Morgunblaðið - 29.01.1993, Side 18
- MQRCiUNBLÁÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÁNUAR 1993
IATA hefur fellt
niður allar hömlur
veg'na sölulauna
SAMKVÆMT samþykkt alþjóðasamtaka flugfélaga, IATA,
frá árinu 1990 falla einhliða niður allar hömlur flugfélaga
á ráðstöfun ferðaskrifstofa á söluþóknun þeirra frá flugfé-
lögunum. Forstjóri Samvinnuferða Landsýnar hefur sakað
ferðaskrifstofur um að hafa veitt afslátt af söluþóknun
sinni til að komast í úrtak fjármálaráðuneytis vegna far-
seðlasölu til ríkisstarfsmanna á árinu. Alls er um hátt á
fjórða þúsund sæti að ræða að andvirði 330 milljónir kr.
fyrir 14 ráðuneyti og stofnanir sem undir þau falla, og
æðstu stjórn ríkisins.
Samkvæmt upplýsingum úr fjár-
málaráðuneytinu áttu ráðuneytin
að hafa gengið frá því sl. mánudag
við hvaða ferðaskrifstofu þau hygð-
ust skipta. Skarphéðinn Steinarsson
viðskiptafræðingur í fjármálaráðu-
neytinu sagði að langflest þeirra
hefðu gert það en þó ekki öll.
Amar Þórisson, framkvæmda-
stjóri Ferðaskrifstofu stúdenta,
sagði að sér sýndist að engum við-
skiptum yrði beint að Ferðaskrif-
stofu stúdenta. Hann sagði að
ferðaskrifstofan hefði engan afslátt
veitt, en boðið upp á margvíslega
þjónustu. Sömu sögu hafði Sigurður
Skagfjörð hjá söludeild Flugleiða
að segja. Ekkert ráðuneytanna
hafði haft samband við söludeildina
vegna samninga um farseðlakaup.
I samþykkt alþjóðasamtaka flug-
félaga, IATA, og alþjóðasamtaka
ferðaskrifstofa segir að ekki megi
nota söluþóknun í viðskiptum sem
afslátt. Einar Sigurðsson blaðafull-
trúi Flugleiða sagði að samkvæmt
nýjustu upplýsingum frá IATA
hefðu flugfélög sem aðild eiga að
IATA komið sér saman um aðra
túlkun árið 1990 sem ekki væri
búið að fella inn í samning en sem
unnið væri eftir. Þar væm engar
hömlur lagðar á ráðstöfun ferða-
skrifstofanna á söluþóknun þeirra.
„Við höfum ekki fengið neinar
staðfestar ábendingar um að ferða-
skrifstofurnar hafi veitt afslátt af
söluþóknun sinni. Það er engin deila
um það að veittur hafi verið afslátt-
ur, en hvort þeir nota söluþóknun-
ina til þess vitum við ekki,“ sagði
Einar. Hann sagði að þær gætu
veitt afslátt af ýmsu öðm sem skil-
að hefur hagnaði í rekstri þeirra.
Kjartan Lámsson framkvæmda-
stjóri Ferðaskrifstofu íslands sagði
að engin afsláttur hefði verið veitt-
ur af söluþóknun. Hann sagði að
samningur ferðaskrifstofunnar og
Flugleiða væri trúnaðarmál.
Oddi kynnir nýja tækni
PRENTSMIÐJAN Oddi er um þessar mundir með kynningu á nýrri
tækni, sem fyrirtækið býður viðskiptavinum sínum uppá. Um er
að ræða tölvukerfi frá Scitex, sem gefur nýja möguleika á sviði
myndvinnslu og umbrots. Hægt er að fá fullkomna og nákvæma
vinnslu á prentgripum þótt gögnin komi í ólíku formi. Kynningin er
í Höfða, Hótel Loftleiða og er opin í dag, föstudag, kl. 13-20 og á
morgun, laugardag, kl. 11-18. Kynningunni lýkur þann dag.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Um borð í Gígju
Háskólamenn fóru m.a. um borð í Gígjuna í
Eyjum þar sem verið var að landa síld. Frá
vinstri: Sigurður Einarsson, Guðjón Hjörleifs-
son, Kristján Egilsson, Örn Jónsson, Logi Jóns-
son, Árni Johnsen, Sveinbjörn Bjömsson, Þor-
steinn Pálsson og Sveinn Magnússon.
