Morgunblaðið - 03.03.1993, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1993
2________________________
Samið á ný
um búvöru-
kaup varn-
arliðsins
VARNARLIÐIÐ á Keflavíkurflug-
velli kaupir nautakjöt, kjúklinga
og egg fyrir 234.120 dollara á
tímabilinu frá 1. apríl næstkom-
andi til 31. mars 1994, eða jafn-
virði 15,2 milljóna króna, sam-
kvæmt samkomulagi sem gert
hefur verið við bandarísk sljórn-
völd um endurnýjun samnings frá
1987 um kaup varnarliðsins á
Keflavíkurflugvelli á íslenskum
landbúnaðarafurðum.
Samkvæmt samningnum er vam-
arliðinu gert kleift að kaupa allt að
6.000 pund (2.722 kg) af nauta-
kjöti, 12.000 pund (5.443 kg) af
kjúkíingum og 120.000 pund af eggj-
um. Samkvæmt upplýsingum frá
utanríkisráðuneytinu er umsamið
verð á nautakjöti 3,90 dollarar pund-
ið, eða 560 kr. kílóið, en það er 0,45
dollurum minna en samdist um í
fyrra fyrir yfirstandandi tímabil.
Verðið er óbreytt fyrir pundið af
kjúklingum, eða 2,96 dollarar (425
kr. kílóið), en pundið af eggjum
lækkar um 0,04 dollara í 1,46 doll-
ara (209 kr. kílóið).
Samtals keypti vamarliðið íslensk-
ar matvömr fyrir tæplega 1,5 millj-
ónir dollara á síðastliðnu ári, eða
jafnvirði 86,5 milljóna króna miðað
við 57,68 kr. gengi dollars. Þar er
um að ræða nautakjöt, kjúklinga,
egg, lambakjöt, mjólkurvömr, osta
og smjör, ís, físk, rækjur, brauðvör-
ur, bjór og aðrar vömr.
♦ ♦ ♦
A
Islandsbankl
400 millj.
hjá eigna-
lausu búi
KRÖFUR Islandsbanka í eigna-
laust þrotabú JL-byggingavara sf.
námu rúmum 400 milljónum króna
vegna viðskipta sem áttu sér stað
fyrir sameiningu bankanna sem
stóðu að stofnun íslandsbanka.
Landsbankinn lýsti um 50 mil(jón
króna kröfum og Búnaðarbankinn
um 35 miiyónum. Þá átti Verð-
bréfasjóðurinn hf. kröfur að höf-
uðstóli um 53 mil(jónir króna og
kröfur Kaupþings námu um 27
mil(jónum. Alls námu lýstar kröf-
ur tæpum 600 mil(jónum.
Að sögn Bergsteins Georgssonar
hdl., skiptastjóra vom JL-bygginga-
vömr sf. að miklu leyti leifar þess
fyrirtækis sem upphaflega stóð fyrir
rekstri í nafni Jóns Loftssonar í JL-
húsinu við Hringbraut. Fyrirtækið
varð til árið 1987 eftir að rekstri var
að mestu leyti hætt. Aðalmarkmið
félagsins var að ljúka framkvæmdum
við húsbyggingu við Ártúnshöfða og
selja til lúkningar skulda en það hús
var seit á nauðungamppboðum.
í dag
SVR vinsælt
Mikill meirihluti íbúa höfuðborgar-
svæðisins eða tæp 83% hefur já-
kvætt viðhorf til Strætisvagna
Reykjavíkur 18
í lausu lofti
Heimsmeistaraeinvígið í skák er í
hættu eftir að Kasparov og Short
sneru bökum saman í andstöðu
gegn Alþjóða skáksambandinu 27
Konráð til Hauka
Konráð Olavsan landsliðsmaður í
handknattleik hefur ákveðið að
snúa heim frá Þýskalandi og leika
með Haukum í úrslitakeppninni 42
Leiðari_________________________
Þáttaskil í landbúnaði 22
Vaknaði upp við vondan draum í lögreglustöðinni í Grindavík í gærmorgun
Ölvaður
unglingur
braut rúður
Neglt fyrir gluggana
Morgunblaðið/Frímann Olafsson
SMIÐIR voru mættir í morgunsárið til að negla fyrir glugga lögreglustöðvarinnar í Grindavík.
