Morgunblaðið - 10.03.1993, Side 1

Morgunblaðið - 10.03.1993, Side 1
56 SIÐUR B/C 57. tbl. 81.árg. MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Orðrómur um að Fischer verði af verðlaunafénu Vasiljevic flýr Serbíu í skyndi Belgrad. The Daily Telegraph. JEZDIMIR Vasiljevic, fjármálamaðurinn sem skipulagði skákeinvígi Bobby Fischers og Borís Spasskís í Serbíu og Svartfjallalandi, hefur flúið til ísraels og segir að glæpa- menn á vegum serbneskra stjórnvalda hafi reynt að myrða hann. Hundruð manna söfnuðust í gær saman fyrir utan banka Vas- iljevics, Yugoskandik, til að athuga um sparifé sitt en aðalútibúið í Belgrad var lokað. Talsmaður bankans sagði fólkinu að bankinn myndi starfa áfram undir stjórn annars manns. Skyndileg brottför Vasiljevics olli vangaveltum um að Fischer og Spasskí fengju ekki það fé sem þeim var lofað greitt að fullu. Fischer hélt upp á 50 ára afmæli sitt í gær í hótelíbúð sinni í Belgrad og lagði á þegar fréttaritari The Daily Telegraph hringdi í hann til að spyija hvort hann hefði fengið verðlaunaféð. „Hann kann að hafa verið skilinn eftir einn og yfirgef- inn,“ sagði stjórnarerindreki sem hefur fylgst grannt með Fischer í Belgrad. Átti að fá 218 milljónir Skákmennirnir hafa staðfest að þeir hafí fengið einhvetja fyrir- framgreiðslu áður en einvígið hófst. Hins vegar hafa ekki fengist upp- lýsingar um hvort þeim hafí verið greitt að fullu. Fischer átti að fá jafnvirði 218 milljóna króna fyrir einvígið og Spasskí 108 milljóna. Flúinn JEZDIMIR Vasiljevic, sem skipulagði skákeinvígi Bobby Fischers og Borís Spasskís í Serbíu og Syartfjallaiandi, er nú flúinn til Israels. Craxi svipt- ur þinghelgi? Róm. Reuter. ITOLSK þingnefnd lagði til í gær að Bettino Craxi, fyrrver- andi forsætisráðherra Ítalíu, yrði sviptur þinghelgi svo hægt yrði að sækja hann til saka fyrir meinta aðild að spillingarmáli. Craxi neyddist til að segja af sér sem leiðtogi Sósíalistaflokksins fyrr á árinu vegna spillingarmálsins og hefur háð harða baráttu gegn'TTl- raunum ákæruvaldsins til að leiða hann fyrir rétt. Þingið á eftir að greiða atvæði um hvort svipta beri hann þinghelginni. Fleiri handtökur Gengi lírunnar lækkaði og verð- fall varð á hlutabréfamarkaðinum í Róm eftir að lögreglan handtók sós- íalistann Gabriele Cagliari, yfnrnann næststærsta ríkisfyrirtækis Italíu, orkufyrirtækisins ENI. Cagliari er sakaður um spillingu og brot á lögum um fjármögnun stjórnmálaflokka. Franco Ciatti, stjómarformaður syst- urfyrirtækis ENI, Nuovo Pignone, var einnig handtekinn fyrir sömu sakir. Sljórnin riðar til falls Ríkisstjórn Giulianos Amatos for- sætisráðherra er að falli komin og haft var eftir ráðherrum í gær að hún kynni að víkja á næstu dögum. Amato varð fyrir miklu áfalli þegar hann neyddist til að falla frá tillögu sem stjómin samþykkti á föstudag, en hún miðaði að því að taka vægi- lega á þeim sem gerast sekir um pólitíska spillingu. Giovanni Conso dómsmálaráðherra, höfundur tillög- unnar, staðfesti í gær að hann væri að íhuga afsögn. Þegar hafa fjórir ráðherrar sagt af sér á undanförnum fimm vikum. Valdabarátta Jeltsíns og þingsins Einíng Rúss- lands sögð í mikilli hættu Moskvu. Reuter. RÚSLAN Khasbúlatov, forseti rússneska þingsins, hafnaði í gær nýjustu tillögu Borís Jeltsíns Rússlandsforseta um skipt- ingu valda milli hans og þingsins. Jeltsín ræddi í gær við leiðtoga héraða, sem njóta takmarkaðrar sjálfstjórnar, og þeir vöruðu við því að valdabarátta forsetans og þingsins stefndi einingu Rússlands í alvarlega hættu. dag að hann hygðist