Morgunblaðið - 03.03.1993, Page 44

Morgunblaðið - 03.03.1993, Page 44
Gæfan fylgi þér í umferðinni SJÓVÁI ÍALMENNAR MORGVNBLADW, AÐALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK SÍMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Rafmagnslaust í Kópavogi Vandræða- ástand hjá lögreglu RAFMAGNSLAUST varð í hluta Kópavogs í 20 mínútur á tiunda tímanum í gærkvöldi vegna bilun- ar i háspennustreng. Samkvæmt upplýsingum Kópavogslögregl- unnar veidur rafmagnsleysi veru- legum vandræðum við löggæsluna þar sem allt tölvukerfi lögregl- unnar fellur út og fjarskipti lam- ast að hluta til. Lögreglan í Kópa- vogi hefur ekki neyðarrafstöð. Að sögn Sæmundar Guðmunds- sonar varðstjóra hjá lögreglunni -_skapast vandræðaástand þegar raf- magn fer af. Sagði hann að nýlega hefði þó fengist vararafgeymir vegna neyðartalstöðva en til að ná í bílana þyífti að grípa til handvirkra tal- stöðva. Fjarskipti væru að öðru leyti óvirk. Lögreglumenn sætu í myrkri sem gæti skapað vandamál við yfir- heyrslur og mikið væri hringt í lög- reglu þegar rafmagn fer af en þá slokknuðu öll ljós á símum sem gefa til kynna hvaða línur hringdu. ----------------- Nonni til Akureyrar MENNTAMÁLARÁÐ hefur gefíð Akureyrarbæ styttuna af Jóni Sveinssyni rithöfundi, Nonna. Styttan hvarf í tíu ár, en fannst í nóvember á hlöðulofti Korpúlfs- staða. Frá upphafí var gert ráð fyrir að stytta Nínu Sæmundsson af Nonna yrði á Akureyri. Nú hefur mennta- málaráð ákveðið að gefa Akur- ejTarbæ styttuna. Sjá bls. 26: „Akureyri fær...“ » ♦ ♦ Undirbúa kanp á þriðj- ung’i af stál- bræðslunni HAFNARFJARÐARBÆR og verkalýðsfélög í Hafnarfírði hafa átt í viðræðum við Iðnþróunarsjóð um hugsanleg kaup á hlut sjóðsins „JL-Stálbræðslunni í Hafnarfirði en sjóðurinn á um þriðjung í verk- smiðjunni á móti Búnaðarbankan- um og er hann metinn á um 90 milljónir króna. Guðmundur Árni Stefánsson, bæj- arstjóri í Hafnarfirði, sagði að Hafn- aríjarðarbær og verkalýðshreyfíng- inn hefðu áhuga á að kaupa hlut Iðnþróunarsjóðs undir kostnaðar- verði, til að efla atvinnulíf. Endurselja Furu hf. hlut Benti hann á að tekist hefði sam- komulag á milli Haraldar Þórs Óla- $þnar í Furu hf. og eigenda verk- smiðjunnar um gerð arðsemisút- reikninga fyrir verksmiðjuna ásamt vilyrði um sölu hennar á kostnaðar- verði. Sagði hann að ef hlutur Iðnþró- unarsjóðs yrði keyptur væri um það rætt að í framhaídi af því yrði gert samkomulag um að Fura hf. keypti aftur hlut þessara aðila í verksmiðj- , unni á tilteknum tíma. # Morgunblaðið/Pálmi Guðmundsson Vetur við Myvatn ÞAÐ er fallegt við Mývatn þegar sólin hellir geislum sínum yfír vatn og land. Sólin hækkar nú ört á lofti og I gær var sólarlag í Reykjavík kl. 18.50 eða rúm- um þremur klukkustundum síðar en í byijun ársins. Og eftir tæpan hálfan mánuð verður jafndægur á vori. Eldur á Bræðra- borgarstíg Sú svart- klædda er grunuðum íkveikju SANNAÐ þykir að kveikt hafi verið í rusli í anddyri stigahúss á Bræðraborgarstíg 7 í fyrrinótt, en tíu íbúum í húsinu var bjargað af slökkviliðsmönnum. Rann- sóknarlögreglan hafði í gær í haldi konu sem sást á ferli við húsið skömmu áður en eldurinn kom upp og er hún grunuð um að vera völd að eldsvoðanum. