Morgunblaðið - 29.01.1993, Page 46

Morgunblaðið - 29.01.1993, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUPAGUR 29. JANÚAR 1993 ----------------------------?-----------——---- KNATTSPYRNA Einar Páll tilbúinn aðfaratil Degerfors vera með frá byijun. „Liðið byijar að spila æfmgaleiki um aðra helgi og ég miða allt við að vera þá kom- inn á staðinn enda er nauðsynlegt að vera með frá byijun.“ Einar Páll, sem verður 25 ára á árinu, lék fyrst í 1. deild með Val 1988. Hann á fimm a-landsleiki að baki, sjö með U-21 liðinu, sex með U-18 og lék 10 leiki með U-16 ára liðinu. TENNIS/OPNA ASTRALSKA MOTIÐ Reuter Steffi Qraf tii vinstri og Monica Seles í undanúrslitunum í gær. Þær sigruðu örugglega og leika til úrslita. Monica Seles og Steffi Graf leika til úrslita Einar Páll Tómasson EINAR Páll Tómasson, mið- vörður bikarmeistara Vals, hef- ur fyrir sitt leyti tekið tilboði sænska úrvalsdeildarliðsins Degerfors og vonast til að geta farið til Svíþjóðar í næstu viku. Einar Páll sagði við Morgunblað- ið í gærkvöldi að um væri að ræða leigusamning til árs, en félög- ÚRSLIT Tennis Opna ástralska meistaramótið Einliðaleikur kvenna, undanúrslit: Monica Seles - Gabriela Sabatini..6-1, 6-2 Steffi Graf - Arantxa Sanchez....7-5, 6-4. Einliðaieikur karla, 8-manna úrslit: 3-Pete Sampras (Bandar.) vann Brett Steven (N-Sjálandi) 6-3 6-2 6-3. 14-Michael Stich (Þýskalandi) vann 11-Guy Forget (Frakkl.) 6-4 6-4 6-4. 2-Stefan Edberg (Svíþjðð) vann Christian Bergstrom (Svíþjóð) 6-4 6-4 6-1. 1-Jim Courier (Bandar.) vann 7-Petr Korda (Tékkneska lýðv.) 6-1 6-0 6-4. Tvíliðaleikur karla, undanúrslit: Danie Visser (S-Afriku)/Laurie Warder (Ástr- alíu) unnu John-Laffnie De Jager (S-Afr- iku)/Marcos Ondruska (S-Afriku) 6-3 3-6 6-3 6-4 John Fitzgerald (Ástralíu)/Anders Jarryd (Sví- þjóð) unnu Mark Kratzmann (Ástraiíu)/Wally Masur (Ástralíu) 7-6 (7-4) 6-4 6-1 Körfuknattleikur NBA-úrslit: Þriðjudagur: New Jersey — L.A. Lakers......106: 91 New York — Philadelphia........98: 90 Orlando — Atlanta.............120:106 Washington — Miami Heat.......106:102 Dalias — Chicago...............88:123 Milwaukee — Houston...........100: 86 Utah Jazz — Cieveland.........113: 96 '2»Portland — Golden State........143:133 Miðvikudagur: Minnesota - Phoenix............116:117 ■Eftir framlengingu. Charlotte - Sacramento.........117:107 Detroit - Boston..............103: 94 Philadelphia - Indiana.........125:127 ■Eftir framlengingu. LA Clippers - Utah.............107: 97 Seattle - San Antonio.......... 99:119 Golden State - Denver..........123: 95 Íshokkí Buffalo - Washington...............4:3 Hartford - Montreal................6:5 NY Rangers - Winnipeg..............5:2 í kvöld Körfuknattleikur Úrvalsdeild: Digranes: UBK-UMFN........kl. 20 1. deild karla: Akureyri: Þór-ÍA........kl. 20.30 Hagaskóli: ÍS-Höttur......kl. 20 Handknattleikur 1. deild kvenna: Strandgata: Haukar-Fram..kl. 18.30 2. deild karla: Höllin: KR-ÍH.................kl.18 Blak 1. deild karla: KA-hús: KA-ÍS.................kl. 20 in ættu eftir að ganga frá samn- ingnum sín á milli. „Liðin eru að ræða saman, en Valsmenn vilja skiljanlega ekki skrifa undir neitt fyrr en allt er á hreinu,“ sagði mið- vörðurinn og bætti við að hann yrði laus allra mála hjá Degerfors