Morgunblaðið - 13.01.1993, Síða 15

Morgunblaðið - 13.01.1993, Síða 15
V MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1993 15 Katta á milli í Griótaþorpinu Undan skilningstrjenu Egil Egilsson Við mennskir segjum ketti hafa níu líf. Værir þú, lesandi minn, köttur, kæmistu að því að kettir hafa aðeins eitt líf og verða eins og við að nota það út í æsar til kattamenntunar og þroska. Þess vegna eru vinir mínir, kettirnir í Grjótaþorpinu, sínotandi allar stundir til mals, til skoðunar um- hverfísins, til athugunar veiði- möguleika á störum. Þeir hafa með sér ákveðna virðingaröð, og fátt eykur virðingu meðal katta eins og að veiða stara. Sá köttur sem veiðir stara er æðra settur og ræð- ur stærra svæði en aðrir kettir. Því dvelur sá köttur lengi við átið, uns hann verður bitinn fló. Það er sönnun veiðihyggju og kattlegs fláttskapar að bera flóabit. Einnig sannast þær dyggðir sem helst mega prýða einn kött af tættum eyrum, sama hreystimerki og and- litsör er skylmingamanninum. Þannig er þetta almennt meðal katta. En kettirnir í Gijótaþorpi eru þó nokkuð rómantískir fegurð- arhyggjumenn. En enginn veit af því, vegna þess að eigendur þeirra skortir einmitt þá sömu eiginleika, og þeir sjá þá ekki hjá köttum sín- um. Fegurðarskyn kattanna er annað en okkar hinna að því leyti að þeim finnst t.d. blóm ekki fal- leg. Blóm merkja í þeirra ríki ekki annað en kattasalerni eða felustað fyrir rómantík, og sem slík eru þau nytsamleg. Ketti þykir ber mold og gijót fallegast. Kettir hafa líka kímnigáfu. Þeir mjálma um okkur mennina að við höfum níu líf eða meira, líkt og við segjum um þá. Því til staðfestingar taldist ketti nágranna mlns til að lögfræðingur nokkur hér í bænum hefði a.m.k fjórtán líf. „Ég sá það,“ sagði hann við köttinn í þarnæsta húsi. „Hvernig veistu,“ sagði kisi í þarnæsta. „Jú, þessi lögfræðingur lá dauð- ur í þarnæstu götu þrettán nætur í fyrrasumar. Hann reis alltaf upp hvern morgun, og virtist ákveðinn í að byija nýtt líf hvern morgun sem hann reis upp.“ „Lögfræðingar eru og verða lög- fræðingar. Hver trúir þeim,“ sagði kisi í þamæsta. Hann var ekki talinn sérlega greindur meðal katta. „Það er ekki lögfræðingurinn sem á að trúa, heldur ég með mín augu,“ sagði nágrannakötturinn. Þetta skildi ekki kisi í þarnæsta. „Hann hefur þá að minnsta kosti þrettán líf,“ sagði hann hugsi. „Fjórtán,“ sagði hinn rökvísi köttur nágrannans niður til hins. (Hann sat uppi á gijótvegg, en hinn undir, eins og var við hæfí.) „Þrettán,“ sagði sá undir, því að naeðal katta líkt og meðal manna fer þráinn saman við heimskuna. „Þrettán dauðum fylgja fjótán líf,“ sagði köttur nágrannans. „Lögfræðingurinn er að lifa núna sínu fjórtánda.“ „Þú ferð með fleipur," sagði kisi í þarnæsta. „Þrettán dauðdagar. Þrettán líf. Punktur og basta. Ég 6. U-ftlÉfe- 31* ^aULJ--- Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 67 48 44 stend við það og legg mitt eina líf að veði fyrir það.