Morgunblaðið - 03.03.1993, Page 1

Morgunblaðið - 03.03.1993, Page 1
56 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 51.tbl. 81.árg. MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Leiðtogi sértrúarsafnaðarins segist ætla að gefast upp án átaka 15 taldir hafafallið DAVID Koresh, leiðtogi sértrú- arsafnaðar í Waco í Texas, lýsti því jrfir í ávarpi, sem leikið var af útvarpsstöð í gær, að hann myndi gefast upp, ásamt með- limum safnaðarins, átakalaust. Bandaríska alríkislögreglan sat enn í gær, þriðja daginn, um aðset- ur sértrúarsafnaðarins eftir að fjór- ir lögreglumenn voru skotnir til bana á sunnudag þegar þeir reyndu að ráðast inn í húsið. Koresh lofaði á sunnudag að láta börn í bygginguni laus, tvö og tvö í einu, ef trúarjátningar safnaðarins yrðu lesnar upp í sjónvarpi og var það gert að ósk alríkislögreglunnar. I gær hafði alls tuttugu bömum og tveimur konum verið sleppt úr trú- boðsstöðinni. Dagblaðið Houston Cronicle sagði í gær að lögregla teldi nú ljóst, eftir að hafa yfirheyrt börnin, að allt að fímmtán manns í bygging- uni hafí látið lífið í kjölfar skotbar- dagans á sunnudag. Reuter Setið um sértrúarsöfnuð UM 400 þungvopnaðir lögreglumenn, ásamt brynvörðum bifreiðum og skriðdreka, sátu í gær um trú- boðsstöðina en ekki var talið líklegt að þeir reyndu að ráðast inn í hana af ótta við mikið blóðbað. Rússar boða hjálpargagnasendingar Neyðarlög sett? BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, ávarpar stuðningsmenn sína á fundi í Moskvu í gær. Forsetinn gaf til kynna að hann væri reiðubúinn að setja neyðarlög og leysa þing landsins upp ef þörf krefði. Serbar sagðir skjóta á fólk sem flýr átökin Sarajevo, Genf. Reuter. SERBAR virtust í gær hafa náð bænum Cerska í austurhluta Bosníu á sitt vald en þeir hafa setið um hann undanfarna tíu mánuði. Skýrði útvarpið í Sarajevo frá því að serbneskir skærulið- ar gengju húsa á milli í Cerska og rændu öllu steini léttara. Þá hefðu þeir skotið fólk sem reyndi að flýja á brott. Um 20-30 þúsund múslimar hafa verið innOokaðir í Cerska undanfarna mánuði og reyndu bandarískar herflugvélar að varpa hjálpargögn- um til þeirra á mánudag. Ævintýri H.C. And- ersens ritskoðuð Kaupmannahöfn. Reuter. NÝJAR bandarískar útgáfur af ævintýrum H.C. Andersens hafa valdið miklu uppnámi á meðal danskra bókmennta- manna vegna breytinga sem hafa verið gerðar á þeim. Dæmi eru um að útgefendurn- ir hafi ritskoðað ævintýrin til að tryggja að lesendurnir móðgist ekki vegna hugsan- legra fordóma í garð kynþátta eða kvenna. Útgefendunum þótti til að mynda að í orðinu „svarta- galdri“, sem kemur fyrir í Næt- urgalanum, gætu falist fordómar í garð blökkumanna þannig að notast er við orðið „galdur“. í Ljóta andarunganum er stork- inum í fyrstu málsgrein sögunnar ekki leyft að tala „egypsku sem mamma hans kenndi honum“ eins og Andersen skrifaði þar sem konur gætu litið á það sem „karlrembu" og bandarískir ar- abar sem móðgun við sig. Ævintýrum hefur einnig verið breytt þannig að þau fái giftu- samlegan endi eins og í bíómynd- um frá Hollywood. I Litlu haf- meyjunni er dóttur sækóngsins sköpuð þau örlög að sitja á klett- inum sínum í 300 ár áður en hún geti komið til mannheima. í nýrri bandarískri útgáfu hreppir haf- meyjan prinsinn sinn og sagan endar farsællega. í annarri útgáfu bjargast „Litla stúlkan með eldspýturnar" og lifír hamingjusöm til æviloka í stað þess að svelta í hel eins og í útgáfu Andersens. „Eg lít á þessar falsanir sem siðleysu og gróft brot á höfund- arréttinum," segir danski pró- fessorinn Elias Bredsdorff, sem hefur hvatt dönsku stjómina til að taka málið upp innan alþjóð- legra menningarstofnana fyrir hönd Andersens. Serbar virðast hafa hafið nýja sókn í Bosníu og er talin hætta