Morgunblaðið - 29.01.1993, Qupperneq 10
ió
MÓRGlÍNBLiÁÐIÐ FÖSTIJDAGUR 29. JÁNÚAR 1993
Afmælisár og ljóð vik-
unnar í Norræna húsinu
Á ÞESSU ári er aldarfjórðungur liðinn frá því að Norræna húsið
hóf starfsemi sína og verður þess minnst með margvíslegum hætti
á afmælisárinu. Norræna húsið var opnað 24. ágúst 1968 og hefur
fyrir löngu sannað gildi sitt fyrir norræna samvinnu og sem menn-
ingarmiðstöð í Reykjavík, þar sem í boði er fjölbreytt dagskrá og
sýningar allt árið um kring. Bókasafn hússins og kaffistofa laða
einnig til sín gesti á öllum aldri,
Eitt af þeim atriðum sem verður
á dagskrá á afmælisárinu er ljóð
vikunnar eftir norrænt ljóðskáld
og verður ljóðið birt á sérstakri
Jazztónleik-
ar í Djúpinu
TRÍÓ Ómars Einarssonar leikur
í kvöld, föstudaginn 29. janúar,
í Djúpinu, Hafnarstræti 15.
Tríóið skipa Ómar Einarsson,
gítar, Gunnar Hrafnsson, bassa
og Alfreð Alfreðsson á trommur.
Þeir félagar munu bjóða upp á
fjölbreytta dagskrá m.a. lög eftir
A.C. Jobim, Miles Davis, Louis
Bonfa, Johnny Mande og fl.
Tónleikarnir hefjast, stundvís-
lega kl. 21.30.
jafnt innlenda sem erlenda.
töflu í anddyri Norræna hússins.
Síðastliðinn laugardag, 23. janúar,
var þetta gert í fyrsta skipti. For-
seti íslands, frú Vigdís Finnboga-
dóttir, var beðin um að velja fyrsta
ljóð vikunnar og varð fyrir valinu
Ijóð Snorra Hjartarsonar, Land
þjóð og tunga, úr ljóðabókinni Á
Gnitaheiði sem kom út 1952.
Kristján Franklín Magnús leikari
las ljóðið fyrir áheyrendur.
Næsta ljóð vikunnar velur Mar-
ía Petersen, sem hefur nýlega tek-
ið við embætti forsætisráðherra
Færeyja, en hún var áður mennta-
málaráðherra. Síðan velja ýmsir
gestir Norræna hússins ljóð vik-
unnar og ætlunin er að þeir sem
verða í sviðsljósinu hér heima og
erlendis velji norrænt ljóð vikunn-
ar og verður það eins og fyrr seg-
ir birt á töflu í anddyri Norræna
hússins.
(Fréttatilkynning)
Ljóð Munchs á geisladiski
LJÓÐSKÁLDIÐ Edvard Munch
er ekki eins þekkt og listmálar-
inn. Munch samdi þó texta við
margar mynda sinna og nýlega
var gefinn út í Noregi geisla-
diskur með söngvum eins og
Ópinu, Afbrýðisemi, Veika barn-
inu og Jómfrúnni.
Menningarverkstæði kirkjunnar
í Osló (Kirkelig kulturverksted)
gefur geisladiskinn út. Á honum
syngur Kari Bremnes fimmtán lög
eftir Ketil Björnstad við texta
Munchs. Úr fjötrum (Lösrivelse)
heitir diskurinn og segja þeir sem
heyrt hafa að hann sé hraður og
dramatískur, viðfangsefnin eins og
við megi búast af
Munch; dauði, ást
og kvíði.
Söngkonan
Kari Bremnes
segist hafa nálg-
ast Ijóðin með
mikilli virðingu,
þó ekki meiri en
svo að hún breyti
textunum sums staðar, syngi til
dæmis „hann“ í stað „ég“ til að
réttlæta að kona fari með þá. Höf-
undur tonlistarinnar, Ketil Björn-
stad, leikur sjálfur á hljóðgervil á
diskinum en fjórir aðrir listamenn
leika á gítar, trommur, slagverk
og bassagítar.
