Morgunblaðið - 13.01.1993, Page 4

Morgunblaðið - 13.01.1993, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1993 Ljósmynd ómar Ragnarsson Þakplötur flettust af - Plötur á austurhluta þaks flugskýlisins flettust af í áhlaupinu á mánudag og er hönnungargalla í þakfestingum kennt um, en þakið átti að standast veðurofsa eins og þann sem gerði á mánudag. Á myndinni sést niður um þak skýlisins. VEÐUR Heimild: Veðurstofa íslands (Byggt á xeðufspá kt. 18.1S í gaar) . II-1 II' - II' .1 ■ .1 11,1.1.""," 1.1.,,.. .■y"”. " :Wy,'- ■ ' VEÐURHORFUR I DAG, 13. JANUAR YFIRLÍT: Um 600 km austur af Langanesi er 938 mb lægð, sem þokast austur. Yfir Norður-Grænlandi er 1.012 mb hæð. Afram verðurfrost um allt land, víðast á bilinu 3-8 stig. SPÁ: All hvass eða hvass. Snjókoma eða skafrenningur um norðan- vert landið en mun hægarí og þurrt að mestu syðra. Frost um altt land. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG, FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Fremur hæg norðaustan eða breytileg átt. Smá él við norðausturströndina, annars víðast biart veður. Frost á bilinu 6-18 stig, kaldast inn til landsins. Nýir veðurfregnatímar. 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.46, 16.30, 18.30, 22.30. Svarsími Veðurstofu Islands - Veðurfregnir: 880600. o Heiðskírt / f f r f f f f Rigning Léttskýjað * / * * / / * / Stydda Hálfskýjað * * * * * * * * Snjókoma Skýjað Alskýjað V ^ V Skúrir Slydduél É1 Sunnan, 4 vindstig. Vmdörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil flöður er 2 vindstig^ 10° Hitastig V Súld = Poka •J FÆRÐA VEGUM: (Kf. 17.30 fgær) Faert er um Hellisheiði og Þrengsli, einnig um flesta vegi á Suðurlandi og með suðurströndinni austur á Fáskrúðsfjörð. Þar fyrir austan hefur verið versta veður í dag, og vegir víðast illfærir eða ófærir. Ofært er um Mosfellsheiði. Þá er fært fyrir Hvalfjörð og um aðalvegi í Borgarfirði. Einnig um Heydal og norðanvert Snæfellsnes og um Dalasýslu vestur í Reykhólasveit, en ófært er um Fróðárheiði, Kerlingarskarö, Bröttu- brekku og Laxárdalsheiði. Fært er frá Brjónslæk til Patreksfjarðar og Bíldudals. Á norðanveröum Vestfjörðum er ennþá beðið átekta með dalsheíði er fær. I Eyjafirði og í Þingeyjarsýslum hefur ekki tekist að opna þá vegi sem til stóð að moka, vegna veðurs. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti f síma 91-631500 og í grænni línu 99-6315.Vegagerðin. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavík híti veöur +3 snjókoma +4 alskýjaö 4 Helsinki 1 Kaupmannahöfn S Narssarssuaq Nuuk Osfö 2 Stoklchótmur 2 Þórshöfn 2 haglélás.kist. snjöé) léttskýjaö +16 snjökoma vantar skýjaö tkýjaö slydduéi Aigarve Amsterdam Barceiona Beritn urucago Feneyjar Frankfurt Hamborg London LosAngeies Lúxemborg Madrid Maiaga Mailorca Montreal NewYork Orlando París Madeira Róm Vín Weshington Wirmipeg 18 heiöskírt 6 léttskýjaö 18 heiðskírt 3 fignlng +2 rigningós.kist 6 boka 8 rigning í t. klit 3 stydda á i. kist 5 hálfskýjað S skúrás-kist vantar 5 skúrás. klst. 4 þokumóða 18 heiðlkírt 15 láttskýjað +14 alskýjað vantar vantar 8 skýjað 17 léttskýjað 16 léttskýjað vantar vantar +10 snjókoma Nýja flugskýlið á Keflavíkurflugvelli Hönnunargalli í þakfestingum HÖNNUNARGALLI í þakfesting- um flugskýlisins á Keflavikur- flugvelli varð til þess að þakplöt- ur flettust upp af um helmingi af austurhluta þaksins í tveimur áhlaupum, nú síðast á mánudag. Að sögn Guðmundar Pálssonar, framkvæmdastj óra tæknisviðs Flugleiða, bera kanadískir verk- takar alla ábyrgð á tjóninu. Auk þakskaðans hafa komið í ljós frostskemmdir í brunavama- kerfi. Guðmundur Pálsson sagði að mannvirkið hefði ekki verið afhent og væri þar af leiðandi enn á fram- kvæmdastigi og í höndum verktak- anna. „Við höfum óskað eftir ítar- legum skýringum og greinargerð um hvað gerðist vegna þess að þama varð óhapp í mun minna vindálagi en hönnunarforsendur gerðu ráð fýrir,“ sagði hann. „Hönn- un þakfestinga er greinilega orsaka- valdurinn þama.