Morgunblaðið - 29.01.1993, Síða 34

Morgunblaðið - 29.01.1993, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANUAR 1993 \/ t ; (K- SJT r > tt r frá Haganesi, af Skútustaðaætt. Þau reistu sér hús á grösugum bökkum Búðarárinnar og nefndu Haganes eftir æskuheimili Guðnýj- ar. Þar ólst upp systkinahópurinn, börnin þeirra. Þau voru Fanný, f. 1906, gift frænda sínum Baldri Kristjánssyni, verkamanni á Húsa- vík og síðar á Akureyri, Kristján, f. 1908, sjómaður á Húsavík kvænt- ur Ingibjörgu Jósepsdóttur, Helga, f. 1910, söngkona, gift Einari Sig- urðssyni verslunarmanni og síðar fulltrúi verðlagsstjóra á Akureyri, þá Sigríður Pálína, sem við minn- umst nú með þökk og virðingu, og yngstur er Georg, f. 1917, iðnverka- maður og matreiðslumaður á Akur- eyri, kvæntur Margréti Þorleifs- dóttur. Hann er nú einn á lífi systk- ina sinna. Þar að auki ólst upp í þessum hóp fósturbróðirinn Sigurð- ur Valgarð Jónsson, f. 1927, nú búsettur í Reykjavík, kvæntur Mar- íu Sigfríði Sigurðardóttur. Hann kom nýfæddur og munaðarlaus á heimili Guðnýjar og Jóns, og tók Sigríður Pálína, þá 14 ára, þegar við hann sérstöku ástfóstri. Hann kom svo til hennar og Haralds, þegar þau höfðu stofnað heimili á Akureyri, og dvaldist hjá þeim til tvítugsaldurs. Ekki fór dult, að Sigríði Pálínu var margt til lista lagt, enda var fljótlega eftir henni sóst til margvís- legrar þátttöku í íþrótta-, lista- og félagsstarfi. Hún var í fyrsta kvennaliðið Völsungs í handknatt- leik, og segja má, að þær stöllur hafi þá hnekkt algeru karlaveldi í félaginu. Hún stundaði einnig hand- knattleik með KA nokkur ár eftir komuna til Akureyrar árið 1933. Sigríður Pálína byrjaði að syngja við messur og aðrar helgiathafnir í Húsavíkurkirkju 12 ára gömul og fór þar að dæmi foreldra sinna og eldri systkina. Þegar þær Helga komu til Akureyrar, var afi líka fljótur að klófesta þessar listfengu systur í kirkjusöngflokkinn, þar sem þær sungu um langt árabil, fyrst hjá honum og síðar hjá Jakob Tryggvasyni. Þar að auki átti Sig- ríður Pálína lengi fastan sess í blönduðum kvartett, sem annaðist útfararsöng á Akureyri og í nær- sveitum. Hún söng í Kirkjukór Ak- ureyrar allt til ársins 1975. Þá hafði hún stundað kirkjusöng í 50 ár, og geri aðrir betur. Sigríður Pálína gekk í Kantötu- Sigríður Pálína Jóns- dóttír - Minning Fædd 24. mars 1913 Dáin 20. janúar 1993 Vinur þinn er þér allt. Hann er akur sálarinnar þar sem samúð þinni er sáð og gleði þín uppskorin. Hann er brauð þitt og arineldur þú kemur til hans svangur og í Ieit að friði. (Spámaðurinn) Fyrir mér hefur þú alltaf verið til og einhvem veginn fannst mér að þú yrðir alltaf til á meðan ég lifði. Bernska mín og unglingsár eru öll tengd minningunni um þig. Hjá þér stóð aldrei á svörum við vangaveltum bamsins um lífið og tilvemna og hafa svör þín verið mér ómetanlegt veganesti í gegnum lífið. Þegar ég hugsa til baka sé ég þig aldrei öðmvísi en káta og lífsglaða manneskju, öllu var hægt að slá upp í grín og glens, af öllu þínu atferli mátti draga lærdóm af. Það vom ófá skiptin er við frænk- umar Anna Hulda og ég lögðum leið okkar í kjólaskápinn þinn, klæddum okkur upp og skreyttum okkur síðan með