Morgunblaðið - 03.03.1993, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1993
UMRÆÐUMENNING
OG FÆREYJAMÁL
eftir Ingvar Gíslason
Efnahagsástandið í Færyejum
er án alls efa mjög alvarlegt. Ekki
hefur á skort að fréttir bærust af
því til íslands, að málið væri rætt
allmikið í fjölmiðlum og manna á
meðal, auk þess sem það hefur
verið gert að eins konar bitbeini
í stjórnmálakarpi pólitíkusa. Verð-
ur nánar að því vikið síðar.
Sem að líkum lætur eru efna-
hagsþrengingar Færeyinga ekki
síður til umræðu í Danmörku.
Vegna stjómskipulegra tengsla
Dana og Færeyinga eru Færeyja-
mál augljóst skylduviðfangsefni
danskra stjórnvalda. Færeyjar eru
„et selvstyrende folkesamfund í
det danske rige“, „eitt sjálfstýr-
andi fólkasamfelag í danska ríkin-
um“, heimastjómarland Færey-
inga innan danska ríkisins. Þótt
heimastjórnin sé allrúm að formi
og í framkvæmd eru Færeyjar
eftir sem áður hluti Danaveldis.
Færeyjar eru kjördæmi í Dan-
mörku. Færeyingar kjósa fulltrúa
til setu á danska þjóðþinginu. Þeir
eru að þessu leyti og af fleiri
ástæðum gildir danskir þegnar.
Svo náin sem stjórnskipuleg tengsl
Dana og Færeyinga eru, að þeir
em saman í einu ríki, þarf varla
að efa að færeyskt efnahagslíf sé
nátengt dönsku hagkerfí, í raun
hluti þess. Verslunar- og við-
skiptatengslin eru a.m.k. afar-
sterk, víðtæk og náin. Tengsl
Færeyja við Danmörku að fomu
og nýju eru snúin efnahagslegum
þáttum af ýmsu tagi. Það er því
ekki óyggjandi uppgjör að reikna
Dönum sambandið við Færeyjar
til eintómra útgjalda. Danir hafa
sinn ávinning af sambandinu.
Dönskum stjómvöldum em
þessi pólitísku og efnahagslegu
tengsl auðvitað fullljós. Þau
þekkja skyldur sínar í því efni.
Engin rök em fýrir því að Danir
láti vandkvæði Færeyinga sem
vind um eym þjóta. í ljósi þessara
staðreynda þarf enga undmn að
vekja, þótt Færeyingar snúi sér
til danskra stjómvalda og fjár-
málastofnana í vanda sínum né
heldur þarf neinn að furða að
danskir ráðamenn láta sig efna-
hagsneyð Færeyinga miklu skipta
og sjá í því skyldu sína. Ætla má
að Dönum renni þeim mun fremur
blóðið til skyldunnar, að skilnaðar-
stefnan virðist ekki fyrirferðar-
mikil í færeyskum stjómmálum
um þessar mundir. Ekki sýnist
annað líklegra en að Færeyingar
almennt vilji viðhalda sambandinu
við Dani á gmndvelli gildandi
heimastjórnarlaga og þeirrar sér-
stöðu sem þeir hafa gagnvart
Evrópubandalaginu.
Samanburðarfræði
En hvaða gagn er íslendingum
að þessum fróðleik? Ekki sist það
að fara varlega í samlíkingum og
ályktunum. Þegar alls er gætt um
stjómmálasamband Færeyinga og
Dana og eðli þess er ekki hið
minnsta tilefni til þess að leggja
þannig út af því að _það sé einhver
sönnun fyrir því að Islendingar séu
í þörf fyrir að eiga sér „bakhjarl“
í stjórnskipunartengslum við
stærri ríkisheild og þá gengið út
frá því (eða hvað?) að íslendingar
séu eins settir efnahagslega og
þjóðfélagslega og Færeyingar, of-
urseldir sömu efnahagsvá fyrir ein-
hæfni atvinnulífsins og almennt
ótrausta undirstöðu hagkerfisins,
eins og hún hefur verið lögð eða er
í eðli sínu. En svona tala margir.
