Morgunblaðið - 03.03.1993, Page 27

Morgunblaðið - 03.03.1993, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1998 27 Heimsmeistaraein- vígið í lausu lofti Skák Margeir Pétursson AÐDRAGANDI væntanlegs heimsmeistaraeinvígis í skák á milli Garys Kasparovs og Nigels Shorts tók afar óvænta stefnu í siðustu viku. Eftir bitur og lít- ilsvirðandi ummæli í garð hvors annars í janúar og framan af febrúar stóðu þeir skyndilega saman sem einn maður gegn Alþjóða skáksambandinu FIDE og forseta þess, Florencio Campomanes. Þeir höfnuðu al- gjörlega vali FIDE á Manchest- er sem keppnisstað, sögðu sig úr lögum við samtökin og lýstu því yfír að þeir myndu saman stofna ný samtök atvinnuskák- manna. Á eigin vegum hafa þeir nú lýst eftir nýjum tilboð- um i einvígið og rennur frestur- inn út 22. mars næstkomandi. Ástæðumar fyrir þessari óvæntu atburðarás virðast fyrst og fremst vera óánægja þeirra beggja með verðlaunafjárhæðina i Manchester og að Campomanes braut að þeirra dómi formreglur við val á einvígisstað mjög gróf- lega. Gamlar væringar þeirra beggja við FIDE forsetann og þá sérstaklega af hálfu Kasparovs hafa svo gert útslagið með að sam- komulag tókst á milii keppinaut- anna tveggja. Umdeildur félagsmálaferill Kasparovs Það er ekkert nýtt að þeir Gary Kasparov og Campomanes skuli vera á öndverðum meiði. Árið 1985 stöðvaði FIDE-forsetinn heimsmeistaraeinvígi Karpovs og Kasparovs þegar kraftar hins fyrr- nefnda virtust þrotnir eftir lengsta heimsmeistaraeinvígi skáksög- unnar, 46 skákir. Kasparov stofn- aði síðar stórmeistarasambandið GMA til höfuðs FIDE, varð fyrsti forseti þess og gerði þá kröfu að GMA fengi hlutdeild í verðlauna- sjóðum heimsmeistaraeinvígjanna, sem hafði áður verið ein helsta tekjulind FIDE. Upphófst tog- streita um þessa fjármuni sem endaði með samkomulagi. Árið 1990 sagði Kasparov skilið við GMA er hann varð í fyrsta skipti undir í atkvæðagreiðslu og stofn- aði síðar eigin samtök skákmanna, Chess Union, en í þau hafa aðeins gengið stórmeistarar frá fyrrum Sovétríkjum. Þá tókust líka fullar sættir með þeim Kasparov og Campomanes og varð þetta allt til að fremstu stórmeistarar vestur- landa urðu mjög bitrir út í Ka- sparov, sökuðu hann um að setja ávallt eigin hagsmuni á oddinn og hafa í því skyni gengið af heims- bikarkeppninni dauðri. GMA stóð fyrir henni á árunum 1987-1991, en síðan hún hætti hefur samband- ið verið áhrifalaust. Eftir að Kasparov hætti í stór- meistarasambandinu tók Timman fyrst við formennsku og síðan Short. Það eru því formenn bæði GMA og Chess Union sem ætla að stofna hin nýju atvinnumanna- samtök og vekur það vonir um að stórmeistarar nái nú aftur að sam- einast í öflugum samtökum. Ka- sparov á þó enn eftir að sanna að hann sé fær um að tileinka sér lýðræðisleg vinnubrögð. Rýrari verðlaunasjóður Það gekk óskaplega illa að finna heimsmeistaraeinvíginu stað og um það er ekki síst að kenna Kasparov sjálfum. Strax árið 1991 var einvígið boðið út og var ætlað að verðlaunasjóðurinn næmi u.