Morgunblaðið - 29.01.1993, Page 13

Morgunblaðið - 29.01.1993, Page 13
Lækknn á lyfjakostnaði Allar Norðurlandaþjóðirnar hafa gripið til sambærilegra aðgerða til að lækka lyfjakostnað — Árangurinn hefur orðið mestur á íslandi Greiöslur Tryggingastofnunar miöaö viö gengi 1991 eftir Sighvat Björg- vinsson Verulegar breytingar hafa verið gerðar í lyfjamálum á síðustu miss- erum í því skyni að reyna að draga úr mjög ört vaxandi kostnaði þjóð- félagsins. Meðal ráðstafana sem gripið hefur verið til, eru þessar: 1. Fastagjald fyrir lyf var hækkað umtalsvert og lyf flutt á milli greiðsluflokka, m.a. þannig að fjölgað var lyijum í þeim greiðsluflokki þar sem sjúkling- ar greiða lyf alfarið sjálfir. (Um mitt ár 1991). 2. Teknar voru upp hlutfalls- greiðslur sjúklinga í stað fasta- gjalds. Einnig var tekin upp sú regla að við útfyllingu lyfseðils skuli læknir taka fram hvort hann heimili afgreiðslu ódýr- asta samheitalyfs og er lyfja- verslun þá skylt að afgreiða ódýrasta samheitalyf. Jafn- framt voru teknir upp fjölnota- lyfseðlar. (í ágúst 1992). 3. Hlutfallsleg greiðsluþátttaka sjúklinga vegna lyfjakaupa aukin, ákveðin tiltekin lág- marksgreiðsluþátttaka fyrir lyf auk þess sem fjölgað er nokkuð lyfjum í þeim flokki þar sem sjúklingar greiða lyfin að fullu sjálfir. (Janúar 1993). í öllum tilvikum hefur verið gef- inn kostur á því að veita undan- þágu frá almennri greiðsluskyldu sjúklinga með útgáfu svonefndra lyfjakorta, sem ýmist fría sjúkling- inn alfarið frá greiðslu eða veita honum verulegan afslátt. Við upp- töku hlutfallsgreiðslukerfisins í ágúst 1992 var jafnframt ákveðin hámarksgreiðsla sjúklings fyrir lyf við hverja afgreiðslu og sá kostn- aður við lyf, sem umfram það kann að vera, fellur alfarið á ríkið. Þetta greiðsluhámark er nánast það sama nú og það var ákveðið í ág- úst 1992 og því hefur ekki verið breytt síðan. Áhrif aðgerðanna Hér að framan hefur verið getið meginefnis þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til frá miðju ári 1991 og þar til í ársbyijun 1993. Þar að auki mun þann 1. febrúar nk. koma til framkvæmda u.þ.b. fimmtungslækkun á heildsöluverði lyfja sem veldur um 3-4% verð- lækkun á útsöluverði lyfja, bæði til hagsbóta fyrir neytendur og rík- issjóð. Ennfremur hefur heilbrigð- isráðuneytið lokið endurskoðun laga um lyfsölu og lyfjadreifingu og samið nýtt frumvarp sem nú er til skoðunar hjá stjórnarflokkun- um. Þar er gert ráð fyrir miklum breytingum á fyrirkomulagi lyf- sölu, bæði í heildverslun og í smá- sölu þar sem stefnt er að auknu frjálsræði og meiri samkeppni í verði og þjónustu. En hver eru áhrif þessara aðgerða? 1. Hlutdeild sjúklinga í lyfjakostn- aði hefur vaxið úr u.þ.b. 18% í u.þ.b. 31-32%, sem er kostnað- arþátttaka sjúklinga í lyfja- kostnaði eins og hún er að meðaltali í Evrópu-löndum. 2. Dregið hefur umtalsvert úr notkun ýmissa lyfja s.s. eins og sýklalyfja, en notkun slíkra lyfja var verulega meiri á ís- landi en í nágrannalöndunum. 