Morgunblaðið - 29.01.1993, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1993
35
hendur. Henni þótti aldrei of vel
við þau gert. Hamingja þeirra var
hennar gleði, og vökul umhyggja
hennar vafðist um þau eins og hlýr
armur.
Með aldrinum, þegar börnin voru
flogin úr hreiðrinu og tómstundum
fjöldaði, gerðist hún hamhleypa við
hannyrðir, og liggja eftir hana
margir fagrir heimagerðir munir,
svo sem plögg, flíkur og aðrar
nytjahlutir ætlaðar börnum henanr,
barnabörnum og barnabarnabörn-
um, annaðhvort til skrauts eða
skjóls. En þar að auki vann hún
ýmsa stærri muni, svo sem púða,
veggteppi og gólfábreiður.
Þeim Haraldi auðnaðist sú ham-
ingja að búa saman í fögru hjóna-
bandi í rösk 56 ár. Heimili þeirra
hefir staðið á nokkrum stöðum á
Akureyri, Eyrarlandsvegi 12, Eyr-
arlandsvegi 19, Hafnarstræti 106
og nú rösklega síðustu þrjá áratug-
ina á fæðingarstað og æskuheimili
Haralds á Spítalavegi 15, þangað
sem hann Ieiddi brúði sína og kynnti
fyrir fólki sínu á sjálfan hjóna-
vígsludaginn. Þau kynni af henni
hafa verið á eina lund, kynni glað-
værðar, góðvildar og einlægrar vin-
áttu.
Börn þeirra Haralds eru þijú. —
Elst er Agnes Guðný, f. 19. nóvem-
ber 1936, gift Ólafi Bjarka Ragn-
arssyni, fulltrúa hjá Oíuverslun ís-
lands hf., og eiga þau heima í
Reykjavík. Þau eiga eina dóttur,
Sigríði (gifta Pétri Má Péturssyni
listmálara, og eiga þau tvö börn,
Pétur Bjarka og Agnesi_ Ólöfu).
Synir þeirra Agnesar og Ólafs eru
ljórir: Ragnar (kona hans er Hólm-
fríður Jóna Guðmundsdóttir og börn
þeirra Björg Kristín, Ólafur Bjarki
og Ólöf Kolbrún), Kristinn Ólafur
(kona hans er Helga Þórisdóttir og
börn þeirra Davíð Már og Sigríður
Kolbrún), Haraldur (kona hans er
Jóhanna Jónsdóttir og dóttir þeirra
Dagbjört Svana) og Helgi (kona
hans er Wan Pen Srim og dóttir
þeirra Guðný). — Önnur í aldursröð
er Helga, f. 19. mars 1943. Hún
átti fýrr Skúla Ágústsson forstjóra
og eignaðist með honum tvær dæt-
ur, Agnesi Heiðu, meinatæki (mað-
ur hennar er Árni Kristjánsson
tæknifræðingur og börn þeirra
Skúli Gunnar og Helga Rún), og
Auði Helgu (maður hennar er Hjört-
ur Fjeldsted útgerðartæknir og börn
þeirra Viktor Helgi og Fanný
Heiða). Síðari maður Helgu er Al-
freð Örn Almarsson framkvæmda-
stjóri, og eiga þau soninn Almar.
—Yngstur bama Haralds og Sigríð-
ar Pálínu er Sigurgeir pípulagn-
ingameistari, f. 15. maí 1954,
kvæntur Láru Ólafsdóttur skrif-
stofumanni. Böm þeirra em Ólafur
og Ingibjörg.
Þeir, sem eru léttir í lund og
manna kátastir í bragði, búa oft
yfir mikilli alvöru, en flíka henni
ógjarna. Sigríður Pálína var ein
þeirra. Hún var einlæg kona og
hjartahrein, hreinlynd og hrein-
skiptin. Hún var sannur vinur vina
sinna og vildi öllum gott gera, ekki
síst þar sem hún vissi þörfina
mesta. Hún var einlæg trúkona og
lifði samkvæmt því, treysti á guð-
lega forsjón og átti því góða heim-
von.
