Morgunblaðið - 29.01.1993, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1993
45
Sveinn Andri og S VR
... og við hin
Frá Óla Tynes:
SVEINN Andri Sveinsson, borgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og
stjórnarformaður Strætisvagna
Reykjavíkur, stærir sig óskaplega
af því í Morgunblaðinu 21. janúar
síðastliðinn að kostnaður Reykjavík-
urborgar af SVR hafi lækkað um
100 milljónir króna.
Hann tínir til býsnin öll af tölum
og prósentum og raunvirðum og
raunframlögum og uppgjörum og
afkomum.
Eftir alla þessa upptalningu kem-
ur svo skýring á því hvernig SVR
náði í þessar hundrað milljónir: Þjón-
ustan var verulega skert og fargjöld
stórlega hækkuð fýrir mikinn hluta
farþega.
Eg er seinþreyttur til vandræða
og hef á undanfömum árum tekið
versnandi þjónustu og hækkunum
hjá SVR eins og hveiju öðru hunds-
biti.
En þegar drengstertur þessi geys-
ist fram á ritvöllinn og básúnar það
sem eitthvað rekstrarfræðilegt
kraftaverk að það sé hægt að græða
á því að veita lélegri þjónustu og
hækka verðið, get ég ekki orða bund-
ist.
Sveinn Andri vitnar í nokkur
ummæli borgarstjómarminnihlutans
um SVR og segir svo með miklum
hroka: „Það er gæfa Strætisvagna
Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar
að þurfa ekki að reiða sig á spá-
dómsgáfu borgarfulltrúa minnihlut-
ans.“
Það vill svo til að skoðanir mínar
og skoðanir minnihlutans í borgar-
stjóm fara ekki alltaf saman.
En mikið skelfíng yrði ég feginn
að sjá, til dæmis, Siguijón Pétursson
sem stjórnarformann Strætisvagna
Reykjavíkur.
ÓLI TYNES,
Hamrahlíð 23,
Reykjavfk.
Er þingræði alltaf
lýðræði?
Frá Gunnari Bjamasyni:
Vegna orðaskipta í enska blaðinu
Independent vegna ummæla Clint-
VELVAKANDI
RANGFÆRSLURI
VELVAKANDA-
KLAUSU
Hermann Jónsson úrsmiður
vildi koma eftirfarandi á fram-
færi vegna Velvakandaklausu
frá „mjög óánægðum viðskipta-
vini“, sem birtist í blaðinu á
miðvikudag.
Hermann segir að konan,
sem sendi inn fyrrgreinda
klausu hafi komið í verzlun sína
ásamt annarri konu og viljað
skipta hálsmeni, sem henni
hafi verið gefið. Þær hafi skoð-
að vömmar í búðinni en ekki
litizt á neitt. Hafi afgreiðslu-
maður þá bent þeim á að hægt
væri að fá innleggsnótu. Konan
hafí farið fram á endurgreiðslu,
en henni hafi verið tjáð að slíkt
væri ekki hægt, enda ekki al-
mennir viðskiptahættir að end-
urgreiða vöru. Ekki sé skila-
frestur á skartgripum.
Hermann segir að konumar
hafi sjálfar sýnt af sér ókurt-
eisi. Það sé ranghermt hjá kon-
unni þegar hún segi að hann
hafi sagt að „hún gæti átt sig“
og „hent“ hálsmeninu í sig. „Eg
sagði henni að hún gæti fengið
innleggsnótu eða fengið men-
inu skipt, lagði það svo á af-
greiðsluborðið og sagðist ekki
geta gert meira fýrir hana,“
sagði Hermann.
