Morgunblaðið - 29.01.1993, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1993
21
Engar aðgerðir til
að hafa upp á þeim
sem komust undan
ENGIN formleg skref höfðu í gær verið stigin af hálfu
íslenskra yfirvalda til að krefjast handtöku erlendis eða
framsals yfir fólkinu sem látið var laust í Lúxemborg síð-
degis á þriðjudag eftir að eldri dóttir Ernu Eyjólfsdóttur,
Elísabet Jane Pittman, hafði verið send að nýju til íslands.
Fólkið var handtekið í flughöfninni í Lúxemborg og sam-
kvæmt upplýsingum Morgunblaðsins mátti litlu muna að
það kæmist undan. Talið er að fólkið hafi farið til London
strax í fyrrakvöld.
Fólkið sem um er að ræða er
faðir telpunnar og fyrri eiginmaður
Ernu, Frederick Arthur Pittman,
en hann kom aldrei til landsins,
heldur beið í Lúxemborg meðan á
aðgerðinni stóð; Judy Feeney,
eiginkona Donalds Feeneys; maður
sá sem sagðist vera lífvörður Sylv-
Segist hafa
fengið telp-
unaafhenta
SAMKVÆMT upplýsingum
Morgunblaðsins kom James
Brian Grayson til landsins á
mánudagsmorgun, daginn
áður en til atburðanna á Hót-
el Holti kom. Hans frásögn
mun, samkvæmt upplýsing-
um Morgunblaðsins, vera á
þá leið að hann hafi þá feng-
ið boð um að móðirin væri
reiðubúin til að afhenda hon-
um dóttur sína. Hann mun
ekki hafa komið inn á hótel-
ið, en kveðst hafa beðið í bil
fyrir utan og tekið við dóttur
sinni sem hann segir hafa
gengið út af hótelinu og inn
í bílinn til sín.
Halla Bachmann Ólafsdóttir,
dómarafulltrúi við Héraðsdóm
Reykjavíkur, mun í dag kveða
upp úrskurð sinn um gæslu-
varðhaldskröfu þá sem RLR
hefur gert yfir James Brian
Grayson og Donald Michael
Feeney en þess er krafist að
þeir sæti gæsluvarðhaldi til 10.
febrúar. Fjallað var um kröf-
urnar fyrir Héraðsdómi í gær
og hvor mannanna yfirheyrður
í u.þ.b. tvær klukkustundir.
esters Stallone og kynnti sig sem
Lawrence Caravan, og loks konan
sem Erna Eyjólfsdóttir þekkir sem
Jacklyn Davis, en hún hafði að
sögn unnið að því að vinna traust
hennar í u.þ.b. mánuð áður en
barnsránið var framið.
Lífvörðurinn og Jacklyn Davis
eru bresk, aðrir sem koma við sögu
bandarískir.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins þykir ekki augljóst
hvers vegna yfirvöld í Lúxemborg
ákváðu að senda stúlkuna að nýju
til íslands en láta fólkið engu að
síður laust. Eftir því sem Morgun-
blaðið kemst næst var þar um að
ræða eindregin munnleg tilmæli
íslenskra lögregluyfírvalda. Ólafur
Walter Stefánsson, skrifstofustjóri
í dómsmálaráðuneytinu, vildi það
eitt um málið segja að ekki væri
óalgengt að lögregluyfirvöld í ýms-
um löndum hafi með sér samvinnu
eftir óformlegum leiðum í aðkall-
andi málum. Hins vegar séu gerðar
ríkar formkröfur þegar um sé að
ræða handtökuskipun eða fram-
salskröfur.
„Tyrkirnir í þessu máli“
Lögfræðingur sem Morgunblaðið
ræddi við og er kunnugur meðferð
mála af þessu tagi og atvikum
þessa máls sagði að um nokkurt
skeið hefði verið unnið að því að
fullgilda af Islands hálfu alþjóðlega
samninga um forræðismál barna.
Sú fullgilding lægi hins vegar ekki
fyrir en ef slíkur sáttmáli hefði
verið fullgiltur væri ljóst, að sögn
lögfræðingsins, að íslenskum
stjórnvöldum bæri skylda til að sjá
svo um að forsjá barns yrði fengin
því foreldri, sem hefði fullgildan
forsjárúrskurð í höndum. „Við
erum Tyrkirnir í þessu máli,“ sagði
þessi viðmælandi Morgunblaðsins.
Talsmaður fyrírtækisins við blaðamann
Viljum ekki vita
um hvað þú talar
„VIÐ höfum ekkert um þetta að segja núna, alls ekki neitt.
Við vitum ekki um hvað þú ert að tala, við viljum ekki
vita um hvað þú ert að tala. Hringdu ekki hingað aftur.“
Á þennan hátt svaraði Fairclough, talsmaður fyrirtækisins
CTU, Corporate Training Unlimited, þegar blaðamaður
hafði samband við hann í gær til að kanna viðhorf fyrirtæk-
isins til barnsránsins í Reylqavík í fyrradag.
Fyrirtækið, sem hefur aðal-
stöðvar í Fayetteville í Norður-
Karólínu og sérhæfir sig í aðgerð-
um af þessu tagi auk hvers konar
öryggisþjónustu og þjálfunar ör-
yggisgæslufólks, hefur komið við
sögu í fjölmörgum málum, einkum
í löndum þriðja heimsins, þar sem
bömum hefur verið rænt og kom-
ið í hendur bandarískra foreldra.
Frá þessum málum er greint í
bókinni, Rescue My Child sem
skrifuð hefur verið um starfsemi
fyrirtækisins.