Sigríður Pálína átti skammt í að
fýlla áttugasta aldursárið, þótt
fáum dytti það í hug, svo ung sem
hún var alltaf í anda. Kynslóðabil
varð hjákátlegt og aldursmunur
gleymdist í návist hennar. Ellin
varð henni heldur ekki þung, þó að
veikindastríð síðustu mánaða hafi
verið hart. Þá var fagurt að sjá
frábæra umönnun og ástúð Haralds
og barnanna þeirra þriggja, sem
viku varla frá henni og veittu henni
alla þá kærleiksþjónustu, sem í
mannlegu valdi stóð.
Og nú em umskiptin orðin. Nú
býr söknuður í hugum eiginmanns
hennar, barna, bróður og annarra
í fjölskylduhópnum hennar. En
þakklæti og fagrar minningar
bregða björtu ljósi yfir farinn veg
og ógengin spor. Marga hefir hún
sungið úr garði, en nú er komið að
henni sjálfri að þiggja þá þjónustu.
Við Ellen þökkum henni kynnin og
samfýlgdina og margar glaðar og
góðar stundir á liðnum dögum. Við
þökkum henni langa vináttu, sem
verið hefir með frændsemi milli
heimilanna, án þess nokkm sinni
drægi ský fyrir sólu, og óskum
henni allrar blessunar á nýjum slóð-
um.
Sverrir Pálsson.
Elskuleg amma mín er dáin.
Hver hefði trúað því fýrir rúmu ári
þegar amma og afi vom hérna fyr-
ir sunnan, að hún ætti svo skammt
eftir. Hún sem var svo full af lífí
og gáska, sjálfri sér lík. Aldrei hef
ég hugsað ömmu og afa sem göm-
ul, það var einfaldlega ekki hægt,
þau voru svo ástfangin og ung í
hjarta að unun var að horfa á. Það
var gaman að vera nálægt ömmu,
hún var svo yndislega skemmtileg,
glettin, kát og fjörug. Nei hún
amma mín var ekki gömul kona
þrátt fyrir að vera á áttræðisaldri,
því hún var alltaf í takt við þann
sem hún talaði við. Hún var mikil
húsmóðir, ein af þeim sem bakaði
einu sinni í viku alla tíð. Það var
gott að fá mjólk og kökur í eldhús-
inu hjá ömmu. Alltaf var hún með
eitthvað á pijónunum, það voru
ófáar flíkurnar sem við bamabörn-
in, og seinna langömmubörnin,
fengum frá henni, svo saumaði hún
og bróderaði heilu listaverkin, aldr-
ei féll henni verk úr hendi. Síðustu
dagana hafði hún áhyggjur af því
að hún yrði að klára peysuna sem
hún var að prjóna og dúk sem hún
var að sauma, henni fannst að hún
ætti svo margt eftir ógert.
Minningarnar hellast yfir mig og
það er sem hjarta mitt ætli að
bresta, sorgin og söknuðurinn er
svo mikill. Ég sit við kertaljós og
syrgi ömmu mína þegar dóttir mín
fímm ára kemur til mín og spyr:
Af hveiju ertu að gráta mamma
mín? Ég segi henni að amma Sigga
Palla sé dáin. Þá svarar hún blíð á
svipinn: En mamma, nú er amma
orðin engill og hún er farin upp til
guðs og þar eru allir svo glaðir.
Svona eru börnin einlæg og yndis-
leg. Ég á allar minningarnar í hjarta
mínu sem verða nú dýrmætari um
„heimsins bestu ömmu mína í heim-
inum“ eins og ég sagði ævinlega
við hana frá því að ég var barn.
