Morgunblaðið - 29.01.1993, Page 15
„Eru hf. bankar komn-
ir frá almættinu?“
eftir Guðna
*
Agústsson
Þessari spurningu varpaði Stefán
heitinn Hilmarsson, bankastjóri
Búnaðarbankans, fram í merku
blaðaviðtali í Tímanum 11. júní
1988, þar sem hann ræddi um ríkis-
bankarekstur og þau áform Jóns
Sigurðssonar, viðskiptaráðherra, að
breyta Búnaðarbankanum í hlutafé-
lag og selja hann síðan.
Nú er þessi orrahríð framundan
á Alþingi og samtímis blasir það
við að hlutafélagsbankarnir á Norð-
urlöndum voru ekki komnir frá al-
mættinu. Þeir hafa hver á fætur
öðrum farið lóðbeint á hausinn.
Ríkið í þessum löndum varð að
draga þá að landi og standa spari-
fjáreigendum þessara einkabanka
skil á hinu glataða sparifé. Blóðugt
yrði það ef við álpuðumst í sömu
fúamýrina með því að gefa frá okk-
ur ríkisbankana við núverandi að-
stæður.
Einkabankar Norðurlanda voru
ekki frá almættinu komnir og örlög
þeirra varð gjaldþrot í allgóðu efna-
hagsástandi. Hér á landi ríkir nú
ein dýpsta efnahagskreppa á lýð-
veldistímanum. Er það rétti tíminn
til að rugga við all góðri stöðu ríkis-
bankanna á íslandi og gera jafn
mikilvægar stofnanir að pólitísku
bitbeini? Eða ráða önnur sjónarmið
för hjá ráðherrum og stjórnmála-
mönnum sem engu skeyta um að-
varanir og verstu tíma sem farið
yrði í slíkar umbreytingar. Svo blas-
ir hitt við að enginn hefur hugmynd
um hveijir kaupa Landsbankann
eða Búnaðarbankann í dag og það
er langur vegur þar til búið er að
sætta bæði starfsmenn og við-
skiptavini við þá hugsun, að bank-
arnir verði seldir einhveijum þröng-
um hagsmunaklíkum. Ennfremur
benda allar kannanir til þess að
sala ríkisbankanna og afnám ríkis-
ábyrgðar á erlendum lánum og
sparifé myndi hækka vexti á erlend-
um lánum og draga úr lánstrausti
þjóðarinnar og sparnaði innanlands.
Guðni Ágústsson
„Ríkið í þessum löndum
varð að draga þá að
landi og standa spari-
fjáreigendum þessara
einkabanka skil á hinu
glataða sparifé. Blóð-
ugt yrði það ef við álp-
uðumst í sömu fúamýr-
ina með því að gefa frá
okkur ríkisbankana við
núverandi aðstæður.“
Einkavæðing sparisjóðanna?
Ráðherrar hafa látið að því liggja
að sparisjóðirnir verði stærstu
kaupendurnir að Búnaðarbankan-
um.
I ágætri grein Lúðvíks Gissurar-
sonar í DV. 18. jan. sl. kemur fram
að sparisjóðirnir væru þær stofnan-
ir sem fyrst ætti að einkavæða.
Þótt margir sparisjóðir séu ágætar
stofnanir þá skortir þá lýðræðislegt
form og er stjórnað af fáveldi. Með
því að sparisjóðir keyptu Búnaðar-
bankann væri hlutunum snúið við,
Búnaðarbankinn er byggður upp
með því um allt land að hafa yfirtek-
ið sparisjóði sem ekki gátu annað
fjölbreyttu hlutverki í breyttu þjóð-
félagi. Hveijir eiga svo sparisjóðina,
er spurning sem verður að svara.
Eru þeir sjálfseignarstofnanir?
Ræður almenningur einhveiju í
þessum peningastofnunum?
Þeir sem best þekkja vita að það
er blekkingartal að ræða um að
sparisjóðirnir kaupi Búnaðarbank-
ann. Líklegustu aðilarnir eru auð-
vitað þeir stærstu sem eiga íslands-
banka. Spyija má ennfremur hvort
það sé ásetningur og stefnumark
Jóns Sigurðssonar að fá sömu aðil-
unum Búnaðarbankann og hvort
ekki hafi verið nóg að gert með að
gefa Útvegsbankann sáluga. Nú
ætla ég ekki að deila hér á Islands-
banka, ég óska honum alls hins
besta í framtíðinni, en hann þarf
tíma til að sanna sig og margt bend-
ir til að hann glími við ýmsa
bernskuerfiðleika. Hinu geri ég mér
grein fyrir að ef þetta gerist minnk-
aði samkeppni á peningamarkaði
hér á landi og yrði fákeppni.
Hitt er líka ljóst að þessir aðilar
eru ekki þeir réttu til að kaupa og
ráða fyrirtæki sem veitt hefur
einkabankanum verðuga sam-
keppni síðustu misseri.
Fyrir stuttu birtist í sjónvarpi Þór
Gunnarsson sparisjóðsstjóri í Hafn-
arfirði og sagði frá því að einka-
bankarnir á Norðurlöndum hefðu
farið á hausinn vegna pólitískra
afskipta stjórnmálamanna. Þar með
eru nú þau rök fallin að hlutafélags-
banki sé laus við áhrif stjórnmála-
manna.