“ Með það voru þeir komnir í katt- arhár saman, líkt og um hylli bleyðunnar í þar-þarnæsta húsi væri að tefla. Orgin vöktu yfirrit- aðan, því að þetta var um nótt rétt hjá húsi hans, þar sem skiln- ingstijeð stendur. Hár og sneplar úr eyram flugu um. En kötturinn í þarnæsta var sterkur á katta- vísu,. Eftir smábardaga varð visk- an og rökhyggjan að lúta í lægra haldi fyrir grófgerðum styrk heimskunnar. Jafnt þótt þessi lög- fræðihgur gengi á þeirri stundu um bæinn og hið rétta væri að þrettán dauðdögum hans í fyrra- sumar hér í Gijótaþorpi fylgdu fjórtán líf. Hið fáa sem líkt er með lífí mannheima og kattheima er, að þar sigrar styrkur heimskunnar oftast sannleikann, réttlætið og rökhyggjuna. Nágrannakisi var hrakinn burt frá vegg sínum og frá málstað sínum, blóðugur og rifinn. „Og ég sem hef bara eitt líf. Ég verð að nota það vel. Ég get ekki sóað því áfram í fáfengi- lega hluti eins og að beijast fyrir sannleikanum — og tapa. Ég er hættur að beijast fyrir sannleikan- um. Úr því að mér var bara gefið eitt líf, en ekki fjórtán (eða þrett- án, það má einu gilda) ætla ég mér að nota mér þá kænsku sem mér var gefin svo ríkulega í kas- sagjöf til að koma mér áfram á kostnað annarra katta.“ Hann þefaði óvin sinn uppi og sagði: „Þú hefur rétt fyrir þér. Hann er á sínu þrettánda. Fram- vegis skulum við vinna saman. Þegar við erum sammála skalt þú taka allar ákvarðanir, sen þegar við erum ósammála, skal ég ráða. Þetta er jafnrétti." Því játaði heimski kötturinn. Eftir það hafa þeir unnið saman að kattamálum. Þeim hefur orðið vel ágengt. TIL SOLU Hótel Akranes, Bárugötu 15, Akranesi, er til sölu, bæði húseign og rekstur. Um er að ræða húseign ca 750 ferm. að stærð. Á 1. hæð er dans- og veitingasalur, ölkrá og pizza skyndibitastaður, ásamt 12 herbergjum á efri hæð. Til greina kemur að selja reksturinn sér. Allar upplýsingar gefur: Fyrirtœkjasala Fyrirtœkjaþjónusta Baldur Brjánsson framkvstj. Ilaínarstnrti 20, 4. h,ró. sími 620080 v \ —7j r'Ír^' f\°,d ' fi f ^ * r” T^W^TTTT^f-XTT^TTTTT Breytingar á reglum um kílómetragjald og ökutækjastyrk Sönnun akstursþarfar - akstursdagbók Þeir launþegar sem hyggjast í fram- tali 1994 gera kröfu um að fá kostnað dreginn frá ökutækjastyrk og/eða kílómetragjaldi sem þeir fá greitt á árinu 1993 þurfa frá byrjun þess árs að sanna akstursþörf með því að færa akstursdagbók eða aksturs- skýrslu. í akstursdagbók eða akstursskýrslu skal skráð hver ferð í þágu launa- greiðanda, dagsetning, ekin vega- lengd, aksturserindi, nafn og kenni- tala launamanns og skráningar- númer ökutækis. Skal færa þessi gögn reglulega og skulu þau vera aðgengileg skattyfirvöldum þegar þau óska þess. Krafa um útfyllingu akstursdagbókar eða akstursskýrslu vegna sönnunar á akstri í þágu launagreiðanda er óháð því hvort launþegi fær fastan RSK RÍKISSKATTSTJÓRI ökutækjastyrk eða fær greitt sam- kvæmt framlögðum akstursreikn- ingi. Frádráttarbær kostnaður Tll þess að fá kostnað á móti öku- tækjastyrk frádreginn við álagningu 1994 þurfa launamenn að skila með framtali sínu eyðublaði RSK 3.04, nefnt ökutækjastyrkur og ökutækja- rekstur, og gera þar grein fyrir sannanlegum kostnaði við rekstur ökutækisins. Gildir þetta um alla, hvort sem greiddur er fastur öku- tækjastyrkur eða kílómetragjald. Samkvæmt þessu verða allir þeir sem fá greidda ökutækjastyrki eða kílómetragjald að halda saman öllum upplýsingum um kostnað vegna reksturs ökutækisins, svo sem bensín, viðgerðir, tryggingar, hjólbarða o.s.frv. Varðandi nánari upplýsingar er vísað til skattmats ríkisskattstjóra í staðgreiðslu samkvæmt auglýsingu RSKnr. 3/1993. vír TUvt V /'>■ ■J,.í7 LZ. AWl' \ f i tíhlxfi HVÍTA HOSIÐ / SÍA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.