leggja drögin fyrir fulltrúaþingið. Hann sagði hins vegar á fundinum með leiðtogum héraðanna í gær að drögin væru ekki eini kosturinn og hann léði máls á því að ræða fleiri tillögur sem miðuðu að því að binda enda á valda- baráttuna sem hefur lamað stjórn- kerfið og hindrað frekari efnahags- umbætur. „Við þessar aðstæður myndi frekari togstreita hafa stór- hættulegar afleiðingar," hafði frétta- stofan Itar-Tass eftir forsetanum. Upplausn yfírvofandi Leiðtogar héraðanna vöruðu hins vegar Jeltsín við því að valdabaráttan beindi athyglinni frá enn alvarlegri vanda sem stefndi sambandi ríkis- stjórnarinnar í Moskvu og héraðanna í hættu. Togstreitan á milli þeirra gæti leitt til þess að Rússland leyst- ist upp. „Ef það sem er að gerast í Moskvu breiðist út til héraðanna leik- ur enginn vafi á því að Rússland verður ekki sameinað ríki öllu leng- ur,“ sagði Akhsarbek Galazov, leið- togi Norður-Ossetíu. Leiðtogamir kvarta yfir því að héruðin fái ekki nægilegan stuðning frá ríkisstjórn- inni og þeim sé gert að greiða of mikið í ríkissjóð Rússlands. Khasbúlatov sagði í gær að ekki bæri að ræða drög Jeltsíns að lögum um valdaskiptinguna á fundi full- trúaþingsins, æðstu löggjafarsam- kundu Rússlands, í dag. „Það er ekki hægt að taka drögin alvarlega," sagði hann við fréttamenn. „Þetta er einhvers konar leikur." Jeltsín lét svo um mælt á sunnu- Miðausturlönd Boðað til við- ræðna í apríl Washington. Reuter. BANDARÍSK og rússnesk stjórnvöld ætla í dag að gefa út formlegt boð til fulltrúa ísraela og araba um að heija friðarviðræður að nýju 20. apríl. Viðræðunum var hætt 17. des- ember þegar ísraelar sendu 415 Pal- estínumenn í útlegð. Fulltrúar Pal- estínumanna hafa sagt að þeir vilji ekki hefja viðræðurnar að nýju fyrr en ísraelar heimili útlögunum að snúa heim tafarlaust. ísraelar hafa boðist til að taka við þeim öllum fyr- ir árslok en á það hafa Palestínu- menn ekki enn fallist. MIKIL átök urðu í gær í Nantes í Frakklandi þegar um 1.000 sjómenn stormuðu inn á fiskmarkaðinn í borginni til að mótmæla innflutningi á ódýrum físki og öðrum sjávarafurðum. Slösuðust nokkrir lögreglumenn í slagnum við sjómennina, sem voru loksins flæmdir burt með táragasi. Hér eru þeir að bæta á bálköst úr fiskpöllum. Sjómenn í uppreisnarhug Reuter Þorskkílóið á krónu! Verðhrun í Noregi vegna gífurlegra kaupa á rússafiski Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunbiaðsins. TÆPLEGA króna fyrir kílóið af fyrsta flokks þorski. Þetta er verðið, sem áhöfnin á norsku fiskiskipi fékk í síðustu viku í Vadsö í Norður-Noregi og að sögn talsmanna fiskiðnaðarins á Finnmörku er ástæðan ofureinföld: Gífurleg kaup á rússn- eskum fiski á spottprís. Taka sumir þannig til orða, að Norð- menn séu upp á sitt eindæmi að kippa fótunum undan eigin sjávarútvegi. Að því er segir í norska blaðinu Adresseavisen var skipið með fimm tonn af úrvalsþorski en fískverkend- ur í Norður-Noregi sögðu nei takk, allir nema einn. Hann bauðst til að gefa rúmar þijár krónur íslenskar fyrir kílóið en þegar hann komst að því, að sjómennirnir áttu ekki í önn- ur hús að venda hélt hann því fram, að fiskurinn væri ekki nógu góður og lækkaði verðið í tæpa eina krónu eða 10 aura norska. Fyrir fimm tonnin fengust 4.650 kr. Lágmarksverð á þorski til norskra sjómanna er tæplega 99 íslenskar krónur. Norskum fiskverkendum kemur hins vegar ekki til hugar að kaupa þorskinn á þessu verði þegar þeir geta fengið hann miklu ódýrari frá Rússunum. Sjá fréttir á bls. 16.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.