Morgunblaðið - 03.03.1993, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1993
29
Arshátíðarmót Harðar
Keppnisvettvang-
ur áhugamannsins
________Hestar_____________
Valdimar Kristinsson
Harðarmenn héldu á laugar-
dag sitt fyrsta mót á árinu sem
þeir kölluðu Arshátíðarmót enda
árshátiðin haldin þá um kvöldið.
Keppt var í töld i fjórum flokk-
um, tveimur flokkum fullorðinna
og barna- og unglingaflokkum.
Þá var keppt i 150 metra skeiði.
Nú í annað sinn bjóða Harðar-
menn upp á tvo styrkleikaflokka
fyrir fullorðna á mótí hjá félag-
inu þar sem menn veija sér
flokkinn sjálfir. Hefur þetta fall-
ið í góðan jarðveg og mun verða
framhald á.
Harðarmenn hafa gert nokkuð í
því að örva hinn almenna hesta-
mann til þátttöku í keppni á vegum
félagsins og er þessi háttur einmitt
viðhafður í því augnamiði. Þá hefur
á íþróttamótum félagsins verið
veittur svokallaður Jómfrúrbikar
en hann hlýtur sá keppandi sem
keppir í fyrsta sinn í íþróttamóti
og hlýtur flest samanlögð stig af
þeim sem eru að spreyta sig í fyrsta
sinn. Á aðalfundi félagsins nýlega
færði Hákon Jóhannsson, sem oft
hefur verið kenndur við verslunina
Sport, félaginu að gjöf tvo bikara
til minningar um tvo hesta í hans
eigu, Hálegg og Blakk. Verða bik-
aramir veittir þeim áhugamönnum
sem bestum árangri ná í A- og
B-flokki gæðinga á móti félagsins
í vor. í skipulagsskrá fyrir bikarana
segir að þeir kallist áhugamenn
sem ekki temji hross fyrir aðra
gegn gjaldi og hafi ekki gert síðast-
liðin þijú ár. Einnig segir að með-
limir í Félagi tamningamanna séu
ekki gjaldgengir í keppni um bikar-
ana. Umræðan um minnkandi
áhuga fyrir hestamótum beinist
orðið í þá átt að skapa þurfí sem
flestum réttan vettvang til þátttöku
í keppni og er það ein ástæðan
fyrir því að Harðarmenn buðu upp
Hákon í Sport færði Herði að gjöf tvo bikara sem veittir verða
þeim áhugamönnum sem bestum árangri ná í gæðingakeppni fé-
lagsins. Það er formaður Harðar, Rúnar Sigurpálsson, og ritar-
inn, Björk Magnúsdóttir, sem veittu gjöfunum viðtöku.
Á aðalfundi Harðar voru veittar viðurkenningar þeim efnilegustu
og bestu. Frá vinstri talið: Magnea Rós, sem valin var efnilegasta
stúlkan, Rúnar formaður, þá Gunnar Þorsteinsson, sem valinn
var efnilegastí pilturinn, og Guðmar Þór Pétursson, sem valinn
var íþróttamaður Harðar 1992, en hann varð annar í vali á
íþróttamanni Mosfeilsbæjar.
á tvo styrkleikaflokka.
Aðeins einn dómari dæmdi á
mótinu nú en þar var að verki sá
kunni hestamaður Ragnar Hinriks-
son, en hann naut aðstoðar eigin-
konunnar, Helgu Classen, og dætr-
anna. Ekki voru gefnar einkunnir
heldur viðhaft útsláttarfyrirkomu-
lag svipað og í firmakeppni. En
úrslit mótsins urðu sem hér segir:
Hlutskörpust í B-flokki, sem er ætlaður áhugamönnum, urðu, frá
vinstri taiið: Þórarinn Jónsson, Bára Elíasdóttir, Guðlaugur Páls-
son, Brynhildur Þorkelsdóttir og sigurvegarinn, Guðmundur Jó-
hannsson, sem kepptí á Byl frá Kúfhóli.
3. Barbara Mayer á Gauta.
4. Valdimar Kristinsson á Geysi
frá Hala.
5. Berglind Ámadóttir á Betsy frá
Varmadal.
Tölt, B-flokkur:
1. Guðmundur Jóhannsson á Byl
frá Kúfhóli.