HÁVAÐI við
HÖFNINA
Ég vil gera fyrirspum til
þeirra aðila sem standa að fram-
kvæmdum við Reykjavíkurhöfn
um hve lengi íbúar borgarinnar
megi vænta að þessi stöðugu og
reglubundnu dynkir munu halda
áfram? Hávaðinn af þessu er
slíkur að berst um stóran hluta
ekki vegna vankunnáttu í elda-
mennsku hjá mér því ég hef
mjög oft eldað brodd og finnst
hann afskaplega góður. Ég var
því að velta því fyrir mér hvort
það gæti verið að bændur sem
selja broddinn þynni hann svo
mikið með venjulegri mjólk að
hann hlaupi ekki.
ÞÝÐINGU
ÁBÓTAVANT
Guðmundur Kristjánsson:
Ég tók eftir því sl. laugar-
dagskvöld þegar ég var að horfa
á þáttaröðina Æskuár Indiana
Jones í sjónvarpinu að þýðandinn
hefur annaðhvort misskilið
enska textann eða sögukunnáttu
hans hefur verið ábótavant
Nokkrum sinnum var nafn
franska hershöfðingjans Pétain
útfært á íslensku Betann. Ég
vildi koma þessu á framfæri því
að svona misskilningur getur oft
gefið ranga mynd af sögunni.
TAPAÐ/FUNDIÐ
Lyklar fundust
Lyklar á kippu fundust við
Aðalland í Fossvogi fyrir u.þ.b.
viku. Þetta em þrír Assa-lyklar
og á kippunni, sem er með eins-
konar hitamæli, standa orðin
Frilufts Magasinet. Upplýsingar
í síma 686949.
Gullúr fannst
Gullúr fannst á Þorláksmessu
við Grýtubakka í Breiðholti.
Upplýsingar gefur Herdís í síma
72939.
Silfurskeið fannst
Útflúruð og merkt silfurskeið
fannst fyrir jólin á Túngötu í
Reykjavík. Skeiðin var brotin í
plastpoka þegar hún fannst.
Upplýsingar gefur Guðrún Jóna
ons og Helga Ágústssonar sendi-
herra þætti mér gott að fá um-
mæli einhverra okkar stjómmála-
vísindamanna í Morgunblaðið um
skilgreiningu þessara orða, þing-
ræði og lýðræði. Ég tel ekki að ís-
lenska alþingið sem var stofnað 930
hafí verið lýðræðisstofnun heldur
framhald af héraðaþingræði í Nor-
egi og á Bretlandseyjum á þessum
tímum en menn kusu aldrei fulltrúa
til alþingis heldur gekk goðorðs-
valdið í arf eða kaupum og sölu og
fyrst og fremst var alþingi hæsti-
réttur (fimmtardómur). Ég get ekki
séð að nokkurn tíma hafi verið kos-
ið til alþingis því að 1263 fáum við
norsk lög og ég tel að ekki hafi
verið kosið lýðræðislega til æðsta
valds á íslandi fyrr en á 19. öld.
Vegna þess að við stöndum oft
frammi fyrir útlendingum og gort-
um af því að eiga elsta lýðræðisþing
heimsins þá væri betra fýrir okkur
fýrir samviskuna að fá þetta fræði-
lega skilgreint í eitt skipti fyrir öll
svo að við vitum hver hefur rétt
fyrir sér í heimspressunni, Clinton
eða Helgi Ágústsson sendiherra.
Gunnar Bjamason,
Dalbraut 27.
Reykjavík.
Pennavinir
Frá Sviss skrifar karlmaður sem
getur ekki um aldur né áhugamál.
Biður um bréf á þýsku:
Peter Klossner,
Harderstrasse 22,
3800 Interlaken,
Switzerland.
LEIÐRETTING
Rangt starfsheiti
í minningargrein Baldurs Jónssonar
og Gunnars Steindórssonar um
Geir S. Björnsson var tilgreint rangt
starfsheiti eins af hálfsystkinum
Geirs, Ingibjargar hóteistýru, sem
búsett er í Luxemburg. Eru hlutað-
eigendur innilega beðnir afsökunar
á þessum mistökum.
ríUDDSKÓLI RAFnS QEIRDALS
NUDDNAM
Kvöld- og helgarskóli hefst I. febrúar.
