Morgunblaðið - 03.03.1993, Síða 42

Morgunblaðið - 03.03.1993, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1993 HANDKNATTLEIKUR Konráð Olavson til liðs við Hauka Rögnvald Stefðn ,4r.... Rögnvald og Stefán til Umeá Rögnvald Erlingsson og Stefán Amaldsson, milliríkjadómarar í handknattleik, dæma í 1. riðli heimsmeistarakeppninnar í Svíþjóð. Leikimir í riðlinum fara fram í Umeá og Luleá í N-Sviþjóð. Þjóðim- ar sem leika þar em: Spánn, Tékkó- slóvakía, Austurríki og Egyptaland. Leikur með Haukum í úrslitakeppninni. Samningur hans við Dortmund að renna út Með rútu frá Ósló Landsliðið heldur til Svíþjóðar á sunnudaginn. Liðið fer til Óslóar í Noregi, en þaðan heldur það með lang- ferðabifreið til Gautaborgar - um 300 km ökuferð. Fyrsti leikur Islands í heims- meistarakeppninni verður gegn Svíþjóð á þriðjudaginn kemur, en síðan verður leikið gegn Ungveijalandi fímmtudag 11. mars og Bandaríkjunum laugardag- inn 13. mars. Héðinn ífiórða - yfir markahæstu menn í Þýskalandi Héðinn Gilsson, sem leikur með Diisseldorf í þýsku úrvals- deildinni, og Sigurður Bjamason, sem leikur með Grosswallstadt, em með markahæstu mönnum í þýsku úrvalsdeildinni. Báðir em marka- hæstir í liði sínu og og Héðinn er í fjórða sæti á lista markahæstu leikmanna deildarinnar. Héðinn hefur gert 121 mark í þeim 22 leikjum sem hann hefur leikið með Dusseldorf. í öðm sæti er Ratka með 116 mörk en leik- menn liðsins hafa alls gert 425 mörk þannig að Héðinn og Ratka hafa gert bróðurpartinn af mörkum liðsins í vetur. Það er Jochen Fraatz hjá Essen sem er markahæstur í deildinni, með 162 mörk. Annar er Svíinn Magnús Andersson, sem leikur með Schutterwald, en hann hefur gert 145 mörk. Anders Dörhöfer hjá Gummersbach er í þriðja sæti með 133 mörk og síðan kemur Héðinn með 121 mark. Ef mörk úr vítaköst- um em dregin frá er Héðinn í öðra sæti með 84 mörk, á eftir Fraatz sem hefur gert 112 mörk auk marka úr vítaköstum. Sigurður Bjamason hjá Gross- wallstadt er markahæstur í sínu liði og í 16. sæti yfir markahæstu menn úrvalsdeildarinnar. Sigurður hefur gert 88 mörk og þar af 15 úr víta- köstum. Sigurður hefur leikið ein- um leik færra en Héðinn og gæti því færst ofar í töflunni. Grosswalllstadt er í tíunda sæti með 21 stig. Héðinn og félagar hjá Dusseldorf era hins vegar í 15. sæti með 18 stig. Morgunblaðið/Þorkell Konráð Olavson í Haukapeysunni og Jóhann Ingi Gunnarsson, þjálfari, saman á ný. Þeir voru saman hjá KR fyrir nokkmm ámm. Þeir hafa leikið mest Konráð Olavson varð áttundi leikmaður íslenska landsliðsins, sem leikur í HM-keppninni í Svíþjóð, til að ná því að leika 100 a-landsleiki. Konráð lék sinn 100. landsleik gegn Dönum á Akureyri. Geir Sveinsson hefur leikið flesta landsleiki, eða 245. Sigurður Sveinsson hefur leikið 202 leiki, Guðmundur Hrafnkelsson 187, Júlíus Jónasson 182, Valdimar Gríms- son 159, Bjarki Sigurðsson 136 og Héðinn Gilsson 117 landsleiki. Afall hjá Svíum Sænska landsliðið varð fyrir áfalli í gær þegar leik- stjómandinn Magnus Anderson, leikmaður með þýska félaginu Schutterwald, meiddist á hendi - er bátsbein á handarbaki brotnaði. Anderson er næst markahæsti leikmaðurinn í Þýskalandi, með 145/82 mörk. Það er ljóst að þessi snjalli leikmaður mun ekki leika með í HM Konrað Olavson með 100 landsleiki 1988 1989 1990 199 1 1992 1993 Konráð lék fyrsta landsleik sinn gegn Bandaríkjunum, 26:20, ÍGeorgia 1987 Konráð lék sinn 100. landsleik gegn Dönum á Akureyri KONRÁÐ Olavson, landsliðs- maður í handknattleik, ákvað í gær að skipta úr þýska liðinu Dortmund í 1. deildar lið Hauka með það í huga að leika með Hafnfirðingunum f úrslitakeppni íslandsmótsins. Samningur Konráðs við Dort- mund rennur út í vor. Hann