Munch
Tríó Reykjavíkur.
Schumann og Tsjajkovskíj á tón-
leikum Kammermúsíkklúbbsins
Tríó Reykjavíkur
leikur á sunnudag
TRÍÓ Reykjavíkur leikur verk eftir Schumann og Tsjajkovskíj
á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins í Bústaðakirkju annað
kvöld. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30.
Róbert Schumann samdi Tríó-
ið númer 1 í d-moll ópus 63
árið 1847. Þau Klara kona hans
og börn bjuggu þá í Dresden
þar sem Schumann vann við
kór- og hljómsveitarstjórn.
Klara var þekktur píanóleikari
og spilaði mikið af kammermús-
ík á þessum árum með bræðrum
sínum sem léku á fiðlu og selló.
Tríó Róberts var samið fyrir þau
systkin og frumflutt á afmælis-
degi Klöru 13. september 1847.
Pjotr Tsjajkovskíj samdi Tríó
í a-moll ópus 50 veturinn 1881
til 1882 í minningu náins vinar
síns, Nicolais Rubensteins sem
var þekktur píanóleikari og
skólastjóri tónlistarskólans í
Moskvu. Hann lést í mars 1881
og var verkið frumflutt ári síð-
ar. Hlutur píanósins skiptir afar
miklu í verkinu, framan af er
það djúphugsuð og melódísk
elegía eða sorgarljóð en síðan
stef og tilbrigði sem endur-
spegla minningar tónskáldsins
um píanóleikarann.
Tónleikarnir á sunnudags-
kvöld eru þriðju tónleikar Kam-
mermúsíkklúbbsins þetta starfs-
ár. Tríó Reykjavíkur skipa
Guðný Guðmundsdóttir fiðlu-
leikari, Gunnar Kvaran sellóleik-
ari og Halldór Haraldsson píanó-
leikari.
Þ.Þ.
„í heiðgulum söng“
Bókmenntir
Kristján Kristjánsson
Brosið í augum fuglanna.
Jón frá Pálmholti.
66 bls. Goðorð 1992.
Þetta er tíunda ljóðabók Jóns
frá Pálmholti og hefur sem undir-
titil „Ljóð 1989-1992“. Síðast
sendi Jón frá sér frumsamda ljóða-
bók árið 1987, „Teigahverfin“, en
1991 birti hann safn þýðinga á
ljóðum eftir kúrdíska skáldið Gor-
an.
Brosið í augum fuglanna er
nokkuð efnismikil bók, 50 ljóð sem
Jón skiptir í fímm hluta. Fyrsti
hluti bókarinnar heitir „í morgun-
bláma“ og þar hefst söngur sem
hljómar í ýmsum tilbrigðum bók-
ina á enda:
í heiðgulum söng frá horfnum dögum
heyri ég hvíslað
dimmbláum tóni tregafullt og heitt
töfrandi ljóðum sem vefa
sögu af gleymdum draumi í gullinn ilm
á gráum andvana morgni.
Ég hverf í þennan söng og sef þar kyrr.
(í gulum söng, bls. 8.)
Vegferð mannsins og hlutskipti
hans í „gráum“ heimi er Jóni hug-
leikið yrkisefni. Þegar veröldin
verður ógnvekjandi er gjarnan lagt
upp í draumför á vit náttúrunnar
þar sem „vængjað blóm í huganum
syngur“, (bls. 11). Ort er um blóm
og söng og flug og gætir róman-
tískra viðhorfa í vegsömun náttúr-
unnar sem er persónugerð í sí-
fellu. Náttúran er líka á einn eða
annan hátt uppspretta myndmáls
og líkinga flestra ljóðanna sem eru
mörg óræð og full af persónuleg-
um og algildum táknum.
