Morgunblaðið - 29.01.1993, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1993
Ný norður-austur tenging verður næsta stórverkefni í vegagerð
Kostnaður áætlaður
milljónir króna
Hugmyndir að nýjum
hluta Austurlandsvegar.
Frá gömlu Gríms-
stöðun, um Einbúasand
og austur Grímsstaða-
dal eystri, suður Jökul-
flörður" J dalsheiði og niður á
“ 7 Jökuldal. Eða af Ein-
búasandi og suður í
Langadal og áfram
austur og suður.
1200
ÁÆTLAÐ er að nýr vegur
milli Norðurlands og Austur-
lands, úr Mývatnssveit niður
í Jökuldal, kosti um 1200
milljónir kr. Er þá miðað við
nýtt vegstæði norðan við nú-
verandi veg á Möðrudalsör-
æfum. Endurbættur vegur á
núverandi stað myndi kosta
200 milljónum kr. minna.
Halldór Blöndal, samgöngu-
ráðherra, sagði á fundum á
Norðurlandi í vikunni að
þessi vegur yrði næsta stór-
verkefni í vegagerð.
Hringvegurinn á milli Norður-
og Austurlands teppist fljótt á
vetrum og hefur lengi verið rætt
um uppbyggingu hans. „Við hér á
Norðurlandi megum ekki vera að
því að bíða til næstu aldar eftir
því að vegur verði lagður um Hóls-
fjöll og Möðrudal til Austurlands.
Þess vegna mun ég beita mér fyr-
ir því að strax og Vestfjarða-
göngum verði lokið, verði næsta
verkefni, sem ráðizt verður í, að
ljúka hringveginum," sagði Hall-
dór Blöndal í samtali við Morgun-
blaðið í gær.
Vegurinn milli Mývatnssveitar
og Jökuldals er 113 km langur.
Áætlað er að uppbygging hans og
lagning bundins slitlags á núver-
andi vegstæði kosti einn milljarð,
að sögn Eymundar Runólfssonar
verkfræðings hjá Vegagerð ríkis-
ins.
Styttist ekki
Hugmyndir hafa verið settar
fram um að færa veginn, sem nú
liggur frá gamla Grímsstaðabæn-
um um Víðidal og Möðrudalsfjall-
garð í Ármótasel, norðar. Nýi veg-
urinn myndi liggja í suðurhluta
Dimmaíjallgarðs, yfir Einbúasand,
um Grímsstaðadal eystri, um Há-
reksstaði og að Ármótaseli rétt
ofan við Gilsá í Jökuldal. Þessi nýi
vegur yrði um 60 km að lengd.
Grímsstaðadalur er þröngur og ef
mönnum líst ekki á að fara hann
er til vara gert ráð fyrir vegi um
Langadal, fyrir sunnan Þjóðfell, á
þeim hluta leiðarinnar.
Áætlað er að vegarlagning úr
Mývatnssveit í Jökuldal myndi
kosta 1,2 milljarða ef nýja veg-
stæðið yrði fyrir valinu. Leiðin
milli Egilsstaða og Akureyrar, sem
nú er rúmlega 270 km, myndi
ekki styttast að ráði við þessa
vegagerð. Hins vegar styttist leið-
in milli Egilsstaða og Vopnafjarðar
um 40 km og leiðin milli Akur-
eyrar og Vopnafjarðar um 10 km,
og er þá miðað við stystu leið frá
hringvegi að kauptúninu í Vopna-
firði.
Yfir Öxarfjarðarheiði
í fundaferðinni um austurhluta
Norðurlands hefur samgönguráð-
herra einnig lagt áherslu á nauð-
syn nýs vegar yfír Öxarfjarðar-
heiði en þar er nú lélegur slóði.
Vegur þar myndi koma Þórshöfn
og Raufarhöfn í betra samband
við aðra hluta Norðurlands. Þann-
ig myndi leiðin milli Húsavíkur og
Þórshafnar styttast um tæpa 80
km. Vegurinn þar á milli er nú
230 km þegar farið er fyrir Mel-
rakkasléttu en yrði rúmlega 150
km með vegi yfir Öxarfjarðar-
heiði. Að sögn Eymundar Runólfs-
sonar er áætlað að lagning vegar
yfír heiðina, alls um 36 km að
lengd, myndi kosta um 420 millj-
ónir kr. Ráðgert er að fara með
veginn á svipuðum stað og núver-
andi vegur liggur, nema austast.
Slitlag
nánast
alla leið
NÆSTA haust verður að-
eins eftir að bera bundið slit-
lag á lítinn hluta vegarins
milli Akureyrar og Reykja-
víkur.
Þetta kom fram í máli Hall-
dórs Blöndals samgönguráð-
herra á almennum stjórnmála-
fundi á Akureyri á miðvikudags-
kvöld. Halldór sagði að við
stjórnarskiptin hefði það verið
eitt mikilvægasta verkefni ríkis-
stjórnarinnar að nýta þá fjár-
muni betur sem m.a. hafa farið
til samgangna. Forsætisráð-
herra, Davíð Oddsson, sagði að
framkvæmdir í vegamálum yrðu
þær mestu sem um getur á
þrengingatímum.