hringum og arm- böndum, það skipti þig meira máli að við bömin ættum skemmtilega stund, því þegar á allt er litið þá skiptu veraldlegu hlutimir minnsta máli. Frá þeim tíma er þú veiktist var ég alltaf sannfærð um að lífsgleðin og bjartsýnin myndi vinna á þessu öllu saman, en reyndin varð önnur. Ég vona að þín bíði fallegt eldhús þangað sem þú ferð, og að þar getir þú tekið á móti okkur öllum á ný. Elsku besta nafna mín, ég gat ekki eignast betri vin en þig og ég þakka þér fyrir ailt sem þú gafst mér, ég geymi það vel og vandlega. Elsku nafni, guð styrki þig í sorg þinni. Inga Rut. Seint á degi 24. október 1936, sem var fyrsti vetrardagur, hafði okkur bræðmm verið boðið ásamt fáeinum öðmm nákomnum gestum heim til ömmu og afa á Spítalaveg- inum til þess að drekka þar síð- degiskaffið af óvæntu og ánægju- legu tilefni: Það yrði hjónavígsla í fjölskyldunni. Við komum til boðsins vel í tæka tíð og biðum í ofvæni eftir því, að brúðhjónin birtust. Loksins komu þau frá prestinum, nývígð, falleg, broshýr, glöð og svolítið feimin. Þegar þau höfðu verið kysst og föðmuð í krók og kring með bless- unar- og hamingjuóskum við- staddra, tylltu þau sér á setbekkinn í suðurstofunni, þar sem afi kenndi nemendum sínum hljóðfæraleik í marga áratugi, og héldust í hend- ur, geislandi af hlýrri gleði, hann í dökkum fötum og hvítri skyrtu, hún í einföldum og látlausum dökkbrún- um kjól og blessunarlega á sig kom- in. Haraldur frændi minn, fyrir fá- einum dögum kominn á giftingar- aldur, yngsta barn ömmu og afa, Friðriku Tómasdóttur og Sigurgeirs Jónssonar, kirkjuorganista og tón- listarkennara, þá verslunarmaður, síðar verslunarstjóri og loks fulltrúi á skrifstofu Akureyrarbæjar, leiddi hér brúði sína til sætis á heimili foreldra sinna á heiðursdegi hennar og hamingjudegi þeirra beggja. Hér var henni líka vel fagnað og hún boðin hjartanlega velkomin í fjöl- skylduhópinn. Engin vihöfn, aðeins látleysi, einfaldleiki og einlægni. Þetta voru fyrstu kynni mín, 12 ára pilts, af Sigríði Pálínu Jónsdótt- ur eða Siggu Pöllu, eins og hún var oftast kölluð í vina- og kunningja- hópi. Ég var hreykinn af Haraldi frænda, sem var jafnaldri og félagi Hauks bróður míns og hefir alltaf verið mér sem eldri bróðir, að hann skyldi hafa eignast svona fallega, glæsilega og skemmtilega konu. Hún hafði þá dvalist á Akureyri um hríð til að vinna fyrir sér og örvað þar hjartslátt ungra manna, án þess að hún gæti sjálf að því gert. Og Haraldur hreppti hnossið, enda glæsimenni og drengur góður. Annars var hún Húsvíkingur, fædd þar og upp alin. Faðir hennar var dugnaðarmaðurinn Jón Fló- vantsson, afgreiðslu- og verslunar- maður og vel liðtækur í leiklistinni, en móðir hennar Gyðný Helgadóttir kór Akureyrar við stofnun hans og söng þar millirödd undir stjórn Björgvins Guðmundssonar þau tutt- ugu ár, sem kórinn starfaði. Hún var ein af máttarstoðum kórsins og í miklum metum hjá stjórnandan- um, þeim stórbrotna tilfínninga- og listamanni. Hún fór a.m.k. tvær söngferðir með Kantötukórnum til Reykjavíkur og einnig í hina miklu söng- og sigurför kórsins til Norð- urlanda sumarið 1951, þar sem hann flutti m.a. Strengleika Björg- vins undir