Morgunblaðið - 03.03.1993, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 03.03.1993, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1993 15 Með kveðju til Ólafs M. Jóhannessonar eftirHeimi Steinsson Undanfama tvo daga hefur ljós- vakarýnir Morgunblaðsins, Ólafur M. Jóhannesson, hent á lofti orð og hugmyndir, sem ég brá upp í blaðagrein þriðjudaginn 23. febr- úar. Ég er Ólafi þakklátur fyrir um- fjöllunina. Skal þetta tækifæri raunar notað til að bera nokkurt lof á Ólaf M. Jóhannesson fyrir dagleg pistilkorn hans yfirleitt. Þar er oftar en ekki að finna gagnlega og jafn- vel uppbyggilega málsmeðferð, þótt misbrestur sé á, eins og verða vill um góða hluti í mannheimi. „Arf-leifð“ lifir í einu efni langar mig sérlega til að eiga orðastað við Ölaf M. Jó- hannesson: Hálft um hálft virðist mér hann þessu sinni líkt og stund- um áður vera efablandinn andspæn- is þeirri áherzlu, sem ég legg á arfleifð og sögu í ræðu og riti um Ríkisútvarpið. Hér er vert að minna á lítilræði: Arfleifð og saga eru alls ekki ein- vörðungu safngripir, sem rykfalla á hillum. Síðari hluta orðins „arf- leifð“ er samstofna við sagnorðið „lifa“ og nafnorðið „líf‘ samkvæmt 1. hljóðskiptaröð. Arfleifð er þannig „lifandi arfur“. Orðið „saga“ hefur að sínu leyti ýmis merkingarbrigði. Til fróðleiks bendi ég á þýzka orðið „Geschihte", en það er mér tjáð hafi aðra merk- ingu en „Historie" á sömu tungu. Ég tala um „sögu“ í fyrr reindu merkingunni. „Saga“ er í mínum huga alls ekki einvörðungu „sagn- fræði" (að henni öldungis óla- staðri), heldur engu síður frásögn, sagnritun, lifandi veruleiki, sem býr í bijósti hlustanda og lesanda og er honum til umhugsunar og jafn- vel viðmiðunar í erli virkra daga. Ég veit, að Ólafi M. Jóhannes- syni er fyllilega ljóst, að hér er ég ekki að fara með neitt fleipur. Ég er þvert á móti að tala um sameigin- lega reynslu allra manna af t.d. eigin endurminningum: Endurminningar beinast að um- liðnum efnum. En þær eru jafn- framt lifandi veruleiki í brjósti manna hér og nú. Þannig er einnig um „arfleifðina" og „söguna", eins og flestir almenningsfræðarar skilja þau orð. Ræktunarhlutverk Ríkisútvarpsins Hitt er annað mál, að eigi arfleifð og saga að vera lifandi veruleiki í hugskoti manna, verður að halda þeim að fólki. Þeim er ætlað að vera eins konar sameiginlegar minningar alþjóðar. Þetta gerist, ef við leggjum rækt við arfleifð og sögu. Margir góðir menn, stofnanir og félagasamtök eru í þessu efni virk vel. En lengi má gott bæta. Sumir telja vitund íslendinga um arfleifð sína og sögu fara rýmandi um þess- ar mundir. Þess vegna m.a. tala ég og skrifa á þann hátt, sem raun ber vitni. Arfleifð og saga eru lifandi líf mitt. Ég ann því lífi og vil glaður gefa öðrum hlutdeild í hinu sanna. Auk annars er ég öldungis sann- færður um, að Ríkisútvarpið er nákæmlega • rétti farvegurinn fyrir arfleifð íslendinga og sögu. Fátt er í ríkari mæli lifandi en talað orð og kvikar myndir. Ef Ríkisútvarpið ber gæfu til að standa fast á horn- steini sínum og halda áfram að flytja þjóðinni — með þekkilegu tungutaki og viðunandi myndvísi — hið bezta úr sameiginlegum sjóðum okkar allra, efast ég ekki um, að ræktunarbarátta Utvarpsins og Sjónvarpsins