fer aftur til Þýskalands eftir heimsmeist- arakeppnina í Svíþjóð og gengur þá endanlega frá félagaskiptunum, en hann gerir ráð fyrir að leika síðustu umferðimar með Dortmund í þýsku deildinni fyrir úrslitakeppnina hér heima. Þetta er annað ár Konráðs hjá Dortmund, en hann sagði að tími væri kominn til að breyta til. „Þegar ég sá að möguleikinn á að koma heim var fyrir hendi ákvað ég að slá til,“ sagði landsliðsmaðurinn við Morgunblaðið. „Deildin héma hefur verið sterk og skemmtileg og mig dauðlangar til að vera með. I öðm lagi hef ég hug á að fara í háskóla- nám í haust og þar sem ég stefni að því að vera í landsliðinu 1995 er gott að vera heima og sameina nám og keppni. Hins vegar hef ég ekki ákveðið neitt fram í tímann; ég verð með í úrslitakeppninni og skoða framhaldið í rólegheitum í sumar.“ Konráð sagði að fleiri lið en Hauk- ar hefðu komið til greina, en ákvörð- unin hefði ekki verið erfið. „Starfíð hjá Haukum er öflugt og stemmning- in í Hafnarfirði sérstök. Hér snýst allt um handbolta og hlutimir em gerðir með hjartanu. Eins hef ég unnið mikið með Jóhanni Inga [þjálf- ara Hauka] og þekki hann vel af góðum vinnubrögðum." Jóhann Ingi sagðist vera ánægður með að fá Konráð í hópinn. „Ég tel það gott fyrir deildina og sérstaklega okkur, því ekki veitir af liðsstyrk fyrir úrslitakeppnina." í kvöld Handknattleikur 1. deild kvenna: Víkin: Víkingur - Ármann... kl. 20 Selfoss: Selfoss - Haukar kl. 20 Seltj.nes: Grótta-FH kl. 20 Austurberg: Fylkir - KR kl. 20 Hlíðarendi: Valur-ÍBV kl. 20 Garðabær: Stjaman - Fram. kl. 20 Úrslitakeppni 2. deildar: Strandgata: ÍH-HKN kl. 20 Æfingaleikur Landsliðið mætir úrvalsiiði Kristjáns Arasonar í Kaplakrika kl. 20.30 í kvðld. Húsið opnar kl. 19 og skömmu síðar leika íþróttafréttamenn stuttan leik við ýmsa skemmtikrafta. Blak 1. deild karla: Digranes: HK-ÞrótturR.... kl. 20 1. deild kvenna: Digranes: HK-Víkingur •kl. 21.15 Ungvevjar í feluleik? Ungveijar, sem verða mót- heijar íslendinga í öðram leiknum á HM - 11. mars, hafa verið í hálfgerðum „feluleik" að undanfömu og er greinilegt að þeir ætla sér ekki að vera mikið í sviðsljósinu fyrir HM. Ungverj- ar áttu að leika í Hollandi á dög- unum, en þeir hættu við það á síðuðtu stundu. Einar Þorvarðar- son átti þá að fara til Hollands til að taka leiki Ungveija upp á myndband. Þorbergur Aðal- steinsson, landslíðsþjálfari, fær því ekki að sjá Ungveija leika fyrr en í HM - þegar þeir leika gegn Bandaríkjamönnum. „Það er slæmt að fá ekki að sjá Ung- veija fyrr en á hólminn er kom- ið,“ sagði Þorbergur við Morgun- blaðið. Ungveijar tefla fram nær sörnu leikmönnum og léku gegn íslandi á ÓL í Barcelona, en þá unnu íslendingar. Síðan þá hafa þeir fengið Janos Gyurka, sem leikur með þýska félaginu Ha- meln, til liðs við sig, en hann hefur leikið yfír 200 landsleiki. KNATTSPYRNA Skagamenn töp- uðu fyrir Bröndby Akranes tapaði fyrir Bröndby 3:0 í öðram leik sínum á æf: ingamótinu í Danmörku í gær. í hálfleik var staðan 1:0 og höfðu íslandsmeistaramir þá í fullu tré við danska liðið. „Við náðum að skapa okkur nokkur ágæt færi, sérstaklega Þórður Guðjónsson en náðum ekki að nýta þau,“ sagði Luka Kostic, fyrirliði ÍA, í samtali við Morgunblaðið. Kostic sagði að í síðari hálfleik hafi Skagamenn sótt stíft og verið nálægt því að jafna er danska liðið náði að skora annað mark um miðj- an hálfleikinn. „Síðan var Sigurði Jónssyni vikið af velli fyrir brot þegar 15 mínútur voru eftir. Þá var hálfgerð uppgjöf hjá okkur og þeir bættu við öðra marki áður en leik- tíminn rann út,“ sagði fyrirliðinn. ÍA, sem mætir Örbro á föstudag, vann Lyngby 3:0 í fyrsta leik móts- ins á sunnudaginn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.