Gríndavfk.
HANN vaknaði upp við vondan draum
símstöðvarstjórinn í Grindavík í gær-
morgun þegar verið var að brjóta rúð-
ur í lögreglustöðinni. Póstur og sími
er í sama húsnæði og lögreglustöðin.
Hann hafði samband við lögregluna sem
brá skjótt við. Þegar hún kom á vettvang
var rúðubrjóturinn kominn inn á lögreglu-
stöðina ásamt félaga sínum og gerði sig
líklegan til að halda skemmdarverkunum
áfram. Hann hafði þá kastað gijóti að
tölvubúnaði stöðvarinnar en ekki hitt.
Undir áhrifum
Búið var að bijóta fímm rúður á fram-
hlið hússins og lágu glerbrot um allt og
yfír öllu á lögreglustöðinni. Að sögn lög-
reglunnar er tjónvaldurinn piltur á 17. ári
og mun hann hafa gert tilraun til að fá
vist á meðferðarstöðinni á Vogi fyrr um
nóttina. Þegar hann fékk afsvar hafí hann
haldið út mjög æstur og brotið rúðumar
í lögreglustöðinni. Hann var vistaður
ásamt félaga sínum í fangageymslum.
FÓ
Slitnað hefur upp úr viðræðum Sjómannasambandsins og VSÍ
Sj ómannafélög beðin um
umboð tíl verkfallsboðunar
Fulltrúi LÍÚ segir sjómenn fara fram á stórhækkun skiptakjara
SLITNAÐ hefur upp úr viðræðum samninganefndar Sjómannasam-
bands íslands og samninganefndar Vinnuveitendasambandsins, sem
fer með samningsumboð fyrir hönd LÍÚ, eftir fund þessara aðila
um gerð kjarasamnings fiskimanna hjá ríkissáttasemjara í gær.
Sjómannasambandið hefur farið þess á leit við aðildarfélög sín að
þau veiti samninganefndinni umboð til verkfallsboðunar. Að sögn
Hólmgeirs Jónssonar, framkvæmdasljóra Sjómannasambandsins,
má búast við að niðurstaða félaganna liggi fyrir um 10. mars. Jón-
as Haraldsson, skrifstofustjóri LÍÚ, sem situr í samninganefnd
VSÍ, segir Sjómannasambandið hafa farið fram á stórhækkun skipta-
kjara sjómanna í ýmsum sérveiðisamningum.
Samningafundur þessara aðila í
gær var árangurslaus og hefur
ekki verið óskað eftir að annar
fundur verði haldinn að sögn Guð-
laugs Þorvaldssonar ríkissátta-
semjara.
12 sérveiðisamningar
Á fundinum í gær lögðu fulltrúar
sjómanna fram kröfur í fjórum lið-
um og var þar m.a. farið fram á
að gerðir verði tólf sérveiðisamn-
ingar sem fjalla m.a. um veiðar á
ígulkerum, frystingu á humri, salt-
fískveiðar togara, togbáta, línu- og
netabáta, að sögn Jónasar Haralds-
sonar.
„Þama er að ýmsu leyti verið
að nota tækifærið til að stórhækka
skiptakjörin undir því yfirskyni að
gera rammasamninga um ákveðnar
Úr verínu
E- Unnið að þróun fískmerkis —
físksalan dregst ört saman —
Breytingar á fiskmörkuðunum
í Evrópu — Enn ein sönnunin
fyrir mikilli hollustu fisklýsis
veiðar," sagði hann. Sagði Jónas
að í mörgum tilfellum væri farið
fram á verulegar launahækkanir,
m.a. um 10% viðbótarálag og
hækkun skiptakjara. „Við vorum
ekki tilbúnir að bæta svona veru-
legum hækkunum á okkur," sagði
hann.