2. Brynhildur Þorkeisdóttir á Nat-
ani frá Hala.
3. Guðlaugur Pálsson á Jarli frá
Álfhólum.
4. Bára Elíasdóttir á Dropa frá
Helgadal.
5. Þórarinn Jónsson á Sleipni frá
Stóra-Hofí.
Tölt baraa:
1. Magnea Rós Axelsdóttir á Vafa
frá Mosfellsbæ.
2. Brynja Brynjarsdóttir á Ljóma
frá Seljatungu.
3. Eyþór Ámason á Víkingi.
4. Hrafnhildur Jóhannesdóttir.
5. Kristján Magnússon á Pæper
frá Varmadal.
6. Fanney Dögg Ólafsdóttir á
Hrefnu frá Möðruvöllum.
Tölt unglinga:
1. Svanhildur Jónsdóttir á Fjölni
frá Ámanesi.
2. Sölvi Sigurðarson á Nunnu.
3. Guðmar Þór Pétursson á Blæ
frá Helgadal.
4. Jóna Björg Ólafsdóttir á Garpi
frá Svanavatni.
5. Gunnar Þorsteinsson á Tító frá
Ketilsstöðum.
Magnea Rós sigraði í töltí barna
og var valin efnilegastí knapinn
og hestur hennar, Vafi frá
Mosfellsbæ, valinn fegurstí
gæðingurinn.
Tölt, A-flokkur:
1. Þorvarður Friðbjömsson á Prins
frá Keflavík, Skag.
2. Sigurður Sigurðarson á Ridd-
ara.
Ný frímerki 10. marz nk.
________Frímerki
Jón Aðalsteinn Jónsson
Hinn 10. marz nk. koma út fjög-
ur ný íslenzk frímerki. Heyra þau
til tveimur flokkum frímerkja, sem
póststjórnin hóf að gefa út 1990
og 1992.
Fyrst verða fyrir tvö íþróttafrí-
merki. Eru þau íjórða útgáfan í
þeim flokki. Að þessu sinni minna
þau á handknattleik og hlaup. í til-
kynningu póststjómarinnar nr.
1/1993 segir m.a., að handknatt-
leikur hafí lengi verið ein vinsæl-
asta íþróttagrein hér á landi. Barst
hann hingað til lands frá Danmörku
fyrir sjötíu árum. Bent er á, að
karlalandsliðið í þessari grein sé nú
meðal fremstu landsliða heimsins.
Um hlaup segir, að þau séu í mörg-
um tilfellum liður í síaukinni þátt-
töku almennings í hlaupaíþróttum
sem almennri líkamsrækt.
Þessi íþróttafrímerki eru með
sama svipmóti og fyrri merki í sama
flokki, enda teiknarar eða hönnuðir
hinir sömu og áður, þeir Ástþór
Jóhannsson og Finnur Malmquist.
Áður hefur verið minnzt á það í
þessum þáttum, að mörgum hefur
fundizt þessi frímerki ekki alltaf
hafa sýnt nægiiega skýrt eða
smekklega þá íþróttagrein, sem
verið er að kynna með merkinu.
Ég játa, að ég er einn í þeim hópi.
Þó verður að viðurkenna, að höf-
undum tekst mjög misvel ætlunar-
verk sitt. Sjálfum er mér ljóst, að
þeir eru hér viljandi að fara inn á
lítt troðnar slóðir og ætla skoðand-
anum að gefa hugmyndaflugi sínu
lausan taum í nákvæmri túlkun
myndefnis hverju sinni. Því verður
svo ekki neitað, að öll þessi íþrótta-
frímerki hafa ákveðið sameiginlegt
svipmót, þegar þau koma saman,
og skera sig frá öðrum myndefnum
íslenzkra frímerkja fram að þessu.
Hér á ég ekki síður við litaval
merkjanna, sem oft fer vel við sjálfa
mynd þeirra.