3. Mikil breyting hefur orðið á lyfjavali, þannig að neyslan hefur í auknum mæli færst frá dýrum lyfjum yfir til ódýrari lyfja þar sem um er að ræða samheitalyf með sömu virku efnunum. Með þessu hefur dregið úr lyfjaútgjöldum þjóð- arheildarinnar, en það var lengi vel einkennandi fyrir íslenskan lyijamarkað að á Islandi notuðu menn í meira mæli en annars staðar dýrustu lyfin þar sem ódýrari lyf gátu komið að sama gagni. Þess má einnig geta að ódýrustu lyfin hafa fram til þessa einkum verið framleidd hér á landi, þannig að breyting- arnar hafa orðið til að efla inn- lenda lyfjaframleiðslu. Áhrif þessara aðgerða á fjárhag ríkissjóðs hafa orðið þau að á árinu 1992 námu útgjöld sjúkratrygg- inga vegna lyfjakostnaðar sömu fjárhæð í krónutölu og tveimur árum áður, árið 1990. A árunum áður hafði vöxtur útgjalda sjúkra- trygginga vegna lyfjakostnaðar numið að meðaltali á ári 12,5- 13,0% sem þýðir að hefði ekkert verið að gert hefði kostnaðurinn frá miðju ári 1991 til ársloka 1992 orðið 1300 m.kr. meiri en reyndin varð. Að stinga höfðinu í sandinn Vissulega hafa þessar aðgerðir verið gagnrýndar, en gagnrýnin hefur verið af undarlegum toga. Þar hafa menn skipst á um að halda því fram annars vegar að árangur þessara aðgerða hafi eng- inn orðið og hins vegar að með þessum aðgerðum sé svo hart kreppt að landsfólki að heilsufari sé stefnt í hættu og greiðslugetu ofboðið. Þá hafa menn gjarnan rætt um þessar aðgerðir eins og væru þær gerðar af mannvonsku einni saman og ættu sér engin fordæmi í gervallri heimsbyggð- inni. Staðreyndin er hins vegar sú að allar nálægar þjóðir eiga við sömu vandamál að etja; mikinn vöxt kostnaðar í heilbrigðisþjónustu; og eru að beijast við hann með sömu úrræðum og beitt er á íslandi. Ef við hættum að stiga höfðinu í sandinn og lítum til nálægari landa er þaðan m.a. þetta að frétta. Frá Danmörku Frá og með 1. júlí 1992 hafa Danir tekið upp þá reglu gagnvart flestöllum lyfjum að skrifi læknir bókstafinn „G“ við lyf á lyfseðli er lyfjaverslun skylt að afhenda sjúklingi ódýrasta samheitalyfið - þ.e.a.s. það lyf sem inniheldur sömu virku efnin og lyfið sem læknirinn ávísar á en kostar minnst fé. Þetta fyrirkomulag gild- ir um flestöll lyf sem ávísað er á. Notkun á ódýrustu samheitalyfjum nam á 3. ársfjórðungi 1992 58% af heildarneyslu lyfja í viðkomandi lyfjaflokkum. Þá er hluti sjúklinga í lyfjakostnaði í Danmörku 58% á móti 31-32% hér á landi. Frá Finnlandi í ársbyijun 1992 var greiðslu- hlutfall ríkisins í lyfjakostnaði lækkað, en greiðsluhlutfall sjúkl- inga hækkað að sama skapi. Þar sem ríkið hafði greitt 90% af verði lyfja var greiðsluhlutdeild ríkisins lækkuð í 80%, en hlutdeild sjúkl- inga hækkuð úr 10% í 20%. Jafn- framt var afgreiðslugjald hækkað úr 35 finnskum mörkum í 45 finnsk mörk. í september 1992 var greiðsluhlutdeild ríkisins á þeim lyfjum, þar sem ríkið hafði greitt 50% af kostnaði, lækkuð niður í 40% og hlutur sjúklinga aukinn að sama skapi úr 50% í 60%. Þá voru felld niður ákvæði úr skatta- lögum í Finnlandi þess efnis að skattgreiðendur gætu reiknað há- an lyfjakostnað til frádráttar á skattframtali sínu og var þar um niðurfellingu á skattafrádrætti vegna mikils lyfjakostnaðar að fjárhæð 600 milljónir finnskra marka á ári. Þá hefur lyfjum einn- ig verið fjölgað verulega í þeim lyíjaflokki sem sjúklingar þurfa alfarið að greiða sjálfir. Einnig hafa verið gerðar tillögur um að greiðsluþátttaka finnska ríkisins miðist í öllum tilvikum við tiltekið hlutfall af ódýrasta lyfi í hveijum lyfjaflokki, þannig að sé um dýrari lyf að ræða þarf sjúklingur að greiða mismuninn. Þá voru einnig tillögur gerðar í Finnlandi um að tekin yrði upp sama regla og á íslandi og