Ekki skal úr því dregið að margt
sé líkt með undirstöðu atvinnu- og
efnahagslífs þessara frændþjóða
og nágranna í Norður-Atlantshafí.
Þær hafa það sameiginlegt að
verða að reiða sig á auðlindir hafs-
ins sem megingrundvöll hagkerfís-
ins. Þrátt fyrir það er mikill munur
á auðlegð hafsvæða Færeyja og
íslands, a.m.k. hinna lífrænu auð-
linda. Þar kemur til stærðar- og
magnmunur íslandi mjög í hag,
eins og á við um löndin sjálf, því
svo miklu munar á landstærðinni,
að þess gætir eðlilega í stærð land-
grunnsins. Þótt lífsbjargarmögu-
leikar, búnaðarhættir og alþýðu-
menning hafi í aldanna rás verið
með ótrúlegu líku sniði, að svo
miklu leyti sem landshættir verða
bornir saman, í Færeyjum og á
íslandi, hefur ætíð verið fólks-
fjöldamunur á þessum löndum,
enda landstærðarmunur slíkur að
svo hlaut að verða.
Til fróðleiks má geta þess að
um aldamótin 1800 var íbúatala
Færeyja rúmlega 5.000 manns. Þá
voru á íslandi 47 þúsund íbúar.
Nú búa í Færeyjum 47 þúsund
manns, þegar íslendingar eru rúm-
lega 260 þúsund. ísland er stórt
land, 103 þúsund ferkílómetrar.
Færeyjar eru örsmátt land, 1.400
fkm, á stærð við landminnstu sýsl-
ur á íslandi, litlu stærri en Vestur-
ísafjarðarsýsla. Færeyjar eru ekki
langt frá því að vera að stærð sem
svarar til Vestfjarða milli Bolung-
arvíkur og Patreksfjarðar. Á þessu
litla landsvæði færeysku þjóðar-
innar búa 47 þúsund manns, en á
því svæði Vestfjarðar, sem hér um
ræðir, búa varla mikið yfír 5.000
manns. Það kemur m.ö.o. í ljós að
Færeyjar eru með þéttbýlli löndum,
a.m.k. ef horft er til Norðurlanda,
en ísland er afar dreifbýlt í slíkum
samanburði. Þessum samlíkingum
væri hægt að halda áfram miklu
lengur og láta þær ná til fleiri
sviða, ekki síst auðlinda og land-
kosta og reyna þá að gera sér
grein fyrir framleiðslu- og atvinnu-
möguleikum og hveiju kann að
muna í því sambandi. En ef ástæða
væri til að nefna eitthvað sem
áberandi er, fínnst mér sú stað-
reynd mikilvæg, hve landþröngt
er í Færeyjum og byggilegir blett-
ir þar litlir um sig, einir sér og
samanlagt. Hitt er þó ekki minna
um vert til umhugsunar um fær-
eysk málefni, hve landgrunn eyj-
anna er lítið samanborið við mik-
ilvægi sjávaraflans fyrir þjóðar-
búið. Færeyingar veiða ekki nema
hluta heildarafla síns á heimamið-
um. Annan afla verða þeir að sækja
út fyrir eigin fiskveiðilögsögu og
eiga í því efni í stöðugum fiskveiði-
samningum við aðrar þjóðir. Er
ástæða til að taka fram, að þær
veiðiheimildir sem íslendingar láta
Færeyingum í té er lítið brot af
heildarveiði þeirra. Það sem Fær-
eyingar þurfa að sækja út fyrir
heimamið sín fara þeir nú á aðrar
slóðir en íslandsmið þeirra erinda.
Veiðiheimildimar era nánast eins
og uppbót fyrir að Færeyingar
urðu við tilmælum um að hætta
að veiða lax á hafi úti.