Hólmgeir Jónsson sagði að við-
semjendumir hefðu hafnað að ræða
öll mál á fundinum í gær. Sagði
hann að aðildarfélög sjómannasam-
bandsins hefðu að undanfömu ver-
ið að afla sér heimildar til verkfalls-
boðunar en nú hefði verið ákveðið
að óska eftir að þau veittu samn-
inganefndinni umboð til boðunar
verkfalls þar sem viðræðumar í
gær hefðu reynst árangurslausar
og siglt í strand.
Myndosögur
^ Myndir ungra listamanna -
Draumur - Skemmtilegar
þrautir - Drátthagi blýanturinn
- Búðu til hörpu - Pínugolf -
Myndasögur - Stafarugl
Leiðangri Bjama Sæmundssonar lokið
Erfitt ár-
ferði fyr-
ir lífríkið
HELSTU niðurstöður úr hinum
árlega sjórannsóknarleiðangri
Bjarna Sæmundssonar í síðasta
mánuði liggja nú fyrir. Að sögn
Svend Aage Malmberg haffræð-
ings, sem var leiðangursstjóri,
sýna mælingar nú að erfítt ár-
ferði verður fyrir lifríkið í haf-
inu umhverfis ísland i ár en tvö
undanfarin ár, 1991 og 1992,
voru góðæri fyrir lífríkið.
Fram kom í leiðangrinum að
sjávarhiti og selta í hlýsjónum fyr-
ir Suður- og Vesturlandi var undir
meðallagi. Hlýsjórinn náði fyrir
Kögur en austar á norðurmiðum
gætti hans ekki, þar var kaldur
svalsjór og er það breyting til hins
verra frá vetrunum 1991-92.
Sömu sögu er að segja um Aust-
fjarðamið, þar gætti hlýsjávar ekki
djúpt út af Austurlandi, þ.e. á
Rauða torginu. Heildamiðurstöður
í ár sýna því hlýsjó að sunnan með
hitastigi undir meðallagi og svalt
ástand á norðurmiðum sem líkja
má við köldu árin 1981-83 og
1989-90. Lítil hætta virðist þó á
hafís í vetur og vor.
Erfitt að meta áhrifin
í máli Svend Aage kemur fram
að erfitt sé að meta áhrifín af þess-
um mælingum á lífríkið í heild í
smáatriðum en reynslan sýni að
þegar köld ár eru eins og nú eigi
lífríkið erfítt uppdráttar. „Fæðu-
keðjan í sjónum styrkist almennt
þegar hlýsjór er við landið en veik-
ist að sama skapi í köldu árunum,"
segir Svend Aage. „Þetta á sér-
staklega við um uppeldisstöðvar
ungfisks fyrir Norður- og Aust-
urlandi."
Tillögur í atvinnu-
málum lagðar fram
TILLOGUR viðræðuhópa aðila vinnumarkaðarins til úrbóta í at-
vinnumálum verða lagðar fram á fundi Alþýðusambands íslands
og Vinnuveitendasambands íslands í dag, en átta viðræðuhópar
hafa verið að störfum undanfarið og hver um sig fjallað um tiltek-
ið svið atvinnulífsins. Tillögurnar verða síðan settar saman í eina
heild og væntanlega kynntar stjórnvöldum í framhaldinu, jafn-
framt því sem haldið verður áfram að ræða aðra þætti kjarasamn-
ings aðila.
Helstu mál sem hóparnir hafa
Qallað um eru sjávarútvegsmál,
verklegar framkvæmdir, orka og
nýting hennar, ferðaþjónusta, fisk-
eldi, nýsköpun í atvinnulífi, Island
sem þjónustumiðstöð í Atlantshafi
og erlendar fjárfestingar.
Fundurinn í dag verður haldinn
í húsakynnum Alþýðusambandsins
og hefst klukkan 13.