í Danmörku um skyldu- afgreiðslu á ódýrustu lyfjum í hveijum lyfjaflokki nema annað sé sérstaklega fram tekið af lækni. Frá Noregi Í Noregi hefur læknum verið uppá- lagt frá og með 1. apríl l991 að ávísa alltaf ódýrasta samheitalyfi nema ríkar faglegar ástæður standi til annars. Heilbrigðisyfir- völd senda læknum ávallt lista yfir ódýrustu lyfin (sambærilegar upj>- lýsingar eru einnig gefnar á Is- landi). Sala á ódýrustu samheita- lyfjum hefur þannig aukist úr 30% af ávísuðum lyfjum árið 1990 í 40% árið 1991. Frá og með 1. júlí 1992 hefur hlutdeild sjúklinga í lyfja- kostnaði verið aukinn úr 20% í 30% og gert er ráð fyrir því að frá 1. júlí 1993 taki gildi ákvæði um að kostnaðarþátttaka ríkisins í lyfja- kostnaði skuli ávallt miðast við ákveðinn hundraðshluta af ódýr- asta lyfi í samheitalyfjaflokki og sé notað dýrara lyf þurfi sjúklingur að bera mismuninn sjálfur. Frá Svíþjóð Frá og með 1. júlí 1992 hefur fastagjald á lyfjum í Svíþjóð verið hækkað úr 90 sænskum krónum í 120 sænskar krónur fyrir hvem lyfseðil auk þess sem greitt er 10 kr. viðbótargjald fyrir hvert lyf umfram eitt á lyfseðlinum. Sjúk- lingar þurfa ávallt að borga að fullu sjálfir öll lausasölulyf (lyf sem hægt er að fá án lyfseðils) og rík- ið tekur engan þátt í kostnaði vegna slíkra lyfja nema um lang- Sighvatur Björgvinsson yÞað er nauðsynlegt að Islendingar geri sér grein fyrir því að við erum að berjast við sömu vandamál hvað varðar ört vaxandi út- gjöld í heilbrigðisþjón- ustu og allar nágranna- þjóðir okkar eru að fást við. Þær aðgerðir, sem gripið er til á íslandi, eru alls ekki frábrugðn- ar því sem verið er að gera í ýmsum nálægum löndum.“ varandi sjúkdóma sé að ræða. Frá og með 1. janúar 1993 gengur í gildi það kerfi að greiðsluhlutur ríkisins í lyfjum tekur mið af ódýr- asta samheitalyfi og sjúklingur nýtur aðeins greiðsluþátttöku rík- isins sé um að ræða lyf sem ekki er dýrara en sem nemur 10% um- fram ódýrasta lyf í samheita- flokki. Að öðrum kosti verður hann að bera viðbótarkostnaðinn sjálfur. Hver er svo árangurinn? Alls staðar hefur náðst nokkur árangur með þessum aðgerðum. ísland sker sig þó úr að því leytinu til að það er eina landið þar sem tekist hefur að stöðva vöxt lyfjaút- gjalda í tvö ár. Á öllum hinum Norðurlöndunum hafa lyfjaútgjöld trygginganna aukist bæði árið 1991 og einnig árið 1992 þrátt fyrir þær aðgerðir sem gripið hefur verið til. Það er nauðsynlegt að íslending- ar geri sér grein fyrir því að við erum að beijast við sömu vanda- mál hvað varðar ört vaxandi út- gjöld í heilbrigðisþjónustu og allar nágrannaþjóðir okkar eru að fást við. Þær aðgerðir, sem gripið er til á íslandi, eru alls ekki frá- brugðnar því sem verið er að gera í ýmsum nálægum löndum. Enginn eðlismunur er á þessum aðgerðum. í öðru lagi er það einnig áhuga- vert að Island er eina landið á Norðurlöndunum fimm þar sem tekist hefur að stöðva vöxt lyfjaút- gjalda í tvö ár. Hinar þjóðimar hafa náð árangri, en ekki jafn miklum árangri og íslendingar. Höfundur er heilbrigðisráðherra. íslandsmeistarakeppni í gömlu dönsunum og Rork'n'roll 1993 veróurhaldin sunnudaginn 31. janúarííþróttahúsi Hafnafjaröar vió Strandgötu. Keppnin hefstkl. 11.00. -Mióasalahefstkl. 9.30. - Húsió opnaó kl. 10.00. Allir velkomnir Dansráð íslands

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.