„Viyi er allt sem þarf“
En hvað sem öllum hlutföllum
líður í þessari samanburðarfræði,
má vafalaust sjá ýmis líkindi með
sjávarútvegsstefnu þjóðanna. Það
sem líkast er í því efni er þó „bjart-
sýnin“, sem hefur verið töfraorð á
vörum málsmetandi manna í
stjórnmálum og athafnalífi um all-
langt skeið (alla öldina, ef út í það
er farið), þar sem unnið var í anda
þess vígorðs, sem allir vildu þá
Lilju kveðið hafa, að „vilji er allt
sem þarf“. „Bjartsýnin“ og „at-
hafnaviljinn“ var hafíð til skýjanna
á kostnað forsjár og fyrirhyggju.
Athafnamenn (í víðri merkingu)
vora lengi ódeigir að veðja á
„framtíðarmöguleikana“ í sjávar-
útvegi. Ætli Færeyingar og ís-
lendingar eigi þar ekki óskilið
mál. Að sjálfsögðu voru þessir
möguleikar fyrir hendi, bara ekki
í þeim mæli sem bjartsýnismenn
voru sífellt að telja sjálfum sér og
öðrum trú um, ekki síst á áttunda
árataugnum, áratug hörðustu bar-
áttunnar í landhelgismálinu, þegar
sigur vannst að lokum með viðun-
andi hætti, þ.e. sá formlegi sigur
sem felst í því að hafa fengið viður-
kennda 200 sjómílna fiskveiðilög-
sögu, og þar með yfirráð yfír nýt-
anlegum auðlindum sjávarins.
Að formi til nutu_ Færeyingar
sama ávinnings og íslendingar í
þessu efni. En rauverulegur ávinn-
ingur gat ekki orðið hinn sami.
Eftir sem áður urðu Færeyingar
að sækja á fjarlæg mið, því að
heimamiðin voru þeim ekki næg
til þess að halda uppi þeirri útgerð
sem þeir vildu og höfðu mannafla
til. Þótt segja megi að íslendingar
og Færeyingar hafi orðið reynsl-
unni ríkari miðað við bjartsýnina
fyrir 15-20 áram, er það samt í
ólíkum mæli. Hvað sem segja má
um hagi íslenskra sjávarútvegs-
greina er ástand þeirra ekki viðlíka
og færeyskra.
Þótt þjóðargjaldþrot sé munn-
tamt þeim sem ræða efnahags-
ástandið í Færeyjum, vofir slíkt
ekki ^yfir íslendingum. Fyrr má
nú segja meiningu sína um ástand-
ið en bera sér slíkt í munn. íslend-
ingar era auðug þjóð, og myndi
nýtast auður sinn, ef þeir kynnu
að fara með hann af hófsemi fjár-
mála og stjómmála.
Að hlýða boði samtímans
En er ekki alveg ljóst, að fær-
eyskir atvinnuvegir hafa verið
reknir með vítaverðu fyrirhyggju-
leysi, svo að þjóðarbúskapurinn
allur? Ekki ætla ég að svara þeirri
spumingu neitandi, en þó með
þeim fyrirvara að líta fyrst til
upphafsins og fyrri áratuga. Ég
man þá tíð að hafa haft góð kynni
af Færeyingum á uppvaxtarárum
mínum fram á 5. áratuginn (og
raunar lengur), að þeir voru þekkt-
ir fyrir hófsemi í neysluháttum,
aðhald í atvinnurekstri, frábærir
sjómenn, heimakærir og þjóð-
ræknir, þrátt fyrir eilífar útivistir
á sjó eða langdvalir við önnur störf
utan heimilis og í útlöndum. Nú
er sagt að þeir hafi breytt háttum
sínum. Þær sakir eru bornar á
Færeyinga, forráðamenn atvinnul-
ífsins, landstjórnarmenn, lög-
þingsfulltrúa og allan almenning,
að þeir hafi gerst fyrirhyggjulaus-
ir, stofnað til óbotnandi skulda,
lifað stórlega um efni fram. Ég
treysti mér ekki til að neita þessu,
en mér kemur ekki í hug önnur
skýring á þessari kúvendingu í
afstöðu til fjármuna en sú skyn-
