Morgunblaðið - 29.01.1993, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1993
23
Valentín Pavlov, einn höfuðpauranna í valda-
ránstilrauninni í Moskvu 1991
„Gorbatsjov bjó til leik
er hann gat ekki tapað“
Reuter
Kvíðir ekki réttarhöldunum
Valentín Pavlov, fyrrverandi forsætisráðherra Sovétríkjanna, var ómyrk-
ur í máli eftir að honum var sleppt úr varðhaldi fyrr í vikunni. Sagðist
hann ekki kvíða réttarhöldunum sem hefjast 14. apríl. Á myndinni sést
Pavlov í íbúð sinni.
Moskvu. The Daily Telegraph.
VALENTÍN Pavlov, fyrr-
verandi forsætisráðherra
Sovétríkjanna og einn af
tólfmenningunum sem
verða dregnir fyrir rétt
vegna valdaránstilraunar-
innar í Moskvu í ágúst 1991,
hefur nú verið látinn laus
úr fangelsi gegn tryggingu.
Pavlov segir að Míkhaíl
Gorbatsjov, síðasti Sovét-
leiðtoginn, hafi margsinnis
rætt við tólfmenningana um
að setja neyðarlög og að það
hafi ekki verið þeir sem
sendu skriðdreka á götur
Moskvu. Réttarhöldin yfir
mönnunum hefjast 14. apríl
og Pavlov segir að verjandi
hans muni byggja vörnina á
því að tólfmenningunum
hafi verið talin trú um að
neyðarlögin sem þeir settu
myndu ekki mæta andstöðu.
Þetta kom fram í viðtali Pavlovs
við fréttaritara Daily Telegraph á
miðvikudag, sólarhringi eftir að
forsætisráðherrann fyrrverandi
var leystur úr haldi. Pavlov visaði
á bug staðhæfingu Gorbatsjovs um
að samsærismennirnir hefðu lokað
fyrir síma forsetans í sumarbú-
staði hans á Krím-skaga og rofið
allt samband hans við umheiminn
þegar valdaránstilraunin hófst.
„Gorbatsjov ákvað að búa til leik
sem hann gat ekki tapað. Ef hann
yrði þarna áfram og neyðarlögin
næðu fram að ganga myndi hann
koma aftur til Moskvu, eftir að
hafa náð sér eftir veikindi, og taka
við völdum á ný. Ef þau næðu
hins vegar ekki fram að ganga
myndi hann snúa aftur til Moskvu
og láta handtaka okkur alla, og
taka við völdunum aftur sem for-
seti Sovétríkjanna. í báðum tilvik-
unum myndi hann sýna fólkinu að
hann hefði hreint mjöl í pokanum."
Samsæriskenningin
„barnaleg"
Pavlov viðurkenndi að hann og
hinir harðlínumennirnir ellefu
hefðu efnt til nokkurra funda eftir
5. ágúst, þegar Gorbatsjov fór í
frí til Krímar. Hann sagði hins
vegar að neyðarlögin hefðu verið
ofarlega á baugi eftir að Gorbatsj-
ov hefði sent hermenn á götur
Moskvu um tíma í mars sama ár
til að setja þrýsting á rússneska
þingið.
Pavlov sagði það „barnalegt"
að saka tólfmenningana um „sam-
særi“ gegn Gorbatsjov. „Hvers
vegna hefðum við þá farið á fund
Gorbatsjovs og rætt vandamálin
við hann? Neyðarlaganefndin sendi
ekki skriðdreka á göturnar f 19.
ágúst]. Það var ekki ákvörðun
nefndarinnar."
Þegar Pavlov var spurður hver
hefði þá tekið þessa ákvörðun
svaraði hann: „Við skulum bíða
eftir réttarhöldunum." „Ef skrið-
drekarnir hefðu ekki farið í borg-
ina hefði ekkert gerst. Heidurðu
ekki að við hefðum sýnt meiri fag-
mennsku ef við hefðum ætlað að
fremja valdarán?"
Pavlov sagði að Vladímír
Kijútsjkov, yfirmaður sovésku ör-
yggislögreglunnar KGB, hefði
stjórnað síðasta fundi tóifmenn-
ingana fyrir valdaránstilraunina
að kvöldi 17. ágúst. „í rauninni
var ekkert nýtt ákveðið á þeim
fundi. Þetta lá allt saman fyrir
þegar í mars.“
Gorbatsjov hefur brugðist
ókvæða við ásökunum um að hann
hafi leikið tveim skjöldum í valda-
ráninu. Hann og Alexander
Rútskoj, varaforseti Rússlands,
verða á meðal 120 vitna við réttar-
höldin. Jeltsín hefur ekki enn verið
beðinn að bera vitni.
I klefa með morðingja og
ræningja
Pavlov var nokkuð mikill um sig
þegar hann gegndi embætti for-
sætisráðherra Sovétríkjanna en
hefur grennst allnokkuð í fangels-
inu. Annars virtist hann við góða
heilsu eftir 17 mánaða fangelsis-
vist. íbúð hans í vinsælu fjölbýlis-
húsi í miðborg Moskvu var full af
blómum sem fylgismenn hans
sendu honum í tilefni af heimkom-
unni.
