Morgunblaðið - 29.01.1993, Page 31

Morgunblaðið - 29.01.1993, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1993 31 Minning Jón Páll Sigmarsson Fæddur 28. apríl 1960 Dáinn 16. janúar 1993 Jón Páll Sigmarsson, einn mesti íþrótta- og afreksmaður okkar ís- lendinga, er fallinn frá langt um aldur fram. Árið 1977 hóf Jón Páll að æfa kraftlyftingar í „Jakabóli" við þvottalaugarnar í Laugardalnum. Fjótlega kom í ljós að þar fór eng- inn meðalmaður, svo ört fór honum fram. Á sínu fyrsta móti, Jakabóls- mótinu 1978, sigraði hann í sínum þyngdarflokki. í kjölfar þess fylgdu margir sigrar á sterkum mótum. Árið 1980 varð Jón Páll Norður- landameistari í fyrsta sinn og sama ár hlaut hann silfurverðlaun á Evr- ópumeistaramóti í Sviss. Þetta sama ár var ákveðið af stjórn KR að veglegur bikar sem Vestur- íslendingurinn Georg L. Sveinsson hafði gefið félaginu yrði notaður sem farandgripur til handa þeim sem valinn yrði íþróttamaður KR ár hvert. Þeim sem þetta ritar er minnisstætt er stjórn KR kom sam- an til að velja íþróttamann KR í fyrsta sinn. I svo stóru félagi koma ævinlega margir til greina og er oft erfitt að velja þann besta, en í þetta sinn fór svo að eftir stuttar umræður var Jón Páll Sigmarsson einróma kjörinn til þess að bera fyrstur manna sæmdarheitið íþróttamaður KR. Árið 1981 var ár mikilla sigra og stórra meta. Jón Páll varð Norð- urlandameistari, hann hlaut öðru sinni silfur á Evrópumeistaramóti og á heimsmeistaramóti í Kalkútta á Indlandi vann hann til silfurverð- launa. Mörgum verður minnisstætt sjónvarpsmót hér heima á þessu ári. Þar setti Jón Páll sitt fyrsta Evrópumet, 367,5 kg í réttstöðu- lyftu í 125 kg þyngdarflokki og er hann hélt hlassinu í höndum sér hljómaði setning sem strax hlaut landsfrægð: „Þetta er ekkert mál fyrir Jón Pál.“ Á næstu árum tók Jón Páll þátt í mörgum keppnum með afburða- góðum árangri. Hann setti fjölda Islandsmeta, Norðurlanda- og Evr- ópumet. Bestum árangri í kraftlyft- ingum náði hann á Jötnamóti í sjón- varpssal 1984. Þar lyfti hann sam- anlagt 970 kg og setti þar nýtt Evrópumet. Þetta voru 365 kg í hnébeygju, 235 kg í bekkpressu og 370 kg í réttstöðulyftu. Jón Páll tók í fyrsta sinn þátt í aflraunamóti árið 1982, það var „Viking 82“ í Svíþjóð. Þar var upp- hafið að einstökum ferli á aflrauna- mótum, sem færði honum fjóra heimsmeistaratitla og sigra á fjölda annarra móta. Ferill Jóns Páls í kraftíþróttum var einstaklega glæsilegur og með framkomu sinni aflaði hann sér mikilla vinsælda, hann var þjóð sinni til sóma hvar sem hann kom, sjálfsagi hans, við hvað sem hann tók sér fyrir hendur, var einstakur. Hann var mikill keppnismaður og naut sín vel undir miklu álagi. Jón Páll æfði íþrótt sína mark- visst og skipulega og lifði heilbrigðu og reglusömu lífi. Hann aflaði sér mikillar þekkingar í næringarfræði og hagaði mataræði sínu í samræmi við það sem hann þekkti réttast í þeim efnum. Ætíð var Jón Páll reiðubúinn að liðsinna öðrum og miðla af reynslu sinni og þekkingu, þess vegna var það eðlilegt og sjálfsagt að hann setti upp líkamsræktarstöð, þar sem hann gat leiðbeint og aðstoðað við æfingar. Ef til hans var leitað um að koma fram á sýningum tók hann því ævinlega vel. Hann sýndi iðulega á KR-daginn og var þá ávallt um- kringdur börnum og unglingum, sem þurftu margs að spyija. Jón Páll gaf sér góðan tíma til að ræða við ungviðið og miðla af reynslu og þekkingu um gildi heilbrigðra lífshátta. Það leikur enginn vafi á að hann með sinni skemmtilegu framkomu og góða árangri í íþrótt- um átti sinn þátt í þeirri