Morgunblaðið - 13.01.1993, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 13.01.1993, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1993 félk í fréttum Flugfloti þeirra feðga. FEÐGAR Fimm úr sömu fjölskyldu í fluginu Það er áreiðanlega ekki algengt að fimm manns í sömu fjöl- skyldunni hafi flugpróf og flug sem sitt aðaláhugamál. Þannig er því þó háttað með þá feðgana Óskar Sigutjónsson og syni hans fjóra. Þeir hafa allir flugpróf og eiga fjór- ar flugvélar samtals, tvær þeirra eru í einkaeign en hinar eiga þeir í félagi við aðra. Þeir feðgar eru frá Hvolsvelli en Óskar er sá eini þeirra sem býr þar í dag og því geta þeir notað flugvélarnar til að hittast á miðri leið en segja má að að þeir búi við alla suðurströndina frá Höfn og allt til Reykjavíkur. Þegar Oskar var inntur eftir þessum mikla áhuga á flugi hvað hann þetta vera þeirra „hesta- mennsku". „Ég tók mitt einkaflug- Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Myndin er tekin þegar þeir feðgar hittust allir í Vík í Mýrdal á flug- vélunum sínum. F.v. Halldór, Óskar yngri, Ómar, Óskar eldri og Garðar. ' ■ ■ ■ ■ Óskar Sigurjóns við flugvélina sína. COSPER COjPtR - Þú hefðir nú getað keypt raunverulegan ramma. mannspróf þegar ég var 57 ára og hef því flogið í 10 ár. Ómar hefur atvinnuflugmannspróf en hinir einkaflugmannspróf. Óskar, yngsti sonur minn, er sá eini af okkur sem hefur atvinnu tengda fluginu en hann er flugumferðarstjóri. Halldór er skólastjóri í Vík en við, Garðar og Ómar, vinnum allir hjá Austur- leið,“ sagði Óskar en hann er reyndar aðaleigandi Austurleiðar og á auk sonanna fjögurra Ijórar dætur. Hann var spurður að því hvort þeir notuðu flugvélamar eitt- hvað við vinnuna. Hann kvað svo ekki vera en reyndar flygi hann mikið inn í Þórsmörk á sumrin þar sem Austurleið er með tvo skála og þar hafa þeir komið upp flug- velli. Annars kvað Óskar þetta vera mest gert ánægjunnar vegna. Þeir flygju aðallega milli Reykjavíkur, Hellu, Víkur og Hornafjarðar en einnig flygju þeir til Akureyrar og Egilsstaða. Eina hindrunin í því að hægt væri að fljúga lengri leiðir væri að veðrið hér á landi. Það væri sjaldnast það sama í öllum landshlutum. „Svo er þetta orðið ansi dýrt sport og hefur því dregið úr einkaflugi. Allur kostnaður hef- ur hækkað svo mikið, bæði skatt- ar, skoðanir, eldsneyti og trygging- ar og svo eru vélamar sjálfar orðn- ar dýrari en áður var.“ Óskar, sem er orðinn 67 ára, var að lokum spurður að því hversu lengi hann ætli að halda áram að fljúga. „Ég má fljúga svo lengi sem ég hef heilsu til.“ OSAMSTAÐA Leggur furstinn strangar línur? Það hefur vakið nokkra at- hygli meðal þeirra sem fylgjast með högum tiginbor- inna í gamla heiminum og nýja, að eigi virðist allt vera með felldu meðal furstafólksins í dvergríkinu Mónakó. Yngsta bam Rainiers fursta, Stefanía, átti til að mynda sitt fyrsta bam fyrir skömmu, en enginn af hennar nánustu ættingjum var hins vegar til staðar til að sam- gleðjast. Þvert á móti fóm Raini- er og eldri bömin Karólína og Albert í veiðitúr til Frakklands, brytjuðu þar niður akurhænur og villisvín á meðan bamsfaðir Stefaníu og flölskylda hans sáu um að veita prinsessunni stuðn- ing á þessum tímamótum í lífi sínu. Bamsfaðirinn er franskur flsksali að nafni Daniel Ducra- et. Hann er fyrram lífvörður Stefaníu, en þau era ekki gift og kann það að hafa áhrif á viðbrögð fjölskyldunnar. Stefan- ía hefur oft gert karli föður sín- um skráveifur með villtu lífemi sínu. Fjöllyndi í karlamálum, nær algert klæðaleysi á sólar- ströndum og sundlaugarbör(m- )um og áfengisþol á nætur- klúbbum hafa verið kennileiti Stefaníu, en þó hefur hún þótt stillast nokkuð í seinni tíð. Mis- lukkaður poppsöngsferill og sviplegur dauðdagi eiginmanns Karólínu á sínum tíma hafa leik- ið þar stórar rallur, en Stefanía þótti sýna á sér nýjar hliðar í gríðarlegri sorg Karólínu. Stóð hún þétt við hlið systur sinnar er mest var þörfín og því skýtur nú skökku við að það sé ekki endurgoldið í sömu mynt. Tíminn hefur að mestu grætt sár Karólínu og telja menn ástæðuna fyrir því að hún fór ekki að hlið systur sinnar vera þá að Rainier hafi lagt strangar línur. Hann hefur ekki dregið dul á að Ducraet er ekki maður að hans skapi. Karólína leiðir harðsnúinn flokk veiðikvenna. SKAUTAR Hin nýju Torwill og Dean komin fram? Ijós hvað raunveralega býr í þessum krökkum," segir Callaway. Fyrsti maður til að hringja í Callaway og óska henni til hamingju með árangurinn á breska meistaramótinu var Christopher Dean. „Við höfum enn reglulega samband," seg- ir Callaway. Betty Callaway heitir kon- an sem stóð að baki skautaparsins Torwill og Dean sem urðu §órfaldir heimsmeistarar og Olympíu- meistarar á sínum tíma og urðu síðan víðfrægir skemmti- kraftar með skautasýningum sínum. Er Torwill og Dean létu af keppni í íþróttinni dró Callaway sig í hlé og svipaðist um eftir nýjum lærlingum. Nú er hún komin fram á sjón- arsviðið á ný með skautaparið Justin Langing og Mariku Humphreys sem era 19 og 15 ára gömul. Fyrir skömmu urðu þau langyngsta skautap- arið sem verður breskur meistari í skautadansi. „Ég leitaði vel og lengi, en fann ekkert par sem ég hafði sérstaka trú á fyrr en ég hna- ut um þau Lanning og Hump- hreys. Það er enn of snemmt að geta sér til um hvort að þau hafi burði til að ná Torw- ill og Dean að getu. Þau era enn mjög ung, en þau era afar efnileg og vinna vel sam- an. Sérstaklega hef ég hrifist af getu Mariku. En það er eitt að hafa burði til að gera Hin nýju Torwill og Dean? en á innfelldu myndinni er Betty Callaway.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.