Morgunblaðið - 29.01.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.01.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1993 Florence Nightingale og fórn- arhlutverk heilbrigðisstétta eftirÁrna Björnsson Þegar heilbrigðisstéttir þurfa að bæta kjör sín, er það mikill plagsiður þeirra, sem stjórna fjár- málum þjóðarinnar, að höfða til fórnarhlutverks þeirra, sem hafa gert umönnun sjúkra að ævistarfi. Oftast er þá vitnað til ensku aðals- konunnar Florence Nightingale, þegar hjúkrunarfræðingar eiga í hlut, og orgelleikarans og trúboð- ans Alberts Sweitzers, þegar feng- ist er við lækna. Þeir sem nota þessi nöfn, hafa þó sjaldnast minnstu hugmynd um sögu eða starf þessara einstaklinga, annað en það, að þau líknuðu sjúkum og særðum ókeypis, og þessvegna hvíli sú skylda á sporgenglum þeirra í nútímanum, að gera slíkt hið sama. Áður en lengra er haldið, finnst mér rétt, að rifja upp örfáar sögu- legar staðreyndir um þau tvö, sem ég nefndi hér á undan. Florence Nightingale var af breskum há- aðli, og menntuð eins og konur í því standi voru á þeim tíma. Hún gerði uppreisn, gegn þeirri skoðun herstjóra allra tíma, að hermenn séu fallbyssufóður, sem að hlut- verki sínu loknu, séu einskisvert úrkast. Hún hóf upp og hélt á lofti hugsjóninni um, að sjúkir og særð- ir, í stríði og friði, skuli eiga rétt á þeirri umönnun, sem stendur til boða á hveijum stað og tíma. Eld- ur þessarar hugsjónar, sem hún kveikti á blóðvöllum Krímskagans, logar enn glatt, og dæmin sanna, að þar sem svipaðar aðstæður skapast, er fjöldí fólks, alls staðar í heiminum reiðubúinn til hjálpar, og þá er ekki spurt um tímakaup. Álbert Sweitzer var tónlistar- maður, einn fremsti orgelleikari síns tíma og lærður læknir, hann var sömuleiðis heittrúaður og trúði því í einlægni, að í því að gera alla menn að lærisveinum Krists, væri frelsun mannkynsins fólgin. Hans skerfur til þess, var að reisa sjúkrahús, fyrir ágóðann af tón- listarflutningi, inni í svörtustu Afríku, lækna sjúka blökkumenn og boða þeim um leið trú á Jesúm Krist, svo þeir mættu verða hólpn- ir um alla eilífð. Hann og samstarfsmenn hans voru ekki ríkisstarfsmenn, en þeg- ar fé skorti til að reka sjúkrahús- ið, lagði Sweitzer af stað í tón- leikaferðir um heiminn, til að afla Ú’ár. Það væri ekki ónýtt fyrir Ríkisspítalana, að hafa, þó ekki væri nema einn slíkan yfirlækni. Draga má það, sem hér hefur verið sagt saman, á eftirfarandi hátt. Báðir einstaklingamir, sem hér hefur verið rætt um, og ráða- mönnum velferðarríkisins Islands er svo tamt að vitna til í kjaradeil- um við heilbrigðisstéttir, voru ógiftir, hvorugt þeirra var ein- stætt foreldri, og þess er ekki getið í sögum, að þau hafi borið á herðum sér byggingarlán á okur- vöxtum. Aðstæður þær, sem þau unnu við, voru svo langt frá því að líkjast neinu, sem þekkist nú, að samanburður er út í hött. Umönnun sjúkra í menningar- þjóðfélagi er fólgin í störfum, sem stétta mismunað, er eðlilegt að heilbrigðisstarfsmenn, bregðist við á sama hátt og aðrar stéttir, þ.e.a.s. fari framá leiðréttingu. Fáist sú leiðrétting ekki í eðlileg- um samningum, hljóta þeir, að nota sömu aðferðir og aðrir, til að rétta sinn hlut. Heilbrigðisstétt- um er nefnilega ekki umbunað