Hún var ekki bara amma mín því
hún var líka mamma mín. Þegar
ég var rúmlega árs gömul fór ég
með Helgu frænku norður til ömmu
og afa og var ég hjá þeim fram á
haustið, þar sem mamma og pabbi
áttu von á sínu öðru bami. Ekki
þóttu ömmu og afa það neitt tiltöku-
mál að bæta við sig blaðskellunni,
þrátt fyrir að þau væru sjálf með
lítinn sólargeisla, sem var tæpu ári
eldri en ég, hann Geiga minn, eins
og ég kallaði hann þá. Nú áttu þau
„tvillinga" eins og amma sagði svo
oft. Þá var ýmislegt brallað og
uppátækin komu eflaust öll frá
mér, þar sem ég var mikil fyrir
mér en Geigi minn var rólegt bam.
Það var gaman að hlusta á ömmu
segja okkur frá því öllu saman
seinna. Það var nefnilega ekkert
erfitt hjá ömmu því hún gerði allt
svo skemmtilegt.
Eftir að ijölskyldan fluttist aftur
suður, fórum við i heimsókn til
ömmu og afa á hveiju sumri. Alltaf
var jafngaman og yndislegt að
koma á Spítalaveginn. Amma og
afi gáfu sér alltaf tíma fyrir börnin
sín, leiðbeina þeim á alla lund og
ef afi sagði langt ha! þá vissum við
að eitthvað hafði verið sagt vit-
laust, þá leiðréttum við okkur eða
afi sagði hvernig ætti að segja það
rétt. Og notalegt var að sitja í fang-
inu á ömmu meðan afí spilaði á
píanóið Til Elisu og fleiri uppáhalds-
lög. Amma mín var leikkona og lék
með Leikfélagi Akureyrar. Ég sá
hana aldrei á sviði en ég fékk mín-
ar einkasýningar.
Þegar ég var átta eða níu ára
ætlaði ég að verða hárgreiðslukona
þegar ég væri orðin stór. Og þá var
amma strax tilbúin að fórna sér,
ég setti í hana rúllur, túberað og
greiddi á ýmsa vegu og hún fór í
hvert hlutverkið á eftir öðru, allt
eftir því hvernig hárgreiðslan var.
Við hlógum okkur máttlausar báðar
tvær á þessum galsastundum. Eitt
sumarið vorum við öll íjölskyldan í
heimsókn, þá var oft ijörugt og
lætin mikil, strákarnir voru í kodda-
slag í rúminu þeirra ömmu og afa,
hávaðinn ferlegur svo að amma
sussaði á þá og sagði þeim að hætta
þessum látum. Itrekaði hún þetta
nokkrum sinnum án árangurs, þá
tók mín til sinna ráða. Hún vatt sér
í hlutverk sem frægt er innan fjöl-
skyldunnar, ruglaði á sé hárið,
stökk inn í herbergið og kallaði:
Ætlið þið að hætta þessum látum!
Það datt dúnalogn, og bræður mín-
ir urðu hálfskelkaðir, en Sigurgeir
veltist um af hlátri. Amma lagaði
sig til, kom fram, skellti sér á lær
og sagði glettin: Nú lék ég á ykk-
ur, komið þið nú að drekka. Já,
svona var hún amma mín engri
annarri lík.
Þegar ég var fjórtán ára var ég
hjá ömmu meðan afi fór í aðgerð
suður. Við töluðum mikið saman
um lífið og tilveruna, það var gott
að tala við ömmu mína því að hún
átti svör við öllu. Við lásum ljóð
fyrir hvor aðra og amma fór með
vísur sem hún hafði gert þegar hún
var barn og einnig vísur sem aðrir
höfðu kveðið til hennar. Ég skrifaði
þær hjá mér, ekki hafði ég þó skrif-
að nafnið á höfundi þessarar
skemmtilegu vísu sem lýsir ömmu
mjög vel, en ef einhver kannast við
vísuna og þekkir höfundinn þætti
mér vænt um að fá að vita um hann:
Sigga Palla greitt mun ganga
hinn gullna meðalveg.