hugarfars- breytingu sem orðið hefur meðal almennings hér á landi hvað varðar líkamsrækt og holla lifnaðarhætti. Þessi brosmildi afreksmaður átti létt með að hrífa fólk með sér og hann var fyrirmynd margra. Jón Páll var sameign íslensku þjóðar- innar, allir þekktu hann og sakna nú vinar í stað. Vert er að þakka fyrir að hafa þekkt slíkan mann og fengið að fylgjast með afrekum hans, minning Jóns Páls Sigmars- sonar mun lifa með öllum þeim sem kynntust honum. Að lokum skulu aðstandendum öllum og vinum færðar innilegar samúðarkveðjur. Fyrir hönd KR-inga, Björn R. Lárusson. Við kveðjum elskulegan vin okk- ar og þökkum honum samfylgdina. Við slíkar aðstæður leita á hugann spurningar um tilgang þess að maður í blóma lífsins og á hátindi frægðar sinnar sé svo fyrirvara- laust burtkallaður, en einnig minn- ingar um góðan dreng. Við kynntumst Jóni Páli fyrst á mildum haustdegi árið 1981 þegar hann kom á heimili okkar með dótt- ur minni og systur okkar, Ragn- heiði Jónínu. Vann hann þegar hug okkar og hjörtu. Um tíma bjuggu þau hjá okkur uns þau stofnuðu sitt eigið heimili. Tveimur árum síð- ar eignuðust þau Sigmar Frey sem nú sér á eftir ástríkum föður. Ekki þarf að tíunda að hin óvænta sorg- arfregn varð honum þungt áfall. Það er þó huggun harmi gegn að hann hefur erft þann skapstyrk föður síns sem á þarf að halda í þeirri baráttu sem hann á fyrir höndum. Eftir nokkurra ára sambúð skildu leiðir með þeim Jóni Páli og Ragn- heiði en þó var ávallt gott samband milli þeirra og vináttubönd héldust traust milli fjölskyldnanna. I hvert sinn sem fundum þeirra feðga Jóns Páls og Sigmars Freys bar saman varð ljós sú gleði sem mótaði samband þeirra. Stuttu fýrir andlátið hafði Jón JPáll keypt íbúð Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. Ákjósanlegast er að fá greinarnar sendar á disklingi. sem hann var að útbúa til að þeir feðgar gætu verið meira saman. Á sinni stuttu ævi afrekaði Jón Páll meira en flestir sem lengur lifa. íþróttaferill hans er ævintýri líkast- ur. Við látum öðrum eftir að gera þeim afrekum öllum verðug skil. Við huggum okkur við bjartar minningar um kæran vin og trú um annað líf að jarðvist lokinni. Með það í huga kveðjum við Jón Pál Sigmarsson og biðjum sálu hans friðar og blessunar. Um leið vottum við syninum unga, móður hans, for- eldrum Jóns Páls og öðrum ættingj- um og vinum hans, okkar dýpstu samúð. Megi góður guð blessa minningu Jóns Páls Sigmarssonar. Sigríður Freyja Jónsdóttir, Aðalbjörn Jón Sverrisson, Anna Jóna Karlsdóttir, Ágúst Borgþór Sverrisson, Erla Kjartansdóttir. Vinur minn og félagi, Jón Páll, er látinn. Laugardaginn 16. janúar var ég kallaður í símann og mér tilkynnt lát þessa mikla afreks- manns. Sjaldan eða aldrei hefur mér verið jafn brugðið og enn trúi ég vart að Jón Páll sé ekki á með- al vor. Mín fyrstu kynni af Jóni Páli voru fljótlega eftir að hann hóf æfingar og keppni í kraftlyfting- um. Jón Páll varð á fáum árum einn besti og vinsælasti keppand- inn í þessari grein og átti hróður hans eftir að berast víða á næstu árum. Fjör og lífsgleði einkenndu þennan einstaka keppnis- og drengskaparmann. Veturinn 1981 kom Jón Páll norður til Akureyrar og hélt nám- skeið í kraftlyftingum á vegum Lyftingaráðs Ákureyrar. Meðan á Akureyrardvölinni stóð bjó Jón Páll hjá mér og fjölskyldu minni og er mér sérstaklega minnisstætt hvað drengirnir mínir, sem þá voru kornungir, hændust að honum og hve hann var góður við þá. Síðar átti eftir að koma í ljós að Jón Páll átti sérstaklega auðvelt með að höfða til barna og unglinga, enda var hann