Annar hlutinn samanstendur af
sjö prósaljóðum sem öll lýsa ein-
hvers konar ferð. I fyrsta ljóðinu
er ljóðmælandinn staddur í ein-
hvers konar ferð. í fyrsta ljóðinu
er ljóðmælandinn staddur í fjöru,
í því næsta er hann á ferð um
bláan dal, og í þriðja ljóðinu liggur
leiðin yfír fjall. Fjórða prósaljóðið
heitir „Kveðja" og þótti mér það
forvitnilegast. Þar situr ljóðmæ-
landinn við „mosagræna lind“ og
hugsar til baka þegar hann þijátíu
árum áður veiddi silung í þessari
sömu lind og gaf honum líf. „Og
silungurinn vakir enn“, og ljóðmæ-
landinn furðar sig á því að lífið
hafí gengið sinn vanagang þó að
hann hafí verið víðs fjarri. Niður-
staðan er tregablandin: „Ég horf-
ist í augu við sjálfan mig í lind-
inni og veit að ég á ekki eftir að
koma hér aftur“ (bls. 22).
Þriðji hlutinn heitir „Víðáttur"
og sá fjórði „Tíminn hefur marg-
víslegan lit“. Ljóðin í þessum
tveimur hlutum eru dálítið sundur-
leit og náði þessi lesandi ekki góðu
sambandi við þau. Sem fyrr er
margt sótt í náttúruna en einnig
eru vangaveltur um tíma og sögu,
drauma og þrár. Og hér er margt
sem hlustar og syngur og hlær,
„og draumarnir fljúga af stað/ um
dynskógaheiði lífsins." (bls. 34).
Alltaf eru þó línur og erindi sem
vekja áhuga, t.d. upphafserindi
ljóðsins „í kvöldskugga": „Knappt
skal vera form kvöldskuggans/
kveðandin friðsöm og leikið af
fingrum fram/ þartil rökkurheim-
urinn opnast“ (bls. 45).
Síðasti hlutinn nefnist „Silfruð
næturvötn“ og hefst á ljóði um
þá ferð sem flestir kvíða. Kvæðið
nefnist „Við landamærin" og lýkur
á þessu erindi:
Ég fer varlega gegnum dagana,
þekki varla sporin heimleiðis.
Og framundan þessi undarlega nótt.
Þessi undarlega nótt við landamærin.
Jón yrkir „heimsósómakvæði“ í
þessum hluta og dregur upp dökka
mynd af nútímanum og framtíð
mannkyns. Hann vísar meðal ann-
ars til pólitískra atburða og finnst
lítið þoka í frelsisátt fyrir þjóðir
heimsins, sbr. „Enn hefur orðið
frelsi þrönga merkingu“ (bls. 65).
Vonleysi og feigðar gætir í síðustu
ljóðum bókarinnar, jafnvel bitur-
leika.
Stíll bókarinnar í heild er frekar
upphafínn. Jón er ekki feiminn við
að nota „sterk" orð, og þegar hann
gætir ekki hófs, sem stundum
gerist, verða ljóðin þunglamaleg
og frasakennd. Honum hættir til
að ofnota orð sem hafa mjög víð-
tæka merkingu, orð eins og til
dæmis „eilífð“ og „djúp“ og parar
Jón frá Pálmholti
þau jafnvel saman svo úr verður
óljóst og nánast merkingarlaust
málskrúð eins og: „í djúpi eilífðar-
innar“ (bls. 15). Eins hættir hon-
um til að byggja ákveðnar per-
sónugervingar upp á nákvæmlega
sama hátt og nota aftur og aftur
svo þær glata fljótt áhfifamætti
sínum. Má sem dæmi nefna hvern-
ig hann lætur ólík fyrirbæri nátt-
úrunnar „syngja“ í hveiju ljóðinu
á fætur öðru.
Jón sækir töluvert til hefðarinn-
ar í ytri búning ljóðanna, notar
gjarna stuðla og höfuðstaf, og
hrynjandin er regluleg. Söngurinn
sem þannig hljómar í mörgum
erindum verður oft áheyrilegri en
þegar beinlínis er ort um söng.