þ.b. 300 milljónum fsl. króna. Slíkt til- boð kom frá Marokkó, en Ka- sparov lagði á það þunga áherslu að bandarískir aðilar í Los Angeles fengju réttinn. Þegar til kastanna kom reyndust þeir aðeins hafa gefið viljayfirlýsingu en ekki bind- andi tilboð og eftir að Bobby Fisc- her kom aftur fram á sjónarsviðið í fyrrasumar, hættu þeir við ein- vígishaldið og gáfu upp þá tylliá- stæðu að jarðskjálftahættan í Ka- liforníu hefði sett strik í reikning- inn. England eini mótsstaðurinn Nú var illt í efni, Marokkómenn voru að vonum móðgaðir og ekki þýddi að leita til þeirra. Vegna efnahagssamdráttar í hinum vest- ræna heimi gekk afar illa að finna mótsstað. En í stað þess að viður- kenna eigin mistök kenndi Ka- sparov því um að enginn vildi borga fyrir að sjá hann bursta annaðhvort Timman eða Short. í nýju útboði í janúar komu engin viðunandi boð og þá varð ljóst að það væri einungis á heima- velli Shorts í Englandi sem grund- völlur væri fyrir háum tilboðum. Einvígið var nú boðið út í þriðja sinn og tilboðin voru opnuð mánu- daginn 22. febrúar. Bæði London og Manchester bættust í leikinn. Höfuðborgin bauð fáeinum millj- ónum hærra en það 125 milljóna króna tilboð sem kom frá Manc- hester. Þá var orðið ljóst að verð- launin yrðu meira en helmingi lægri en ráð var gert fyrir í upp- hafi og myndu blikna í saman- burði við 300 milljóna króna verð- launasjóðinn hjá þeim Fischer og Spasskí í haust. Kasparov er fyllilega sáttur við að tefla á heimavelli andstæðings- ins, hann telur sigurlíkur sínar svo miklar að aðstæður skipti ekki máli. Heimsmeistarinn kom sér líka innundir hjá Englendingum fyrir hálfum mánuði þegar hann kom til London og tefldi fyöltefli til styrktar sjúkum bömum. Alls aflaði hann jafnvirðis tæplega þriggja milljóna íslenskra króna og var að vonum hampað í sjón- varpi og blöðum fyrir vikið. Fyrir hönd FIDE ákvað Campo- manes að taka boðinu frá Manc- hester eftir mjög stutta umhugs- un. Borgarstjórinn þar tilkynnti það síðan fréttamönnum um- kringdur risastórum taflmönnum að næsta heimsmeistaraeinvlgi í skák yrði í borginni. Þetta kom sér vel fyrir Manchester, Short er fæddur og uppalinn þar í nágrenn- inu og þar að auki stefnir Manc- hester að því að halda Ólympíu- leikana árið 2000 og vel heppnað heimsmeistaraeinvígi myndi styrkja stöðuna í samkeppninni um leikana. Nigel Short með grískri eiginkonu sinni Rheu og dótturinni Ky- veli, 2ja ára. Campomanes spurði Short ekki álits og Englendingur- inn varð að bregðast við af hörku. Mistök Campomanesar Valdið til að ákvarða mótsstað er I höndum FIDE forsetans en áður en hann tekur ákvörðun sína á hann að ræða við keppendur. Hann ræddi við Kasparov, sem tjáði honum að hann viidi fremur tefla {London. Strax deginum eft- ir að tilboðin voru opnuð lýsti Campomanes því yfír að Manc- hester hreppti hnossið, án þess að hafa nokkuð rætt við Short. Þetta var auðvitað frekleg móðgun við áskorandann og Short varð æfa- reiður. í raun og veru varð hann að grípa til harðra viðbragða. Að láta þetta yfír sig ganga hefði veikt sálfræðilega stöðu hans, sem ekki er ýkja burðug fyrir. Hann setti sig í samband við vin sinn, Dominic Lawson, ritstjóra Spect- ator, sem gerðist milligöngumaður á milli einvígismannanna. Þeir náðu svo samkomulagi sín á milli á föstudag. Hvert verður framhaldið Það skyldi þó enginn ætla að bandalag þeirra Shorts og