Morgunblaðið - 29.01.1993, Síða 11
MQRGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGtJR 2$, J/tNDAR 1993
!1
Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1993
- Færeyjar, Grænland, Samaland
Unglingar í Ekvador
Bókmenntir
Dagný Kristjánsdóttir
Gunnar Hoydal heimsótti ísland í
fyrra á færeysku bókadögunum i
Norræna húsinu. Hann hefur skrifað
smásögur og ljóð, m.a. fyrir systur
sína Anniku Hoydal sem hefur fyrir
löngu sungið sig inn í hjörtu vísna-
vina á öllum Norðurlöndunum.
Undir suðurstjörnum (Undir suð-
urstjomum, 1991) er fyrsta skáldsaga
Gunnars Hoydal (1941) og hún er
lögð fram til bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs af hálfu Færeyinga.
Rannsóknarleiðangur
í bókinni Undir suðurstjörnum
segir frá færeyskum systkinum,
tveimur bræðrum og systur þeirra,
sem fara í ferðalag frá Færeyj-
um/Danmörku til Bólivíu og Ekva-
dor. Þau ólust upp í litlum bæ við
ströndina í Ekvador, faðir þeirra var
forstjóri þróunarverkefnis í fisk-
vinnslu þar á vegum Sameinuðu þjóð-
anna um árabil. í Ekvador liggja
þannig rætur þessara systkina, dýr-
mæt og átakamikil bernsku- og ungl-
ingsár þar sem þau hafa lært svo
mikið af því sem mótar líf þeirra
þaðan í frá. Ferðin er þannig þrung-
in af eftirsjá en hún breytist í upp-
gjör sem verður æ flóknara og sárs-
aukafyllra. Systkinin mega í raun
þakka fyrir að sleppa lifandi frá
ævintýrinu.
Göngur og réttir
Undir suðurstjörnum er ekki ein-
föld bók, frásögn hennar hefur mörg
merkingarsvið og spennandi. Hið
sama gildir um stíl bókarinnar sem
er myndríkur og fjörugur. Systkinin
leggja af stað frá Evrópu til S-Amer-
íku frá flugvellinum í Frankfurt-am-
Gunnar Hoydal.
Main. Hann er risastór með rúllustig-
um og rennibrautum og fólkið
streymir í allar áttir undir eftirliti
og stjórn öryggisvarðanna. í texta
Gunnars Hoydal ummyndast það sem
hann sér í færeyskar göngur og rétt-
ir, rollunum er smalað saman og þær
síðan reknar til og frá þar til hópur-
inn er samankominn. Þar eru þær
mórauðu skildar frá þeim hvítu, þær
hvítu fá afgreiðslu strax, þær mó-
rauðu eru hraktar svolítið fyrst til
að öruggt sé að þær lendi hjá réttum
eiganda.
Full fluga
Grænlendingar leggja fram ljóða-
bókina „Full fluga og önnur ljóð“
(Niviugak Aalakoortoq Allallu, 1988)
eftir Mariane Petersen (1937). Ljóð
Mariane eru alþýðleg og fjalla um
hversdagslífið, sorgir og gleði og
félagsleg vandamál fólks sem henni
þykir vænt um. Hún elskar líka nátt-
úru Grænlands, víðátturnar, hafið
og fuglana og yrkir um þau. Mörg
af ljóðunum slá á létta strengi. Ljóð-
in eru skrifuð á einföldu máli, spar-
lega farið með myndmál en aftur á
móti er bókin myndskreytt með
gamanteikningum sem eru ekki allar
jafn góðar.
Frá Sömum kemur líka ljóðabók,
Skjólgata (Vindlos sti) eftir Synnove
Persen. Þetta er ákaflega falleg bók,
ljóðin eru svo knöpp að þau eru skor-
in niður í eins fá orð og hægt er að
komast af með, sum eru þrjú orð.