Sjónþing í
Gallerí 11
Laugardaginn 30. janúar kl.
17.00 opnar í Gallerí 11 „Sjón-
þing“ eftir Bjarna H. Þórarinsson
sjónháttafræðing. Yfirskrift
þingsins er „Áfangi á leið til Vís-
iakademíu." Sjónþing stendur
yfir til 11. febrúar.
Á sjónþingi kynnir og sýnir Bjami
H. Þórarinsson ýmsar nýjungar í
myndlist og heimspeki, segir í
fréttatilkynningu frá Gallerí 11. Má
þar nefna „vísíólist, nýja stefnu og
stíl, ásamt Bendu-heimspeki. Fersk-
asta nýjungin sem verður burðarás
þingsins verður ný grein, „vísi-
myndafræði." er spannar raunsvið
sjónháttarfræðinnar. Samhliða
henni kemur fram í dagsljósið nýj-
ungin „vísimyndrit.““ Við opnun
þingsins les listamaðurinn stefnuyf-
irlýsingu Bendu-heimspekinnar.
---------»-♦ ♦----
Nýlistasafnið
Þór Vigfús-
son og Birg-
ir Andrésson
Þór Vigfússon og Birgir Andrés-
son, myndlistarmenn, opna sýn-
ingu á verkum sínum í Nýlistar-
safninu við Vatnsstíg laugardag-
inn 30. janúar. Sýningarnar
standa til 14. febrúar.
Á efri hæðum safnsins sýnir Þór
Vigfússon þrívíð verk á gólfi og á
veggjum. Hér er um að ræða hug-
myndir og útfærslur á tæmingu
forma og lita. Að þessum hlutum
hefur Þór unnið á undanförnum
árum. Birgir Andrésson sýnir á
fyrstu hæð safnsins útfærslur á þvi
er hann nefnir „lestur," og er einn
þáttur af mörgum undir samheiti
hugmynda og verka hans sem kall-
ast „nálægð," og fást við nálgæð
eigin veruleika, arfleifðar og menn-
ingar. „Lestur" fjallar um ýmsar
hugmyndir og ályktanir um mögu-
leika í formum, táknum og letri til
að auka skilning á því víðfeðma
fyrirbæri er við köllum „að lesa.“
(Fréttatilkynning)
---------» ♦ »----
Sýningn Reyn-
is að ljúka
SÝNINGU á verkum Reynis Sig-
urðssonar myndlistarmanns í
Gallerí Fold lýkur á laugardag-
inn. Hann kallar sýninguna
Landslag Reynis og hefur unnið
allar myndirnar þar í olíu og
acryl.
Reynir útskrifaðist úr Myndlista-
og handíðaskólanum fyrir þrettán
árum og starfaði eftir það í Noregi
um skeið, en er nú búsettur í Kefla-
vík. Allar myndirnar í Fold við Aust-
urstræti 3 eru til sölu, galleríið er
opið frá 11-18 virka daga en 11-16
á laugardögum.
----» ♦ ♦----
Skottís á Kjar-
valsstöðum
NÚ ER Skottís, skosk-islenska
menningarhátíðin í fullum gangi
og hver viðburðurinn rekur ann-
an. Á Kjarvalsstöðum hefur sýn-
ing á verkum eftir Ian Hamilton
Finlay sem opnuð var 9. janúar
sl. fengið mikla aðsókn enda eru
þar til sýnis verk eftir einn
fremsta samtímalistamann Bret-
landseyja í dag, segir í frétt frá
Kjarvalsstöðum.
Þar segir einnig að áhugafólk um
garðrækt og skipulag ætti ekki að
láta sýninguna framhjá sér fara því
á sýningunni séu meðal annarra
nýstárleg verk sem vekja spurning-
ar um eðli og tilgang garðræktar,
verk sem höfundurinn kallar tillögur
að garðskipulagi og einnig önnur
verk er varpa ljósi á hlutverk garðs-
ins í samfélaginu.