Kasp- arovs standi til frambúðar. Það mun upp úr slitna um leið og ann- arhvor sér hag sínum betur búið í öðrum félagsskap. Svo sem rakið er hér að framan þá hefur heims- meistarinn ekki sýnt mikla stað- festu í vali sínu á samstarfsmönn- um og einmitt þess vegna hefur hann fyrirgert trausti Shorts og fremstu skákmanna Vesturlanda. Hagsmunir þeirra nú fara saman í því að verðlaunasjóðurinn verði sem hæstur. Um leið og það mál er leyst mun Kasparov áreiðanlega aftur fara lítiisvirðandi orðum um taflmennsku Shorts og Englend- ingurinn enn á ný svara fyrir sig með því að benda á skapgerðar- galla Kasparovs og einræðistil- hneigingar hans. Möguleg lausn á þessu máli gæti orðið sú að Campomanes myndi viðurkenna þau mistök að hafa ekki haft samráð við Short og biðja hann afsökunar. Það er þó ólíklegt að FIDE-forsetinn brjóti þannig odd af oflæti sínu. Staða hans innan Alþjóða skák- sambandins hefur aldrei verið sterkari en einmitt nú, eftir glæsi- legt Ólympíuskákmót í heimalandi hans á Filippseyjum i fyrra. Það er því líklegt að Campomanes muni halda stuðningi frá meiri- hluta aðildarríkja FIDE, sem eru nú u.þ.b. 140 talsins, til hverra þeirra úrræða sem hann ákveður að grípa. Það er harla ólíklegt að Campo- manes muni útnefna nýjan heims- meistara, það yrði til að gera FIDE að algjöru athlægi ef hann færi að krýna Jan Timman, Anatólí Karpov eða Bobby Fischer lárvið- arsveignum og reyndar ólíklegt að þeir myndu taka við honum. Þeir Kasparov og Short standa með pálmann í höndunum. Þeir hafa hlotið hrós í breskum fjöl- miðlum fyrir afstöðu sína m.a. í ritstjómargrein The Timesog mið- að við gífurlega umfjöllun sem þetta mál hefur fengið í Bretlandi er líklegt að aðilar í London fáist til að hækka verðlaunasjóðinn. við eigum alltaf París“ »••• Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Sagabíó: Casablanca Leikstjóri Michael Curtiz. Hand- rit Howard Koch, Julius J. Ep- stein, Philip G. Epstein. Kvik- myndatökustjóri Arthur Edeson. Tónlist Max Steiner. Aðalleik- endur Humphrey Bogart, Ingrid Bergman, Claude Rains, Paul Henreid, Conrad Veidt, Peter Lorre, Sidney Greenstreet. Bandarísk. Warner Bros 1942. Þau eru örfá, gömlu kvikmynda- verkin sem njóta þeirrar virðingar að vera endursýnd { heiðursskyni á almennum sýningum í kvikmynda- húsum. Upp í hugann koma nokkur af verkum Hitchcocks og Chaplins, Á hverfanda hveli, Lengstur dagur. Og nú fáum við tækifæri að sjá á stóra tjaldinu eina ástsælustu mynd allra tíma, sjálfa Casablanca, ástæðan að hún stendur á fimm- tugu um þessar mundir og fyrir margt löngu komin í tölu sígildra verka. Það benti fátt til þess að svo færi meðan myndin var í bigerð og vinnslu. Handritið hafði verið lagt nokkrum sinnum til hliðar og marg- ir leikarar orðaðir við aðalhjutverk- in. M.a. George Raft og Hedy Lam- arr og síðar Ronald Reagan og Ann Sheridan. En til allrar lukku urðu Humphrey Bogart og Ingrid Berg- man fyrir valinu og útkoman skráð á blöð kvikmyndasögunnar. Hand- ritið var nánast í daglegri endur- skoðun fram á síðasta tökudag og Warner-bræður höfðu litla hug- mynd um hvað þeir höfðu handa í millum fyrr en á frumsýningardag- inn og Casablanca hóf þá sigur- göngu sem