmdarverk unnin á sama jeppa í þriðja sinn SNEMMA á þriðjudagsmorgun var reynt að kveikja í jeppa í Siglu- firði, troðið var tusku í stútinn á bensíntanknum og kveikt í, en ekki kviknaði þó í bílnum. Þá var skorið á tvö dekk undir jeppan- 'um og brunablettir voru í sætum en skorið hafði verið í áklæðið og eldur borinn að troðinu sem sviðnaði. t dag Tölvustýröur snjómokstur Starfsemi Vegaeftirlits ríkisins er sífellt að verða tölvuvæddari 18 Utanríkisráðherraefni í vanda Grunur leikur á að Warren Christo- pher utanríkisráðherraefni Banda- ríkjanna hafi logið að bandaríska þinginu fyrir 13 árum 21 HM í hondbolta ú íslandi Markaðsstjóri Ferðamálaráðs for- maður framkvæmdanefndar 43 Leiðarí EES og framtíðin 22 Úr verínu ► Sjósókn hér við land jókst í fyrra - Salan á fískmörkuðunum heima og ytra - Vel gengur að veiða sOd í trollið - Offramboð á sfld i Evrópu. Myndosögur ► Drátthagi blýanturinn - Myndir ungra listamanna - Sér- stæður steinn - Þrautir - Fugla- ger - Fiskur á sundi - Leikhom- ið. Þetta er í þriðja skipti á um það bil mánuði sem skemmdarverk era unnin á jeppanum sem er af gerð- inni Lada og í eigu Matthíasar Jóhannssonar, kaupmanns í Siglu- firði. Lögregla telur að sami maður hafí verið að verki í öll skiptin. Frá því snemma í desember hafa alls átta dekk undir bílnum verið eyðilögð með því að skorið hefur verið á þau. Það má mikil mildi vera að ekki kviknaði í jeppanum í gærmorgun, að mati lögreglu, og hefði tankur- inn einfaldlega getað sprangið í loft upp hefði eldur komist í hann, en jeppinn stóð við hús Matthíasar í fárra metra fjarlægð frá glugga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.