Alþingi tryggir hlutleysi
ríkisbankanna
I áróðri hér á landi gegn ríkis-
bönkum hefur það oftast verið tí-
undað sem galli að Alþingi kýs
bankaráðin. Hitt vita svo allir að
átökin um stefnu og fyrirgreiðslu
verður mun harðari í einkabanka
þar sem eigendur hlutabréfa takast
Frjáls aðild er Stúd-
entaráði nauðsynleg
eftirÞórdísi
Sigurðardóttur
Á undanförnum árum hefur um-
ræðan um félagafrelsi verið hávær
en það er nokkuð sem í öllu lýðræð-
islegum þjóðfélögum þykja sjálf-
sögð réttindi.
Menn tala ekkki lengur einungis
um réttinn til að stofna félög (svo-
kallað jákvætt félagafrelsi) heldur
hefur umræðan í sífellt meira mæli
farið að snúast um réttinn til að
standa utan félaga (neikvætt fé-
lagafrelsi).
Mannréttindi
í mannréttindayfirlýsing Sam-
einuðu þjóðanna, sem við erum aðil-
ar að, eru að finna bein ákvæði um
verndun neikvæðs félagafrelsis
„engan mann má neyða til að vera
í félagi" (20. gr. 2. mgr.). Ennfrem-
ur erum við aðilar að Mannréttinda-
sáttmála Evrópu. Mannréttinda-
dómstóll Evrópu hefur túlkað 11.
gr. sáttmálans um félagafrelsi á
þann hátt að hún tryggi rétt manna
til að standa utan félaga.
Skylduaðild að SHÍídag
Í ljósi þessa hafa verið háværar
umræður meðal stúdenta hvort það
sé réttlætanlegt að skylda nemend-
„í umræðu um frjálsa
aðild að SHÍ kemur iðu-
lega upp sá misskiln-
ingur að fylgjendur
hugmyndarinnar hafni
þvíað SHÍ séþarftfé-
lag. Sú er alls ekki
raunin.“
ur til að vera aðilar að félagi sem
Stúdentaráð Háskóla íslands (SHÍ)
óneitanlega er. Samkvæmt reglu-
gerð um Háskóla íslands, lög
78/1979, gr. 38, er öllum nemend-
um skylt að greiða skrásetningar-
gjald til þess að geta sótt fyrir-
lestra og skráð sig í próf. Hluti
þessa gjalds rennur til SHÍ og því
er augljóslega um skylduaðild að
SHÍ að ræða.
SHÍ mjög þarft félag
í umræðu um fijálsa aðild að SHÍ
kemur iðulega upp sá misskilningur
að fylgjendur hugmyndarinnar
hafni því að SHÍ sé þarft félag. Sú
er alls ekki raunin. SHÍ er félag
sem hefur unnið dyggilega að hags-
munum stúdenta þótt lágt hafi ver-
ið á því risið undanfarin tvö ár.
Slíkt félag má ekki missa sín, enda
Þórdís Sigurðardóttir
eins og áður sagði er ekki deilt um
tilvistarrétt SHI. En það er sama
hversu gott starf SHI vinnur, nem-
endur eiga rétt á því að hafna eða
velja aðild að félaginu.
Höfundur situr í Stúdentaráði
fyrir Vöku.
á og ekki er sú pólitík betri en ein-
hver stefnumunur stjórnmála-
flokka. Það hefur reynst vel hér að
fólkið í landinu ætti sér sterka ríkis-
banka. Yfirstjórn ríkisbankanna er
í höndum bankaráða sem kosin eru
hlutfallskosningu á Alþingi, svo
skipar viðskiptaráðherra ásamt
bankaráðum æðstu stjórnina. Síðan
er skýrt kveðið á í lögum að fram-
kvæmdastjórn sé í höndum banka-
stjóra, þar með er girt fyrir að póli-
tískt vald og að framkvæmdavaldið
komi nálægt lánveitingum ríkis-
bankanna. Þar verða bankastjór-
arnir að vinna eftir skýrt mörkuðum
reglum.
Seldir ekki seldir
Það er nokkuð klárt að all mörg-
um af þingmönnum stjórnarflokk-
anna ofbýður málsmeðferð og æði-
bunugangur Jóns Sigurðssonar og
Friðriks Sophussonar í þessu máli.
Þeir þingmenn sem efast eru ósátt-
ir við hagfræði fijálshyggjunnar og
hafa heitið kjósendum sínum að
veija hagsmuni fjöldans gegn ofur-
veldi „kolkrabbans", og annarra
slíkra stór kapítalista. Þeir munu
spyija margra spurninga áður en
þeir styðja þessi áform.
Hvað þýðir slík breyting fyrir
sparifjáreigendur bankanna? Hvað
þýðir slík breyting á vexti erlendra
lána? Hvað þýðir slík breyting fyrir
starfsfólk bankanna? Hveijir kaupa
banka í dýpstu kreppunni og á
hvaða verði? Verður slík breyting
þá eða sala ríkisbanka til þess að
örfáir stóreignamenn ráða fjár-
málaheimi landsins í framtíðinni?
Hvað þýðir slík breyting fyrir lands-
byggðina og mörg smærri fyrir-
tæki?
Ég trúi því að Alþingi sé það vel
skipað af ábyrgu fólki að allar hlið-
ar þessa máls að breyta ríkisbönk-
unum í hlutafélög og selja þá síðan,
annan eða báða, verði kannaðar til
hlítar. Það skyldi þó ekki vera að
pólitísk átök um sölu ríkisbankanna
nú hitti einhvern annan fyrir sem
illa stæði slíka umræðu og afleið-
ingar hennar af sér?
Höfundur er alþingismaður og
formaður bankaráðs
Búnaðarbankans.
Margir litir margar stærðir.
Þessi vinsælu bréfabindi
fást í öllum helstu
bókaverslunum landsins.
Múlalundur
Vinnustofa SÍBS
Símar: 628450 688420 688459
Fax 28819
EGLA
t •
-ROÐOG
REGLA