á neinn hátt fyrir að hafa tekið að sér margnefnt fórnarhlutverk. Læknirinn, hjúkrunarfræðingur- inn og sjúkraþjálfarinn greiða sömu skattprósentu af launum sín- um eins og aðrir þjóðfélagsþegn- ar, þeir greiða sömu vexti af hús- næðislánum sínum, og standi þeir ekki skil á sköttunum sínum eða húsnæðislánunum, er ekki sagt: Við hlífum honum, vegna þess að hann er að vinna líknarstörf. Nei, nafnið hans kemur í Lögbirtingi, eins og annarra. Þetta er orðinn nokkuð langur formáli og stuttur eftirmáli um það ástand, sem nú er að skapast á stærstu heilbrigðisstofnun lands- ins, Ríkisspítulunum. Allt bendir til, að starfsemi þeirra lamist um m.m. jafn.-feb., vegna þess að hjúkrunarfræðingar stofnunarinn- ar, sætta sig ekki við að hafa lak- ari kjör, en gerast á öðrum sjúkra- stofnunum. Um þá staðreynd, að kjörin eru lakari, er ekki deilt, heldur það, hvernig hægt sé að fresta því, að umræddur starfs- hópur, fái leiðréttingu. Enginn efast um það eitt augnablik, að hjúkrunarfræðingar Ríkisspítal- anna, muni fá kröfur sínar upp- fylltar að lokum, en vorir vísu „Enginn efast um það eitt augnablik, að hj úkrunarfræðingar Ríkisspítalanna muni fá kröfur sínar upp- fylltar að lokum, en vorir vísu landsfeður vilja að starfsemi spítal- anna lamist um sinn, til þess að hægt sé að skella skuldinni á hjúkrunarfræðingana fyrir óbilgirni og frá- hvarf frá mannúðar- stefnu. Það skiptir að sjálfsögðu engu máli þó herkostnaðurinn fyrir slaginn verði meiri, þegar upp er staðið, en kostnaðurinn við að uppfylla réttmætar kröfur þeirra.“ krefjast menntunar og reynslu. Fyrir þau störf er greitt eftir ákveðnu launakerfi, sem í grund- vallaratriðum miðast við þann tíma og kostnað, sem farið hefur í að afla starfsréttinda, og megin- reglan er, sömu laun fyrir sömu vinnu. Þegar sú regla er brotin, og einstaklingum innan starfs- Yfirlýsing frá mótanefnd HSÍ VEGNA þeirrar ósanngirni og óbilgirni sem fram hefur komið undanfarið af hálfu forráða- manna handknattleiksdeilda FH og Vals í tengslum við þátt- töku þessara liða í Evrópu- keppninni í handknattleik vill mótanefnd greina frá því hvað gerðist í þessu máli. 1. Þegar ljóst varð að FH og Valur komust í 3. umferð Evrópu- keppninnar var leikjum liðanna í 15. umferð íslandsmótsins sem fara áttu fram 8. og 10. janúar frestað til 20. janúar. 2. Óskum FH og Vals um frest- un á leikjum þeirra í 16. umferð miðvikudaginn 13. janúar hafnaði mótanefnd, og hafði til þess gildar ástæður. * Vegna landsliðsprógrammsins eru afar þröngir möguleikar á að flytja leiki á þessum tíma, og var forráðamönnum FH og Vals sýnt fram á þessi vand- kvæði. Þessi rök höfðu þeir að engu og héldu málinu áfram. Var fjallað um málið í fram- kvæmdastjórn HSÍ og var hún sammála niðurstöðu mótanefnd- ar. * Félögin fullyrtu við mótanefnd að mótheijar þeirra í Evrópu- keppninni þyrftu ekki að spila á milli Evrópuleikjanna. Móta- nefnd staðreyndi að þýsku lið- in léku milli Evrópuleikjanna, og mun hafa verið vitneskja um það allan tímann í herbúð- um FH og Vals. Því var ljóst að félögin lugu vísvitandi að mótanefnd. * Þegar ofangreind rök stóðust ekki, komu félögin með kröfu um frestun vegna mikils álags á leikmenn. Allir sem þekkja til, vita að oft hefur meira