Morgunblaðið - 29.01.1993, Qupperneq 17
. MORGUNBLADID FÖS;rUljA,GVK ?9, JANÚAR 4993
íiál
Blóðskilunardeild
Landspítalans
eftir Þorgerði
Ragnarsdóttur
Eitt sinn þfegar Pétur mætti í
gervinýrað hafði hann meðferðis
stóra köku sem hann deildi með
starfsfólki og samsjúklingum. Það
er ekki venja að fólk bjóði köku að
tilefnislausu svo hann var spurður
hvort hann ætti afmæli. Nei, Pétur
átti ekki afmæli. Hann var bara að
mæta í gervinýrað í þrjúhundruð-
asta skiptið. Starfsfólk og samsjúkl-
ingar sem sátu og gæddu sér á
kökunni urðu hissa. Varla var
ástæða til að halda upp á það að
hafa þijúhundruð sinnum þurft að
fara í gervinýrað. „Jú,“ sagði Pét-
ur, „Því ef gervinýrans nyti ekki
við væri ég löngu dauður."
Hið svonefnda gervinýra, sem er
í rauninni vél, stundum kölluð
nýrnavél, er til húsa á blóðskilunar-
deild Landspítalans. Sú deild verður
25 ára í haust og er hin eina sinn-
ar tegundar á íslandi. Reyndar er
ekki bara ein nýrnavél á deildinni
heldur margar sömu gerðar. Með
einni vél væri nefnilega ekki hægt
að sinna meðferð 17 sjúklinga þrisv-
ar sinnum í viku.
Gervinýra sinnir starfi bilaðra
nýrna. Það sem gerist í því er kall-
að blóðskilun og af því dregur deild-
in nafn sitt. Úrgangsefnum og vatni
sem heilbrigð nýru sjá um að losa
líkamann við er hjá nýranbiluðum
skilað út um hálfgegndræpa himnu
í gervinýranu. Blóð er dregið út úr
líkamanum, því er dælt í gégnum
svonefnda skilu með hálf-
gegndræpri himnu og síðan rennt
inn í líkamann aftur. Pétur hafði
því nokkuð til síns máls. Fyrir tíma
gervinýrans dó nýrnabilað fólk
vegna þess að úrgangsefni og vatn
söfnuðust fyrir í líkamanum. Til er
að fólk geti haft nýrnavél heima
hjá sér með góðri aðstoð vanda-
manna. Bæði sjúklingar og að-
standendur þeirra þurfa mikla þjálf-
un og stuðning til að geta séð um
skilun á þennan hátt. I tveimur til-
fellum hefur það verið mögulegt á
íslandi. Þannig er ein nýrnavél í
heimahúsi á Akureyri og önnur í
Vestmannaeyjum.
Það er til önnur aðferð til að
skila úrgangsefnum út þegar nýrn-
anna nýtur ekki við. Sú aðferð kall-
ast kviðskilun. Þó til séu kviðskilun-
arvélar er ekki nauðsynlegt að nota
vélar við þessa skilunaraðferð.
Kviðskilun byggist á því að sérstök-
um vökva er rennt inn í kviðarholið
um granna slöngu. Inni í kviðnum
virkar lífhimnan eins og skilan í
nýrnavélinni. Úrgangsefnum úr
blóðinu er skilað um lífhimnuna út
í kviðskilunarvökvann. Eftir nokkra
stund er vökvanum hleypt út úr
kviðarholinu aftur. Kviðskilun er
ýmist hægt að framkvæma fjórum
sinnum á dag eða með aðstoð vélar
að nóttu til meðan fólk sefur.
Kviðskilunarsjúklingar á íslandi
eru sex um þessar mundir. Slíka
meðferð annast fólk sjálft heima
hjá sér eftir að hafa gengist undir
sérstaka þjálfun til þess arna. Þessi
aðferð getur til dæmis hentað þeim
sem búa úti á landi betur en blóð-
skilun. Sjúklingar í kviðskilun
þurfa, ef vel gengur, aðeins að
koma í eftirlit til Reykjavíkur á fjög-
urra til sex vikna fresti.
Þjálfun fyrir heimaskilun, hvort
sem um er að ræða blóð- eða kvið-
skilun, krefst mikils af starfsfólki
deildarinnar. Sjúklingar og að-
standendur þurfa að vera vel að sér
um sjúkdóminn, meðferðina og
tæknina sem henni fylgir. Á deild-
inni kennir starfsfólkið sjúklingnum
aðferðir og handtök en heima þarf
að tryggja að aðstæður séu viðun-
andi og að sjúklingurinn sé öruggur
með að athafna sig þar upp á eigin
spýtur.