stjórn höfundar í Stokk- hólmi, Gautaborg, Ósló og víðar og hreppti silfurverðlaun í norrænni söngkeppni blandaðra kóra í Stokk- hólmi undir stjórn Askels Jónsson- ar. Hún var um hríð félagi í Söngfé- laginu Gígjunni, sem Jakob Tryggvason stjórnaði, og ekki má gleymast, að hún var alltaf burðar- ásinn í fjöldasöngnum, einrödduð- um eða margrödduðum, þegar fjöl- skyldan kom saman á tyllidögum og raðaði sér kringum orgelið hjá afa eftir að hafa gætt sér á kaffinu og kökunum hennar ömmu. Ekki er ofmælt, að hún hafi haft fallegustu alt-röddina á Akureyri í marga áratugi, á sama hátt og Helga systir hennar bar af flestum sópran-söngkonum í bænum á sín- um tíma, og hún var músíkölsk, tónviss og fljót að læra lög og radd- ir. Þá naut leikhúslíf á Húsavík og seinna á Akureyri góðs af liðsinni hennar og listatilþrifum í uppfærsl- um og sýningum margvíslegra leik- húsverka áratugum saman. Hún mun hafa leikið 19 hlutverk hjá Leikfélagi Akureyrar á 20 ára tíma- bili (1947-1967). Hún var gædd mjög ríkri leiklistargáfu eins og mörg skyldmenni hennar, ekki síst í föðurætt, en best naut hún sín í söngleikjum og gamansömum hlut- verkum. Frammistaða hennar verð- ur minnisstæð ótal þakklátum leik- húsgestum. Hún var lengi í stjórn Leikfélags Akureyrar, og var þá búningastjóri þess, útvegaði bún- inga, annaðist og varðveitti búninga félagsins og hélt þeim í góðu horfí. Hún taldi yfirleitt ekki eftir sér sporin fremur en endranær, þegar Leikfélagið eða leiklistin átti í hlut. Sigríður Pálína starfaði enn fremur af miklum áhuga í Kvenfé- laginu Framtíðinni og þótti þar yfir- leitt sjálfkjörin í skemmtinefndir og söng- og leikhlutverk á fundum og skemmtunum félagsins. Þá lagði hún einnig fram, eins og raunar öll hin harðsnúna sveit hugsjóna- kvenna í þessum samhenta og dugmikla félagsskap, ómælda vinnu við hinar miklu og minnisstæðu Jónsmessuhátíðir Framtíðarinnar, þegar félagið var að afla fjár meðal héraðs- og bæjarbúa til byggingar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri á árunum kringum 1950. Sumum er eðlislægt að strá í kringum sig léttleika, kátínu og græskulausri gamansemi, hvar sem þeir koma. Sigríður Pálína var ein þeirra. Hún var meistari frásagnar- innar og gat látið okkur áheyrendur sína hrífast með sér og veltast um af hlátri, þegar hún fór á kostum við að segja sögur af skoplegum atburðum eða skrýtilegum tilsvör- um og gæddi þá frásögnina gjarnan rödd og látbragði þeirra, sem sagt var frá. Allar voru þó söguhetjur hennar heilar og ómeiddar á heiðri og sóma í sögulok, því að þetta var saklaus skemmtun, en hún var stjarna stundarinnar og „átti sam- kvæmið", þegar henni tókst upp. Þrátt fyrir mikil félagsstörf og þátttöku í listalífi bæjarins, var þó heimilið helsti vettvangur hennar og ævistarfsins. Fjölskyldu sinni, eiginmanni, börnum, öðrum afkom- endum og tengdaliði helgaði hún umfram allt hjarta sitt, huga og í i í i i i i Minning Fjóla Einarsdóttir Fædd 2. mars 1946 Dáin 20. janúar 1992 Elskuleg vinkona, frænka og ná- granni okkar hún Fjóla Einarsdóttir er látinn. Við höfðum fylgst með baráttu Fjólu við þann illvíga sjúkdóm, sem að lokum hafði yfirhöndina. Þrátt fyrir það