í öllu einstaklega góð fyrirmynd. Upp frá þessu tókst persónuleg vinátta með okkur Jóni Páli. Vorið 1981 fór ég með íslenska landsliðinu á Evrópumót í kraft- lyftingum sem haldið var í Parma á Italíu, en Jón Páll var þar meðal keppenda. Hann vann þar hug og hjörtu allra viðstaddra. Öllum var starsýnt á þennan stóra og stæði- lega mann. Jón Páll hafði þann háttinn á í þessari ferð að hann bar koffort eitt mikið, sem hann hafði meðferðis, á höfði sér. í koff- orti þessu voru allar helstu nauð- synjar, svo sem hollur og kjarnmik- ill íslenskur matur. Ekki mátti ís- lenska kjarnmetið vanta svo fjarri heimkynnum og hvort sem því er að þakka eða ekki þá uppskar hann silfurverðlaun á þessu Evr- ópumóti. Árin liðu og fljótlega var Jón Páll farinn að láta til sín taka á aflraunamótum víða um heim. Fjórum sinnum vann hann titilinn sterkasti maður heims auk fjölda annarra verðlauna. Hvar sem hann kom var hann hvers manns hug- ljúfi og landi og þjóð til sóma. Er mér til efs að fáir ef nokkrir hafi verið jafn góðir fulltrúar íslands á erlendum vettvangi. Jón Páll, ís- lenski víkingurinn, var nokkurs konar sendiherra þessarar þjóðar hér á norðurhjara. En Jón Páll var ekki bara sendi- herra út á við. Hann lagði sitt af mörkum til yngri kynslóðarinnar hér á landi. Tveimur árum eftir að hann vann titilinn ' sterkasti maður heims í fyrsta skipti kom hann t.a.m. norður og hélt þá nám- skeið í bekkpressu á vegum Kraft- lyftingafélags Akureyrar fyrir unga Akureyringa á aldrinum 10 til 15 ára. Þátttakan fór fram úr björtustu vonum. Á milli 140 og 150 ungling- ar tóku þátt í námskeiðinu sem tókst í alla staði frábærlega vel. Aldrei fékkst Jón Páll til að taka neitt fyrir störf sín á Akureyri og verður það seint fullþakkað. Jón Páll var tíður gestur norðan heiða og frægt er orðið er hann tók á Laufássteininum í sjónvarps- þættinum Stiklum. Jón Páll stofnaði líkamsræktar- stöðina Gym 80 ásamt fleirum fyr- ir tveimur árum þar sem flestir af okkar sterkustu mönnum æfa og rækta sína íþrótt. Var norð- lenskum kraftlyftingamönnum jafnan vel tekið þar. Ungur afreksmaður og góður drengur er nú horfinn á braut. Skarð hans verður aldrei fyllt. Syni Jóns Páls, Sigmari Frey, og öðrum aðstandendum vottum við okkar dýpstu samúð. Flosi Jónsson og fjölskylda. Félagar í Lyftinga- og kraft- lyftingafélagi Akureyrar. Minning Jakob Þorsteinsson Mig langar að kveðja nokkrum orðum móðurbróður minn, Jakob Þorsteinsson, sem andaðist 18. jan- úar sl. eftir skamma legu á Land- spítalanum, en hann verður jarð- sunginn frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 29. janúar. Jakob fæddist 9. janúar 1913 í Hafnarfirði. Foreldrar hans voru Eyrún Jakobsdóttir húsmóðir, ætt- uð úr Hvolshreppi í Rangárvalla- sýslu, en alin upp á Hofsstöðum í Garðahreppi og Þorsteinn Bjarna- son, trésmiður frá Hlíð í Garða- hverfi. Hann var næstelstur sjö systkina, sem alin voru upp að Austurgötu 34 í Hafnarfirði, í hús- inu, sem faðir þeirra reisti fyrir fjöl- skylduna árið 1912. Jakob stundaði sjómennsku á sín- um yngri árum, var m.a. á togurun- um Surprise og Garðari. En þegar móðir hans veiktist svo alvarlega, að umönnun þurfti allan sólarhring- inn, þótt honum sjálfsagt að koma í land og taka þátt í hjúkrun henn- ar ásamt öðrum í fjölskyldunni. Mínar fyrstu minningar af Jakob eru frá því, að ég nokkurra árá gömul sé hann koma gangandi, neðan frá höfn í Hafnarfirði upp Mjósundið og heim, stórstígur og hálfgerður risi að mér fannst, dökk- klæddur með sjóhatt og í klofstíg- vélum, ábúðarmikill og dálítið fjar- lægur