Auk Donalds M. Feeneys og
eiginkonu hans, Judy, hefur maður
að nafni Dave Chatallier staðið í
stórræðum á vegum CTU. Sá er
nú orðinn fimmtugur og hefur
dregið sig í hlé þar sem hann tel-
ur sig orðinn of roskinn fyrir verk-
efni af þessu tagi.
Donald, sem er sagður fæddur
21. október 1953 og því á fertug-
asta ári, og Dave Chatellier eru
báðir fyrrum hermenn í Delta-sér-
sveitum Bandaríkjahers og þjálf-
aðir í aðgerðum gegn hryðjuverka-
mönnum. Báðir munu m.a hafa
barist í Víetnam-stríðinu.
Friðrik Sophusson fjármálaráðherra á fundi Verslunarráðs
Langtí mastefnumótun í
atvinnulífinu á dagskrá
Til greina kemur að erlendir aðilar aðstoði við stefnumótunina
FJÁRMÁLARÁÐHERRA telur að innan tíðar muni sljórn-
völd sýna frumkvæði í að koma af stað samstarfi aðila
vinnumarkaðarins, stofnanna, fyrirtækja og annarra aðila
til að vinna að langtímastefnumótun í atvinnulífinu. Þann-
ig eigi með skipulegum hætti að leita að tækifærum til að
búa til ný arðsöm atvinnutækifæri í framtíðinni. Einnig
eigi að kanna hver styrkur íslensks atvinnulífs sé og hvern-
ig hægt sé að byggja á honum. Þetta kom fram á fundi
Verslunarráðs í gærmorgun.
Fjármálaráðherra, Friðrik
Sophusson, sagði að of mikil
áhersla hefði verið lögð á skyndila-
usnir í atvinnulífínu og á undan-
förnum árum hefði a.m.k. 10 millj-
örðum króna verið eytt í „nýsköp-
un“ sem nú væru að mestu leyti
tapaðir. Þessi staðreynd hefði eðli-
lega fælt stjórnvöld frá beinum
afskiptum af atvinnulífinu.
Nú eru skilyrði fyrir
vaxtalækkun
Hann tók fram að vissulega
hefði eitthvað þegar verið gert í
tengslum við atvinnumál. T.d.
hefði verið samþykkt aðild að
EES, gert hefði verið stórkostlegt
átak í að lækka kostnaðarskatta
fyrirtækja, talsvert hefði verið
gert af rannsókna- og þróunar-
starfsemi, tekin hefðu verið erlend
lán til að vinna að atvinnuupp-
byggingu í opinberum fram-
kvæmdum og vegna þess að okkur
hefði gengið skár í ríkisfjármálum
ættu nú að vera skilyrði fyrir
vaxtalækkun.
Á fundinum kom fram að ráð-
gjafarfyrirtækið McKinsey hefur
að frumkvæði Stjórnunarfélagsins
unnið að skýrslu um nýjar hug-
myndir um langtímastefnumótun
íslendinga í efnahagsmálum. Árni
Sigfússon, framkvæmdastjóri
Stjórnunarfélagsins, hefur tekið
saman niðurstöður McKinsey þar
sem m.a. kemur fram hveijar að-
gerðir slíkrar stefnumótunar eigi
að vera. McKinsey hefur til dæmis
fengist við sambærileg verkefni í
Danmörku, annars staðar í Evrópu
og einnig í Austur-Asíu.
Erlendir aðilar til ráðgjafar
Á fundi Verslunarráðs sagði
fjármálaráðherra að það kæmi vel
til greina að erlendir aðilar, ekki
endilega McKinsey, komi að mál-
inu og aðstoði okkur við stefnu-
mótunina. „Utanaðkomandi aðilar
sjá vandamálin oft betur en þeir
sem búa við þau. Það er ekkert
nýtt að erlendir aðilar aðstoði okk-
ur, árlega koma t.d. fulltrúar
OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins og gefa okkur góð ráð í efna-
hagsmálum. Erlendu aðilarnir
geta lagt til aðferðafræðina en
auðvitað verða hugmyndirnar og
efnislegt framlag að koma frá ís-
lendingum sjálfum.“
Aðspurður um hvenær undir-
búningur gæti hafist sagði Friðrik
Sophusson að engin ákvörðun
hefði enn verið tekin í ríkisstjórn-
inni. „Einstakir ráðherrar hafa
rætt málið sín á milli og ég á von
á að þetta verði til umræðu milli
viðkomandi aðila innan tíðar.
Það er ekki bara æskilegt og
nauðsynlegt að vinna að langtíma-
stefnumótun í atvinnulífinu. Það
er stórhættulegt að gera það ekki.
Við getum hvorki treyst á einfald-
ar patentlausrir né það að at-
vinnulífið lagist af sjálfu sér,“
sagði Friðrik Sophusson fjármála-
ráðherra.
Tlutancv
Heílsuvörur
nútímafólks
JL fógetatíð Skúla Magnússonar voru oft
haldnar hinar veglegustu veislur og var þá
vel veitt
Hjá Fógetanum í Reykjavík í Aðal-
stræti 10, fbgnum við Þorra með veglegu
Þorrahlaðborði frá kl. 18.00 öll kvöld
meðan á Þorra stendur. Egils öl rennur um
krana Fógetans samkvæmt íslenskri hefö.
Málskostnaður léttir vart pyngju svo
nokkru nemi, aðeins 1.900 kr. pr. mann
og ólíkt íslensku réttarkerfi er allt afgreitt
samstundis.
Lifandi og þjóðleg tónlist er leikin öll kvöld.
GJÖRT í AÐALSTRÆTI10
Sími 16323