álag verið á leikmenn en í þessu til- felli þar sem 3 dagar liðu milli leikja. (Landsliðið leikur nú í Noregi 5 leiki á 5 dögum). Þátt- taka tiltekinna leikmanna Vals í leik heimsliðsins í desember og Evrópuúrvals í janúar og þreyta leikmanna eftir þau átök virtist ekki valda áhyggjum í herbúðum Vals. * Skilaboð komu frá félögunum til mótanefndar gegnum fram- kvæmdastjóra HSÍ mánudaginn 11. janúar, þar sem flugi frá Lúxemborg til landsins var frestað vegna óveðurs. Nefndin fékk þau skilaboð frá félögun- um, að þau myndu ekki leika á miðvikudag eða fimmtudag. Þótti nefndarmönnum skilaboð- in undarleg, og sína þau þann hroka og drambsemi sem ríkir meðal forráðamanna FH og Vals. Þeir telja sig geta sett sér sjálfdæmi í þessu máli sem öðr- um. Leikmenn höfðu nægan tíma til að hvílast einn sólar- hring í Lúx, fram á þriðjudag og vegna erfiðleika við að finna hentugan leikdag, var beiðninni því enn hafnað. * Hins vegar var mótanefnd ekki kunnugt um þá seinkun sem varð á flugi til Islands á þriðjudaginn 12. janúar, en þá mun hafa orðið 5-6 klst. seinkun á brottför frá Lúx. Mótanefnd barst ekki beiðni um frestun frá félögunum vegna þessarar seinkunar. 3. Leikjaprógramm 1. deildar er rýrt í janúar, og aðspurð var Stjarnan alfarið á móti breytingum á leikjaplani sínu í janúar. HK átti leik gegn Val en viðbrögðin bárust ekki frá þeim vegna hugs- anlegrar frestunar. 4. Hinn ll.júní 1992 var leikja- tilhögun íslandsmótsins rædd á fundi með 1. deildarfélögunum, en þar sáu fulltrúar handknattleiks- deildar Vals ekki ástæðu til að mæta. Fengu félögin áætlun um fyrirkomulag keppninnar til um- sagnar. Þar komu ekki fram at- hugasemdir vegna niðurröðunar leikja milli Evrópuleikja, en rætt var þar um að flytja þyrfti leiki 15. umferðar, ef liðin kæmust í 3. umferð, enda var það gert (sbr. 1 hér að ofan). 5. Eins og 1. deild karla hefur spilast í vetur er mikilvægt að staðan í deildinni sé ljós eftir hverja umferð. Hlutverk móta- nefndar er að sjá um að mótið gangi snurðulaust fyrir sig, og að leikjum sé ekki frestað nema brýn- ar ástæður liggi að baki. Gæta verður hagsmuna allra þeirra fé- laga, sem leika í deildinni. Nefna má sem dæmi, að Selfyssingar komust ekki til Eyja fyrr en í 3ju tilraun, en mótanefnd barst ekki kvörtun vegna þessa. Nefndin hef- ur í starfi sínu reynt að taka tillit til þarfa félaganna, landsliðsins og þeirra aðstæðna sem eru á hveijum tíma. Þau lið sem léku í Evrópukeppninni njóta og nutu skilnings nefndarinnar, og tillit var tekið til óska þeirra, eftir því sem hægt var. Svo mun enn verða, þrátt fyrir þau brigsl, sem á móta- nefnd eru borin. Þau gífuryrði sem viðhöfð eru í yfirlýsingu stjórna handknatt- leiksdeilda FH og Vals frá 20. janúar sl. dæma sig sjálf. Slík ummæli eru ekki svaraverð. Móta- nefnd lætur sér í léttu rúmi liggja skoðanir forráðamanna hand- knattleiksdeilda FH og Vals um það að nefndin sé ekki starfi sínu vaxin. Hins vegar vill mótanefnd ekki sitja undir þeim ósannindum og rangfærslum, sem hafa komið fram um þetta mál undanfarna daga. Því er nefndin knúin til að segja frá því um hvað málið sner- ist. Frekja og yfirgangur FH og Vals í þessu máli hefur skaðað handknattleikinn á íslandi, og framferði þeirra sýnir