Eitt er það við hönnun þessara
frímerkja, sem ég á erfítt með að
fella mig við, en það er, hvemig
heiti landsins er komið fyrir og eins
nafni íþróttarinnar. Hvort tveggja
blasir rétt við, þegar merkinu er
snúið um 90%. Þetta verður til þess,
að margir líma frímerkið öfugt á
bréfíð, miðað við það, sem ætlazt
er til með verðgildistölunni. Sann-
leikurinn er sá, að menn gera ósjálf-
rátt ráð fyrir því sem sjálfsögðum
hlut, að nafn landsins blasi rétt við
eftir myndefninu. Þetta geta les-
endur borið saman við þau tvö önn-
ur frímerki, sem koma út þennan
sama dag. Skýring mín er sú, að
þetta gerist ekki sízt með íþrótta-
merkin, þar sem myndefni þeirra
er á stundum fremur torráðið og
mörgum þá ekki alveg ljóst, hvem-
ig það eigi að snúa.
Þennan dag koma út tvö ný frí-
merki í þeim flokki, sem hófst í
frímerkjasögu okkar 9.-okt. sl. og
nefna má brúarfrímerki. Að þessu
sinni er mynd af brúnni yfir Hvítá
hjá Feijukoti á 90 kr. frímerki.
Þessi brú var smíðuð árið 1928 og
var geysimikil samgöngubót á leið-
inni frá Reykjavík og norður og
vestur um land. Jafnframt var hún
mikilsvirði fyrir Borgfírðinga sjálfa
og alla innansveitarumferð. Hvítár-
brúin er steinsteypt bogabrú í
tveimur höfum og þótti og þykir
enn hið fegursta mannvirki. Þar
sem einungis ein akrein var á
brúnni, hlaut að koma að því, að
hún annaði ekki þeirri umferð, sem
jókst stöðugt milli landshluta. Þá
varð það, að Borgarfjarðarbrúin
leysti Hvítárbrúna af hólmi
1980-81. — Á 150 króna frímerki
er mynd af brúnni yfir Jökulsá á
Fjöllum, ekki Iangt frá Grímsstöð-
um. Brúin var smíðuð á árunum
1946-47. Jökulsárbrúin er hengi-
brú með steyptum turnum, stál-
strengjum og stálbitum. Er hafið
104 m milli tuma.
Hönnuður þessara brúarfrí-
merkja er hinn sami og áður, Helgi
Hafliðason. Hins vegar eru nýju
frímerkin prentuð í Englandi hjá
prentsmiðju, sem íslenzka póst-
stjómin hefur ekki áður skipt við,
svo að ég muni. Heitir hún Walsall
Security Printers Ltd, Walsall. Fyrri
frímerkin voru offsetprentuð í Hol-
landi hjá prentsmiðju, sem ísl. póst-
stjómin hefur oft skipt áður við.
Að venju eru sérstakir fyrsta-
dagsstimplar, sem minna á mynd-
efnið. Þannig fá mótífsafnarar við-
bótarefni í söfn sín. Um brúarmerk-
in er það að segja, að nú er í stimpl-
inum mynd af brúnni yfír Hvítá hjá
Bamafossi, sem smíðuð var 1891.
Fer vel á því að velja við hveija
slíka útgáfu ákveðna gamla og
þekkta brú sem myndefni stimpils-
ins.
Kílóvara póststj órnarinnar
1992
Með tilkynningu í janúar aug-
lýsti ísl. póststjómin eftir tilboðum
í kílóvöra sína. Er hér um að ræða
notuð frímerki og að sögn einkum
frá árínu 1987. Póststjómin er
óvenju snemma á ferðinni með kíló-
vörana, en tilboðstíminn rennur út
1. marz nk. Því miður er ábending
mín allt of seint á ferðinni. Engu
að síður vil ég benda söfnuram á
þetta, ef þeir skyldu hafa huga á
að bjóða í þessa vöru. Því miður
er hún oft misjöfn að gæðum. Fyr-
ir tveimur áram var hún óvenjulé-
leg, en ég held menn hafí verið
nokkuð ánægðir með kílóvörana í
fyrra, þ.e. fyrir árið 1991.
Til leiðbeiningar þeim, sem senda
vilja tilboð, er tekið fram í tilkynn-
ingu póststjómarinnar, að lægsta
tilboð við síðustu úthlutun, sem tek-
ið var, hafi verið 5.325 krónur fyr-
ir 250 gramma pakka. Að auki
bætist svo við hinn rangláti virðis-
aukaskattur á tilboð innlendra að-
ila. Þá sakar ekki að geta þess, að
hver maður má bjóða í allt að 12
pakka eða 3 kg af þessari vöra'