Auk blóðskilunar og kviðskilunar
eru framkvæmd blóðvökvaskipti
(plasmapheresis) á blóðskilunar-
deiid Landspítalans. í vissum sjúk-
dómum hlaðast upp óeðlileg prótein
í blóðvökva. Þá getur þurft að
skipta um blóðvökva. Blóðskilunar-
deild Landspítalans er einnig eini
staðurinn á landinu þar sem blóð-
vökvaskipti eru gerð.
Flestir nýrnasjúklingar lifa í von
um að fá ígrætt nýra. Nýrna-
ígræðsla er besta meðferð sem
nýrnasjúklingum býðst. Sumir eru
svo heppnir að fá ígrætt nýra áður
en þeir þurfa að hefja skilunarmeð-
ferð. Aðrir þurfa að bíða lengi, jafn-
vel í mörg ár. Skilunarmeðferðin
brúar fyrir þá biðtímann. Þótt nýrun
séu ónýt gerir skilunarmeðferð
þeim kleift að lifa þar til nothæft
nýra býðst.
Á blóðskilunardeild Landspítal-
ans hangir mynd eftir listamann
sem eitt sinn var í blóðskilun en
fékk síðar ígrætt nýra. Myndin sýn-
ir sólarupprás. Þannig reyndi lista-
maðurinn að tjá tilfinningarnar sem
fylgdu því að fá ígrætt nýra eftir
að hafa verið háður nýrnavélum.
Honum fannst hann eygja sólarupp-
rás eftir dimma nótt.
Blóðskilunardeild hefur lengst af
búið við þröngan húsakost. Nú
standa yfir töluverðar breytingar á
húsnæðinu, sem eru til mikilla bóta.
Þó er húsrými enn ekki nóg, t.d.
vantar geymslur og brýn þörf er á
að endurnýja vélakostinn.
í Félagi nýrnasjúkra ' sem var
stofnað árið 1986 starfa nýrna-
sjúklingar og áhugafólk um málefni
þeirra. Félagið hefur til dæmis gef-
ið vélahluta, rafknúna stóla og önn-
ur tæki á blóðskilunardeild. Auk
þess hefur það styrkt starfsfólk
deildarinnar til námsferða og að-
standendur nýrnaþega í ígræðslu-
ferðir til útlanda.
Starfsfólk blóðskilunardeildar
Landspítalans sér um meðferð blóð-
og kviðskilunarsjúklinga og undir-
búning fyrir nýrnaígræðslur. í
starfinu felst meðal annars almenn
umönnun, eftirlit, fræðsla um sjúk-
dóma og meðferð, stuðningur við
og þjálfun sjúklinga og aðstandenda
þeirra fýrir meðferð í heimahúsum.
Töluverð áhætta fylgir starfinu.
Bæði hefur hver meðferð vissa
hættu í för með sér fyrir sjúklinga,
t.d. er algengt að blóðþrýstingur
falli og leið fyrir sýkingar er opin
meðan á meðferð stendur. Þar sem
unnið er með opnar blóðleiðir og
kviðarholsvökva er starfsfólk í stöð-
ugri smithættu. Má þar nefna lifrar-
bólgu, eyðni og „cytomegalovirus",
sem getur valdið fóstursköðum ef
barnshafandi konur smitast af hon-
um.
Þar sem sjúklingar koma reglu-
lega á deildina mánuðum og árum
saman kynnist starfsfólk og sjúk-
lingar nánar en á flestum öðrum
deildum heilbrigðisstofnana. Þar
með verða samskiptin persónulegri.
Það gefur starfinu gildi að fylgja
sjúklingum í gleði og sorg. Mest
ánægja felst í því að sjá árangur.
Það er gott að sjá fólki líða betur
í dag en í gær eða heyra að þjálfun
til heimaskilunar hefur reynst vel.
Ánægjulegast af öllu er að taka
þátt í að byggja brú til betra lífs
þegar nýrnasjúklingur fær ígrætt
nýra og sér aftur sólina rísa eins
og umræddur listamaður.
Starfsemi sú sem fer fram á blóð-
skilunardeild Landspítalans er mjög
sérhæfð. Aðeins fátt fólk í landinu
hefur þjálfun til að starfa þar. Sex
Þorgerður Ragnarsdóttir
„Ánægjulegast af öllu
er að taka þátt í að
byggja brú til betra lífs
þegar nýrnasjúklingur
fær ígrætt nýra og sér
aftur sólina rísa eins og
umræddur listamaður.“
hjúkrunarfræðingar, sem telja
helming starfsfólks deildarinnar,
hafa sagt upp störfum vegna kjara-
deilu við Ríkisspítala. Framtíð deild-
arinnar veltur á því að samningar
takist í þeirri deilu.