að þá varð- ar lítt um orðspor landsliðsnefndar og landsliðsþjálfara íslands er- lendis. Með framkomu sinni gagn- vart HSÍ, landsliðsnefnd og landsl- iðsþjálfara, álitu þeir, að tilgang- urinn helgaði meðalið. Umhyggja fyrir mannorði og drengskap virt- ist ekki ræna þá svefni. Landsliðs- nefnd var alsaklaus í þessari deilu. Stóryrði forráðamanna fé|aganna Bergur Guðnason, hdl. - Skattaþjónustan sf. tilkynnir flutning Undirritaður hefir flutt skrifstofu sína frá Langholtsvegi 115 til Suðurlandsbrautar 52 við Faxafen. Viðskiptavinir athugið að staðfesta framtalstíma í nýju símanúmeri 682828. Bergur Guðnason, hdl., Skattaþjónustan s/f - Lögskipti, Suðurlandsbraut 52 v/Faxafen. Sími: 682828 - Fax: 682808. Árni Björnsson landsfeður vilja að starfsemi spít- alanna lamist um sinn, til þess að hægt sé að skella skuldinni á hjúkrunarfræðingana fyrir óbil- girni og fráhvarf frá mannúðar- stefnu. Það skiptir að sjálfsögðu engu máli þó herkostnaðurinn fyr- ir slaginn, verði meiri, þegar upp er staðið, en kostnaðurinn við að uppfylla réttmætar kröfur þeirra. Ekki er heldur nein ástæða til að gráta yfir því þó fáeinir sjúk- lingar lendi milli stafs og hurðar. Þeir hafa þegar verið kramdir svo, að varla munar um dálítið meiri pressu. Nú þegar hefur verið rótað svo upp í heilbrigðiskerfinu, að þeir sem í því starfa, vita ekki sitt ijúk- andi ráð, hvað þá þeir sem þurfa á þjónustu þess að halda. Þó er grunur minn sá, að þeir, sem stjórnað hafa rótinu, viti minnst. Er ekki kominn tími til, að heil- brigðisstéttir og almenningur í landinu, komi þessum auðskildu skilaboðum til hlutaðeigandi aðila. Ekki róta meir! Ekki róta meir! Höfundur er læknir. komu þeim í vandræði, sem þeir lentu í erfiðleikum við að koma sér úr aftur. Þeir máluðu sig ein- faldlega út í horn. Hápunkturinn í máli þessu var síðan sá, að berserkirnir neyddu formann HSÍ á næturfund til að biðjast „formlega velvirðing- ar á því óréttlæti“ sem FH og Val var sýnt af hálfu móta- nefndar og framkvæmdastjórn- ar HSI. Til þess gjörnings hafði formaður HSI ekki heimildir frá mótanefnd og framkvæmda- sljórn. Jón Ásgeirsson má biðjast afsökunar fyrir sjálfs síns hönd og þeirra sem gefa honum heimild til þess, nefndinni að meinalausu. Mótanefnd ítrekar, að hún telur sig hafa breytt rétt í þessu máli og mun ekki biðjast afsökunar eða segja af sér vegna þessa máls. Til þess hníga engin rök. Hins vegar mættu formenn handknattleiks- deilda FH og Vals sér að skað- lausu líta í spegil. Mótanefnd HSÍ á þá ósk til handa réttlætisriddur- um FH og Vals, að þeir hugsi . næst áður en þeir tala, og minnir þá á ummæli Biblíunnar um flísina og bjálkann. Mótanefnd HSÍ. -----♦ ♦ ♦---- Fleiri utan trúfélaga ÞEIM fer fjölgandi sem standa utan trúfélaga samkvæmt sam- antekt Hagstofu Islands um ára- mót. 3.586 eru nú utan trúfélaga hér á landi og hefur fjölgað um > 741 á síðustu 10 árum. í Þjóðkirkjunni eru nú 241.634 manns. Önnur trúfélög hafa unnið nokkuð á og munar mest um Ka- þólsku kirkjuna en henni tilheyra nú 2.492 manns hér á Iandi, 723 fleiri en fyrir 10 árum. Þá hefur fjölgun orðið í flestum sértrúarsöfnuðum á þessu tímabili og nokkrir nýir verið stofnaðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.