semismeinsemd sem yfirfellur
heilu þjóðirnar, þegar bjartsýnin
um framtíðina, allt það fútúríska
snakk, er látin yfirganga eðlislæga
hófsemi alþýðumannsins, bónd-
ans, verkamannsins og smáborg-
arans, þegar stjórnmálamenn ná
ekki til fólks nema með yfirboðum
og loftkastalasmíð. Venjan er sú
að telja pólitíkusa upphafsmenn
bjartsýnisstefnunnar í þessari
merkingu. Um það má deila. Veik-
leiki stjórnmálamanna er miklu
fremur sá að falla fyrir orðum
annarra, að þeim finnst þeim beri
að „hlýða kalli samtímans“, en það
er óljóst hugták, og á sér ekki
alltaf velskilgreint upphaf. Það
Ingvar Gíslason
„Hitt þykist ég rneg-a
og er ekki einn um slíkt,
að fara fram á það við
þá sem stjórna al-
mannaumræðunni á ís-
landi, að halda sér við
efnið í þessu máli, láta
af með víxlaðan saman-
burð á færeyskum og
íslenskum aðstæðum,
hætta að gagnálykta á
röngum forsendum eða
fullnægja hvöt sinni til
aulafyndni með því að
hafa Færeyjamál í
flimtingum. Frænd-
þjóðin í Færeyjum á
annað skilið af íslend-
ingum.“
leiðir síðan af eðli starfs þeirra
að þeim er kennt um allar ófarir,
ef illa tekst til.
Því er það svo, að þótt nú standi
hagur færeyskra atvinnuvega illa
og þjóðarbúsins í heild, þarf ekk-
ert um það að efast að færeyska
nýsköpunin var ákveðin að bestu
manna yfirsýn. Það var ekki ráð-
ist í atvinnuframkvæmdimar að
óathugðu máli, síður en svo! Upp-
byggingin í atvinnulífinu var talin
eiga sér gildar forsendur. Á henni
skyldi síðan reisa stórhuga stefnu
í öðrum þjóðmálum, samgöngu-
bætur, íbúðabyggingar og aðrar
þjóðþrifaframkvæmdir. Allt
byggðist þetta á dugnaði og fram-
taki athafnamanna, spádómsgáfu
vísindamanna, í þessu tilfelli sjáv-
arlíffræðinga, þekkingu tækni-
manna, verkkunnáttu og reikn-
ingsgáfu tæknifræðinga af ýmsu
tagi og rekstrarfræðinganna. í
Færeyjum sem á íslandi sáu fram-
sýnustu menn sem svo voru taldir
fyrir sér aukið aflamagn og glæsta
framtíð þjóðarabúskaparins, þar
sem hver vinnandi hönd hefði nóg
að gera og atvinnuleysi og brott-
flutningur fólks í atvinnuleit er-
lendis væri úr sögunni. Þetta var
fögur framtíðarsýn. _
Þarf nokkurn íslending að
undra þessa bjartsýni í Færeyjum
fyrir 15-20 árum? Það þurfti ekki
íslenskt fordæmi til að kveikja
bjartsýni Færeyinga, þótt hjá
þrasgjörnum pólitíkusum hér á
landi, þ. á m. forsætisráðherranum
sjálfum, teljist það til röksnilldar
og smekklegs málflutnings að
segja færeysku bjartsýnina inn-
flutta frá íslandi og þá náttúrlega
frá Steingrími Hermannssyni, sem
kann sig raunar svo vel í þessum
þrætum að svara ekki slíku funda-
rugli, sem er svo einkennandi fyr-
ir ræðusnilld þeirra sem tileinka
sér mælskufræði Heimdallar,
hvernig sem á því stendur! Fær-
eyjamál á íslandi eru öll á þessu
stigi umræðumenningar, hræsnis-
full vandlætingin, blandin heima-
alinni lágkúra íslenskrar stjórn-
málaþrætu. Hitt er annað mál að
Færeyingar létu bjartsýnina bera
fyrirhyggjuna ofurliði. Þeir eru
ekki einir um það, en höfðu síður
efni á því en margur annar. Eftir
á sjá allir, að ofgeyst var farið.
