Morgunblaðið - 03.03.1993, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1993
Agústa Þorkels-
dóttir - Minning
í dag verður jarðsungin frá
Borgarneskirkju Inga Ágústa Þor-
kelsdóttir, húsfreyja á Helgugötu
1 í Borgarnesi. Hún var ævinlega
kölluð Gústa og fyrra nafnið var
fáum tamt. Gústa var fædd 25.
ágúst 1917 að Ytri-Hraundal í
Álftaneshreppi og hafði því náð
sjötíu og fimm ára aldri þegar hún
lést hinn 22. febrúar sl. á sjúkra-
húsinu á Akranesi. Hún var dóttir
hjónanna Þorkels Þorvaldssonar
og Ingveldar Guðmundsdóttur,
sem bjuggu í Borgamesi.
Gústa var lágvaxin kona, fríð
sýnum og glettin í viðmóti við þá
sem hún þekkti vel. Hún var ekki
þeirrar gerðar að flíka sér og var
raunar feimin að eðlisfari og vann
öll sín verk í kyrrþey. Starfsvett-
vangur hennar var lengst af heim-
ili þeirra hjóna í Borgamesi, en
hún var gift Bimi Hirti Guðmunds-
syni frá Feijubakka í Borgar-
hreppi, sem lifir konu sína. Þeim
varð tveggja bama auðið. Sonur-
inn Birgir er fæddur 1941,
ókvæntur en á tvö böm, og dóttir-
in Alda, fædd 1942, en hún lést
langt fyrir aldur fram árið 1991.
Hún var gift Einari Kristjánssyni,
sjómanni, og eignuðust þau fimm
böm. Gústa og Bjössi voru sam-
heldin hjón sem lýsir sér best í
því að ævinlega hefur verið talað
um þau í einu og sama orðinu.
Eins og áður sagði helgaði
Gústa alla krafta sína heimili
þeirra Bjössa og augljóst er öllum,
sem þar ber að garði, hvílík natni
og álúð hefur veirð lög í hvert
handtak og viðvik þar. Umgengni
fádæma góð utan húss sem innan
og það svo að endingartími allra
hluta er margfaldur á við það sem
gerist í neysluþjóðfélagi nútímans.
Gústa var snilldarkokkur og bar
allan mat fram sem veislukost.
Þá eyddi hún dijúgum tíma við
handavinnu og saumaskap. Garð-
urinn við húsið og blómaskálinn
bera húsráðendum fagurt vitni og
augljóst að útsjónarsemi hefur
verð viðhöfð í öllum búrekstri.
Þess sér og stað í nýjasta fram-
taki þeirra hjóna, sem vakið hefur
mikila athygli, en það er „Bjössa-
róló“, leikvöllurinn sem húsbónd-
inn hefur komið upp í næsta ná-
grenni við húsið. Þangað leggur
unga kynslóðin leið sína og grun
hef ég um að ýmsir hafi vanið
komið sínar inn í blómaskálann til
að heilsa upp á húsfreyju og jafn-
vel að þiggja mola.
Samgangur og órofa vinskapur
hefur ætíð verið á milli þeirra
Bjössa og Gústu og æskuheimilis
míns á Beigalda. Varla var svo
farið í kaupstaðaferð áður fyrr að
ekki væri komið við í kaffisopa
hjá Gústu. Þá voru þó þægindi
með allt öðrum róm en nú þar sem
einkabílisminn hafði ekki enn haf-
ið innreið sína og ferðast var um
með áætlunar- og mjólkurbílum.
Þá var samt ekki síður tími til að
rækta vináttubönd heldur en nú-á
tímum.
Gestrisni þeirra hjóna var við-
bruðið og hennar hafa margir not-
ið. Það var ekki aðeins einn og
einn kaffísopi sem boðið var upp
á. Nei, heimilinu var tvívegis
breytt í fæðingarstofnun þegar
barnsvon var á Beigalda. í fyrra
skiptið var það þegar undirrituð
bjó sig til innrásar í þennan heim
og hið síðara þegar litli bróðir
fæddist árið 1958. Slíkt þótti svo
sem ekkert tiltökumál því að það
var hreint ekki talin ástæða að
leggjast á sjúkrahús til þess að
fæða börn. En til bóta þótti horfa
að aðbúnaður væri sem bestur í
sængurlegunni. Hann var vís á
þessum stað og með samstilltu
átaki gerðu þau hjón og Jóhanna
----- --------33
ljósmóðir heimilið að fyrsta flokks
fæðingarstofnun. Þess verður
ávallt minnst með þakklæti.