Höfundur er hjúkrurmrfræðingur
á blóðskilunardeild Landspítalans.
29. 01. 1993 Nr.
VAKORT
Eftirlýst kort nr.:
4507 4300 0004 4817
4507 3900 0003 5316
4507 4300 0014 8568
4543 3700 0007 3075
4548 9000 0042 4962
kort úr umferð og sendið VISA Islandi
sundurklippt.
VERÐLAUN kr. 5000,-
fyrir aö klófesta kort og visa á vágest.
\mzmVISA ÍSLAND
Höfðabakka 9 • 112 Reykjavlk
Slmi 91-671700
Bílamarkadurinn
Smiðjuvegi 46E
v/Reykjanesbraut^
Kopavogi, sími
671800
Opið sunnudag
ki. 14 - 18.
Toyota Hilux Ex Cap EFi '91, blásans, 5
g., ek. 26 þ., veltigrind o.fl. V. 1480 þús.,
sk. á ód.
MMC Lancer GLXi 4x4 Hlaðbakur ’91,
vínrauður, 5 g., ek. 18 þ., rafm. í öllu,
þjófav.kerfi, fjarst.laesingaro.fi. Bein sala
8 ~ —á
MMC Galant hlaðbakur GLSi 4x4 '91,
hvítur, 5 g., ek. 23 þ., rafm. i öllu o.fl.
V. 1380 þús. stgr.
Ford Bronco 8 cyl. (302) '74, sjálfsk.,
mikið endurnýjaður. Gott ástand. V. 480
þús.
Citroen BX 16 TRZ '91, 5 g., ek. 25 þ.
Úrvalsbíll. V. 950 þús.
Daihatsu Charade GTi turbo '88, 5 g.,
ek. 73 þ. V. 580 þús.
Nissan Patrol diesel langur '91, 5 g., ek.
33 þ. V. 2.550 þús.
Renault 21 Nevada GTX 4x4 '92, ek.
10 þ. Sem nýr. V. 1490 þús., sk. á diesel
jeppa.
Toyota Hilux Douple Cap diesel '90, 5
g., ek. 43 þ. V. 1450 þús. stgr.
Mazda 323 1.3 LX '89, hvitur, 5 g., ek.
53 þ. Fallegur bíll. V. 490 þús. stgr.
Peugout 309 GL Profile '91,5 dyra, rauð-
ur, 5 g. Gott ástand. V. 640 þús. stgr.
Chevrolet Blazer Thao '87, sjálfsk., ek.
93 þ., fallegur jeppi. V. 1270 þús., sk. á ód.
Fiat Tipo DGT 1600 '89, rauöur, 5 g., ek.
33 þ. Toppeintak. V. 590 þús.
Fiat X1/9 Bertone Spider '80, 5 g., ek.
55 þ. Óvenju got eintak. V. 430 þús., sk.
á ód.
Ford Bronco XLT '88, 5 g., ek. 95 þ.
V. 1450 þús., sk. á ód.
Ford Econoline 350 4x4 6.9 diesel '87,
upphækk., talsverð breyttur. Úrvals ferða-
bíll. V. 2.1 millj., sk. á ód.
Honda Accord 2200 EXi '90, sjálfsk.
ek.43 þ. Einn m/öllu. V. 1850 þús., sk. á
ód.
Isuzu Crew Cap 4x4 m/húsi '91, 5 g.,
ek. 41 þ. Upphækkaður o.fl. V. 1570 þús.
MMC Colt GL '91, 5 g., ek. 37 þ. V. 750
þús.
VANTAR GÓÐA
BÍLAÁSTAÐINN
Vilt þú lækka
bifreiðatrygginga-
iðgjöldin þín?
Varkáru ökumennirnir fá aö njóta sín tijá okkur því þeir ganga
að hagstæðari kjörum vísum. Réttlátt ekki satt?
Og þeir sem eru félagar í FÍB fá 10% afsiátt á iðgjaldið!
Við hvetjum þig til að gera verðsamanburð á
bifreiðaiðgjöldum tryggingafélaganna.
Munurinn kemur þér örugglega á óvart!
Við minnum á að þú verður að segja
upp tryggingunni þinni mánuði fyrir
endurnýjunardag.
Skandia
Lifandi samkeppni
- lægri iðgjöld!
VÁTRYGGINGARFÉLAGiÐ SKANDIA HF.