Mikill áfangi
„Nú hefur verið ákveðið að
ráðist verði í Bakkaselsbrekkuna
strax og unnt er veðurs vegna.
Á hausti komanda verðum við
komin svo langt áleiðis að bæta
veginn suður að einungis verður
eftir að bera bundið slitlag á lít-
inn hluta leiðarinnar.
Halldór nefndi að á svipuðum
tíma, þ.e. næsta haust, ætti
framkvæmdum við veginn til
Ólafsfjarðar einnig að vera lokið.
Helsta þröskuldinn í tengingu
byggða við Eyjafjörð sagði ráð-
herra vera að enn væri ekki í
sjónmáli hvenær tækist að ljúka
lagfæringu vegarins til Siglu-
fjarðar. Miklu munaði fyrir
Siglufjörð að vera ekki sú enda-
stöð sem bærinn nú væri.
Morgunblaðið/Hólmfríður
Safnað fyrir skólaferðalagi
KRAKKARNIR í Grunnskólanum í Grímsey hafa
síðustu daga gengið á milli bæja í eynni og fal-
ast eftir munum á hlutaveltu, sem þau ætla að
halda á morgun, laugardag. Það fé sem safnast
á hlutaveltunni rennur beint i ferðasjóð bam-
anna, en það er venja hér að krakkamir fari í
eitt skólaferðalag meðan á bamaskólagöngunni
stendur. Næst verður lagt upp í ferðalag vorið
1994 og verður safnað fé fram að þeim tíma.
Myndin var tekin þegar krakkarnir voru að ljúka
söfnuninni í vikunni, en þau heita Margrét, Helga
Fríður, Vilborg, Ámi Már, Halla og Henning.
Skagstrendingar kaupa skóverksmiðju
Fiskvinnslufólk
framleiðir skó
SKREFIÐ hf., nýtt hlutafélag í eigu Skagstrendings hf. og
Höfðahrepps á Skagaströnd, mun væntanlega eignast vélar
og tæki þrotabús skóverksmiðjunnar Striksins á Akureyri á
morgun, laugardag, en þá er ráðgert að skrifa undir kaup-
samning. íslandsbanki leysti eignir þrotabúsins til sín og hef-
ur nú verið gengið frá sölu verksmiðjunnar til Skrefsins á
Skagaströnd. Kaupverð er 9,5 milljónir.
Skrefíð var stofnað nýlega og er
hugmyndin sú að félagið muni í
framtíðinni sinna víðtækari iðnaðar-
starfsemi, þó ekki sé í augnablikinu
annað í sjónmáli en rekstur skóverk-
smiðjunnar, að sögn Óskars Þórðar-
sonar sem situr í stjóm Skrefsins.
Hlutafé félagsins verður 30 millj. kr
og þar af mun Skagstrendingur
greiða allt að 19 millj. og Höfða-
hreppur allt að 11 millj.
Kaupverð 9,5 milljónir
Skrefíð kaupir vélar og tæki til
skóframleiðslu af íslandsbanka á 9,5
millj. kr., en einnig er samið um að
félagið selji skólager þrotabúsins í
umþoðssölu á næstu tveimur árum.
Óskar sagði að upphaflega kveikj-
an að kaupunum hefði komið í kjöl-
far þess að ísfisktogari Skagstrend-
ings, Amar, hefði verið seldur og
frystitogari keyptur í hans stað. Fyr-
irsjáanlegt hefði verið að starfsemi
frystihússins hefði lagst af og hefði
stjóm Skagstrendings verið einhuga
um að leita annarra atvinnutækifæra
fyrir starfsfólkið. Niðurstaðan hefði
síðan orðið sú að tilboð var gert í
eignir skóverksmiðjunnar á Akureyri
er hún varð gjaldþrota.
10 fá vinnu
Gert er ráð fyrir að um tíu manns
muni til að byija með stárfa við skó-
verksmiðjuna á Skagaströnd auk
framkvæmdastjóra og sölumanns og
er áætlað að framleidd verði á bilinu
20 til 30 þúsund skópör á ári eftir
að framleiðslan er komin í eðlilegan
gang. Óskar sagði að áhersla yrði
lögð á framleiðslu gæðavöru. „Við
ætlum ekki að taka þátt í slagnum
á ódýra markaðnum og vera í sam-
keppni við innflutta portúgalska
framleiðslu, það er vonlaust." Verk-
smiðja Skrefsins mun einbeita sér
að sérhæfðum íslenskum aðstæðum
og leggja áherslu á að framleiða
vandaða kuldaskó auk þess sem
reynt verður að vinna markað á nýj-
an leik hjá ríkinu, en verksmiðjan á
Akureyri gerði t.d. alla skó fyrir lög-
regluna hér á landi.
Óskar sagði að vélar og tæki verk-
smiðjunnar yrðu væntanlega flutt til
Skagastrandar eins fljótt og unnt
væri. Þá er einnig í athugun að fá
fyrrum starfsfólk skóverksmiðjunnar
á Akureyri til að miðla væntanlegu
starfsfólki á Skagaströnd af þekk-
ingu sinni.