Þegar sú sem þetta ritar óx úr
grasi og þurfti að sækja landspróf
í Borgarnes kom enn til kasta
velgjörðarfólksins á Helgugötu 1.
Þar var fundinn griðastaður í frí-
mínútum og hádegismáltíða notið
í ríkum mæli. Svei mér ef báðir
aðilar höfðu ekki nokkurt gaman
af fyrir utan gagnið sem ístöðu-
góðir málsverðir urðu skólastúlk-
unni.
Fyrir fáum árum veiktist Gústa
af krabbameini. Þeirri staðreynd
tók hún af æðruleysi. Tiltrú henn-
ar til lækna og lækningaaðferða
gerði það að verkum að henni tókst
að takast á við sjúkleika sinn af
fádæma hispursleysi og hetjuskap.
Það hefur áreiðanlega létt henni
róðurinn. Að lokum náði sjúkleik-
inn þó yfírhöndinni. Samt var það
aðeins fáum dögum fyrir andlátið
að hún spilað við félaga sína á
sjúkrahúsinu. Gott er til þess að
vita þar sem hún hafði ánægju
af því að taka í spil.
Með þessum orðum fylgja inni-
legar samúðarkveðjur á Helgu-
götu 1 frá okkur öllum á og frá
Beigalda.
Lilja Ámadóttir.
Minning
Hjalti Bjömsson
bifreiðarsijóri
Fæddur 13. maí 1907
Dáinn 23. febrúar 1993
Hann afí okkar, Hjalti Björns-
son, er dáinn og í dag fer fram
útför hans. Okkur langar til að
minnast hans nokkrum orðum.
Afí fæddist að Hlíð í Hjaltadal
í Hólahreppi 13. maí 1907, og var
því 85 ára þegar hann lést. Árs-
gamall fluttist hann að Unastöðum
í Kolbeinsstaðadal og ólst þar upp
hjá foreldrum sínum meðal margra
systkina. Þau eru nú í dag öll
dáin nema tvær systur hans, þær
Jóhanna sem nú er á Hrafnistu
og Guðrún sem býr á Dalvík. Afí
fór fljótt að vinna öll venjuleg störf
til sveita, lengst sem vinnumaður
að Ási í Hegranesi, en síðar hjá
Thor Jensen á Korpúlfsstaðabúinu
sem mjólkurbílstjóri. Þar kynntist
hann henni ömmu og giftu þau
sig árið 1933. Það sama ár fædd-
ist mamma okkar. Ömmu og afa
þótti vænt hvoru um annað og
bjuggu saman síðan, eða í 60 ár,
lengst af í Mávahlíð 3, en það hús
byggði afi ásamt vinum sínum,
árið 1945-1947.
Afí var leigubílstjóri í Reykja-
vík, en vann lengst við að aka
strætó í borginni. Hann ók vagnin-
um sem fór frá Lækjartorgi inn
að Kleppi og síðar leið 12 í Breið-
holtið. Það var sagt um hann afa
að hann hefði passað svo vel að
vera á réttum tíma á biðstöðvun-
um að fólk hefði getað stillt kluk-
umar sínar eftir vagninum hans.
Stundum þegar mikið var að gera
sagðist hann því miður ekki geta
selt fólkinu farmiðakort því að
hann þyrfti að vera á réttum tíma
á hverri biðstöð.
Oft sagði afí okkur frá því hve
vænt honum þótti um Skagafjörð-
inn og þegar við nafnamir fórum
sumarið 1989 í ferðalag norður í
land á æskuslóðir hans var það
mjög gaman er hann sagði frá
ýmsu sem hann upplifði og vinnu-
brögðum gamla tímans. Þá kom-
um við meðal annars að Hólum í
Hjaltadal og þegar húsráðendur
heyrðu að tveir Hjaltar óskuðu
eftir næturgistingu var það fús-
lega veitt þó að almennt væri gist-
ing ekki veitt.
Margar glaðar og góðar stundir
áttum við hjá afa og ömmu í
Mávahlíðinni þegar við gistum þar
þegar við vorum yngri og þá
breiddi afí ábreiðu yfír sængina
okkar og bað guð að geyma okk-
ur. Ennig hafði hann lag á því að
læða sælgæti í lítinn munn eða
litla hönd þegar það átti við.
Nú á kveðjustund rifjast upp
margar fagrar minningar um afa
okkar sem gaf okkur margt. Þess-
ar minningar munum við geyma
og biðjum guð að gæta að ömmu
okkar á þessum erfíða tíma. Megi
afí hvíla í friði og blessuð sé minn-
ing hans.