Upplýsingar og skróning
í símum 67661 2/68661 2
Viðtalstími borgarfulltrúa
Siálfstæðisflokksins í Reykiavík
Laugarneshverfi og Langholtshverfi
Laugardaginn 30. janúar 1993 kl. 10-12
verða til viðtals á Hrafnistu, DAS,
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson,formaður skipulags-
nefndar, í borgarráði, hafnarstjórn, í stjórrn
sjúkrastofnana, stjórn Sorpeyðingar höfuðborg-
arsvæðisins, byggingarnefd aldraðra og Hulda
Valtýsdóttir, formaður menningarmálanefndar.
Tekið er á móti hvers kyns fyrirspurnum og
ábendingum. Öllum borgarbúum er boðið að
notfæra sér viðtalstíma þessa.
Tölvuvetrarskólinn
Tölvunámskeið fyrir hressa krakka og unglinga!
Tölvuvetrarskólinn er einstakt tækifæri fyrir böm og unglinga að fá
þjálfun í öllum grannatriðum tölvunotkunar sem nýtist þeim í námi
og Starfi og gefur þeim góðan grunn sem þau geta síðar byggt á.
Námsgreinar:
Ritvinnsla, vélritun, tölvuteiknun, myndgerð, tölvufræði, gagnagrunns-,
töflureiknisnotkun, tölvugeisladiskar og leikir.
Byrjenda- og framhaldsnámskeið á laugardögum - hagstætt verðJJqÞ
Tölvu
Tölvuskóti
Grensásvegí 16 • stomaour 1. mars 1986 ^
hk-93012
é>
Grifcteikumar hjá larBnum:
Mest seldu steikur
á íslandi
NAUTAGRILLSTEIK, SIRLOIN,
m. bak. kart., kryddsmjöri og hrásalatl. Safarík og bragbmikll
steik úr völdu ungnautakjöti...kr. 690
LAMBAGRILLSTEIK, FILLET,
m. bak. kart., kryddsmjöri og hrásalati. Erum þrælmontin af
lambasteikinni okkar. Brábnar nánast í munni manns... kr. 750
SVINAGRILLSTEIK, HNAKKI,
m. bak. kart., kryddsmjöri og hrásalati.
Bragögóö og mjúk undir tönn. Góö steik.
kr.690
w
m__ai___
Mutmm
'VEITINGASTOFA •
Sprengisandi — Kringlunni
Faber-Castell
borgarinnar. Þessi taktfasti dyn-
ur minnir helst á pyntingarað-
ferðir í fangabúðum enda heldur
enginn einbeitingu á meðan á
þessu stendur. Sjálfur hef ég
misst ómældar vinnustundir
vegna þessa og svo er áreiðan-
lega um fleiri. Þessu verður að
linna.
Ibúi í miðbænum.
LÉLEGUR
BRODDUR
Hugljúf Jónsdóttir:
Ég hef nokkrum sinnum keypt
brodd í Kolaportinu og alltaf
orðið fyrir vonbrigðum með hann
því hann hleypur ekki. Það er
Bækur týndust
Bækur í plastpoka týndust í
miðbænum um miðjan janúar.
Meðal annars var í pokanum bók
um Nýja testamentið og ein bók
á ensku. Finnandi vinsamlega
hafi samband í síma 27177
(Svala) á skrifstofutíma eða
27619 á kvöldin.
GÆLUDÝR
Golden
Retriever-hvolpur
Þú sem vildir fá Golden
Retriever-hvolp hjá Helgu á
Barðaströnd vinsamlega hafðu
samband við hana í síma
97-2025.
Myndlistarvörukynning
á Faber Castell vörum í Máli og menningu,
SíÖumúla,
í dag, fostudaginn 29. janúar,
kl. 13.00-17.00