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er hér um að ræða svart- klæddu konuna sem uppvís varð að málverkaþjófnaði í Hallgríms- kirkju í síðustu viku. Bræðraborgarstígur 7 er fimm hæða steinhús. Að sögn RLR hafði greinilega verið lagður eldur í rusl sem var í anddyrinu. Eldurinn varð aldrei mikill en stigagangurinn fylltist af reyk og hann lagði um allt húsið. íbúarnir komust því ekki út úr húsinu. Talið er að íbúar hússins hafi verið í töluverðri hættu hefði eldur- inn náð að breiðast frekar út. Kon- an sem sást á ferli við húsið er nú í haldi lögreglunnar og stóð til að yfírheyra hana í gær. ♦ ♦ ♦ Samkomulag í flugvirkja- deilunni SAMKOMULAG tókst um hádegi í gær á milli Flugleiða og flug- virkja, sem annast skoðun véla félagsins, um vinnufyrirkomulag í nýja flugskýlinu á Keflavíkur- flugvelli. Mættu flugvirkjamir til vinnu í flugskýlinu í gær og hófu vinnu samkvæmt samningi sem gerður var fyrir einu og hálfu ári. Sam- komulagið sem gert var í gær snýst um flutning flugvirkjanna til og frá vinnustað, að sögn Einars Sigurðs- sonar, blaðafulltrúa Flugleiða. Héraðsdómur hefur dæmt í máli sem einn sakbominga í Hafskipsmálinu höfðaði Ríkið sýknað af bótakröfu vegna gæsluvarðhaldsins RÍKISSJÓÐUR hefur verið sýknaður í Hér- aðsdómi Reykjavíkur af öllum kröfum Helga Magnússonar, fyrrum endurskoðanda Hafskips hf., sem krafðist fímm milljóna króna skaðabóta vegna gæsluvarðhalds sem hann var látinn sæta vegna rannsóknar Hafskipsmálsins sumarið 1986. Helgi, sem var með dómi Hæstaréttar í Hafskipsmálinu dæmdur til að greiða 500 þús- und króna sekt fýrir brot á lögum um löggilta endurskoðendur, stefndi ríkissaksóknara og fiármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs og krafð- ist bóta meðal annars vegna þess að óheimilt hefði verið að hneppa hann í gæsluvarðhald þar sem brot þau sem hann hefði gerst sekur um hefðu aðeins reynst varða sektum auk þess sem ekkert tilefni hefði verið til þess að svipta hann frelsi vegna rannsóknarinnar. Einnig hefði gæsluvarðhaldið algjörlega kippt fótunum undan Heiga, sem hefði eftir það og opinbera aftöku í fjölmiðlum, neyðst til að hætta störfum sem löggiltur endurskoð- andi. Allt hefði málið haft mikil áhrif á líf stefnda og krefðist hann hóflegra bóta fyrir andlegar þjáningar, hneisu og fyrir röskun á stöðu og högum. Af hálfu ríkissjóðs var krafíst sýknu af kröf- um Helga og Hjördís Hákonardóttir héraðsdóm- ari féllst á sjónarmið ríkissjóðs og sagði í niður- stöðum sínum m.a. að við rannsókn opinberra mála verði oft að beita aðgerðum sem gangi nærri og séu meiðandi fyrir þá sem hlut eiga að máli, m.a. vegna umíjöllunar fjölmiðla, en slík umfjöllun geti þó ekki í sjálfu sér orðið grundvöllur bóta af hálfu ríkisins. Ekki hefði tekist að sanna að rannsóknarað- ilar hefðu verið undir óeðlilegum áhrifum frá fjölmiðlaumræðu og að gæsluvarðhaldskrafa hefði stuðst við óréttmætar forsendur. Þá er bent á að brot á því lagaákvæði sem Helgi var sakfelldur fyrir að bijóta geti varðað fangelsi allt að tveimur árum en það er það lágmark sem lög setja til að hneppa megi mann í gæslu- varðhald.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.