Full er hún af gleði og gáska
guðunum þóknanleg.
(Ókunnur húsvískur hagyrðingur)
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi
orti til hennar nóttina sem hún
fæddi hana mömmu mína.
Vertu ljós á meðal þinna
vafín hrósi mærin svinn.
Indæl rós sem allir hlynna
að, að lqosa í garðinn sinn.
(Davíð Stefánsson frá Fagraskógi)
Amma mín var söngkona og hún
söng með kirkjukórnum. Þær voru
ófáar messurnar sem ég sótti með
henni. Það var alltaf notalegt í
Akureyrarkirkju. Nú kem ég aftur
í kirkjuna mína, en það verður ekki
eins og áður því að nú sit ég ekki
uppi hjá kórnum, heldur á bekknum
niðri með syrgjendunum því við
erum að kveðja ömmu mína hinstu
kveðju. Ég sendi henni mínar bestu
kveðjur og ástarþakkir fyrir allt
sem hún gerði fyrir mig og mína.
Blessuð sé minning hennar. Elsku-
legum afa mínum sem misst hefur
svo mikið, sendi ég mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur og bið Guð
að halda verndarhendi sinni yfír
honum og varðveita hann, móðu
mína Agnesi, Helgu, Sigurgeir og
ástvini alla.
Móðir mín
Hví skyldi ég yrkja um önnur fljóð,
en ekkert um þig, móðir góð?
Upp, þú minn hjartans óður!
Því hvað er ástar og hróðrar dís,
og hvað er engill úr Paradís
hjá góðri og göfugri móður?
Eg kveð þig, móðir, í Kristí trú,
sem kvaddi forðum mig sjálfan þú
á þessu þrautanna landi.
Þú, fagra ljós, í ljósinu býrð
nú launar þér Guð í sinni dýrð,
nú gleðst um eilífð þinn andi.
(Matthías Jochumsson)
Sigríður Ólafsdóttir.
væri einn vankantur því að hún
væri örvhent. Það þótti mér hinn
stærsti kostur því sjálfur var ég örv-
hentur og átti einungis teiknivél fyr-
ir örvhenta.
Annað var að hún gat aðeins ráð-
ið sig til nokkurra mánaða því hún
reiknaði með því að hún yrði hjá
Bergi, sem þá var einnig að byrja
sjálfur með sína teiknistofu.
Það var síðan mín gæfa að halda
henni eins lengi og raun ber vitni,
enda hefði verið erfítt að ná henni
frá mér eftir að við kynntumst betur.
Fjóla var alltaf mikill Vestmanna-
eyingur og heyrði maður oft á tali
að vissar taugar lágu til Eyja.
Söngkona var hún og starfaði í
kórum; bæði hafði hún starfað i kór
Víðistaðakirkju og síðan, eftir að
hún fluttist í Bessastaðahrepp, í kór
Bessastaðakirkju.
Þegar Fjóla hóf störf hér bjuggu
þau Bergur og Fjóla á Breiðvangi 9
í Hafnarfirði. Örfáum árum síðar
keyptu þau hús í Bessastaðahreppi
og bjuggu sér þar hið glæsilegasta
heimili, sem ber báðum vitni um
smekk og glæsimennsku.
Fjóla átti einnig góða að, þar sem
voru viðskiptavinir okkar, og margir
eru þeir sem hafa spurst fyrir og
verið annt um hvernig henni heilsað-
ist í veikindum hennar.
Ég veit að ég mæli fyrir hönd
okkar allra sem höfum unnið saman
á teiknistofunni ásamt öllum okkar
viðskiptavinum þegar ég votta
Bergi, Einari og Ola okkar dýpstu
samúð. Því minningin um stóra
konu, þó að ekki væri hún há, lifir.
Sigurður og Sigrún.