mun í hvem tíma bera tilætlaðan árangur. Hugsjón og framtíðarsýn Ólafur M. Jóhannesson grípur á þeim orðum tveimur, sem hér getur að líta í millifyrirsögn. Með þessum hætti og ýmsum öðrum spyr Ólafur í raunnni um- búðalaust um stefnu mína í emb- ætti útvarpsstjóra. Sú stefna er að sönnu í nokkmm mæli þegar í ljós komin hér að fram- an. En þar er hvergi nærri öllu til skila haldið, enda tæpast von til þess í stuttu máli. Ég hef nú unnið hjá Ríkisútvarp- inu í hálft annað ár. Á þeim tíma hefur stefna mín í málefnum stofn- unarinnar smám saman verið að mótast. Útvarpsráðsmaður gagn- rýnir ónógan sparnað NÝAFGREIDD fjárhagsáætlun Ríklsútvarpsins fyrir árið 1993 gerir ráð fyrir að sjónvarpinu sé heimilt að auka skuld á yfirdrátt- arreikningi stofnunarinnar í Landsbanka íslands um 29 millj- ónir króna vegna rekstrar. Hörð- ur Vilhjálmsson, fjármálastjóri RÚV, segir stefnt að því að sem minnst þurfi að nýta þessa heim- ild þar sem unnið sé að miklum sparnaðaraðgerðum. I bókun sem Davíð Stefánsson gerði á síðasta fundi Útvarpsráðs kemur fram að hann telji að fjárhagsá- ætlunin geri ekki ráð fyrir nægi- lega miklum niðurskurði í rekstri. í stað aukins aðhalds sé gert ráð fyrir aukningu skulda og með því sé ábyrgðinni velt yfir á komandi tima og rekstur- inn þyngdur með síaukinni vaxtabyrði. Gengið sé gegn fyrri fyrirheitum um að stefna að lækkun yfirdráttar. í árslok var yfirdráttarskuld RÚV hjá Landsbanka íslands 167,( milljónir króna og hafði hún hækk að milli ára vegna rekstrar un 10,3 milljónir króna. Vegna yfir- dráttarins voru á árinu 1992 greidd- ar 27,3 milljónir króna í fjármagns- kostnað og gjöld en í fyrrgreindri fjárhagsáætlun, þar sem ráð er gert fyrir aukningu yfirdráttar um Ég sagði í upphafi, að ég hygðist „taka eitthvað af anda Þingvalla með mér“ í útvarpshúsið og Sjón- varpshúsið. Það vona ég sannar- lega, að þegar hafi átt sér stað í einhveijum mæli, sbr. reyndar fyrri hluta þessa greinarkoms. Að öðru leyti kemur það af sjálfu sér, að í erli virkra daga er sífellt verið að taka ákvarðanir, sem í ein- hveijum mæli marka stefnu. Sízt skal heldur dregið úr þeiri stefnu- mótun, sem tekin er að erfðum og markast af reynslu og hefð í rekstri Ríkisútvarpsins um áratuga skeið. Ég er alls ekki byltingarmaður. Þó er mér ljóst, að gagnlegt væri að endurskipuleggja Ríkisútvarpið á ýmsa_ vegu innan stokks hið fyrsta. Ég hyggst á næstunni beita mér fyrir nokkm átaki í því skyni. Undirbúnings er þörf, gagnaöflunar og tillögugerðar. Brýnt verður að hafa fyllsta samráð við sem flesta starfsmenn stofnunarinnar. Þó má forysta Ríkisútvarpsins ekki víkja sér undan þeirri ábyrgð, er á henni hvílir: Að taka úrslitaákvarðanir í veigamiklum málum. Ég geri ekki ráð fyrir, að þessu verki ljúki á yfirstandandi ári. En von mín er sú, að nýtt „skipurit" líti dagsins ljós í byijun næsta árs. Heimir Steinsson „Spyr Ólafur í rauninni umbúðalaust um stefnu mína í embætti útvarps- stjóra.