Morgunblaðið - 13.01.1993, Page 42

Morgunblaðið - 13.01.1993, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1993 Helgi Björg- vinsson í Fram HANDKNATTLEIKUR íslenskt kvöld hjáEssen ^FUSEM Essen leikur síðari ■ leikinn í Evrópukeppninni gegn Val á laugardaginn. Þýska liðið kemur til landsins á fostu- daginn, leikur á laugardaginn og um kvöldið halda þeir mikla veislu fyrir leikmenn sína og stuðnings- menn, en hingað kemur 130 manna hópur stuðningsmanna. „Þeir hjá Essen höfðu samband og báðu mig um að útvega ís- lenskan mat fyrir 150 manns og sal þar sem fólkið gæti komið saman í, hljómsveit sem leikur þjóðlög og einhveija sem gætu sýnt þjóðdansa. Þeir ætla að hafa íslenskt kvöld,“ sagði Alfreð Gíslason við Morgunblaðið í gær. Alfreð lék um árabil með Essen og brást skjótt við. „Ég snéri mér auðvitað til KR-ingsins Jóhannesar Stefáns- sonar og hann ætiar að sjá um matinn og salinn. Það er verið að vinna f því að fá þjóðdansahljóm- sveit og dansara. Þó svo þetta verði íslenskt kvöld þá ætlum við ekki að vera með þorramat," sagði Alfreð. SKIÐI Marc Girardelli vann 40. sigur sinn í heims- bikarkeppninni ÚRSLIT Skíði Toyota-mót SR Karlar 50 ára og eldri: mín. Matthías Sveinsson, SR............11.52 Sveinn Kristinsson, SR............14.07 Karlar 35 - 49 ára: ValurValsson, Hrönn................9.38 Trausti Sveinbjömsson, Hrönn......12.03 Karlar 20 - 34 ára: Heimir Hansson, ísafirði...........9,27 Óskar Jakobsson, SR...............10,20 19 ára og yngri: ÓlafurTraustason, Hrönn...........13,02 Konur 40 ára og eldri (1 km): Jóhanna Sveinsdóttir...............9,35 Konur 20 ára og yngri: Guðný Hansen, Ármanni..............7,28 Heimsbikarinn St. Anton, Austurríki: ■ Risasvig karla: Marc Girardelli (Lúxemborg).....1:28.53 Jan EinarThorsen (Noregi)......1:28.82 Guenther Mader (Austurríki)....1:29.07 Atle Skaardal (Noregi)..........1:29.36 • Marco Hangl (Sviss)............1:29.52 Luigi Colturi (Italíu).........1:29.65 Adrien Duvillard (Frakkl.).....1:29.76 Luc Alphand (Frakkl.)..........1:29.79 Rainer Salzgeber (Austurríki)..1:29.82 Stefan Eberharter (Austurriki).1:29.95 Staðan stig 1. Girardelli....................713 2. Alberto Tomba (Italíu)........472 3. Aamodt (Noregi)................449 4. Heinzer.......................336 5. Jan Einar Thorsen (Noregi)....329 Körfuknattleikur 1. deild karla: Reynir - Þór.....................100:97 • BLeikurinn fór fram í Njarðvík á sunnu- dagskvöld vegna þess að rafmagnslaust var í Sandgerði. Mo Toomer var stigahæstur Reynismanna með 51 stig, en Bjöm Sveins- son var stigahæstur Þórsara með 31 stig. NBA-deildin Leikir á mánudag: Detroit - San Antonio.... 91:109 Dallas - Charlotte.......113:132 Handknattleikur 2. deild karla: Ármann - HKN...............18:23 Ikvöld > Handknattleikur 1. deild karla: Vestm.: ÍBV - Selfoss........kl. 20 Valsheimili: Valur-HK........kl. 20 Strandgata: Haukar-Þór.......kl. 20 Garðabær: Stjaman-FH.........kl. 20 Víkin: Víkingur-Fram.........kl. 20 KA-húsið: KA-ÍR............kl. 20.30 1. deiid kvenna: Víkin: Víkingur-Valur........kl. 18 2. deild karla: Digranes: UBK-Ögri...........kl. 20 Körfuknattleikur Úrvalsdeild Keflavik: ÍBK - Tindastóll...kl. 20 iLeikurinn átti að vera annað kvöld skv. mótaskrá, en Sauðkrækingar fengu honum flýtt um einn dag. Þeir léku í Njarðvík í fyrrakvöld og hættu við að aka norður í gær vegna veðurs. Helgi Björgvinsson, vamarmað- ur í Víkingi, skrifaði í gær- kvöldi undir félagaskipti yfír í Fram. Helgi hefur verið í herbúðum Víkings þijú síðustu keppnistímabil og varð meðal annars íslandsmeist- ari með félaginu í