Við undirrituð, viljum í nokkrum
orðum kveðja ástkæra mágkonu og
svilkonu, en umfram allt vinkonu
okkar.
Pjóla Einarsdóttir fæddist í Vest-
mannaeyjum 2. mars 1946. Foreldr-
ar hennar voru Rósa Isleifsdóttir
og Einar Illugason sem er látinn.
Heimili þeirra var að Heiðarvegi 46.
Fjóla átti góða æsku í Eyju. Jákvæð-
ir eiginleikar hennar mótuðust,
þroskuðust og blómstruðu strax á
unglingsárum. Hún var hrókur alls
fagnaðar, elskaði að dansa og
syngja. Hún hló hjartanlega á góðri
stund og oft svo að tárin flóðu. Hún
hafði samkennd með þeim, sem
fundu til, eða minna máttu sin, og
var þá huggunar- og skilningsrík.
Hún veitti stuðning þeim, sem komu
til hennar og hún átti marga góða
vini. Hún hafði ákveðnar skoðanir
og var hispurslaus í umræðum. Það
var gaman að ræða heimsmálin við
hana. Hún var gefandi persónuleiki.
Ung stúlka fór hún sem barn-
fóstra til Ameríku. Eftir að hún kom
aftur heim, kynntist hún mannsefni
sínu, Bergi Ólafssyni. Hann var
einnig frá Vestmannaeyjum, sonur
hjónanna Eyglóar Stefánsdóttur og
Olafs Björnssonar, en þau eru bæði
látin. Heimili þeirra var á Skólavegi
13.
Fjóla og Bergur giftu sig 26.
desember 1966 og hófu búskap að
Helgafellsbraut 1. og 10. júní 1967
kom lítill sólargeisli í heiminn, þá
fæddist þeim sonurinn Einar. Hann
var ekki hár í loftinu þegar fjölskyld-
an flutti til Odense í Danmörku, þar
sem Bergur settist á skólabekk í
tækniskóla. Þá kom dugnaður Fjólu
enn betur í ljós og samheldni hjón-
anna ungu mótaðist og þroskaðist.
Hún fékk vinnu á saumastofu.
Saumaskapinn hafði hún lært í for-
eldrahúsum, af Rósu móður sinrii.
Vandvirkni hennar og kunnátta fóru
ekki framhjá samverkafólki hennar,
og fljótlega var hún látin sníða
stykkin fyrir saumakonurnar, úr
margföldum efnisbunkum. Það var
ábyrgð sem hún axlaði fullkomlega.
Hinn 23. janúar 1973 var lífs-
reynslustund hjá þeim. Fréttirnar
sem þau fengu af gosinu á Heimaey
voru óljósar og fyrst um sinn vissu
þau ekki um afdrif ástvina sinna í
Eyjum. Fjóla gekk þá með yngri
soninn, en Ólafur fæddist 17. mars
1973. Hann var foreldrum sínum
og bróður mikill gleðigjafi.
í nóvember sama ár fluttu þau
heim til íslands. Þau keyptu sér
fljótlega íbúð að Breiðvangi 9 í
Hafnarfirði, innréttuðu og bjuggu
þar næstu ár. Árið 1978 varð fjöl-
skyldan fyrir áfalli er Fjóla greind-
ist með krabbamein. En hún tókst
á við sjúkdóminn með jákvæðu hug-
arfari og viljastyrk með dyggum
stuðningi Bergs. Og var allt útlit
fyrir að sigur hafi unnist.
Hún hóf að syngja með kór Víði-
staðasóknar og gekk í systrafélag
sömu sóknar. í Iðnskóla Hafnar-
ijarðar lærði hún tækniteiknun og
lauk prófum með glæsibrag. Hún
vann síðan við tækniteiknun hjá
Tækniþjónustu Sigurðar Þorleifs-
sonar í Hafnarfirði.