En frumástæðu ófaranna vilja
menn ekki sjá, hina óraunsæju
bjartsýni um hraðan hagvöxt og
nýsköpunaræði í því sambandi.
Um öll Norðurlönd standa fjár-
málabáknin völtum fótum vegna
ógætilegrar fjárfestingar af ýmsu
tagi. Hlutafélagabankar lifa upp á
náð ríkisvaldsins og skattborgara
nema þeir séu komnir á hausinn.
Vonin blíð
í stórum dráttum má segja að
Færeyingar hafi á sinn hátt staðið
í svipuðum sporum og íslendingar
árið 1976 og árin þar á eftir. Þeir
vora raunar þá og eru enn að mun
háðari sjávarafla og sjómennsku
um afkomu sína en íslendingar.
Þeir höfðu mikla ástæðu til að
fagna lokum þorskastríðanna.
Færeyingar höfðu átt sígandi
lukku að fagna fyrirfarandi ár,
sem sést m.a. af því að heildarafla-
magn færeyskra skipa óx ár frá
ári. Árið 1960 bára færeysk fiski-
skip 110 þúsund lestir að landi.
Árið 1976 var aflinn orðinn 340
þúsund Iestir og hefur sjaldan orð-
ið meiri heldur minnkandi þrátt
fyrir mikla fjárfestingu í sjávarút-
vegi. Hins vegar var það hin al-
menna trú, að úr því að slík aukn-
ing gat orðið við þær aðstæður
sem ríktu í fiskveiðilögsögumálum
fyrir lok þorskastríðanna, hlyti
aflinn að vaxa í kjölfar útfærslu
landhelginnar. Bjartsýni var kall
tímans.
En þessi bjartsýni var ógæfa
Færeyinga. í stað þess að halda í
hin gömlu gildi um hófsemi í
lifnaðarháttum, aðgæslu í fjár-
hagssökum og önnur búmannleg
hyggindi sjóvarbóndans, útróðrar-
mannsins og slúppfiskarans urðu
þeir við „kalli tímans" um að gera
út á bjartsýnina. í stað þess að
flytja frumdyggðir alþýðlegrar
hagstjórnar milli kynslóða og rót-
festa þær í viðskipta- og atvinnu-
lífi nýrrar þjóðfélagsgerðar,
hlýddu þeir „kalli tímans“ um að
veðja á hina blíðu von: láta vara-
semina ekki hefta för til framtíð-
ar. Færeyingar era nú að súpa
seyðið af óvarkárni sinni í fjármál-
um, fyrir að hafa látið á sig renna
blindandi nýsköpunaræði í anda
óraunsærrar trúar á framtíðina.
Þrátt fyrir þessi orð hef ég síð-
ur en svo löngun til að segja Fær-
eyingum til syn'danna eða skipa
þeim fyrir verkum. Til þess er ég
ekki bær frekar en aðrir landar
mínir. Það er ekki íslendinga að
taka að sér slíkt hlutverk. Það er
færeysku þjóðarinnar og forystu-
manna hennar að meta stöðu sína
og gera sér grein fyrir ferli óhapp-
anna. Vafalaust er sú úttekt þegar
hafín, jafnframt því sem óhjá-
kvæmilegar neyðarráðstafanir
hafa verið gerðar til þess að halda
þjóðarskútunni nokkurn veginn á
floti. Færeyingum er fulltreystandi
til þess að leysa sín mál.
Hitt þykist ég mega og er ekki
einn um slíkt, að fara fram á það
við þá sem stjórna almannaum-
ræðunni á íslandi, að halda sér
við efnið í þessu máli, láta af með
víxlaðan samanburð á færeyskum
og íslenskum aðstæðum, hætta að
gagnálykta á röngum forsendum
eða fullnægja hvöt sinni til aula-
fyndni með því að hafa Færeyja-
mál í flimtingum. Frændþjóðin í
Færeyjum á annað skilið af Islend-
ingum.
Höfundur er fyrrverandi
alþingismaður og ráðherra.