stendur enn. Sögusviðið er hafnarborgin Casablanca á öndverðum dögum síðari heimsstyijaldarinnar. Þar er tæpast. þverfótað fyrir flóttamönn- um frá Evrópu sem eygja útgöngu- leið undan útsendurum Hitlers með flugi til Lissabon og þaðan vestur um haf í frelsið. Aðalpersónan er Rick (Bogart), eigandi Rick’s Café Americain, hins fræga næturklúbbs þar sem eftirsóttar vegabréfsárit- anir ganga kaupum og sölum; vinur hans lögreglustjórinn Renault (Ra- ins), háll sem áll; Strasser (Veidt), erindreki Þriðja ríkisins á staðnum sem ætlar sér að hafa hendur í hári Lazlos (Heinreid, kunns and- spyrnumanns sem nýflúinn er til borgarinnar 5 fylgd fagurrar eigin- konu sinnar, llsu Lund (Bergman). Sú er fyrrum stóra ástin í lífí Ricks. Þau hafa ekki sést síðan samband þeirra slitnaði er hún hætti við að flýja með honum frá París á fyrsta degi hernáms Þjóðveija. Margar skýrt dregnar aukaper- sónur koma við sögu I hinu kjam- yrta handriti þeirra Epstein-bræðra og Howards Kochs. Undirtónn við- sjálla tíma og manna er voldugur og í hrífandi samræmi við alvöru- gefíð en melódramatískt samband Ricks og Usu. Hugmyndarík leik- stjóm Curtiz, myrk kvikmyndataka Edesons og einkar viðeigandi og ljúfsár tónlist Steiners fullkomna umhverfíð. Myndin er frábært dæmi um lýtalausa og skapandi samvinnu og einstaka stemmningu. Allir þessir þættir hafa gert Casablanca að klassísku, slvinsælu verki. Utkoman er afar vel heppnuð kvikmynd I alla staði, hvort sem hún er skoðuð sem listaverk eða skemmtiefni. Hún hefur ekki elst um einn dag, sem er heldur fátítt í kvikmyndasögunni, og á jafn mik- ið erindi til ungs fólks í dag og kynslóðarinnar sem fyllti kvik- myndahúsin á stríðsárunum. Töfr- amir Iigggja ekki síst í Bogie, sem er sem skapaður í hlutverk Ricks hins kaldhæðna en góðhjartaða undir yfírborðinu. Með hjálp næst- um vammlausrar persónusköpunar handritsins fullkomnar hann hina kunnu ímynd töffarans með gull- hjartað. Um leið og hann birtist á sviðinu hefur áhorfandinn á tilfinn- ingunni að hér sé komin þunga- miðja Ieiksins, maður með fortíð. Og gamlá, góða neðrivarar glottið, talandinn útúr munnvikinu og fleiri vörumerki Bogies njóta sín til fulln- ustu. Ingrid Bergman, ein fegursta kona sem kvikmyndatökuvélamar hafa nokkru sinni fangað, er einnig ógleymanleg, jafnt fyrir glæsileik- ann sem þroskaðan leik. Heinreid er hinsvegar ekki nógu mikill bógur á við meðleikara sína. Aukahlut- verkin eru afar vel mönnuð með valinkunna skapgerðarleikara af lagemum hjá Warner-bræðrum eins og Peter Lorre, Conradt Veidt og Sidney Greenstreet. Þá á Claude Rains sinn þátt í að gera myndina sígilda og ekki má gleyma Dooley Wilson { hlutverki píanóleikarans og einkavinar Ricks. Enda er flutn- ingur hans á laginu As Times Goes By einn af hápunktum Casablanca. Það er líka kveðjustund þeirra Ricks og Ilsu er hann segir „við eigum alltaf París" og hana eigum við líka í kvikmyndperlum á borð við Casa- blanca. Hún eldist ekki þótt tíminn líði hjá. Þessir strákar héldu hlutaveltu og afhentu Hjálparstofnun kirkjunn- ar ágóðann sem var 1502 krónur. Þeir heita Guðmundur Karl Einars- son og Jón Skjöldur Níelsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.