Hjalti Magnússon,
Anna Sigríður Magnúsdóttir.
Hann afí er dáinn, á 86. aldurs-
ári sínu, og því búinn að lifa
tímana tvenna, þar á meðal tíma
sem eru okkur fjarlægir í dag -
þegar algengt var að heimili flo-
snuðu upp vegna fátæktar og böm
voru send í fóstur og til að vinna
fyrir sér. Það var ekki alltaf spum-
ing um kærleika, heldur það að
komast af.
En Skagafjörðurinn og Hjalta-
dalurinn voru honum alltaf kærir.
Öllu oftar nefndi hann vinnu-
mennsku sína hjá Thor Jensen.
Þaðan átti hann minningar sem
yljuðu. Árin á Lágafelli og vinina
sem hann eignaðist þar, þau Hall-
dóm og Kristin á Mosfelli, Korp-
úlfsstaðina þar sem hann lærði að
slá og sá um að aka mjólkinni til
Reykjavíkur. Búskapurinn og
sveitin vom honum alltaf hugleik-
in, þótt hann flyttist til Reykjavík-
ur og væri bílstjóri hjá Strætis-
vögnum Reykjavíkur í 30 ár.
Það voru yndislegar stundir
þegar afi kom til okkar í Miðdal
og oft til að vera dag og dag.
Hann vildi fylgjast með búskapn-
um og, meðan heilsa entist, gera
gagn. Stundirnar sem hann átti
með langafabömunum verða þeim
ógleymanlegar, sérstaklega nafna
hans, Hjalta Frey, sem saknar
langafa nú sárt.
Elsku afí. Það var gott að leita
til þín. Þú hafðir alltaf tíma og
gafst svo mikið af þér. Það er
erfítt að kveðjast, en minningarnar
lifa. Sofðu rótt.
Svana.
Birting af-
mælis og
minningar-
greina
Morgunblaðið tekur afmæl-
is- og minningargreinar til
birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal-
stræti 6, Reykjavík, og á skrif-
stofu blaðsins í Hafnarstræti
85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að
greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á
mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
Við birtingu afmælisgreina
gildir sú regla, að aðeins eru
birtar greinar um fólk sem er
70 ára eða eldra. Hins vegar em
birtar afmælisfréttir með mynd
í dagbók um fólk sem er 50 ára
eða eldra.
t
Hjartkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
ÞÓRUNN SVEINBJARNARDÓTTIR,
Kvisthaga 2,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni, Reykjavík, föstudaginn
5. mars kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á Blindrabókasafn
(slands.
Hafliði Halldórsson,
Sveinbjörn Hafliðason, Anna Lárusdóttir,
Ólöf Klemensdóttir, Þórunn Halldórsdóttir,
Hrafnhildur Halldórsdóttir, Eydís Sveinbjarnardóttir,
Þórunn Sveinbjarnardóttir, Anna Sveinbjarnardóttir,
og barnabarnabörn.
t
Faðir okkar,
BJÖRN JÓNSSON,
Hvassaleiti 56,
fæddur 8. maí 1925, lést 21. febrúar 1993.
Bálför hans er af staðin. Þökkum hlýhug og vinarþel.
Þórunn Björnsdóttir,
Jón Björnsson,
Grfmur Björnsson,
Þórhildur Björnsdóttir,
Finnur Björnsson,
makar þeirra og börn.
t
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð,
hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns,
föður, tengdaföður og afa,
JÓNS TRYGGVA SVEINBJÖRNSSONAR,
Háaleitisbraut 24.
Ingunn Sigurðardóttir,
Guðrún Tryggvadóttir, Sturla Friðriksson,
Gautur Sturluson,
Tryggvi Steinn Sturluson.
+
Innilegar þakkir færum viö öllum þeim, sem sýndu okkur samúð,
hlýhug og vináttu við andlát og minningu eiginmanns míns, föð-
ur, tengdaföður, afa og langafa,
EINARS OLGEIRSSONAR
fyrrv. alþingismanns.
Sérstakar þakkir eru færðar forráðamönnum, starfsfólki og vist-
mönnum á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Sigríður Þorvarðardóttir,
Sólveig Kristín Einarsdóttir, Lindsay O’Brien,
Einar Baldvin Þorsteinsson,
Edda Þorsteinsdóttir, Halldór Guðmundsson,
Svandís Halldórsdóttir,
Halla Halldórsdóttir,
Þorsteinn Halldórsson,
Jóhanna Axelsdóttir, Magnús Jón Árnason,
Gísli Rafn Ólafsson,
Þorvaröur Tjörvi Ólafsson.