á að það muni torvelda friðarviðræð- urnar sem nú standa yfír í New York. Sendu Cyrus Vance, fulltrúi Sameinuðu þjóðanna, og Owen lá- varður, fulltrúi Evrópubandalagsins í viðræðunum, frá sér yfírlýsingu í gær þar sem þeir gagnrýna hernað Serba harðlega. Sögðu þeir að fregnir hefðu borist af miklu mann- falli, aðallega í röðum múslima. Talsmenn Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna sögðust í gær óttast að ný alda „þjóðernishreins- ana“ af hálfu Serba væri í þann mund að hefjast í Bosníu. Þijár bandarískar herflutninga- vélar vörpuðu aðfaranótt þriðju- dagsins nítján tonnum af hjálpar- gögnum yfír austurhluta Bosníu, skammt frá borginni Zepa. í borg- inni búa um 29 þúsund manns og bárust þangað síðast hjálpargögn frá Sameinuðu þjóðunum 21. febr- úar sl. Á mánudag hafði 21 tonni af hjálpargögnum verið varpað úr flugvélum skammt frá Cerska. Út- varpið í Sarajevo hélt því hins vegar fram að sendingamar hefðu ekki fundist enn nema að hluta til og hvöttu Bandaríkjamenn til að fljúga með hjálparsendingamar að degi til. Þá hefði íbúum reynst erfitt að fínna hjálparsendingarnar vegna skothríðar serbnesks stórskotaliðs. Bandaríkjamenn héldu áfram að varpa hjálpargögnum yfir austur- hluta Bosníu í gærkvöldi. Ron Redfors, talsmaður Flótta- mannastofnunar Sameinuðu þjóð- anna, sagði að óstaðfestar fregnir hefðu borist um að fólk sem var að leita að matarsendingunum hefði verið drepið af Serbum. Talstöðva- áhugamenn í austurhluta Bosníu hafa einnig greint frá svipuðum atburðum. Andrei Kozyrev, utanríkisráð- herra Rússlands, sagði í gær að Rússar væra að búa sig undir að aðstoða Bandaríkjamenn við að flytja hjálpargögn til Bosníu. Bjóst hann við að flugferðir Rússa myndu hefjast mjög bráðlega ogyrði líklega flogið frá herflugvelli NATO í Frankfurt í Þýskalandi. Lýsti Bill Clinton Bandaríkjaforseti yfír ánægju sinni með þessa yfírlýsingu í gærkvöldi. Jeltsín segir hættu á valdatöku afturhaldsafla Hótar „róttækum að- gerðum“ gegn þinginu Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, hótaði í gær að grípa til „róttækra aðgerða" gegn afturhaldsöflunum á þingi landsins ef þau höfnuðu tillögu hans um hvernig forsetinn og þingið ættu að skipta með sér völdunum. Hann lýsti þessum aðgerðum ekki nánar en sagði þær „loka- kostinn" í deilunni. Ummælin voru túlkuð sem vísbending um að Jelts- ín kynni að setja neyðarlög og leysa þingið upp þótt slíkt væri utan valdsviðs hans samkvæmt sljórnarskránni. Jeltsín sagði á fundi með stuðn- ingsmönnum sínum í Moskvu að hafnaði fulltrúaþingið, æðsta lög- gjafarsamkunda Rússlands, tillögum hans og frestaði þjóðaratkvæða- greiðslu sem fyrirhuguð er í apríi myndi hann efna til skoðanakönnun- ar út um allt land þar sem spurt yrði: „Hver stjórnar Rússlandi?" „Samkvæmt stjórnarskránni vegur slíkt ekki þungt en þetta myndi að minnsta kosti skýra fyrir öllum hvern fólkið styður og hvaða leið beri að fara,“ bætti forsetinn við. Jeltsín sagði að afturhaldsöflin kynnu að reyna að ná völdunum í sínar hendur á næsta fundi fulltrúa- þingsins, sem hann sagði að kynni að verða settur 10. mars. „Það er til lokakostur sem ég vil ekki ræða,“ sagði hann. „Ég tel ekki að við þurf- um að ganga svo langt og ég vona ekki. Við eigum að virða stjórnar- skrána, en ef afturhaldsöflin grípa til öfgakenndra aðgerða til að tor- tíma Rússlandi verðum við að leita annarra leiða til að bjarga Rússlandi og lýðræðinu." „Róttæku aðgerðirnar" sem Jelts- ín boðar gætu falist í því að þingið yrði leyst upp. Rúslan Khasbúlatov, forseti þess og hættulegasti and- stæður Jeltsíns, hefur sagt að þingið sé það eina sem geti hindrað ein- ræði í landinu. Sjá einnig viðbrögð Khasbúl- atovs á bls. 20.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.