hitteðfyrra, en áður var hann hjá Fram. Þó félag- skiptin hafí enn ekki verið undirrit- uð af Víkingi, var í gærkvöldi ekki talið annað að það yrði gert orða- laust, þar sem helgi er ekki samn- ingsbundinn félaginu. Marc Girardelli, Austurríkis- maðurinn sem keppir fyrir Lúxemborg, jók enn forskot sitt í heimsbikarnum er hann sigraði í risasvigi i St. Anton í Austurríki í gær. Þetta var fjórði heimsbikarsig- ur hans á tímabilinu og 40. frá upphafí. Hann er nú búinn að jafna Pirmin Zrbriggen, sem sigraði á 40 heimsbikarmótum síðasta ára- tug. Girardelli á hins vegar langan veg í að slá met Ingemars Sten- marks, sem sigraði alls á 86 heims- bikarmótum á ferlinum og það met á sjálfsagt eftir að standa um ókom- in ár. Girardelli fagnar sigrum sínum alltaf eins og það sé hans fyrsti. „Auðvitað eru það alltaf ákveðin tímamót að sigra og því ber að fagna, en ég vona að þetta hafí ekki verið í síðasta skipti sem ég sigra. Það er frábært að vera kom- inn í svona góða æfíngu strax í janúar," sagði Girardelli. Norðamaðurinn Jan Einar Thors- en varð annar í gær, 0,29 sek. á eftir Girardelli. Giinther Mader, sem varð þriðji í bruninu í Garmisch á sunnudag, varð aftur þriðji í gær. Girardelli hefur nú 241 stigs for- skot á ítalann Alberto Tomba í heildarstigakeppninni. I HvöM kl. 20.001 Asgarði GarOabæ SJOVAarTALMENNAR BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS GARÐABÆ GOLF Úlfar og Karen best Morgunblaðið/Óskar Sæmundsson Bestu kylflngarnir. Úlfar Jónsson og Karen Sævarsdóttir eru bestu kylfing- ar landsins. A milli þeirra er Birgir Leifur Hafsteinsson sá efnilegasti. KYLFINGAR í Félagi meistara- flokkskylfinga á íslandi (FMÍ) héldu lokahóf sitt um helgina og þar kusu kylfingar bestu kylfinga ársins og þann efnileg- asta. ÆT Ufar Jónsson úr Keili var kjörinn besti kylfíngurinn í karlaflokki og Karen Sævarsdóttir úr GS í kvennaflokki. Þau tvö voru einnig stigahæstu einstaklingarnir eftir sumarið. Efnilegasti kylfíngur ársins var kjörinn Birgir Leifur Hafsteins- son frá Golfklúbbnum Leyni á Akra- nesi, hlaut 97% atkvæða. Júlíusarbikarinn, sem er veittur í minningu Júlíusar Júlíusarsonar úr Keili, fékk Guðmundur Sveinbjöms- son úr Keili fyrir lægsta meðalskor úr mótum sumarsins. Hann lék á 75,88 höggum að meðaltali en Sig- urður Hafsteinsson úr GR varð annar með 76,57 högg. Þeir tveir skám sig nokkuð úr. Stjóm FMÍ verðlaunuðu „björtustu framtíðina" og er það Þor- kell Snorri Sigurðsson úr GR en hann lék á 76,16 höggum að meðaltali í * sumar. Sigurður Hafsteinsson í GR er „beinasti kylfingur" landsins því hann sigraði í keppninni um að hafa bolt- ann á braut eftir upphafshögg. Bolti Sigurðar var á braut í 74,1% tilfella og er þetta fjórða árið sem Sigurður er með beinustu höggin. Stelpumar em hins vegar beinni, „enda slá þær ekki eins langt“, eins og Ragnar Ólafsson formaður FMÍ orðaði það. Þórdís Geirsdóttir úr Keili hitti braut- ina í 75,6% tilfella og sigraði. Úlfar Jónsson var oftast á „regul- ation“ eða í 61,3% tilvika og hann fékk einnig flesta fugla í sumar, 2,66 að meðaltali á hring. Sveinn Sigur- bergsson úr Keili skaust hins vegar upp fyrir Úlfar f púttunum, notaði 29,4 pútt að meðaltali á hring en Úlfar 29,5._ Ragnar Ólafsson var kjörinn besti félaginn úr hópi karlanna en Rang- hildur Sigurðardóttir úr hópi kvenna. Þau em bæði í GR. Kylfingar veittu einnig verðlaun fyrir ýmislegt annað en „góðan“ árangur og var Anna Jódís Sigurbergsdóttir úr Keili til dæmis útnefnd „Hriðjuverkameist- ari“ en hún fékk 11 sprengjur á tíu hringjum í sumar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.