Morgunblaðið - 27.01.1993, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JANUAR 1993
17
Borgararéttindi í
Eystrasaltsríkjunum
eftir Arnór
Hannibalsson
Það virðist vera að mönnum
gangi erfiðlega að átta sig á því
hvernig hin nýstofnuðu lýðveldi í
Eystrasaltslöndum halda á mann-
réttinda- og borgararéttindamál-
um. Menn reka augun í það, að
þar býr fjöldi manns sem hefur
ekki kosningarétt. Hvernig má
þetta vera? Hvað segja Sameinuðu
þjóðirnar? Það verður að leiðrétta
óréttlætið!
Raddir sem þessar hafa heyrst
á íslandi og ummæli á þennan veg
verið prentuð í íslenzkum blöðum.
Það hefur verið athyglisvert að
virða fyrir sér orðalagið, því að það
minnir á það sem sjá má í Moskvu-
blaðinu Dénj, málgagni rússneskra
þjóðrembusinna. Félagshyggjufólk
heldur áfram að sækja línuna til
Moskvu!
Ný þjóðríki
Taka má Eistland sem dæmi,
því að borgararéttarlög eru svipuð
í öllum lýðveldunum þremur. Menn
verða að hafa það fyrst og fremst
í huga að það voru Eistar sem
börðust áratugum saman fyrir
sjálfstæði Eistlands og að þeir
hafa nú sigrað í þeirri baráttu.
Þetta virðist vera ljóst og einfalt,
en vefst þó fyrir mönnum. Þetta
þýðir það að hið nýja lýðveldi í
Eistlandi er ríki þeirra, sem telja
sig til hinnar eistnesku þjóðar. Og
þetta er meira að segja síðasta
örvæntingarfulla tilraunin til að
bjarga þessu þjóðerni frá því að
vera þurrkuð út. Af þessu leiðir,
að þau lög hafa verið sett í Eist-
landi, að þeir einir fá sjálfkrafa
borgararétt, sem telja sig Eista og
kunna eitthvað í tungumáli þeirra.
Um aðra gildir sú regla að þeir
Það er ekki nema von að verslanir
haldi áfram að flytja inn „vond“
tölvuborð þegar stór fyrirtæki
kaupa þau ár eftir ár.
Hönnun og einhæfni
Þótt ýmislegt hafi áunnist í
vinnuverndarmálum við hönnun
búnaðar og verkfæra er margt enn-
þá óleyst. Það er nauðsynlegt að
hönnuðir og heilbrigðisstéttir vinni
meira saman þegar nýir vinnustaðir
eru hannaðir. Það er alvarlegt mál
þear tæknin er orðin svo flott að
hún stjórnar starfsfólkinu sem fær
stöðugt einhæfari verkefni. Það
hefur verið vitað í mörg ár að ein-
hæf störf eru óæskileg og jafnvel
skaðleg heilsu fólks. Þrátt fyrir
þetta eru margir hönnuðir ennþá
að hanna vélar og búnað þar sem
tæknin gerir starfið takmarkað,
einhæft og leiðigjarnt fyrir starfs-
fólkið. Einnig eru dæmi þess að
tæknin sé það fullkomin að hægt
sé að fylgjast með afköstum hvers
og eins með ófyrirsjáanlegum af-
leiðingum fyrir starfsfólkið.
Einhæf störf eru þreytandi, valda
leiða og geta verið skaðleg heilsu
fólks.
Fjölbreytni þar sem reynir hæfi-
lega mikið á einstaklingana andlega
og líkamlega er æskilegasta vinnu-
aðstaðan. Til þess að svo verði þarf
víðtækt samstarf ýmissa aðila t.d.
hönnuða, heilbrigðisstétta, starfs-
fólks og atvinnurekenda þegar er
verið að hanna nýja vinnustaði eða
gera viðamiklar endurbætur. Það
hefur verið mörgum atvinnurekend-
um dýrt spaug að hafa ekki haft
samráð við starfsfólk sitt áður en
farið var í breytingar.
Höfundur er sjúkraþjálfari Iijá
Vinnueftirliti ríkisins.
þurfa að hafa búið í landinu í tvö
ár og að geta sýnt fram á kunn-
áttu í eistnesku.
Nú búa 1,4 milljónir manna í
Eistlandi. Af þeim eru 600.000 af
öðru þjóðerni, aðallega Rússar.