kom andlátsfregn hennar okkur í opna skjöldu. Fjóla bar veik- indi sín í hljóði og með hugrekki þess sem aldrei missir vonina. Slíkur var viljastyrkur hennar að ekki er víst að nema aðeins hennar nánustu hafi gert sér grein fyrir hvers konar baráttu hún háði. En Fjóla barðist ekki ein. Eiginmaður hennar, Bergur Ólafsson, stóð við hlið hennar með aðdáunarverðri umhyggju og upp- örvun. Fjóla var góður vinur og ná- granni. Hún var björt yfirlitum, hlát- urmild, ákveðin og hreinskilin. Það er ekki hægt að hugsa sér betri nágranna en þau hjónin Fjólu og Berg. Sérstaklega koma upp í hug- ann þær mörgu ánægjulegu stundir sem við áttum með þeim í sambandi við uppbyggingu og rækktun garða okkar, en þeir liggja saman. Alfta- nesið hefur löngum talist erfítt til ræktunar, en ekki er það að sjá á garðinum hjá Fjólu og Berg. Alúð þeirra, snyrtimennska og áhugi var aðdáunarverður og ósjaldan leituð- um við til þeirra með ráð. Víst er að Fjóia leggur fram sínar græðandi hendur til ræktunar stærri og meiri garða núna en vaxa á Álftanesi, en fallegt handverk hennar í garðinum að Norðurtúni 22, ber minningu um góða konu, sem ann öllu er lifði. Síðastliðið vor heimsóttu Fjóla og Bergur okkur hingað til Michigan í Bandaríkjunum, þar sem við búum nú tímabundið, en þau voru að heim- sækja son sinn Einar, sem var við nám í Milwaukee í Wisconsin. Þeir ánægjulegu dagar sem við áttum þá saman, eru okkur sérstaklega mikils virði og sýndi það best vinar- hug þeirra að leggja á sig margra klst. ferðalag til að hitta okkur. Við höfðum vonast til að hitta Fjólu aft- ur þegar við flytjum aftur heim í mars nk., en kallið kom fyrir aldur fram svo bið verður á þeim endur- fundum. Elsku Bergur, Einar og Óli. Miss- ir ykkar er mikill en um leið margs að þakka. Megi minningin um ást- kæra eiginkonu og móður gefa ykk- ur styrk í sorg ykkar. Við biðjum góðan Guð að vera með ykkur og þökkum honum þær stundir og minningar, sem við geymum í hjarta okkar. Blessuð sé minning hennar. Guðmundur og Ruth, Norðurtúni 24. í dag kveð ég Fjólu vinkonu mína sem lést á Landakotsspítala 20. jan- úar eftir erfið veikindi. Við fæddumst báðar og ólumst upp í Vestmannaeyjum, hún í vest- urbænum en ég í austurbænum. Við kynntumst þó ekki fyrr en ég var 15 ára og hún 17 ára en strax var eitthvað sem batt okkur saman og við urðum mjög nánar vinkonur. Við gátum setið og talað tímunum sam- an um allt milli himins og jarðar og nú hrannast minningamar upp um allt það sem við brölluðum saman. Stundum áttum við allan heiminn en þess á milli var iífið ekki alveg eins einfalt. Árin lifðu og alvara lífs- ins tók við hjá okkur báðum við eign- uðumst heimili, eiginmenn og böm. Stundirnar sem við áttum saman urðu færri með árunum og það harma ég nú, en allt það sem áttum við saman í gegnum árin er mér mjög kært og það mun ég nú varð- veita í minningum mínum. Elsku Bergur, Einar, Óli og aðrir ástvinir, ég sendi ykkur mínar inni- legustu samúðarkveðjur og megi góður Guð gefa ykkur styrk og stuðning í sorg ykkar. Ég kveð Fjólu mína með einum af síðustu orðunum sem hún sagði við mig: „Farnist þér vel“ í nýjum heimkynnum, kæra vin- kona. Gunna Dóra. „Því hvað er það að deyja annað en að standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið? Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund Guðs síns. (Kahlil Gibran) Okkur langar að minnast vin- konu okkar Fjólu Einarsdóttur sem lést 20. janúar sl. eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Á kveðjustund koma upp í hugann mörg skemmtileg atvik frá æsku- dögum okkar í Eyjum sem eru sveipuð ljóma minninganna. Leiðir okkar skildu í nokkur ár en lágu aftur saman í Hafnarfírði þar sem við vorum allar búsettar, en Fjóla og fjölskylda fluttust síðar út á Álftanes þar sem þau hjónin, sem voru einstaklega samhent, reistu sér glæsilegt einbýlishús sem ber vott um smekkvísi og myndarskap þeirra beggja. Fjóla átti frumkvæð- ið að því að við eyjastelpurnar fjór- ar stofnuðum svokallaðan sauma- klúbb árið 1985. Við hittumst reglu- lega uppfrá því og áttum saman margar ánægjustundir, þar sem Fjóla, eins og ávallt, skorinorð og hress var potturinn og pannan í því sem við tókum okkur fyrir hendur. Kæra vinkona, far þú í friði og hafðu þökk fyrir allt. Eiginmanni, sonum, móður og systkinum vottum við okkar dýpstu samúð. Helga, Biddý og Ella. Kórsystir okkar og kær vinkona, Fjóla Einarsdóttir, er látin eftir langa baráttu við illkynja sjúkdóm. Fjóla kom í Álftaneskórinn um haustið 1984, hún var glaðlynd og hláturmild, ákveðin í skoðunum og oft var stutt i hnyttin og skemmti- leg tilsvör. Margs er að minnast þessi ár, kórinn hefur séð um messu og at- hafnasöng í Bessastaðakirkju, við höfum farið í söngæfínga- og fjöl- skylduferðir og þær eru margar og ljúfar minningarnar sem við eigum frá liðnum árum. Oftast hefur fylgt kórstarfínu gáski og glaðværð, en því miður stundum mikil sorg. Þegar við fengum þá vitneskju fyrir nokkrum árum að Fjóla væri með þann sjúkdóm sem nú hefur lagt hana að velli vorum við kórfé- lagar hennar bjartsýn á að hún hefði betur í þeirri baráttu. Það er í raun aðdáunarvert hvað hún tók veikindum sínum af miklu æðru- leysi. Við félagar Fjólu í Álftaneskórn- um biðjum henni guðsblessunar og sendum aðstandendum, eiginmanni hennar og sonum þeirra okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Kórfélagar. Það voru þungbærar fréttir að móttaka um kvöldið 20. janúar að hún Fjóla væri öll. Fjóla vann hjá okkur undirrituð- um frá því í júlí 1982 og var hún meira en góður starfsmaður því að hún var einnig kær vinur. Það hefur verið einhvern tíma í endaðan júní 1982 að ég hringdi í kunningja sem var kennari við Iðnskólann í Hafnar- fírði og spurði hann hver tækniteikn- aranna sem hefðu útskrifast um vorið væri hæfastur. Hann gaf mér upp nafn Fjólu og ég hringdi heim til hennar og boðaði hana til fundar við mig strax daginn eftir. Þau hjónin Bergur og Fjóla voru þá nýkomin heim úr fríi og var henni víst síst í huga að byrja að vinna strax. Ég gekk eftir því við hana að byija hjá okkur, það varð svo úr að Fjóla hóf störf 5. júlí 1982. Við vorum því nýbúin að halda upp á 10 ára starfsafmæli. Það skondna við ráðningu Fjólu var að þegar við höfðum rætt starfs- fyrirkomulag þá tilkynnti hún að á v. í i i i i V

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.