okkur krökkunum, því hann sást svo sjaldan vegna veru sinnar á sjónum. Minnist ég þess, að heil- mikillar hreykni hafi gætt hjá mér yfir því, að þessi myndarlegi maður væri frændi minn. í landi sinnti Jakob ýmsum verkamannastörfum, vann meðal annars í Rafha, við netahnýtingar á netaverkstæði, sem hann átti hlut í, og hjá skipasmíðastöðinni Stálvík í Garðabæ. Veit ég að öll þau störf voru unnin af ósérhlífni og sam- viskusemi. Eftir starfslok átti hann sér ýmis hugðarefni heima við, hóf að inn- ramma myndir og að hnýta kaðla til ýmissa nota. Jakob tók við æsku- heimili sínu, Austurgötu 34, að öldr- uðum föður sínum látnum, og af myndarskap hóf hann ýmsar nauð- synlegar endurbætur á húsinu. Hann hefur haldið því svo vel við, að í dag þykir þetta litla hús mikil bæjarprýði í Hafnarfirði og gott sýnishorn fyrri tíðar húsa gamla bæjarins. Jakob unni útiveru og stundaði mikið hin síðari ár. Hann keypti sér m.a. reiðhjól rúmlega sjötugur og hjólaði langar vegalengdir sér til heilsubótar og hressingar. Einnig hafði hann mikla ánægju af silungs- veiði og var Þingvallavatn hans eft- irlætisstaður, þótt ekki væri von um mikla veiði. Átti hann til dæm- is margar og góðar stundir við vatn- ið með föður mínum, Jóni J. Símon- arsyni, sem segja má að hafi átt sinn þátt í að vekja áhuga hans á þessari tómstundaiðju. Á góðum dögum hurfu þeir saman úr bænum upp úr hádegi og birtust síðan þreyttir, en sælir seint að kvöldi eftir viðburðaríkan dag. En veiði- ferðum Jakobs fækkaði eftir lát föur míns fyrir tæplega fjórum árum, því félagsskapurinn skiptir máli í slíkum ferðalögum. Ég átti þess kost að fara nokkrar ferðir með þeim til Þingvalla og var þá auðséð hvað Jakob naut þess að vera á staðnum, rölta um veiðisvæð- ið og ígrunda hvar væri nú helst von um veiði. Jakob var emn af þessum hægu og hljóðlátu mönnum eldri kynslóð- arinnar, sem óðum hverfa okkur sjónum. Hann var yfirleitt fáorður og lét lítið fara fyrir sér, en var samt á staðnum, svo tekið var eft- ir. Hann fylgdist með bæjarmálum í Hafnarfirði og allri þjóðmálaum- ræðu og hafði skoðun á ýmsum málum ef eftir var leitað, en flíkaði þeim yfirleitt ekki að fyrra bragði. Jakob, eða Jobbi eins og sumir kölluðu hann, kvæntist aldrei en lét sér sérlega annt um ungviðið í fjöl- skyldunni. Er ég þess fullviss, að sum þeirra koma til með að sakna þess að geta ekki tekið í spil með honum eða að hafa hann bara ná- lægan. Mest samneyti hafði hann hin seinni ár við systurdóttur sína, Eyrúnu Hafsteinsdóttur, og hennar fjölskyldu, og fann hann þar að mörgu leyti eigin fjölskyldu, sem hann aldrei eignaðist. Hinn 30. desember síðastliðinn fékk Jakob heilablóðfall á heimili sínu og var fluttur á Landspítalann. Fram að þeim tíma var hann hress og fór allra sinna ferða gangandi eða akandi og ekki að sjá, að þar færi næstum áttræður maður, en Jakob náði þeim aldri níu dögum áður en hann lést. Frétti ég síðar að hjúkrunarfólkinu á spítalanum, sem annaðist hann af natni í veik- indum hans, fannst sem þar færi langtum yngri maður. Komu þessi alvarlegu veikindi, sem drógu hann til dauða á svo skömmum tíma, því mjög á óvart. En maðurinn með ljáinn gerir ekki boð á undan sér og öll verðum við að hlíta hans dómi fyrr eða síðar. Mig langar að lokum að þakka frænda mínum samfylgdina og kveð hann með eftirfarandi orðum Snorra Hjartarsonar: En handan við fjðllin og handan við áttimar og nóttina rís tum ljóssins þar sera tíminn sefur. Inn í frið hans og draum er förinni heitið. Sigríður Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.