Mjög margir þessara manna hafa
valið eistneskt þjóðerni og hafa
stutt Eista í sjálfstæðisbaráttu
þeirra. Aðrir fúisa við eistnesku
vegabréfi. Þeir vilja þó fá að búa
áfram í landinu upp á sömu býti
og áður: Að tala sína rússnesku
og hafa sitt sovézka vegabréf. En
nú eru aðstæður breyttar. Það eru
engin Sovétríki til. í stað þeirra
er nú Rússland handan austur-
landamæra Eistlands. Rússneskt
fólk getur valið að flytja yfir landa-
mærin. En þar er fátækt og upp-
lausn og ekki svosem að neinu að
hverfa þar. Hvernig á hið nýstofn-
aða ríki Eista að taka á þessu
vandamáli? Einfaldast væri að láta
allt þetta fólk fá eistneskt vega-
bréf skilyrðislaust. En hvað um þá,
sem vilja ekki taka við slíku vega-
bréfi? Væri það þá virðing við
mannréttindi að troða því upp á
fólkið? Þá yrðu stórletraðar fyrir-
sagnir í heimsblöðunum: Lög-
reglukúgun í Eistlandi! Önnur að-
ferð væri sú, að leggja hið ný-
fengna frelsi niður og lýsa Eistland
að vera hérað í Rússlandi. Myndi
fólk á Vesturlöndum taka því fagn-
andi?
Skilyrði fyrir ríkisborgararétti
Öll ríki setja skilyrði frá því,
hvernig erlendir ríkisborgarar fá
ríkisborgararétt. Hér á landi er nú
miðað við þá höfuðreglu, að útlend-
ingur hafi búið á íslandi í tíu ár,
áður en hann getur fengið ríkis-
borgararétt. Allan þann tíma hefur
hann hvorki kosningarétt né kjör-
gengi í landinu (nema um það gildi
sérstakir milliríkj asamningar).
Þetta er talið sjálfsagt í öllum sið-
menntuðum löndum.
Vandamálið í Eistlandi er það,
að með sjálfstæðisyfirlýsingu Eista
varð margt fólk, sem býr á land-
svæði lýðveldisins að hálfgerðum
landleysingjum. Eistlendingar
bjuggu ekki til þetta vandamál. í
byijun síðari heimsstyijaldar voru
tugir þúsunda Eista fluttir nauðug-
ir til Síberíu. Andstæðingar sovét-
stjórnarinnar voru drepnir mis-
kunnarlaust. Hernámsyfirvöld
Þjóðveija murkuðu lífið úr þeim,
sem höfðu þjónað sovétstjórninni.
Og að lokinni styijöldinni hóf
sovétstjórnin aftur nauðungar-
flutninga og fjöldamorð. Þeir sem
héldu áfram bardaganum fyrir
sjálfstæði höfðust við í skógunum.
Þeirri baráttu lauk ekki fyrr en
eftir 1950.
Sovétstjórnin stofnaði fyrirtæki
á landi Eista. Mörg þeirra unnu
úr hráefni, sem flutt var inn frá
Rússlandi og vörurnar voru svo
fluttar aftur sömu leið til baka. I
þessum verksmiðjum unnu Rússar.
Þeir þurftu ekki að kunna eist-
nesku, né heldur að taka neitt mið
af þeirri þjóð, sem þarna bjó fyrir.
Tilgangur sovétstjórnarinnar var
að eyða smám saman eistneskri
tungu og eistnesku þjóðerni. Bann-
að var að halda eistneskar hefðir
í heiðri, nema fullvíst þætti, að þær
stönguðust ekki á við hugmynda-
fræði kommúnistaflokksins og
sovétstjórnarinnar.
Hvert var markmið sjálfstæðis-
baráttu Eista? Að endurreisa ríki,
sem ræktaði sögulegar hefðir,
tungumál og siðu Eista sjálfra.
Þeir geta ekki sætt sig við að hið
nýfijálsa ríki sé ríki tveggja þjóða
í sama landinu. Þeir hljóta að fara
fram á við fólk af öðrum þjóðernum
búandi í Iandinu, að það lýsi holl-
ustu sinni við eistneska ríkið um
leið og það fær eistneskt vegabréf.
Setjum sem svo, að árið 1918
hefði Reykjavík verið hálfdönsk.
Öll helztu blöð hefðu verið á
dönsku. Útgáfufyrirtæki létu það
ganga fyrir að birta bækur á
dönsku. Víða um landið væru fyrir-
tæki, sem væru rekin algerlega á
dönsku. Hvernig hefðu íslendingar
tekið á því máli? Hefðu þeir að
unnum sigri í sjálfstæðisbaráttunni
lýst því yfir að þeim væri ekki
meir en svo annt um íslenzkt þjóð-
erni, að landið mætti svosem alveg
eins vera (hálfjdanskt? Til hvers
hefði þá verið barizt?
í reyndinni var það svo, að Dan-
ir, búsettir hér, höfðu jafnan borg-
ararétt á Islandi skv. sambands-
lagasáttmálanum, en gátu síðan
valið hvort heldur þeir vildu dansk-
an eða íslenzkan borgararétt.