“ Þá hafa orðið frostskemmdir f eldvamakerfí en þegar þakið gaf sig og kólnaði í byggingunni fraus í leiðslunum sem vegna mistaka átti að vera búið að tappa af. Sendi- nefnd frá kanadíska verktakanum er á leið til landsins að kanna og meta tjónið. Enn er ekki vitað hversu mikil töf verður á afhendingu Morgunblaðið/Bjpm Biöndal Starfsmaður Flugleiða með sprungnar vatnspípur, en þegar kólnaði innan dyra í skýlinu fraus vatn í eldvamakerfi, sem vegna mistaka hafði gleymst að tæma. skýlisins en Flugleiðir mun ekki bera fjarhagslegt tjón vegna skað- ans. Enn mikil viðskipti á Verðbréfaþingi Ávöxtunarkrafan óbreytt TÖLUVERÐ viðskipti voru með eldri spariskírteini rtkissjóðs á Verð- bréfaþingi fslands í gær. Viðskiptin voru þó ekki eins mikil og í fyrradag. Ávöxtunarkrafan breyttist óverulega í gær. Viðskiptin á Verðbréfaþingi í í 7,40%, eða um 0,20%, og fimm gær námu 76 milljónum, þar af ár væru eftir af bréfinu væri hagn- seldust spariskírteini ríkissjóðs fyrir 42 milljónir, að sögn Tómasar Am- ar Kristinssonar, starfsmanns þingsins. Mikil verðbréfaviðskipti fyrstu daga ársins skýrast að hluta af spákaupmennsku, menn kaupa spariskírteini f von um að gengi þeirra hækki næstu daga, eins og fram kom í blaðinu í gær. Aðspurð- ur um það hvemig menn gætu náð sér í hagnað við lækkun ávöxtun- arkröfu (hækkaðs gengis) sagði Tómas Öm að þumalputtareglan væri sú að menn margfölduðu lækk- un ávöxtunarkröfunnar með ára- fjöldanum sem eftir er af endur- greiðslutíma bréfanna. Ef ávöxtun- arkrafan lækkaði til dæmis úr 7,60 aðurinn 1%. Maður sem keypti spariskírteini á eina milljón og ávöxtunarkrafan lækkaði sama dag um 0,20% fengi 10.000 kr. hagnað þann daginn, hvort sem hann seldi bréflð strax daginn eftir eða ætti það áfram. Þá hefur komið fram að menn væra að losa sig við ríkisvíxla þessa dagana. Tómas Öm sagði að með því teldu menn sig væntalega vera að komast hjá tjóni vegna verð- bólgutoppsins í febrúar. Ríkisvíxl- amir era með forvöxtum til skamms tíma og ávöxtun þeirra getur farið niður í ekki neitt ef verðbólgan stíg- ur örar en menn reiknuðu með þeg- ar þeir keyptu víxlana. Kveðst hafa aflífað dýrin KYRKISLANGA, risakónguló og eðlur, sem ungur maður hélt i íbúð sinni i vesturbænum og lögreglan ætlaði að aflífa, höfðu verið fluttar í annað hús, svo lögreglan greip í tómt. Lögreglan gaf eigandanum sól- arhrings frest til að koma með dýrin á lögreglustöðina til deyð- ingar. Eigandinn birtist á lög- reglustöðinni á tilsettum tíma og kvaðst vera búinn að afiífa dýrin, en hræjunum hefði hann kastað í sjóinn. Málinu er þar með lokið af hálfu lögreglunnar. Flensan fer sér hægt Fiensan, sem óttast var að myndi herja á landsmenn, virð- ist fara sér hægt. Að sögn Heim- is Bjamasonar aðstoðarborgar- læknis er fjölgun flensutilfella óveruleg. Hins vegar hafa þijár tegundir kvefpesta verið í umferð samtímis frá því í sumar. Hafa þær reynst mörgum þungar ekki síður en flensa og fólk verið rúmliggjandi þeirra vegna. Gekk af slysstað TALSVERÐAR skemmdir urðu á fólksbifreið sem valt í hálku og fór á toppinn við Njarðarbraut í Keflavík um klukkan ellefu í gærmorgun. Að sögn Iögreglunar í Keflavík virðist ökumaðurinn sem er seytj- án ára gamall drengur hafa ekið nokkuð greitt miðað við aðstæð- ur. Þegar lögregian kom á vett- vang var ökumaðurinn á bak og burt. Hann hafði fengið far með öðmm vegfarenda og komið sér sjálfur á heilsugæslustöðina. Ókumaðurinn reyndist ómeiddur en bifreiðjn er mikið skemmd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.