I september 1985 fluttu þau í
einbýlishús að Norðurtúni 22 í
Bessastaðahreppi. En það höfðu þau
innréttað og búið húsgögnum af
stakri vandvirkni og smekkvísi.
Garðurinn var ræktaður af mikilli
alúð. Afklippum komið til og nutum
við, meðal annarra, góðs af. En
mörgum góðum græðlingum var
plantað við sumabústaðinn Bræðra-
borg í Grímsnesi, sem er sameigin-
legur staður okkar allra. Þar hitt-
umst við á góðum stundum. Þá var
glaðst, sagðar sögur, hlegið, grillað,
sungið, stiklað á þúfum og trimmað
á gömlu póstmannaleiðinni.
Fjóla hóf nú að syngja með kór
Bessastaðakirkju og starfaði með
Kvenfélagi Bessastaðahrepps. Þessi
félagsskapur er og verður öllum
þeim sem hans njóta, mikill gleði
og aflgjafí. Það var hann Fjólu.
En, vágesturinn knúði dyra enn
á ný. Og hetjulundin tók á móti.
Það var allt reynt. Allt sem lækna-
vísindin bjóða uppá, svo og lækn-
ingajurtir. Hún andaðist að kveldi
20. janúar 1993 á Landakotsspítala.
Nú er stórt skarð höggvið í hópinn
okkar. Við viljum senda þakkir, öll-
um þeim sem önnuðust hana í veik-
indum hennar. Innilegar samúðar-
kveðjur sendum við aldraðri móður
og systkinum Fjólu.
Elsku Bergur, Einar og Óli. Við
biðjum góðan Guð að vera með ykk-
ur og styrkja ykkur í sorginni.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fýlgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
að glaðir vér megum
þér síðar fylgja í friðarskaut.
(V. Briem.)
Sveinbjörg, Stefán og börn,
Hrefna, Örn og synir,
Lóa, Lárus Grétar og börn.
í dag kveðjum við elskulega vin-
konu, Fjólu Éinarsdóttur, sem lést
langt um aldur fram 20. janúar sl.
eftir erfið veikindi.
Við kynntumst í leik og starfi í
Kvenfélagi Bessastaðahrepps og
vorum svo lánsamar að veljast sam-
an í skemmtinefnd fýrir eitt af
þorrablótum félagsins fýrir nokkr-
um árum. Frá þeim tíma höfum við
kallað okkur Skálasystur, í sam-
ræmi við efni skemmtiatriðanna
sem að sjálfsögðu voru heimasmíð-
uð. Höfum við haldið hópinn, hist
oft á liðnum árum og brallað margt
skemmtilegt saman. Við eigum
ógleymanlegar minningar um Fjólu
frá þessum tíma, hún var góður
félagi. Gat hún oft verið hnyttin
og stríðin og lét óspart í ljós skoðan-
ir sínar á mönnum og málefnum.
Hún gat líka verið alvörugefín og
gefið mikið af sjálfri sér. Eftir að
veikindi hennar ágerðust varð
lengra á milli funda. Fjóla var þó
alltaf sjálfri sér lík þó sárþjáð væri.
Var aðdáunarvert að fylgjast með
seiglu hennar og dugnaði síðustu
mánuði í baráttu hennar fyrir líf-
inu. Hún hafði orð á því að sá styrk-
ur sem hún fengi frá Bergi manni
sínum auveldaði henni baráttuna.
Elskulegri Fjólu okkar þökkum
við samfylgdina og allar gleði- og
alvörustundirnar á liðnum árum og
óskum henni góðrar heimkomu hjá
algóðum Guði. Bergi, sonum þeirra
og öðrum aðstandendum vottum við
okkar innilegustu samúð.
En minning þín
er mjúk og hlý
og mun oss standa nærri.
Með hveiju vori hún vex á ný
og verður ávallt kærri.
(Magnús Asgeirsson)
F.h. Skálasystra,
Þorgerður, Anna og Margrét.