Morgunblaðið - 29.01.1993, Síða 14

Morgunblaðið - 29.01.1993, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1993 þó allar það sammerkt að engin ein skýrir alla þætti mígrenikastsins. Vinsælustu kenningar síðustu ára tengja saman tvær eða fleiri af þeim sem hér hafa verið nefndar (sjá mynd 2) og ganga út á að truflun verði á starfsemi taugakerfis (með undanfara og fyrirboðaeinkennum) vegna ýmiskonar innra og ytra áreit- is sem síðan valdi ertingu og bólgu í æðum utan á heila, útvíkkun þeirra og þar með verkjum. Samkvæmt þessum kenningum er talið líklegt að kveikja mígrenikastsins sé í und- irstúku (hypothalamus), sem meðal annars er einskonar klukka eða ry- þmastillir líkamans eða í heilaberki sem svörun við streitu eða ytra áreiti ýmiskonar, svo sem birtu, lykt eða hávaða. Þótt enn sé ekki ljóst hver sé ástæða mígrenis þá er samt ljóst að ýmislegt í umhverfi, daglegu lífi, starfí og venjum, mataræði og öðrum líkamlegum (en mígreni) veikleikum getur haft mikil áhrif á tíðni mígren- ikasta. Það er fyrst og fremst vanda- mál mígrenisjúklingsins, með aðstoð lækna og annarra sem þekkja til þessa vandamáls, að fínna smám saman út hvað það er sem eykur hættu á mígrenikasti og Qölgar þeim. Er það streita, óreglulegt eða óheppi- legt mataræði, missvefn, ertandi birta, lykt, sársauki eða annar líkam- legur veikleiki, einkum í herðum hálsi og höfði, eða eitthvað annað? Ef mígreniútleysandi þáttur finnst, og þeir eru oft margir hjá hveijum mígrenisjúklingi, er að sjálfsögðu reynt að draga úr áhrifum hans og helst eyða að fullu. Mígrenimeðhöndlun er annars oft erfíð og engin töframeðferð er til. Lykilatriði er sjálfsnám þess sem köstin fær; komast að því hvernig má fækka köstum með almennum ráðum og forvömum. Skynsamleg líkamleg þjálfun og slökun getur einnig hjálpað mikið. Ýmiskonar meðferð sem ætlað er að auka sárs- aukahömlun og þol svo sem nála- stungumeðferð getur stundum skilað góðum árangri. Lyfjameðferð við mígreni er í meginatriðum tvenns- konar. Annars vegnar meðhöndlun kasta og hins vegar svokölluð fyrir- byggjandi meðferð sem beitt er í verstu mígrenivandamálunum, þar sem tíðni kasta er eitt eða fleiri í viku. Til eru mörg lyf og margskon- ar af báðum þessum tegundum sem koma á mismunandi stöðum inn í meintan gang mígrenikastsins. Ekk- ert þessara lyfja eyðir örugglega mígrenikastinu en smám saman hafa komið fram betri og marksæknari lyf og þeim fylgja að jafnaði minni auka- verkanir en eldri lyfjum. Rannsóknir á mígreni og meðferð þess halda áfram og nú á áratug heilans um nær allan heim höfum við leyfí til að vona að vísindamenn komist nær rótum vandans þannig að góð með- ferð fínnist fyrir hvern þann sem þjáist af þessu vandamáli. Höfundur er fangalæknir, sérfræðingur við taugalækninga- deild Landspítala. Mígreni eftir Grétar Guðmundsson Mikill höfuðverkur, oft í hálfu höfði, er megineinkenni mígrenis. Mígrenikastið er samt miklu meira en höfuðverkur. Það byijar oft með vægum, óljósum einkennum, sem mígrenisjúklingurinn áttar sig jafn- vel oft ekki á að tengjast kastinu. Það læðist yfir hann undarlegt slen og þreyta, hugsun óskýrist, einbeit- ing og minni verður lakara, vöðvar virðast magnlausir en háls og herða- vöðvar stífna. Þeir sem best þekkja mígrenisjúklinginn sjá oft á þessum tíma mígreniundanl'araeinkenna hvert stefnir vegna breytinga á svip, fölva í andliti, þrota og dökklitun kringum augu ásamt skapbreyting- um. Þessi einkenni vara mislengi áður en höfuðverkurinn byijar, oft nokkrar klukkustundir og geta ijarað út án þess að verkur