eftir ár og þá aftur Valsmaður. Undirbúningur Degerfors fyrir næsta tímabil hefst eftir helgi og sagði Einar Páll nauðsynlegt að MONICA Seles átti ekki f nokkrum vandræðum þegar hún mætti Gabrielu Sabatini í undanúrslitum í einliðaleik kvenna á Opna ástralska meistaramótinu. Hún vann í tveimur hrinum og tók leikur- inn aðeins 53 mínútur. Seles mætir Steffi Graf í úrslitum, en hún sigraði Arantaxu Sanchez Vicario í gær. Seles var í miklum ham og átti Sabatini aldrei möguleika. Se- les sigraði 6-1 og 6-2. Þar með var Seles enn komin í úrslit í þessu móti en hún hefur ekki tapað leik þau þijú ár sem hún hefur tekið þátt. __ Sabatini var ekki hress eftir tapið. „Ég held ég sé eitthvað veik, ég er svo slöpp," sagði hún og bætti við að það þýddi ekkert annað en að ná sínum besta leik gegn Seles, annars ætti hún ekki möguleika gegn henni. Seles er vön að vera mjög hörð við sjáifa sig og á því varð engin breyting þrátt fyrir góðan sigur. „Uppgjafirnar voru ekki nógu góð- ar,“ sagði hún en 80% af uppgjöfum hennar_ heppnuðust og þykir það gott. „Ég lék hins vegar vei og var óvenju áköf í sókninni,“ sagði hún. Steffi Graf, sem er eist þeirra sem komust í undanúrslit, aðeins 23 ára gömul, sigraði Arantxa Sanchez 7-5 og 6-4 í hörkuleik. Graf á nú mögu- leika á að komast í efsta sæti heims- listans. Til þess þarf hún að sigra Seles og vinna síðan á móti í Tókýó í næstu viku. Þrátt fyrir að tapa fyrir Graf get- ur Sanchez verið þokkalega áanægð því hún skaust upp í þriðja sætið á heimslistanum, upp fyrir Sabatini. Þess má geta að Graf og Sanchez hafa leikið 20 leiki og hefur Graf sigrað í 17 þeirra. „Það verður frábært að fá tæki- færi til að leika við þá bestu í heimi,“ sagði Graf um úrslitaleikinn við Se- les, en sú síðarnefnda tók við topp- sætinu af Graf í mars árið 1991. Síðast mættust þær í úrslitum á Wimbledon og þá sigraði Seles en staðan úr þeim níu leikjum sem þær hafa leikið er 6-3 fyrir Graf. ISI / IÞROTTIR I NYRRI EVROPU Morgunblaðið/Ámi Sæberg William Engseth, forseti íþróttasambands Noregs, til hægri hlustar á Sig- urð Magnússon, framkvæmdastjóra ÍSÍ. Varia vegið að sjálfstæði íþrótta Iþróttasamband íslands efndi til sérstaks fundar í vikunni, þar sem umræðuefnið var „íþróttir í nýrri Evrópu". Að loknu ávarpi Ell- erts B. Schram, forseta ÍSÍ, fluttu William Engseth, forseti Iþrótta- sambands Noregs, og Reynir Karls- son, íþróttafulltrúi ríkisins, fram- söguræður, en síðan tóku við fyrir- spurnir og umræður. í máli framsögumanna kom fram að þó íþróttastarfsemi innan landa Evrópska efnahagssvæðisins ætti sennilega eftir að taka miklum breytingum væri ekki ástæða til að ætla að vegið yrði að sjálfstæði íþrótta. Hins vegar yrði íþrótta- hreyfingin að vera á varðbergi og gæta réttar sfns. Aðild að Evrópska Efnahags- svæðinu hefur vakið upp margar spurningar varðandi stöðu íþrótta með tilliti til frjáls flæðis vinnuafls á milli hlutaðeigandi landa, en regl- ur innan íþróttahreyfingarinnar gera ráð fyrir takmörkunum á þessu sviði. Fram kom að reglur íþróttahreyfingarinnar réðu, en sennilega þyrfti að semja um þessa hluti eins og aðra og samræma þá. Á fundinum kom ennfremur fram að íþróttir og EES er flókinn mála- flokkur og því gagnlegt og tíma- bært að taka efnið fyrir, en