“ Þá verður unnt að hefjast handa um nauðsynlegar breytingar. Draumurinn „Hugsjón og framtiðarsýn" era fögur orð. Ég festi þau á blað með lotningu. Hitt getur vafist fyrir mér sem öðrum að fylla þess konar hug- tök innihaldi og merkingu. Ég hef nú þegar í bréfsnuddu þessari talað nokkuð um heildarvið- horf mitt til lífs og menningar — og þar með til Ríkisútvarpsins sem lifandi menningarsmiðju. í annan stað hef ég nú bent á skipulags- starf, sem hefjast mun hið fyrsta og ætlað er í einhveijum mæli að leiða til nýrrar stefnumörkunar Rík- isútvarpsins í fyllingu tímans. Ef ég á að öðra leyti að tala um „hugsjón og framtíðarsýn“ eins og sakir standa, verður fyrst fyrir mér orðið „barátta". Undanfarin misseri hef ég eftir megni í ræðu og riti háð baráttu fyrir Ríkisútvarpinu, varðveizlu þess, vexti og viðgangi, starfs- mönnum þess og starfsháttum upp til hópa. Þeirri baráttu mun ég halda áfram og er sem betur fer engan veginn einn á vallarhelm- ingnum. Stóri draumurinn snýst síðan um þá baráttu fyrir menningu íslend- inga, sem ég er sannfærður um, að Ríkisútvarpið gæti háð betur en flestir aðrir, ef það fær að halda áfram að vera „verkfæri í hendi Lýðveldisins", eins og ég tók til orða á dögunum. Ég er reyndar ekki í nokkrum vafa um, að þessi draumur mun rætast, — um mína daga og um ókomna áratugi. Góðir menn munu taka höndum saman, búa Ríkisút- varpinu starfsskilyrði til að brýna baráttuvopnin og leggja með þeim hætti lóð á vogarskál í viðleitni ís- lendinga til að varðveita sjálfstæði sitt um fyrirsjáanlega framtíð. Veiztu nú hvað, Ólafur M. Jó- hannesson: Ég á enn fjölmargt skemmtilegt ósagt við þig. Hvemig væri að hittast yfir kaffibolla á hentugum stað og tíma? Höfundur er útvarpssljóri. 29 millj., er gert ráð fyrir að kostn- aður vegna yfirdráttar verði 30 milljónir króna. í samtali Morgun- blaðsins við Hörð Vilhjálmsson kom fram að stofnunin hefði samið um sérkjör við Landsbanka vegna yfir- dráttarins og væru þau hagstæðari en gerist og gengur um yfirdráttar- reikninga, sem að jafnaði er einhver dýrasta fjármögnun sem um getur. „Við tökum mjög ákveðið á sparnaðaraðgerðum núna og ég veit að þær munu leiða til veralegs árangurs," sagði Hörður og fullyrti að yfirdráttarheimildin yrði aðeins nýtt að litlu leyti nema að öðru fullreyndu. í máli Harðar Vilhjálmssonar kom fram að aukning yfirdráttarins í ár og á liðnu ári ætti að mestu leyti rætur að rekja til Sjónvarps- ins, aðallega vegna barnasjónvarps á laugardags- og sunnudagsmorgn- um og textavarps, auk halla frá síðasta ári. MORGUN BLAÐSINS Fermingar Sunnudagsblaði Morgunblaðsins, 14. mars nk„ fylgir blaðauki sem / heitir Fermingar. I þessum blaðauka verða upplýsingar á einum stað um allt það sem viðkemur undirbúningi fermingardagsins: Uppskriftir og aðferðir við skreytingar á glæsilegum fermingartertum og tillögur að hlaðborðum með köldum mat, heitum réttum og bakstri og fjallað um hina ýmsu möguleika sem eru í boði fyrir þá, er vilja kaupa veisluföngin, hvort heldur er fyrir tertuveislur eða matarveislur. Fermingarfatnaði og hárgreiðslu verða gerð góð skil í máli og myndum og fjallað um fermingargjafir og óskir ungmenna í þeim efiium. Þeim sem áhuga hafa á að auglýsa í þessu blaði er bent á að tekið er við auglýsingapöntunum tii ki. 16.00 mánudaginn 8. mars. Nánari upplýsingar veita Agnes Erlingsdóttir og Petrína Óiafsdóttir, starfsmenn auglýsingadeildar í síma 69 1111 eða símbréf 69 1110. - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.