fylgi. Oftast heldur þó kastið áfram og næsta einkenni (sem allt að 30% mígrenisjúklinga verða varir við) er merki um staðbundna truflun á starf- semi í heilaberki. Hún bytjar á mjög litlu svæði en breiðist venjulega út og flæðir yfír heilabörkinn eins og flóðbylgja út frá upphafspunkti með 3-6 mm hraða á mínútu. Þetta ein- kenni sem kallað er fyrirboði mígren- ikasts stendur mislengi en venjulega 10-30 mínútur og um það bil sem „flóðbylgjan" nær á lokasvæðin er starfsemin í upphafspunkti orðin eðlileg á ný. Fyrirboðaeinkenni eru oftast sjóntruflun og venjulega myndast truflanabylgjan í sjónstöðv- um heilabarkar í hnakkablaði heila. Sjóntruflunin er að jafnaði fyrst leift- ur eða blossar og síðan blindublettir (merki um fyrst aukna virkni í heila- frumum en síðan minnkaða) eða stundum sérkennileg munstur eða brenglun á „myndúrvinnslu" heilans þannig að allt virðist úr lagi fært, jafnvel svipað og lýst er í Lísu í Undralandi, en höfundur þess sígilda meistaraverks þjáðist af mígreni með fyrirboða. Skyntruflun, dofí, málstol, lömun og margskonar önnur ein- kenni geta tilheyrt fyrirboðaeinkenn- um, allt eftir því hvar svæðisbundna truflunin fer um í heilanum. Venjulega hverfa fyrirboðaein- kennin alveg nokkurn veginn sam- tímis því að höfuðverkurinn kemur til. Hann getur verið í öilu höfði en er venjulega öðru megin og þá á víxl hægra og vinsta megin. Verkurinn er venjulega framantil í höfðinu og verður kröftugastur djúpt í því. I mígreniverk má oft merkja æðaslátt og hann versnar við áreynslu. Al- gengt er að mígreniverkur og önnur mígrenieinkenni verði svo slæm að fólk verði óvinnufært eða frítími eyði- leggist og þá jafnvel endurtekið heilu helgamar hjá þeim sem eru við- kvæmir fyrir slökun eftir streitu vinnuvikunnar. Þessir einstaklingar fá stundum þá sérkennilegu fælni (mellontofobia) að þora ekki að lofa sér í eitt eða neitt af ótta við að mígreniköstin geri þeim ófært að standa við gefín loforð. Samhliða því að höfuðverkurinn magnast koma fram svokölluð fylgi- einkenni mígrenis. Þau algengustu eru ógleði og jafnvel uppköst, við- kvæmni fyrir birtu, hávaða, lykt, titr- ingi og snertingu. Flestir mígreni- sjúklingar verða fölir í kasti og kald- ir á limum. Sumir verða þó heitir og rjóðir. Margir verða pirraðir og ergi- legir og það bitnar stundum á nær- stöddum. Oftast fylgir kastinu sljó- leiki, truflun á hugsun og einbeit- ingu, stundum syíja og (velþeginn) svefn. Mígrenikastið gengur síðan smám saman yfír og viðkomandi nær sér algjörlega að meðaltali á einum sólarhring (2-72 klst.) og líður hvað þetta vandamál varðar vel þar til næsta kast dynur yfir. Ekki er vitað með vissu hversu algengt mígrenivandamálið er á Is- landi. Af niðurstöðum erlendra at- hugana má þó ætla að u.þ.b. 10% íslendinga þjáist af því einhvem hluta ævinnar. Mígreni er mun al- gengara hjá konum og eru þær um það bil 2/3 hlutar mígrenisjúklinga. Það er algengast og mest til vand- ræða milli 20 og 40 ára aldurs, þótt það geti byijað á barnsaldri og enst út langa ævi. Tíðni mígrenikasta er mjög mis- jöfn. Meðaltíðni kasta er eitt á mán- uði. Sumir mígrenisjúklingar fá þó miklu oftar köst, jafnvel tvö eða fleiri á viku. Samkvæmt einni fjölþjóðaat- hugun fá 18% mígrenisjúklinga kast einu sinni eða oftar í viku og sam- Tóku þátt í norrænu verk- efni í umhverfismennt Þreyta Streita Áreiti Skert sársaukahömlun Tauga- viðbragð Blóðþurrð ’ Skert starfsemi í heilaberki. Á SÁR(SAUKAFULL) BÓLGA ÚTVÍKKUN ÆÐA AUKIÐ NÆMI TAUGAKERFIS- EINKENNI ÁTTA íslenskir skólar sem tóku þátt í norrænu samvinnuverkefni, Umhverfismennt