jafn- framt æskilegt að halda áfram á sömu braut. tfÍKR FOLX ■ JAPANSKA knattspyrnufélagið JR East Furukawa vonast eftir að v-þýski knattspyrnumaðurinn Pi- erre Littbarski gangi til liðs við félagið, en hann er leikmaður með Köln. Littbarski er 32 ára og varð heimsmeistari með V-Þýskalandi 1990. ■ JAPANIR eru nú að taka upp nýja tíu liða úrvalsdeild. JR East Furukawa er eitt liðanna í deildinni og með því leika tveir Tékkar, einn Brasilíumaður og einn S-Kóreu- maður. ■ MARGIR kunnir knattspyrnu- menn koma til með að verða í sviðs- ljósinu í nýju deildinni í Japan, eins og Englendingurinn Gary Lineker og Brasilíumaðurinn Zico. ■ HEINZ Hermann, miðvallarspil- ari hjá Grasshopper í Sviss, hefur fengið grænt ljós á að fara frá félag- inu. Hermann, sem hefur leikið 117 landsleiki fyrir Sviss, sagði að vanda- mál innan félagsins lægju að baki ákvörðun sinni. ■ MARIO Lemieux, helsta stjarna Pittsburgh Penguins í NHL-deild- inni. í íshokkí, hefur ekki leikið að undanförnu. Hann greindist með eitlakrabbamein og vegna læknis- meðferðar verður hann frá keppni næstu vikurnar. Læknir liðsins sagði að Lemieux ætti að ná sér og engin hætta væri á ferðum. ■ LEMIEUX, sem gjaman hefur verið nefndur sem arftaki Waynes Gretzkys, er stigahæstur í deildinni með 104 stig (39 mörk og 65 stoð- sendingar í 40 leikjum) og var talið að hann ætti mikla möguleika á að slá stigamet Gretzkys, sem er 215 stig á einu tímabili. ■ LEMIEUX, sem talinn er besti leikmaður deildarinnar, tryggði Pittsburgh öðrum fremur meistara- titilinn undanfarin tvö ár, þó hann hafi misst mikið úr vegna bak- meiðsla. Hann hefur þrisvar verið markahæstur á síðustu fimm árum og var nýlega valinn í stjörnulið NHL, en það er í sjöunda sinn, sem honum hlotnast sá heiður. ■ PAVEL Bure hjá Vancouver Canuck hefur gert 41 mark á tíma- bilinu og er næst markahæstur. Rússinn Alexander Mogilny hjá Buffalo Sabres er kominn með 43 mörk. ■ STEVE Larmer innsiglaði 5:3 sigur Chicago gegn Toronto á dög- unum með 400. deildarmarki sínu. ÚRSLIT Mullersmótið Miillersmótið í skíðagöngu fór fram á veg- um Skíðafélags Reykjavíkur á Miklatúni sl. laugardag við góðar aðstæður. Helstu úr- slit voru sem hér segir: Karlar 60 ára og eldri (2 km): Bent Jörgensen, SR . 21.39 Karlar 50-59 ára (4 km) Matthías Sveinsson, SR 22.36 Sveinn Kristinsson, SR 27.34 Karlar 35-49 ára (4 km) Sigurjón Marinósson, SR 21.37 Trausti Sveinbjörnsson, Hrönn 23.48 Karlar 20-34 ára (4 km) Heimir Hansson, ÍS 19.00 Remi Spilliaert, SR 19.01 Björn Traustason, Hrönn 20.14 Karlar 17-19 ára (4 km) Bjami Þór Traustason, Hrönn 21.08 Unglingaflokkur 7-14 ára (1 km) Þórarinn Bj. Magnússon, SR (11 ára) 8.34 Þórður Bergsson, SR (10 ára) 8.52 Hallbjörn Magnússon, SR (9 ára) 11.09 Barnaflokkur 4ra ára (1 km) Kristinn Magnússon, SR (4 ára) 16.46 Stúlknaflokkur 13 ára (1 km) Laila Sif Cohagen, SR(13ára) 7.55 Konur (2 km) Rakel Gylfadóttir, SR 15.01 Helena Oladóttir, Hrönn 16.10 Margrét Þórarinsdóttir, SR 22.01 LEIÐRETTING Davíð en ekki Ævar Nafn eins piltsins sem rætt var við á undlingasíðunni í gær misrit- aðist. Pilturinn, sem æfir karate, var sagður heita Ævar Sigþórsson en hann heitir Davíð Sigþórsson. Beðist er velvirðingar á mistökunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.