Þetta var ekki vandamál hér,
vegna þess hversu fáir Danir voru
hér á landi. Ef þeir hefðu nálgast
að vera helmingur íbúanna hefði
málið verið vandameira úrlausnar.
Það sem léttir undir með Eistum
í þessu máli er, að stór hluti Rússa,
sem búa í landinu, stendur með
Eistum og taka fúsir við eistnesku
vegabréfi, enda uppfyllir megin-
þorri þeirra þau skilyrði sem sett
eru. Sumir hafa tekið pjönkur sín-
ar og yfirgefið landið. Æðsta ráð
Rússlands lýsti því yfir í marz
1992, að Rússar í öðrum fyrrver-
andi lýðveldum Sovétríkjanna
fengju rússneskan borgararétt
með því að sækja um hann. I júní
1992 höfðu þó aðeins 10.000 Eist-
landsrússar sótt um rússneskan
borgararétt til sendiráðs Rússlands
í Tallinn. Þeir sem taka við slíku
vegabréfi viðurkenna þar með að
þeir séu útlendingar í þessum lýð-
veldum. Þeir geta þá ekki farið
fram á að njóta þar borgaralegra
réttinda svo sem kosningaréttar
og kjörgengis. En þeir myndu þá
njóta þessara réttinda í Rússlandi.
Það er því ljóst, að meginþorri
þeirra Rússa, sem þegar búa í Eist-
landi, vilja halda áfram að eiga
þar heima. Vandamálið er hvernig
gera má þeim til hæfis, þótt þeir
neiti að taka við borgararéttindum
þar í landi. Það er misskilningur
að halda að þeir hafi verið sviptir
borgararétti. Það er því alveg út
í hött að bera þetta saman við það
sem yrði, ef Finnland svipti sæn-
skumælandi Finna ríkisborgara-
rétti. Sovézkur ríkisborgararéttur
féll niður, þegar Sovétríkin hættu
að vera til. Spurningin er um það,
hvernig menn öðlast ríkisborgara-
rétt í hinum nýju ríkjum, sem tóku
við af Sovétríkjunum.
íhlutun?
Af hálfu rússneskra stjórnvalda
hefur verið látin í ljós sú skoðun,
að þeim sé skylt að líta eftir hags-
munum þessara landa sinna og
meðan þeir njóti ekki almennra
mannréttinda sé erfitt að flytja
Arnór Hannibalsson
„Það sem skiptir höfuð-
máli er að lýðræðislegir
stjórnarhættir eflist í
Rússlandi. Ef svo verð-
ur, þá verður það æ
minna vandamál að
færa sig yfir landa-
mæri, svo sem er t.d. á
Norðurlöndum. Þá
minnka líkur á íhlutun
og árekstrum.“
allan herafla Rauða hersins frá
Eistlandi.
Vissulega er það skiljanlegt, að
rússneska ríkisstjórnin telji sér
skylt að líta eftir hagsmunum fólks
af rússnesku þjóðerni í fyrrverandi
lýðveldum Sovétríkjanna. En það
er erfitt að réttlæta íhlutun í mál-
efni Eystrasaltsríkja á þeim
grunni, að verið sé að bijóta mann-
réttindi á Rússum þar. Það er ekki
verið að reka þá úr landi né þjarma
að þeim á nokkurn hátt. Þeir hafa
kosið að búa í landinu sem útlend-
ingar. En ekki er útilokað að ein-
mitt þessar hótanir eigi sinn þátt
í því, að Rússar hafa ákveðið að
bíða átekta.
Það sem hér hefur verið sagt
um Eistland á einnig við um Lett-
land. En í Lettlandi er málið enn
erfiðara viðfangs, vegna þess að
Lettar eru um það bil að verða
minnihluti í eigin landi. Það mun
því taka langan tíma unz Lettar
hafa náð undirtökum í menningar-
og atvinnulífi eigin lands. Rússsar
í Lettlandi skilja mætavel ástæð-
urnar fyrir borgararéttarlögunum,
enda þótt þeir flýti sér ekkert að
sækja um að verða lettneskir borg-
arar.
Rússar sem búa í Eistlandi og
Lettlandi voru flestir fluttir þangað
til að taka að sér störf í stað lands-
manna sem voru annaðhvort flutt-
ir nauðugir úr landi eða drepnir.