Pavlov kvaðst ekki bera neinn
kvíðboga fyrir réttarhöldunum.
Hann hefur verið ákærður fyrir
föðurlandssvik og gæti fengið
dauðadóm þótt það sé nú almennt
talið ólíklegt. Forsætisráðherrann
fyrrverandi kvaðst hafa verið í einu
af illræmdustu fangelsum Rúss-
lands og ýmist deilt klefa með
lestaræningja, morðingja og fjárk-
úgurum. „Þarna fékk ég mikla
reynslu af sérstakri hlið samfé-
lagsins," sagði hann glottandi.
KHARTOUM
Khartoum 0
KORDOFAN
El Obeid
®_==
Babanusa
DAFUR
Bentiu
BAHR EL
GAZAL
®Wau
EQUATORIA (T) Jutja
MATVÆLI OG VOPN TIL S-SÚDANS
REUTER
Svæói sem eru alveg á valdi Suður-Súdana
Svæði sem að litlu leyti er á valdi S-Súdana.
Matvæli o g dráps-
tól á leið til hung-
ursvæða í Súdan
Kosti. Reuter.
VERIÐ er að ferma tvær lestir flutningapramma, sem eiga
að fara frá borginni Kosti í Súdan og upp Hvítu Níl til
suðurhluta landsins. Önnur þeirra á að flytja matvæli handa
um 600.000 sveltandi Suður-Súdönum sem hafa flúið heim-
kynni sín vegna tíu ára borgarastyrjaldar. Hin er mun
stærri og á vegum súdanska hersins. Talið er að hún flytji
skriðdreka og hergögn sem nota eigi til að brjóta á bak
aftur það sem eftir er af uppreisnarmönnunum í Þjóðfrels-
isher Súdans (SPLA).
Stjórnarerindrekar í Khartoum,
höfuðborg Súdans, segja að þetta
sé ekki í fyrsta sinn sem stjórnin
sendi bátalestir sínar á eftir bátum
á vegum erlendra hjálparstofnana
til að koma drápstólum til stjórnar-
hermanna í suðurhlutanum. í báta-
lest hersins eru fimm dráttarbátar
og 30 flutningaprammar sem gætu
borið 15.000 tonn af hermönnum
og hergögnum.
Hálf milljón manna hefur beðið
bana
Talið er að hálf milljón manna
hafi látið lífíð, aðallega af völdum
hungursneyðar, og 4,5 milljónir flú-
ið heimkynni sín vegna stríðsins
sem geisað hefur í þessu stærsta
landi Afríku í áratug. Þjóðfrelsisher
Súdans berst fyrir sjálfstjórn krist-
inna manna í suðurhluta landsins,
en múslimsk herforingjastjórn er
við völd í Khartoum og setti ströng
íslömsk lög í mars 1991. Embættis-
menn Sameinuðu þjóðanna hafa
sakað stjórnina um alvarleg mann-
réttindabrot, meðal annars aftökur
án dóms og laga og pyntingar á
föngum. Mannréttindahreyfingar
hafa einnig sakað báðar fylkingarn-
ar um að hafa notað hungursneyð-
ina sem vopn { stríðinu og eyðilagt
ræktarlönd á yfirráðasvæðum óvin-
arins með skipulegum hætti.
Stjórnarherinn hyggst flytja her-
gögnin til borgarinnar Juba í suður-
hluta landsins til að geta ráðist á
vígi uppreisnarhersins við landa-
mærin að Úganda.
Alþjóðlegar hjálparstofnanir ætla
hins vegar að senda alls 9.500 tonn
af matvælum til suðurhlutans á
næstu þremur mánuðum.
HEILSUDAGAR - ÞREK- OG ÆFINGATÆKI
Glæsílegt tilboð
Mt að 60%
afsláttur
Ótrúlegt verð ó lyftingabekkjum
með lóðum. Bekkur með fótaæf-
ingum og 50 kg lóðasetti,
kr. 12.900, stgr. 12.255. Bekkur
með fóta- og fluguæfingum og
43 kg. lóðasetti, kr. 18.900, stgr.
17.955. Takmarkað magn.
Sendum
i póstkröfu
Ministepper, verð aðeins kr. 4.900. Litli þrekstiginn gerir sama gagn og
stór en er miklu minni og nettari og kostar auðvitað miklu minna.
Lærabani. verð aðeins kr. 950. Margvislegar æfingar
fyrir læri, fætur. brjðst, handleggi, bak og maga. (Selt
I póstverslun hjá öðrum á kr. 2.260.)
Þrekhjól, verð eins kr. 11.680, stgr. 11.090.
Þrekhjól meó púlsmæli kr. 13.200, stgr.
12.540. Bæói hjólin eru meó tölvumæli meó
klukku, hraóa og vegalengd, stillanlegu
sæti og stýri og þægilegri þyngdarstillingu.
Einnig frábær tilboð á iðrum þrek- og æfingatækjum, svo sem G'
æfingastöðvum, fjölnotatækjum, mörgum gerðum þrekhjóla, handlóðum, trimmsettum, dýnum og fl.
VARAHLUTIR 0G VIÐGERÐIR, VANDIÐ VALIÐ 0G VERSLIÐ Í MARKINU
jjfir Simar 35320
688860
Ármúla 40
ÆAR