Sama sparsemi ríkir í tjáningu vatns-
litamyndanna -sem skreyta bókina;
þar er eitt lauf, brot af regnboga,
biðukolla o.s.frv. Smekkvísi og fágun
þessa Ijóðmyndaverks minnir á bók
Guðrúnar Svövu sem kom út fyrir
nokkrum árum.
Að lokum...
Bækurnar sam lagðar eru fram
til bókmenntaverðlauna Norður-
landaráðs hveiju sinni eru valdar af
kostgæfni af fólkinu sem situr í dóm-
nefndinni, aðal- og varamönnum.
Þetta eru þær bækur sem nefndar-
menn telja bestu bækur ársins í
hveiju landi. Flestar eru þær frábær-
ar og gera þann sem les að ríkari
manneskju. Það er hægt að nálgast
þessar bækur í Norræna húsinu þar
sem þær eru til útláns og í Bókabúð
Máls og menningar þar sem þær eru
til sölu.
Nefndin sem ákvarðar hver fær
bókmenntaverðlaun Norðurlanda-
ráðs í ár kemur saman í Stokkhólmi
á mánudag og niðurstaða hennar
verður tilkynnt þriðjudaginn 2. febr-
úar. íslensku bækurnar sem tilnefnd-
ar voru í ár eru Svanurinn eftir Guð-
berg Bergsson og Nú eru aðrir tímar
eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur. ís-
lensku fulltrúarnir í nefndinni eru
Sigurður A. Magnússon og Dagný
Kristjánsdóttir, varamaður er Þórður
Helgason.
Úr Brúðuheimilinu
Leikhúsið Þíbilja
sýnir Brúðuheimilið
Leikhúsið Þíbilja frumsýnir Brúðuheimili eftir Henrik Ibsen í
Tjarnarbíói, föstudaginn 29. janúar. Þýðinguna gerði Sveinn Ein-
arsson, leikstjóri er Asa Hlín Svavarsdóttir, Guðrún Sigríður Har-
aldsdóttir hannar leikmynd og búninga, Sylvía von Kospoth aðstoð-
aði við hreyfingar, Guðrún Þorvarðardóttir annast hárgreiðslu
og förðun en lýsing er í höndum Árna Baldvinssonar.
Brúðuheimili er fjórða verkefni og verða heill í samskiptum sínum
Þíbilju frá stofnun þess. Með við sjálfan sig, aðra og samfélagið
helstu hlutverk fara Rósa Guðný sem við lifum í.
Þórsdóttir, Eggert Þorleifsson,
Kjartan Bjargmundsson, Inga
Hildur Haraldsdóttir, Ari Matthí-
asson og Ingrid Jónsdóttir.
Brúðuheimili telst til þekktari
verka Ibsen og öndvegisverka
meðal leikbókmennta. Leikurinn
gerist á heimili Helmers-hjónanna
á seinni hluta 19. aldar og greinir
frá uppgjöri sem á sér stað í hjóna-
bandi þeirra. í fréttatilkynningu
frá Þibilju segir, að jafnframt
vakni spurningar um frelsi, ábyrgð
og hamingju, og hvaða fórnir verði
að færa til að öðlast þessa hluti
MYRKIR
MÚSÍKDAGAR
Föstudagur 29. janúar
Djasstónleikar tenórsaxófón-
leikarans Tommy Smith og
Djasskvartetts Reykjavíkur á
kaffihúsinu Sóloni íslandus
heíjast klukkan 21.00. Kvart-
ettinn skipa Sigurður
Flosason, Eyþór Gunnarsson,
Tómas R. Einarsson og Einar
Scheving.
• UTSALAN ER I FULLUM GANGI.
• ALLT AÐ 70 % AFSLÁTTUR
• 20% STAÐGR.AFSLÁTTUR AF SÓFUM
• METRAVARA Á HÁLFVIRÐI
• KYNNINGARVERÐ Á NÝJUM VÖRUM
OPIÐ „__________________
lAUGARDAG
30.
KL. ÍO-IA
hab itat
LAUGAVEGI 13 SIMI 91 -625870