Nú skulum við segja sem svo, að
Stalín hefði verið enn stórtækari
við að drepa Eista og Letta og flutt
enn fleiri til Síberíu, svo að Rússar
hefðu náð yfirhöndinni í báðum
löndunum. Hefðu þá Eistar og
Lettar misst allan lagalegan rétt
til að beijast fyrir sjálfstæði sinná
ríkja? Öðlast innrásarlið borgara-
leg réttindi við það að innlima með
hervaldi þessi ríki sem hér um
ræðir? Ríkisstjórn Svíþjóðar játaði
því, en flest ríki á Vesturlöndum
neituðu að viðurkenna þetta með
því að neita að viðurkenna innli-
mun Eystrasaltsríkja í Sovétríkin.
Með því er verið að viðurkenna að
þessar þjóðir hafi rétt til að stofna
og styrkja eigin fullvalda þjóðríki.
En þá eru einnig aðrir möguleikar
útilokaðir, þ.e. að fólk af öðru þjóð-
erni geti krafizt sama réttar.
í Litháen er nokkuð öðru máli
að gegna. Þar eru um 80% íbúanna
í landinu Litháar. Hið eina sem þar
veldur nokkurri misklíð er staða
pólska minnihlutans í landinu.
Höfuðborg Litháens, Vilnius, var
öldum saman pólsk. Eftir fyrri
heimsstyijöldina var Vilnius og
Vilniushérað innlimað í Pólland.
Þetta gátu Litháar ekki sætt sig
við. Öll millistríðsárin voru landa-
mærin milli ríkjanna harðlokuð og
engin samskipti milli þeirra. Það
var sovétstjórnin sem sameinaði
Vilnius og Litháen árið 1940.
Pólveijar í Litháen vilja njóta
menningarlegs sjálfstæðis í þeim
héruðum sem þeir búa; hafa skóla
á pólsku, fá að gefa út blöð og
bækur á því máli o.s.frv. Hingað
til hefur ríkisstjórn hins nýfijálsa
Litháens verið treg til að verða við
þessuin óskum. En enginn vafi er
á að í þessu máli næst samkomu-
lag.
Þann 1. desember 1992 höfðu
verið gefin út rétt rúmlega 400
þús. litháísk vegabréf, þ.e. rúmlega
tíundi hluti þjóðarinnar hafði feng-
ið ný vegabréf. Það mun því líða
nokkur tími þar til allir borgarar
lýðveldisins hafa fengið ný vega-
bréf.
Þau ríki, sem nú er verið að
stofna á rústum Sovétríkjanna,
urðu að byija uppbygginguna frá
algeru núlli. Þau þurfa tíma til að
átta sig á því, hvaða lög þarf að
setja og hvernig þau lög eiga að
vera, til að semja og setja stjórnar-
skrár, til að koma af stað stjórn-
málalífi eins og það tíðkast í lýð-
ræðisríkjum. Það sem skiptir
höfuðmáli er að lýðræðislegir
stjórnarhættir eflist í Rússlandi.
Ef svo verður, þá verður það æ
minna vandamál að færa sig yfir
landamæri, svo sem er t.d. á Norð-
urlöndum. Þá minnka líkur á íhlut-
un og árekstrum. Rússar í Eystra-
saltslöndum hafa, held ég, meiri
áhyggjur af verðbólgu og atvinnu-
leysi heldur en af réttindaleysi.
Þeir þurfa tíma til að átta sig á
því, hvað kosningaréttur og önnur
borgararéttindi þýða fyrir þá eftir
að hafa alla sína ævi búið við al-
ræði og skrípakosningar.
Þjóðernismál eru erfið viðfangs.
Þrátt fyrir þau vandamál, sem upp
hafa komið í Eystrasaltslöndum,
hafa þó engir bardagar blossað
upp. Menn hafa reynt að leysa
málin með sanngirni. Það þarf tíma
til að greiða úr þeim flækjum og
leysa þá hnúta sem sovétvaldið
hnýtti á 50 ára valdaskeiði í þess-
um löndum.
Höfundur er prófessor.
FELAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA
OG HAGFRÆÐINGA
Gæðastjórnun í íslenskum fyrirtækjum
- breytt hlutverk stjórnenda
Morgunverðarfundur Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga
fimmtudaginn 28. janúar nk. kl. 8.00-9.30 á Hótel Holiday Inn.
Mörg íslensk fyrirtæki í ýmsum atvinnugreinum hafa þegar náð
athyglisverðum árangri með aðferðum gæðastjórnunar. Þrátt fyrir
það hefur hugtakið gæðastjórnun verið þokukennt í hugum margra.
Magnús Pálsson, viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri verkefnisins
Þjóðarsókn í gæðamálum, fjallar um gæðastjórnun með tilliti til
íslenskra aðstæðna og breytt hlutverk stjórnenda og miðstjórnenda.
Félagar í FVH og aðrir áhugamenn um umræðuefnið
eru hvattir til að mæta.
TÆKIFÆRI 0KKAR TÍMA