á Norðurlönd- um, fengu viðurkenningu frá menntamálaráðherra sl. þriðju- dag. Þrír skólanna hlutu sérstök verðlaun, en þeir eru Reykholts- skóli í Biskupstungum, Lauga- gerðisskóli og Bændaskólinn á Hvanneyri. I ávarpi menntamála- ráðherra kom fram að skólarnir hefðu unnið þarft brautryðjenda- starf sem gæti verið öðrum skól- um tii fyrirmyndar og umhverfis- mennt í landinu til framdráttar. Norðurlöndin hafa í nærri tvo áratugi haft með sér samstarf um umhverfismennt. Samvinnan snerist í fyrstu um námsefnisgerð á þessu sviði, síðan tók við ráðstefnuhald á tveggja ára fresti í höfuðborgum Norðurlandanna, og var síðasta Miljö-ráðstefnan haldin í Reykjavík í júni 1991. Þá tók við nýtt samvinnuverkefni sem kallast Umhverfismennt á Norðurlöndum. Ákveðið var að meg- inefni verkefnisins yrði „Hagsmuna- árekstrar í nýtingu náttúruauð- linda“. Helstu markmið verkefnisins eru þau að efla umhverfísfræðslu á Norðurlöndum, koma á samstarfí milli skóla og finna nýjar og árang- V erðlaunahafarnir Þrír skólar hlutu verðlaun fyrir samnorrænt umhverfísverkefni og afhenti Ólafur G. Einarsson menntamálaráð- herra verðlaunin. Á myndinni eru verðlaunahafarnir ásamt menntamálaráðherra fyrir miðri mynd. ursríkar leiðir í umhverfisfræðslu. Átta skólar voru valdir af íslands hálfu til að taka þátt í verkefninu, en þeir eru Leikskólinn Klettaborg, Fossvogsskóli, Árbæjarskóli, Æf- ingaskóli Kennaraháskólans, Laug- argerðisskóli Hnappadalssýslu, Reykholtsskóli Biskupstungum, Bændaskólinn á Hvanneyri og Menntaskólinn í Reykjavík. Skólarnir skiluðu íslenskri sam- ráðsnefnd gögnum um verkefnin. 1. verðlaun hlaut Reykholtsskóli í Biskupstungum fyrir verkefnið „Rótamannatorfur - uppblástur, or- sakir og hefting". Skólanum gefst kostur á að senda nemendur 10. bekkjar ásamt stjórnendum verkefn- isins á námsstefnu í Björgvin í lok apríl 1993. 2. verðlaun hlaut Laugagerðis- skóli fyrir verkefnið „Haffjarðará". Fimm nemendum og kennurum gefst kostur á að fara á námsstefn- una í Björgvin. 3. verðlaun fékk Bændaskólinn á Hvanneyri fyrir verkefnið „Skipulag beitar á Hvann- eyraijörðinni". Fimm nemendum og kennurum gefst kostur á að fara á námsstefnuna í Björgvin. Grétar Guðmundsson „Ekki er vitað með vissu hversu algengt mígrenivandamálið er á Islandi. Af niðurstöð- um erlendra athugana má þó ætla að U.þ.b. Mígreni þröskuldur 10% íslendinga þjáist af því einhvern hluta ævinnar.“ tals fá þeir meira en helming allra mígrenikasta í þjóðfélaginu. Fyrir þetta fólk og reyndar alla mígreni- sjúklinga er um mjög mikið vanda- mál að ræða og þótt það stytti ekki ævina eða valdi varanlegri fötlun getur mígrenið spillt daglegu lífi og tilveru þeirra árum og áratugum saman og fyrir þjóðfélagið í heild veldur það miklum kostnaði, aðallega í formi vinnutaps. Hvað það er sem veldur þessu sérkennilega vandamáli er enn ekki vitað með vissu. Þekkingu á mígreni hefur þó fleygt fram á síðustu árum og vísindamenn telja sig búna að þrengja allvel hringinn að sökudólgn- um. Vinsælustu kenningarnar hafa löngum tengst meintri truflun á starfsemi taugakerfís annarsvegar og æðakerfis í höfði hinsvegar. Það hafa einnig verið settar fram kenn- ingar um truflun á starfsemi boðefna í æðakerfi (aðallega), um brenglun í blóðflögum, ofnæmi og fæðuóþol og margt fleira hefur verið tínt til sem sennileg ástæða þessa mikla Mígrenimeðferð hefur reynst læknum allra tíma erfið. vandamáls. Þær kenningar sem hér eru nefndar eru allar studdar með mörgum og góðum rökum en eiga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.