Háskóli Islands fær að-
stöðu í Vestmannæyjum
MEÐ TILKOMU stöðu prófessors í fiskifræði við Há-
skóla íslands sem heimiluð var á fjárlögum þessa árs
er gert ráð fyrir að auk þess að starfa við líffræðiskor
Háskólans og með aðstöðu á vettvangi Hafrannsókna-
stofnunar verði einnig aðstaða fyrir prófessorinn og
Háskólann í Vestmannaeyjum til rannsókna og fræðslu,
væntanlega í tengslum við Náttúrugripasafn Vestmanna-
eyja. Eyjamenn hafa upp á aðstöðu að bjóða og sjávarút-
vegsráðherra hefur veitt styrk til þess að skapa aðstöðu
fyrir Háskólann. í Eyjum eru einnig útibú Hafrannsókna-
stofnunar og Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins.
Sveinbjörn Björnsson háskóla-
rektor og fleiri háskólamenn,
Örn D. Jónsson hjá Sjávarút-
vegsstofnun HI og Logi Jónsson
líffræðingur, heimsóttu Vest-
mannaeyjar sl. miðvikudag
ásamt Þorsteini Pálssyni sjávar-
útvegsráðherra og Árna Johnsen
alþingismanni til þess að ræða
við heimamenn um fyrirkomulag
og möguleika samstarfs og
tengsla Háskóla íslands og Vest-
mannaeyja, en Árni hefur haft
frumkvæði að málinu. Voru mál-
in rædd við bæjarstjórnarmenn
og forustumenn skóla, stofnana
og fyrirtækja, en fram kom í
máli Háskólarektors að með að-
stöðu í Vestmannaeyjum skapist
margþættir möguleikar á sviði
veiða, vinnslu, rannsókna og
fræðslu, en með heimsókninni
nú voru háskólamenn fyrst og
fremst að reifa hugmyndir og
möguleika með tilliti til aukinna
tengsla Háskóla íslands við at-
vinnulífið í landinu.
Tengsl við skóla
Gestirnir heimsóttu Náttúru-
gripasafn Vestmannaeyja, eina
safn lifandi fiska á íslandi, en
þar eru miklir möguleikar til
rannsókna. Einnig var útibú
Hafrannsóknastofnunar heim-
sótt og Rannsóknastofnunar
fiskiðnaðarins en í þessum stofn-
unum er öll aðstaða til grunn-
rannsókna. Þá var fjallað um
möguleg tengsl á þessum vett-
vangi við Framhaldsskólann í
Vestmannaeyjum og Stýri-
mannaskólann þar.
Nýir möguleikar
Þegar Háskóli íslands óskaði
heimildar fjárlaganefndar fyrir
embætti prófessors í fiskifræði
lagði Háskólinn áherslu á kennsl-
una við líffræðiskor, aðstöðu tii
sjós og lands í tengslum við
Hafrannsóknastofnun, aðstöðu
og tengsl í Vestmannaeyjum. Þá
var lögð áhersla á að með stöðu
prófessors opnuðust ýmsir
möguleikar í Evrópu á styrkjum
til rannsókna.
Short nægir hálfur vinningur
_________Skák___________
Margeir Pétursson
EN GLENDIN GURINN Nigel
Short vann í gær tólftu skákina
í einvíginu við Jan Timman.
Staðan er því 7-5 Short í vil
og þarf hann einungis hálfan
vinning í viðbót til að sigra í
einvíginu. Eftir er að tefla
tvær skákir, en standi kepp-
endur þá jafnir að vígi verður
framlengt. Sigur Timmans í
elleftu skákinni var aftur á
móti ákaflega sannfærandi.
Short tók á sig óvirka varnar-
stöðu, en í staðinn fyrir að
Timman þyrfti að brjótast í
gegn fór Englendingurinn á
taugum, tók sjálfur af skarið
og fórnaði peði til að létta á
stöðunni. Timman komst þá út
í endatafl, peði yfir, hélt vel á
spöðunum og vann örugglega.
