Morgunblaðið - 03.03.1993, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 03.03.1993, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1993 ■■ f. t- 't—• f 'rf *~h r ?*/■■■** rr ■■ .*- -WW- Slökkviliðsmenn í Reykjavík í þjálfun Bj örgunarsveit komið upp inn- an slökkviliðsins í BÍGERÐ er að þjálfa slökkviliðsmenn í Reyiq'avík til almennra björgun- arstarfa og hefur tekist samstarf milli slökkviliðsins annars vegar og Hjálparsveita skáta og Flugbjörgunarsveitanna hins vegar um slíka þjálfun. Jón Viðar Matthíasson, varaslökkviliðsstjóri, segir að með þessu móti styttist verulega.útkallstími sérþjálfaðra björgunarmanna. „Þegar veður stefnir mönnum og eignum í hættu, sem og þegar slys verða utan vega, þá getur liðið nokk- ur tími þar til björgunarsveitir koma á vettvang, enda eru í þeim menn, sem stunda fulla vinnu annars stað- ar,“ sagði Jón Viðar Matthíasson. „Þegar við höfum þjálfað upp okkar menn, í samvinnu við skáta og flug- björgunarsveitina, þá getum við ver- ið fljótari á staðinn og það veitir okkur mikið öryggi að vita af svo þjálfuðum mönnum koma í kjölfar- ið.“ Sérbúinn björgunarbíll verður á slökkvistöðinni við Tunguháls, sem gerir björgunarsveit slökkviliðsins kleift að aka utan vega, þegar nauð- syn krefur, að sögn Jóns Viðars. „Björgunarsveitamenn þekkja náið til þess að starfa í illu veðri og við þekkjum vel til meðhöndlunar slas- aðra, svo báðir aðilar hagnast á sam- starfmu. Þá getur það einnig komið að góðum notum, ef einhvem tíma kemur til almannavamaástands, að þessir aðilar hafi starfað náið sam- an.“ Jón Viðar sagði að stefnt væri að því að slökkvijiðsmenn hefðu hlotið þjálfun sína áður en stórviðri færu að gera mönnum lífið leitt á næsta ári. Nú er verið að ákveða, hveijir eiga að mynda þennan sérstaka björgunarhóp innan slökkviliðsins, en Jón Viðar sagði að innan liðsins væru reyndir skátar og jeppamenn. Hugmyndin að stofnun sérstaks björgunarsveitar hefði enda komið frá mönnum í slökkviliðinu, sem hefðu sýnt fram á að stofnun slíkrar sveitar væri nauðsyn. Eímskip notar Kötlu á ströndina EIMSKIP hefur tekið strandferða- skipið Kötlu á leigu af ríkinu. Að sögn Þorkels Sigurlaugssonar, framkvæmdasljóra hjá Eimskip, er skipið tekið á leigu í fjórar vik- ur til siglinga á innanlandshafnir. Katla, sem áður hét Hekla, var í eigu Ríkisskips. Það hefur verið verk- efnalaust um tíma og legið bundið við bryggju í Reykjavík. Þorkell sagði að miklir flutningar væm á þessum árstíma, meðal ann- ars áburðarflutningar, og væri Katla notuð til að brúa bil sem kæmi í skipareksturinn þangað til nýtt skip kæmi í stað Selfoss. Katla lestaði áburð í Gufunesi á mánudag og er nú á Patreksfirði. , . Morgunblaðið/gg Goðar heimtur Tveir veiðikappar, Aad Groeneweg, t.v., og Eyþór Sigmundsson, með stórlax úr Núpsá í Miðfirði 1992. Sleppingar í Miðfjarðará skiluðu yfir 200 löxum RÆKTUN í formi gönguseiðasleppinga var að baki 20 prósenta smálaxaveiði og 10 prósenta stórlaxaveiði í Miðfjarðará á síðasta sumri. Alls veiddust 1.350 laxar, þar af 975 smálaxar og 375 stórlax- ar. Um 175 smálaxanna voru endurheimt gönguseiði úr sleppingum. Þetta kemur fram í greinargerð en hann hefur haft umsjón með ustu árin. Gönguseiðasleppingar hafa verið árviss þáttur í ræktunarstarfinu í Miðfjarðará allar götur síðan það hófst árið 1981. Árangur hefur verið nokkuð misjafn og fyrstu árin raunar mjög slakur. Reynslan hefur hins vegar vegið þungt og síðustu árin hafa heimturnar verið betri og sleppingamar„gegnt mikil- vægu hlutverki í ræktunarstarf- inu“, eins og Tumi segir. Háhn segir enn fremur, að sleppistaður gönguseiða hafi mikil áhrif á hvar laxamir veiðast þegar þeir ganga Tuma Tómassonar fiskifræðings, ræktunarstarfi í Miðfjarðará síð- aftur í ána og því sé hægt að nota sleppingarnar til að jafna veiðina um áná með því að sleppa á stöðum þar sem veiðin er að öllu jöfnu rýr. Um þetta segir Tumi: „Slepp- ingar í neðri hluta Núpsár skila sér mest í veiðinni á kaflanum fyrir neðan veiðihúsið og fram í Svarta- fljót í Núpsá. Árið 1991 var göngu- seiðum sleppt í fyrsta skipti í Vest- urá og af 21 örmerktum smálaxi sem veiddist á stöng úr þessari sleppingu 1992 veiddust 16 í Vest- urá, flestir í námunda við sleppi- staðinn. Sleppingar fyrir neðan brú á undanfömum ámm hafa einkum skilað sér í veiðinni neðan til í ánni.“ í greinargerðinni segir Tumi enn fremur frá tilraunum með slepp- ingu mjög stórra tveggja ára gönguseiða. Sú tilraun tókst ekki sem skyldi, því margir hænganna urðu kynþroska í ánni í stað þess að ganga út til sjávar. Þeir sem skiluðu sér í veiðinni í fyrra vom hins vegar gríðarlega vænir af eins árs löxum úr sjó að vera, eða allt að 9 pund og rúmlega 7 pund að meðaltali. Athyglisvert er einnig, að meðalþyngd hænga sem skiluðu sér úr sleppingu smærri eins árs seiða var rúm 6 pund, sem er ná- lægt pundinu meira heldur en smá- lax af náttúmlegum uppmna. !% % m m ^GÞÚSITIJR UNDI^TÍRli Líttu við og sjáðu hvað bíllinn er nettur en rúmgóður, kraftmikill en sparneytinn. Tígulegur f útliti en með látlaust yfirbragð, tæknilega vel útbúinn og á ótrúlega I á g u v e r ð i. Verð frá tír. 1.139.000 £LANTRtA BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF. • ármúlr 13. símu 6812 00 • beinn síml 312 36

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.