Vörðust háðsglósum
heimsmeistarans
Taflmennskan í Escorial hefur
ekki þótt í sérlega háum gæða-
flokki, en í síðustu tveimur skákum
hafa unnist mjög sannfærandi sigrar
með hvítu mönnunum. Það er eins
og hvorugur keppandinn hafl lag á
að tefla upp á jafntefli með svörtu.
Beittustu háðsglósumar í garð þeirra
Timmans og Shorts hafa borist frá
sjáifum heimsmeistaranum Gary
Kasparov, sem segir taflmennskuna
hlægilega og hann gæti unnið þá í
fjöltefli. Kasparov mun þó eiga erfítt
með að gagnrýna taflmennsku þeirra
í elleftu skákinni, því þeir hermdu
lengi vel eftir skák hans sjálfs gegn
Svíanum Ulf Andersson á heimsbik-
armótinu í Reykjavík 1988.
Hvítt: Jan Timman
Svart: Nigel Short
Drottningarbragð
I. d4 - (15 2. c4 - e6 3. Rc3 -
Rf6 4. cxd5 — exd5 5. Bg5 — c6
6. Dc2 - Be7 7. e3 - Rbd7 8. Bd3
- Rh5
Uppáhaldsleikur Svíans Ulfs And-
ersson. Það vekur þó mikla furðu að
sókndjarfur skákmaður eins og Short
skuli ganga í smiðju til Svíans sem
hefur gjörólíkan skákstíl og vanur
að taka á sig þröngar vamarstöður
sem krefjast mikillar þolinmæði.
Þetta afbrigði er líka svo vandteflt
að Andersson hefur mátt þola áföll
með því, t.d. gegn Salov á milli-
svæðamótinu í Szirak 1987 og
Kasparov í Reykjavík 1988.
Það kemur líka á daginn að Short
brestur þolinmæðin.
9. Bxe7 - Dxe7 10. Rge2 - Rb6
II. 0-0-0 - g6 12. Kbl - Rg7 13.
Rg3 - Bd7 14. Hcl 0-0-0 15. Ra4
- Rxa4 16. Dxa4 - Kb8 17. Hc3
- b6 18. Ha3
Breytir loksins út af skákinni
Kasparov-Andersson, heimsbikar-
mótinu í Reykjavík 1988, sem tefld-
ist þannig: 18. Ba6 — Re6 19. Hhcl
- Hhe8 20. Db3 - Dd6 21. Rfl -
Ka8 22. Rd2 - Rc7 23. Bfl - Re6
24. g3 - Hc8 25. Bg2 - Hc7 26.
h4 og hvítur stendur ívið betur.
Heimsmeistarinn vann skákina í 44
leikjum.
18. - Be8 19. Dc2 - Hc8 20. Hcl
- Bd7 21. Dd2 - h5 22. Hb3 -
Re6 23. Hbc3 - h4 24. Re2 - Dd6
25. h3 - Hh<18 26. Rgl!
Upphafið á langri riddaratilfærslu
yflr á drottningarvænginn. Svartur
á engin gagnfæri svo Timman getur
gefið sér góðan tíma til að koma ridd-
aranum á besta stað.
26. - g5 27. Rf3 - f6 28. H3c2 -
Rg7 29. Kal - Bf5 30. Rel - Kb7
31. Hc3 - Bxd3 32. Rxd3 - Rf5
33. Dc2 - Re7 34. Da4 - Ka8 35.
a3 - Dd7 36. Rb4 - Kb7 37. Hb3
Hvítur hefur stillt upp sinni óska-
stöðu, en það er þó ekki þar með
sagt að björninn sé unninn. Timman
þarf þó ekki að sýna fram á glufu í
vamarmúr svarts, því Short missir
nú trúna á að vörnin haldi og fórnar
peði til að létta á stöðunni:
37. - c5? 38. Dxd7+ - Hxd7 39.
dxc5 — d4 40. exd4 — Hxd4 41.
Rd3 - Rd5 42. Kbl - He8 43.
cxb6 — axb6 44. a4! — Ka7 45. a5
- bxa5 46. Hc5 - Rb4 47. Hxa5+